Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Dísablót er yfirskrift sýningar
Íslenska dansflokksins á sviðslista-
hátíðinni Everybodýs Spectacular
2018. Á Dísablóti verða frumsýnd tvö
ný íslensk dansverk á Nýja sviði
Borgarleikhússins laugardaginn 17.
nóvember, annars vegar Verk nr. 1
eftir Steinunni Ketilsdóttur við
frumsamda tónlist Áskels Harð-
arsonar og hins vegar Pottþétt
myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og
Valdimar Jóhannsson við tónlist Sig-
ur Rósar og Valdimars. Blaðamaður
settist niður með Steinunni og fékk
hana til að segja sér frá nýja verkinu.
„Þetta verk er fyrsta verkið sem
sprettur upp úr miklu stærra verk-
efni,“ segir Steinunn sem síðustu tvö
ár hefur leitt rannsóknarverkefnið
„Expressions: virði og vald væntinga
í dansi“ í samstarfi og samtali við al-
þjóðlegan hóp lista- og fræðimanna.
„Í Verki nr. 1 er ég í fyrsta sinn að
prófa að nota aðferðir og hug-
myndafræði sem við höfum verið að
móta í rannsókninni við það að skapa
verk fyrir svið. Þessi tilraun hefur
tekist nokkuð vel,“ segir Steinunn og
bendir á að eitt sé að skapa hreyfi-
efni, en síðan þurfi að finna því
strúktúr í kóreógrafíu. „Þetta verk
er aðeins það fyrsta af mörgum í röð
dansverka,“ segir Steinunn og bend-
ir á að Verk nr. 1,5, sem samið sé fyr-
ir Snædísi Ingadóttur, verði frum-
sýnt í febrúar, Verk nr. 2 næsta
haust og Verk nr. 3 sé á dagskrá
2020.
Fyrsta verkið í endalausri seríu
„Við erum að rannsaka væntingar
út frá mörgum mismunandi hliðum,
skoða hvar og hvaðan þær kvikna og
hvaða áhrif þær hafa á ákvarðana-
töku okkar sem danslistamanna.
Þetta er margþætt skoðun á því
hvernig væntingar hafa áhrif á dans-
inn sem listgrein,“ segir Steinunn og
bendir á að rannsóknarhópurinn hafi
til þessa unnið hugmyndavinnu sína í
samtals sex vinnusmiðjum.
„Við höfum á fundum okkar deilt
þekkingu okkar og verið að skoða
pólitíkina í dansinum, stigveldið og
valdastrúktúr og hvernig væntingar
spila þar inn í og hafa áhrif á okkur.
Við skoðum hlutverk dansarans and-
stætt hlutverki danshöfundarins,
hvað það þýðir að vinna inni í stofnun
andstætt því að vera sjálfstætt starf-
andi. Við höfum einnig mikið velt fyr-
ir okkur hvers konar líkama við
sjáum dansa á sviði, hverjir hafi
tækifæri til að stunda dans eða fara í
listdansnám, hverjar vinnuaðstæð-
urnar að námi loknu séu, hvert sé
umhverfið sem unnið er í og hvernig
sagan, hefðir og venjur móta okkur.“
Hvernig mun hinn almenni áhorf-
andi skynja þessar pælingar rann-
sóknar ykkar í væntanlegri sýningu?
„Kannski mun hann ekkert skynja
pælingar okkar – og það er bara allt í
lagi. Við erum að vinna út frá stórum
hugmyndum og heilmikil fræði sem
liggja að baki, en verkið á alveg að
standa sjálfstætt. Ég vænti þess ekki
að áhorfendur skynji alla rannsókn-
ina sem liggur að baki. Þetta er eng-
inn sannleikur um það hvað dans-
verk eigi að vera. Verk nr. 1 er í raun
bara mín túlkun á dansverki byggð á
mínum rannsóknum sl. tvö ár og
bakgrunni. Niðurstaðan núna er
þetta verk. Þetta dansverk er það
fyrsta í endalausri seríu dansverka
sem munu öll takast á við ólíka þætti
danshefðarinnar. Næsta verk er
sóló, þriðja verkið er tríó og síðan
eru fleiri hugmyndir á borðinu. Í
hverju verki er ég að tækla eitthvað
ákveðið. Núna eru aðstæðurnar þær
að ég er að vinna með þjóðardans-
flokk þar sem ríkir ákveðin hefð,
reglur, venjur og gildi sem eru ólík
því sem þekkist í sjálfstætt starfandi
geiranum,“ segir Steinunn og bendir
á að Verk nr. 1 sé aðeins annað verk-
ið sem hún semur fyrir Íd, en níu ár
eru síðan hún samdi Heilabrot í sam-
vinnu við Brian Gerke.
