Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Vala Hafstað
valahafstad@msn.com
„Ég upplifi að ég komist nær sjálfri
mér og geti sagt miklu persónulegri
hluti í gegnum ljóðin en í gegnum
skáldsöguna,“ segir Eyrún Ósk
Jónsdóttir. „Ég leyfi mér meira. Ég
ritskoða mig minna í gegnum þau
og kannski er það af því að þegar
ég fæ hugmynd að skáldsögu bý ég
til strúktúrinn á meðan ljóðin ráð-
ast á mig; þau verða að komast út.“
Í nýútkominni ljóðabók sinni, Í
huganum ráðgeri morð, yrkir hún
um leikhús og tengsl þess við til-
veruna, hugarheim listamannsins,
jafnréttisbaráttu og ást á lífinu.
Þetta er fjórða ljóðabók Eyrúnar,
sem einnig hefur skrifað fjórar
skáldsögur. Fyrir síðustu ljóðabók
sína, Góðfúslegt leyfi til sígarettu-
kaupa, sem út kom 2016, fékk hún
verðlaun Tómasar Guðmundssonar.
„Ljóðin hellast einhvern veginn
yfir mig. Bæði þessi bók og Góðfús-
legt leyfi til sígarettukaupa urðu til
á nokkrum dögum. Þá verð ég við-
þolslaus, eins og ljóðin séu að
ásækja mig, og þá kemur þetta allt í
einni bunu. Þegar þessi bók er að
verða til þá … fór ég að hugsa:
Hver er ég sem listamaður? Hug-
myndir hentust inn á blaðið, oft aft-
an á kvittanir úr búðinni, hripaðar
niður í strætó.“
Leikhús í logum
Ljóðin eru sambland sterkra til-
finninga og minninga, sem fléttaðar
eru saman við leiklistarsöguna. Aft-
ur og aftur dregur Eyrún upp
mynd af leikhúsi, sem ýmist er hul-
ið myrkri eða stendur í ljósum log-
um.
„Ég var í Madrid í skiptinámi úr
leiklistarháskólanum mínum [í
London] 2004, og þegar ég er þar
er ég að gera það sem ég elska
mest og dreymir um í lífinu: að
leika, vera á sviði og skapa. Þar set
ég upp sýningu á El público eftir
Lorca, og á sama tíma verður
hryðjuverkaárás þarna, nánast á
næstu lestarstöð við okkur. Yfir
borginni er ofboðsleg sorg … Þegar
ég fer frá Madrid hafði ég upplifað
eina stórkostlegustu sköpunartíma í
mínu lífi, en á sama tíma ofboðs-
legan sársauka.“
– Þú vilt í ljóðunum kveikja í leik-
húsinu, en er það ekki alveg eins
leikhúsið sem kveikir í þér sköp-
unarkraftinn?
„Maður losnar ekki undan því og
það er algerlega stórkostlegt, en
maður brennir sig líka á sköpunar-
kraftinum. Ég lifi mig alveg ofboðs-
lega inn í það sem ég er að gera.
Eitt ljóðið spyr: Hvað gerir skáld/
sem framið hefur/þvílíkt voðaverk?
Ég skrifaði leikrit í Englandi þar
sem aðalhetjan var búin að drepa
tunglið, fannst tunglið vera að
njósna um sig. Með því hafði hann
tortímt heiminum af því jörðin hafði
dottið af sporbaugnum. Ég hringdi í
mömmu og var alveg miður mín.
Fannst ég vera búin að tortíma
heiminum og vissi ekki hvernig ég
ætti að leysa þetta.“
Táknmynd fyrir tabú
Í bókinni verður Eyrúnu tíðrætt
um dauðann.
„Þegar maður er að kanna lífið
verður þessi partur að vera með.
Búddískur fræðimaður sem ég held
mikið upp á, Nichiren Daishonin,
sagði: „Þú getur ekki skilið lífið fyrr
en þú ert búinn að skilja dauðann.“
Ég upplifi líka að dauðinn er oft
táknmynd fyrir alls konar tabú. Það
er svo mikið tabú í kringum dauð-
ann. Að hluta til er þetta líka tákn í
skáldskap um hvað við megum tala
um af tilfinningum okkar, hvað á að
fela. Til dæmis eftir Me Too-
byltinguna hefur allt í einu breyst
hvað má tala um og hvað ekki. Það
er búið að opna fyrir það. Ég upplifi
að leikhús og ljóð séu oft það sem
leyfir okkur að opna á það sem má
ekki tala um.“
Í bókinni vísar Eyrún í mörg
fræg leikrit. Hún notar leiklistar-
söguna til þess að endurspegla eða
tengja saman minningar sínar.
