Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is
Aldrei haft jafn þykkt hár
„Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume
frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng
augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að
hætta að taka þetta bætiefni inn.“
Edda Dungal
Hair Volume inniheldur
jurtir og bætiefni sem sem
eru mikilvæg fyrir hárið og
getur gert það líflegra
og fallegra.
Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig?
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
sendi á síðasta ári frá sér sína
fyrstu skáldsögu, Eyland, og var
henni vel tekið af gagnrýnendum
og öðrum lesendum. Ný skáldsaga
hennar, Hið heilaga orð, kom svo
út fyrir stuttu.
Hið heilaga orð hefst hlýjan og
bjartan morgun í lok ágúst þegar
Edda gengur út af heimili sínu og
hverfur. Hún skilur nýfætt barn
sitt eftir heima, en engar vísbend-
ingar um hvert hún hafi farið eða
hvers vegna. Einar bróðir hennar
er kallaður til að leita systur sinn-
ar, en til að skilja hvert hún fór
þarf hann að skilja hvar hún var.
Sigríður segir að saga Eddu og
Einars hafi komið til hennar í brot-
um frá því hún var unglingur.
„Upphaflega hugmyndin var eig-
inlega byggð á misskilningi – það
voru krakkar sem voru með mér í
skóla sem ég hélt að væru systkini
sem væru samfeðra en mæður
þeirra hefðu alið þau upp saman.
Svo reyndist þetta bara vera vit-
leysa, en sagan var góð og er kom-
in niður á bók núna.“
Andstæður á andstæður ofan
– Þegar ég las bókina punktaði
ég hjá mér nokkur atriði og það
fyrsta sem ég skrifaði var þessi
setning: Tvær konur eignast barn
með sama manninum, Örlygi,
yfirborðskenndum flysjungi.
„Ég held að hann sé nú ekkert
afleitur í upphafi, ég held hann
vilji vel og sé að gera sitt besta.
Hann er náttúrlega geysilega veik-
lyndur en svo kemur sífellt betur í
ljós að hann er siðlaus – hann er
þannig að hann getur réttlætt hvað
sem er, getur alltaf fundið afsak-
anir fyrir sjálfan sig.“
– Mæðurnar, Júlía og Ragnheið-
ur, eru andstæður; önnur sveim-
hugi og listamaður, hin jarðtengt
hörkutól, og svo eru börnin líka
andstæður; Einar með sína les-
blindu og Edda með sinn oflestur.
„Mér var bent á það þegar ég
var búin að skrifa handritið að
bókinni að mæðurnar stæðu hvor
fyrir sitt heilahvelið, en ég hafði
aldrei hugsað það þannig, þær
urðu bara svona til, spruttu fram
svona ólíkar, vildu vera svona. En
þær þurftu líka að finna þessa
tengingu, það þurfti að vera eitt-
hvað sem næði að tengja þær sam-
an og það er oft þannig að bestu
vinirnir eru þeir sem eru ólíkastir
manni. Það er þó alltaf einhver
snertiflötur þar sem fólk nær sam-
an og þær ná fyrst saman í gegn-
um bókmenntirnar og síðan í gegn-
um börnin sín.
Einar og Edda bæta hvort ann-
að upp í frumbernsku og alast upp
saman og það eru hæfileikar
þeirra, hvort sem þeir þróast
þannig af því þau alast upp saman
eða hvort þau eru svona að upp-
lagi, svona skert og heil hvort á
sínu sviði, þá tekst þeim að halda
sameiginlega út nokkurn veginn
fúnkerandi tilveru þangað til þau
komast á unglingsaldurinn. Það
gerist oft þegar krakkar komast á
unglingsaldurinn að þá bæði losnar
um töfraraunsæi barnæskunnar og
svo stendur fólk allt í einu frammi
fyrir manneskjunni sem það á eftir
að vera það sem það á eftir ólifað.