„Þá vorum við aðeins með fjóra
dansara en þeir eru átta núna, þann-
ig að þetta er fjölmennasta sýningin
sem ég hef samið ein. Það er áskor-
un, því ég hef til þessa mestmegnis
unnið með sólóverk og dúetta. Mér
finnst ég vera algjörlega á nýjum
slóðum, en það eru einhverjir sem
finnst mín höfundareinkenni mjög
skýr í verkinu.“
Allar upplifanir jafnréttháar
Hvernig hefur gengið að fá dans-
arana til að stíga út fyrir þæginda-
rammann í rannsókn á hefðum, venj-
um og persónulegum smekk?
„Mjög vel. Þau hafa verið meira en
til í það og búið að vera alveg frábært
að vinna með þeim. Ég er að reyna
að sprengja upp hefðina og fara út
fyrir minn ramma, en það krefst þess
að listamennirnir sem ég er að vinna
með geri slíkt hið sama. Við vitum öll
hversu erfitt það er að fara út fyrir
eigin ramma og breyta venjum og
hefðum. Það krefst þess að maður
gefi því tíma, rými og þolinmæði auk
þess sem endurtekningin og skuld-
bindingin er lykilatriði,“ segir Stein-
unn og þakkar Íd fyrir góðar vinnu-
aðstæður og nauðsynlegan tíma til
úrvinnslu.
„Rannsóknir snúast um að geta
kafað á dýptina. Ég hugsa stundum
um þetta verkefni sem opna dans-
skurðaðgerð þar sem okkur gefst
tími og rými til að skoða hlutina ofan
í kjölinn án þess að dæma. Í raun má
segja að rannsóknin sé ákveðin nú-
vitund í gegnum hið líkamlega, þar
sem við leitumst eftir því að dans-
arinn öðlist meðvitund um hreyf-
ingar sínar og hvað það er sem hefur
áhrif á þær og hvaða væntingar
liggja þar að baki. Við erum alltaf að
velja með öllum gjörðum okkar, því á
hverju augnabliki höfum við ótelj-
andi möguleika. Ég vænti þess að
áhorfendur muni fara í sitt eigið
ferðalag á þessari sýningu. Við erum
svo margbreytileg og í mismiklum
tengslum við tilfinningar okkar, rök-
hugsun og líkama. Við munum því öll
eiga okkar eigin upplifun af Verki nr.
1 og allar upplifanir eru jafnréttháar.
Mín sýn á verkið er ekki sú eina
rétta, enda er hún bara mótuð af
mínum bakgrunni og reynslu,“ segir
Steinunn og tekur fram að það sem
heilli hana mest við dansinn sé hreyf-
ingin. „Dansinn hreyfir við fólki. Við
hreyfum við hugsunum, skoðunum,
tilfinningum og/eða líkama áhorf-
enda. Það er það sem mér finnst svo
fallegt við þetta listform.“
Fjárskortur í listgreinum
Nú starfar þú að stórum hluta er-
lendis. Hvaða þýðingu hefur það fyr-
ir þig að vinna dansverk hér heima?
„Ástæða þess að ég vinn mjög
mikið erlendis er sú að þar er meira
fjármagn að hafa, eins sorglegt og
það nú hljómar. Þannig hefur
Expressions-rannsóknin að stærst-
um hluta verið styrkt af norska rík-
inu, dönsku og norsku leikhúsi og
norrænum ferðastyrkjum,“ segir
Steinunn og bendir á að þau lista-
mannalaun sem hún hafi fengið séu
aðeins dropi í hafið í stóra samheng-
inu.