„Leikrit, ljóð og málverk hjálpa
mér að skilja veruleika minn. Mað-
ur finnur tengingu í einhverju sam-
mannlegu. Fyrir mér er það að
skapa grunnurinn að því að vera
mannlegur. Hvort sem þú titlar þig
listamann eða ekki, þá erum við
alltaf að finna leiðir til þess að
skapa eitthvað, hvort sem það er
með því að segja sögur sem við
heyrðum af einhverjum, segja hvað
okkur dreymdi eða prjóna. Við er-
um alltaf að finna leiðir til þess að
taka þátt í sköpuninni.“
– Þú fjallar í bókinni um jafnrétt-
isbaráttu kvenna. Hvaða hlutverki
geta ljóð og leikhús gegnt í þeim
efnum?
„Eitt af því sem ég sá þegar ég
fór í leiklistarháskólann var hve lít-
ið er til af stórum hlutverkum fyrir
konur. Sagan er svo mikið sögð frá
sjónarhóli karla, en þetta er líka í
skáldverkunum og ég held að með
því að breyta þessu þá breytist mik-
ið í heiminum, með því að sögur
kvenna fái að heyrast. Ég hef verið
meðvituð um það í bókunum mínum
að það séu margar kvenpersónur og
þær séu að tala saman.“
Eyrún heldur áfram að yrkja.
Fyrr á þessu ári skrifaði hún ljóða-
bálk um frið og kærleika, sem hún
mun lesa upp í Ásvallakirkju 19.
desember. Markmiðið er að gefa
ljóðin út á næsta ári.
„Ljóðin ráðast á mig“
Í nýrri ljóðabók yrkir Eyrún Ósk
Jónsdóttir um leiklist, líf og dauða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Persónuleg Skáldkonan
og kvikmyndasmiðurinn
Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Svik er svo sannarlega rétt-nefni yfir pólitískanspennutrylli Lilju Sigurð-ardóttur. Svikin byrja
smátt en áður en lesandinn veit af
verða þau svæsnari, umfangsmeiri
og ótrúlegri. Atburðarásin er einnig
afar hröð sem er mikill kostur, biðin
eftir því sem gerist næst er lítil sem
engin, svo lengi sem lestrinum er
haldið áfram.
Persónurnar eru margar, liggur
við of margar til að byrja með, en
þegar lesandinn kemst á skrið kem-
ur þetta allt heim og saman. Aðal-
persónan, innanríkisráðherrann Úr-
súla, er áhugaverð persóna og þó svo
að Svik séu ekki hluti af nýrri seríu
skilur Úrsúla ýmislegt eftir sem
væri fróðlegt að kanna betur.
Í heildina fléttast þrjár frásagnir
saman við ráðherratíð Úrsúlu og þar
kemur saga bílstjórans, eða lífvarð-
arins, einna mest á óvart og setur
hann sinn svip á framvinduna þó svo
að sagan úr fortíðinni sé stærst.
Mexíkóska nornin sem starfar í
ráðuneytinu passar hins vegar ekki
alveg inn í myndina og galdrarnir, ef
svo má kalla, hefðu alveg mátt missa
sín eftir allt saman.
Hraðinn í stíl Lilju passar vel inn í
þann raunveruleika sem hún skrifar,
sem er eftir allt saman alls ekki ólík-
ur þeim raunveruleika sem við búum
við í dag. Samspil stjórnmála, fjöl-
miðla, samfélagsmiðla og atburða
sem finna má tengingu við í raun-
heimum fléttast saman í spennandi
frásögn, öðruvísi spennusögu en
maður er vanur og koma tenging-
arnar á óvart.
Svik er sannfærandi, kraftmikil
og áhugaverð spennusaga sem tekur
á málefnum líðandi stundar og ætti
ekki að svíkja lesendur sem vilja ef
til vill hvíla hina hefðbundnu
krimma en á sama tíma ekki segja
alveg skilið við spennuna.
Morgunblaðið/Hari
Spenna „Svik er sannfærandi, kraftmikil og áhugaverð spennusaga sem
tekur á málefnum líðandi stundar,“ segir í umsögninni.
Öðruvísi spennutryllir
Spennusaga
Svik bbbmn
Eftir Lilju Sigurðardóttur
JPV, 2018. Innbundin, 390 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR