Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Ævintýri og erfið mál Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen – Kóngsríkið mitt fallna bbbbn Texti: Finn-Ole Heinrich Myndir: Rán Flygengring Þýðing: Jón St. Kristjánsson Angústúra, 2018, 165 bls. Kóngsríkið mitt fallna er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu. Bókin segir frá Pálínu sem er oftast kölluð Brjálína því hún á það til að taka brjálæðisköst. Samt bara þegar tilefni er til, eða svona oftast nær. Þrátt fyrir að bókin lýsi á skemmtilegan og fjörugan hátt ævintýr- um hinnar hugmyndaríku og sjálfstæðu Pálínu þá er í henni alvarlegur und- irtónn. Foreldrar hennar eru að skilja og mæðgurnar flytja saman í lítið hús sem virðist allt vera úr plasti og með alls konar skrýtnum handföngum hér og hvar. Skýringin á því kemur fram um miðja bókina. Pálína er reið út í pabba sinn vegna skilnaðarins og kennir honum um hvað allt er ómögulegt. Hún reynir að útbúa plan til að koma foreldrum sínum aftur saman svo þær mæðg- ur geti flutt aftur á gamla heimilið. Í nýja hverfinu kynnist Pálína Páli sem býr á unglingaheimili og fær bara að hitta pabba sinn undir eftirliti. Með þeim tekst vinskapur sem á eflaust eftir að þróast í næstu tveimur bókum og líklega mun hann reynast henni betri en enginn í stórum verkefnum sem fram und- an eru. Þrátt fyrir að bókin taki á erf- iðum málum eins og skilnaði og veikindum foreldra er fjallað um þau út frá sjónarhorni barns. Fyrir vikið verður bókin ekki jafn þung og ætla mætti. Það er hins vegar kannski verið að taka á fullmörgum erfiðum málum í einni og sömu sög- unni og það munu eflaust margar spurningar vakna í ungum kollum við lesturinn. Það verður fróðlegt að sjá í næstu bókum hvort við fáum að vita meira um það af hverju Páll fær bara að hitta pabba sinn undir eftirliti. Líka hvernig veikindi einnar sögupersónunnar þróast og hvernig Pálínu gengur með planið sitt. Lesandann langar allavega að fá að vita meira og höf- undurinn nær að vekja smáspennu fyrir næstu bók. Myndskreytingar Ránar Flygenring lífga vel upp á söguna, en myndirnar eru notaðar til að skýra ýmis atriði og lesandinn getur glöggvað sig betur á því hvað Pálína er að brasa. Nærbuxur af öllum gerðum Nærbuxnaverksmiðjan bbbbm Texti: Arndís Þórarinsdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Mál og menning, 2018. 90 bls. Hver hefði trúað því að það væri hægt að skrifa heila bók þar sem nærbuxur koma við sögu á næstum hverri blaðsíðu, með einum eða öðr- um hætti. Ótrúlegt en satt þá hefur Arndísi Þórarinsdóttur tekist þetta og gerir það bara ansi vel, en bók- ina skrifaði hún að ósk sonar síns sem bað um sögu um nærbuxur og vélmenni sem skýtur nærbuxum. Nærbuxnaverksmiðjan er stór- skemmtileg og spennandi saga sem fjallar um Gutta og Ólínu sem halda í leiðangur inn í Nærbuxnaverk- smiðjuna á Brókarenda í leit að ömmu Gutta, eftir að verksmiðjunni hefur verið lokað. Ólína er sann- færð um að amma Gutta, sem starf- aði í verksmiðjunni, hafi lokast þar inni. Það er reyndar Gutta þvert um geð að brjótast inn í verk- smiðjuna sem búið er að inn- sigla, en hon- um finnst hann ekki geta sent Ólínu þangað eina, enda er hún alltaf að koma sér í vandræði. Gutti er ekki sannfærður um að amma hans sé í neinni hættu, en áður en hann veit af er hann kominn með Ólínu inn í verksmiðjuna. Þar inni er hins veg- ar ekkert eins og þau höfðu búist við. Sprengihlægileg atburðarás fer af stað með stöðugum óvæntum uppákomum, sem engan getur órað fyrir. Við sögu koma vélmenni sem skýtur nærbuxum, kanínur, bólu- grafnir unglingar, gamalmenni á flótta undan