„Við búum við mikinn skort á fjár-
magni í listgreinum. Flestallir styrk-
ir hérlendis eru framleiðslustyrkir
sem miða að uppsetningu verka. Að
mínu mati vantar inn í styrkjakerfið
rannsóknarstyrki í listum, sambæri-
lega við rannsóknarstyrki í raun- og
hugvísindum. Einnig væri mikilvægt
að listafólki gæfist öruggara landslag
að vinna í, hvort sem það er með
ráðningu í gegnum listastofnanir eða
með stærri styrkjum. Ég get sem
dæmi nefnt að íslenski danshöfund-
urinn Halla Ólafsdóttir, sem býr og
starfar í Stokkhólmi, hlaut nú á dög-
unum 10 ára styrk frá sænska ríkinu,
en hún starfar með mér í
Expressions-rannsókninni. Auk þess
hlaut norsk samstarfskona nýlega
þriggja ára fjárstuðning frá norska
ríkinu og önnur finnsk fimm ára
listamannalaun frá finnska ríkinu.
Til samanburðar fékk ég fjóra mán-
uði. Þetta er raunveruleikinn og
þarna er himinn og haf á milli. Ég
skora á menntamálaráðherra að end-
urskoða styrkveitingar í sviðs-
listum,“ segir Steinunn og bendir á
að erfitt sé að vera skapandi lista-
maður á sama tíma og orkan fari að
miklu leyti í það að sækja um styrki.
„Ég eyði iðulega miklum tíma í
styrkumsóknir upp á von og óvon.
Ég er orðin vön þessu núna og er
alltaf með plan B ef ég skyldi ekki fá
þá styrki sem ég sæki um,“ segir
Steinunn og tekur fram að veðja
þurfi á listafólk, gefa því tækifæri til
að þroskast og dafna. „Enda ber
listafólkið heiður landsins á herðum
sér, hvort heldur það er Björk, Erna
Ómarsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir,
Benedikt Erlingsson eða Þorleifur
Örn Arnarsson. Hvernig getum við
ætlast til þess að íslenskir listamenn
skapi list á heimsmælikvarða ef við
sem samfélag hlúum ekki að þeim?“
Þekking sem býr í líkamanum
Steinunn bendir á að margir dans-
höfundar og dansarar kjósi að vinna
erlendis vegna þess að þar sé auð-
veldara sé að útvega fjármagn til
listsköpunar. „Mig langar að geta
búið og starfað á Íslandi. Og ef við
ætlum að geta byggt upp danssenu
hérlendis þarf að skapa nærandi um-
hverfi fyrir danslistafólk. Við þurfum
að miðla listinni til almennings og
áhorfenda,“ segir Steinunn og nefnir
í því samhengi skort á danshúsi.
„Ef við eigum einhvern tímann að
geta byggt upp áhorfendahóp verður
að vera einhver samfella í starfinu
þar sem danssenan er alltaf sýnileg í
stað þess að poppa upp hér og þar í
mismunandi leikhúsum og sýningar-
stöðum. Fólk veit ekki hvar það á að
staðsetja dansinn sem listgrein af því
að við eigum engan samastað,“ segir
Steinunn og tekur fram að hún eigi
sér þá ósk heitasta að dansinn verði á
pari með öðrum listgreinum. „Ég hef
stundum velt því fyrir mér hvort
ástæða þess að dansinn er oft settur
skör lægra en aðrar listgreinar hér-
lendis helgist af því að í dansinum er
unnið með líkamann. Þekking dans-
ara, sem er gífurleg, býr að miklu
leyti í líkamanum. Þótt þessi þekking
sé oftar en ekki þögul þýðir það ekki
að hún sé ekki mikil. Við sem sam-
félag þurfum að gefa þessari þekk-
ingu meira vægi.“
Morgunblaðið/Hari
Eins og opin dansskurðaðgerð
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur sem fjallar um vænt-
ingar Fyrsta verkið byggist á alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem Steinunn hefur stýrt sl. tvö ár
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Líkaminn „Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvort ástæða þess að dansinn er oft settur skör
lægra en aðrar listgreinar hérlendis helgist af
því að í dansinum er unnið með líkamann,“ segir
Steinunn Ketilsdóttir danshöfundur.
Rannsókn Úr Verki nr. 1.