Það er líka þekkt með þessa hý-
perlexíu, oflæsið, að með aldrinum
rjátlast hún af ákveðnum hluta
þeirra sem fæðast með þennan
hæfileika eða þessa tegund ein-
hverfu. Það er gaman að gera sér í
hugarlund hvernig það er fyrir
manneskju sem hefur lifað lífi sínu
í gegnum bækurnar að vakna upp
einn góðan veðurdag og vera orðin
ein af venjulega fólkinu, búin að
missa þennan töfraheim sem hún
hefur lifað, en hefur ekki lykilinn
að samskiptum við annað fólk og
þarf að læra það frá grunni.“
Lifað í lygi
– Edda leysir það með því að
ljúga, fara að lifa í lygi, og vegna
þess að hún býr til persónu á svo
skipulegan hátt nær hún fram-
úrskarandi árangri í hinum yfir-
borðskennda heimi Instagramsins
og Snappsins.
„Það er kannski ósanngjarnt að
stilla því þannig upp því auðvitað
er fullt af vel heilu fólki og djúp-
vitru á samfélagsmiðlum og við
notum þá flest, þetta er það sem
bætist ofan á samskipti okkar við
annað fólk, ekki eitthvað sem kem-
ur í staðinn fyrir þau. Þetta er aft-
ur á móti leikur af því við stöndum
frammi fyrir svo mikilli upplýs-
ingabyltingu, eiginlega annarri eða
þriðju stóru upplýsingabyltingunni
síðan fyrir mörg þúsund árum.
Hvernig værum við án ritmálsins?
Í Hinu heilaga orði veltir Sigríður
Hagalín Björnsdóttir því fyrir sér
hvort ritmálið hafi orðið til óþurftar
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sigurjón Bergþór Daðason kvaddi sér
hljóðs með skáldsögunni Hendings-
kasti fyrir þremur árum og á næst-
unni kemur út önnur bók sem hann
nefnir Óbundið slitlag. Segja má að
Hendingskast hafi verið hefðbundin
skáldsaga, þroskasaga ungs manns,
en Óbundið slitlag er öllu tilrauna-
kenndari.
Sagan skiptist í fjóra hluta sem
segja ekki endilega sömu söguna en
skarast, sömu persónur birtast í þeim
og atburðir en sjónarhornið víxlast.
Sigurjón segist hafa byrjað á að skrifa
bók með hefðbundinni framvindu þar
sem kaflarnir skiptust á, einn kafli um
eina persónu og annar kafli um aðra.
„Upphaflega voru þetta tvö sjón-
arhorn sem skiptust á, en mér fannst
það rjúfa frásögnina að hafa hana
þannig svo ég ákvað að fara aðra leið.
Fyrstu tveir hlutarnir gerast sam-
tímis, ég byrjaði á að skrifa þá, en
seinni hlutarnir áttu að gerast mun
seinna. Ég færði þá þó nær í tíma til
að hafa meira flæði í frásögninni.
Þetta var svolítið erfitt, ekki alveg
lógískt, en mig langaði til að gera eitt-
hvað allt annað. Fyrri bókin gerðist í
Reykjavík og ég vildi að þessi gerðist
úti á landi og formið yrði öðruvísi.“
– Bókin gerist úti á landi á ótil-
greindum stað, en staðurinn virðist
ekki skipta höfuðmáli.
„Það var aðallega bara að hafa
þetta langt frá. Ég sá upphaflega fyrir
mér að skrifa sögu um lítið samfélag,
en ég er fæddur og uppalinn í Reykja-
vík og þegar ég fór að skrifa fann ég
að ég hafði ekki nógu mikla innsýn í
hvernig lítil samfélög væru og virk-
uðu. Ég gat þess vegna ekki skrifað
einhverja samfélagssögu og einbeitti
mér því að einstaklingunum sem búa
þar. Sagan breyttist því svolítið þegar
fór að líða á skrifin; fyrst átti það að
skipta voða miklu máli að þetta væri
Mikil áskorun
Sigurjón Bergþór
Daðason sendir frá sér til-
raunakennda skáldsögu