heilbrigðiskerfinu og að sjálfsögðu næbuxur af öllum stærðum og gerðum. Auðvitað tekst vinunum ætlunarverk sitt og gott betur en það með því að leggjast á eitt og nýta ólíka hæfileika sína til að leysa vandamálin. Arndís nær vel að halda les- endum við efnið og það er eiginlega erfitt að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin. Nærbuxnahúmor- inn höfðar vel til yngri lesenda, en inn á milli er laumar hún brönd- urum sem eldri kynslóðin skilur betur. Létt og glettin ljóð Ljóðpundari bbbbn Texti: Þórarinn Eldjárn Myndir: Sigrún Eldjárn Vaka-Helgafell 2018. 38 bls. Hér er á ferðinni ný ljóðabók fyr- ir börn eftir Þórarin Eldjárn sem Sigrún Eldjárn myndskreytir af stakri snilld. Þórarinn hefur auðvit- að sýnt það og sannað að hann get- ur samið ljóð sem börn hafa gaman af og vekja hjá þeim alls konar skemmtilegar pælingar. Ljóðin í þess- ari bók eru þar engin undan- tekning. Þór- arinn notar að vanda hið hefðbundna ljóðform til að koma raunsönnum hversdagslegum hlutum í skemmtilegan búning, en ljóðin vekja gjarnan mikla kátínu, bæði hjá börnum og fullorðnum. Litríkar og líflegar myndirnar hennar Sigrúnar spila að sjálfsögðu stórt hlutverk, en með þeim vaknar textinn til lífsins og börnin átta sig betur á hvað ljóðin fjalla um. Mynd- irnar geta skapað skemmtilegar umræður þegar þær eru skoðaðar samhliða lestri ljóðanna. Þá er gaman að leita eftir litlu músinni Músu sem birtist okkur með hverju ljóði og tekur þátt í því sem er að gerast hverju sinni, til dæmis með því að klæða sig upp á eða gæða sér á einhverju matar- kyns sem fjallað er um í ljóðunum. Frábær bók fyrir foreldra til að lesa með börnum sínum og bara alla þá sem hafa gaman af léttum og glettnum ljóðalestri. Brjálína, Músa og nærbuxur úti um allt Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Spennandi Í Nærbuxnaverksmiðjunni eru nærbuxur á næstum hverri síðu. Mótun nefnist sýning sem opnuð verður í dag kl. 17 í galleríinu i8 við Tryggvagötu. Á henni er teflt fram sex listamönnum af yngri kynslóð- inni sem allir hafa verið virkir í myndlistarlífinu. Listamennirnir, þau Emma Heiðarsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson, Una Björg Magn- úsdóttir, Örn Alexander Ámunda- son, Magnús Ingvar Ágústsson og Elísabet Brynhildardóttir, skoða manneskjuna og það umhverfi sem hún hefur mótað sér, hvort heldur sem er í arkitektúr eða í heimi tækninnar að því er segir í tilkynn- ingu. „Þau nálgast viðfangsefnið með ólíkum hætti, hvort heldur sem er með ítarlegri rannsókn eða með gáska og húmor. Þau takast á við hefðbundna miðla af æðruleysi og skírskotað er til hefðarinnar og skoðað hvernig hún getur talað til samtímans,“ segir í tilkynningunni. Emma Heiðarsdóttir rannsakar rými sem ramma inn daglega til- veru okkar, Sigurður Atli notast að miklu leyti við prenttækni í verkum sínum, Una Björg vinnur helst með myndmótun og þá sérstaklega hreyfanlega skúlptúra, Örn Alex- ander fjallar oft á tíðum um listina sjálfa eða gjörninginn að skapa, Magnús sýnir veggteppi sem er rannsókn á tækniheimi nútímans sem er skoðuð út frá sjónarhóli goð- sögunar og Elísabet vinnur með teikninguna og samspil ljóss og skugga. Frekari upplýsingar má finna á vef i8, i8.is. Birt með leyfi listamannsins og i8 Án titils Verk eftir Unu Björgu Magnúsdóttur frá árinu 2017. Sex listamenn af yngri kynslóðinni sýna í i8 Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Vatnskælar á frábæru verði 25-35% Afsláttur • Keyptann og eigðann • Ekkert mánaðargjald • Lítið viðhald • Sjá nánar á heimasíðu Kælitækni www.kaelitaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.