Morgunblaðið - 05.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 28. janúar 2019) og alla breytingarseðla
þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og
áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-76 ára
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
Fasteignagjöld ársins 2019, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á
gjalddögum 2. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september og
2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 2. febrúar.
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á boðgreiðslur af greiðslukortum og á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum.
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2019 verða birtir á vefsíðunni
island.is og á Rafrænni Reykjavik á árinu 2019.
Álagningar- og breytingarseðlarnir verða ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem
gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að
senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Mínar síður
á www.reykjavik.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúar við Furugerði í Reykjavík skil-
uðu undirskriftalista til borgarinnar í
fyrradag vegna fyrirhugaðrar upp-
byggingar við Bústaðaveg. Um 140
íbúar skrifuðu nafn sitt á listann.
Guðrún S. Gröndal, íbúi í Espi-
gerði, hefur að undanförnu verið í for-
svari fyrir íbúa Espigerðis og Furu-
gerðis vegna mótmælanna.
Hún segir umhverfis- og skipulags-
ráð munu taka málið til umfjöllunar
næstkomandi föstudag.
Vísa í ummæli borgarstjóra
Íbúar horfi til þeirra ummæla Dags
B. Eggertssonar borgarstjóra, í
Morgunblaðinu í nóvember, að hlust-
að verði á sjónarmið íbúa. Hvatti
Dagur alla til að skila athugasemdum.
Það yrði „auðvitað farið málefnalega
yfir það í þessu tilviki eins og öðrum“.
Áformin varða lóðina Furugerði 23
og aðliggjandi lóð við Espigerði.
Þarna var um árabil, frá 1944 til 2002,
starfrækt gróðrarstöðin Grænahlíð.
Samkvæmt drögum að nýju deili-
skipulagi verður heimilt að byggja 32
íbúðir á lóðunum.
Göturnar Espi-
gerði og Furu-
gerði liggja að
austur- og suður-
enda fyrirhugaðra
húsa. Gert er ráð
fyrir 22 bílastæð-
um í kjallara, auk
tveggja bílastæða
fyrir fatlaða.
Guðrún rifjar
upp þá umsögn heilbrigðiseftirlitsins
að það „væri æskilegra að fyrirhuguð
íbúðarhús stæðu fjær Bústaðavegi
vegna loftmengunar frá umferð, eink-
um svifryksmengunar“. Þá væri einn-
ig æskilegra að staðsetja íbúðarhús
fjær veginum m.t.t. hljóðvistar. Mikil
umferð sé við götuna.
Skapar skort á bílastæðum
Fram kemur í bréfi íbúanna til
borgarinnar að í núverandi aðalskipu-
lagi sé gert ráð fyrir 4-6 íbúðum á
reitnum. Fyrirhuguð uppbygging sé
langt umfram það. Áformuð hús muni
valda skuggavarpi. Þá muni færri
bílastæði en íbúðir ýta undir skort á
bílastæðum í aðliggjandi götum.
Teikning/ARKÍS
Drög Fyrirhuguð hús yrðu meðfram Bústaðavegi við Furugerði.
Skiluðu mótmæla-
lista til borgarinnar
Íbúar í Furugerði gegn uppbyggingu
Guðrún S.
Gröndal
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tryggingastofnun (TR) mun endur-
reikna og leiðrétta greiðslur til ör-
orkulífeyrisþega sem urðu fyrir
skerðingu vegna búsetu erlendis.
Þetta á við um þá sem fengið hafa
hlutfallslega reiknuð framtíðartíma-
bil vegna búsetu í öðrum aðildarríkj-
um að samningnum um EES. Gert
verður upp við
þetta fólk fjögur
ár aftur í tímann.
Þetta kemur
fram í bréfi vel-
ferðarráðuneytis-
ins til velferðar-
nefndar Alþingis.
Þar kemur
einnig fram að
samkvæmt upp-
lýsingum frá TR
muni 1.024 ör-
orkulífeyrisþegar eiga rétt á hærri
greiðslum eftir að túlkun á reglum
um útreikning framtíðartímabils var
breytt þannig að jafnræðis gætti
milli fólks. Áætlaður kostnaður
vegna þessa er um 546 milljónir á
árinu 2018.
Lífeyrisþegarnir sem um ræðir
voru 1.014 á árinu 2017 og er kostn-
aður vegna þess áætlaður um 529
milljónir. Gert er ráð fyrir sambæri-
legum kostnaði vegna leiðréttingar
fyrir árin 2016 og 2015. Alls nema
þessar leiðréttingar því um tveimur
milljörðum króna fyrir öll fjögur ár-
in. Samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar á TR að borga 5,5% árs-
vexti á þá bótafjárhæð sem van-
greidd var.
„Við erum himinlifandi yfir þess-
ari niðurstöðu. Þetta hefur verið
löng og ströng barátta og okkur
finnst við hafa unnið stóran sigur
fyrir hönd mjög margra,“ sagði Þur-
íður Harpa Sigurðardóttir, formað-
ur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ).
Hún sagði að álit umboðsmanns
Alþingis, sem fór í saumana á málinu
á sínum tíma, hefði bent afdráttar-
laust á að fólkið sem í hlut átti hefði
verið hlunnfarið. Velferðarráðuneyt-
ið færi eftir áliti umboðsmanns.
Þuríður sagði að ÖBÍ ætti eftir að
fá upplýsingar um hvað lægi ná-
kvæmlega að baki þessum tölum.
Hún taldi að flestir í hópnum sem fá
leiðréttingu væru Íslendingar sem
hefðu búið erlendis um lengri eða
skemmri tíma. Einnig væri þar fólk
sem flutti erlendis frá, settist hér að
og var á vinnumarkaði en missti svo
heilsuna vegna veikinda eða slysa og
varð óvinnufært.
Þuríður sagði ljóst að TR hefðir
eiknað örorkulífeyri þessa hóps
rangt út í líklega aldarfjórðung.
Hins vegar verði einungis leiðrétt
fjögur ár til baka vegna fyrningará-
kvæða.
„Við lítum svo á að nú hafi verið
viðurkennt að TR hafi haft um 500
milljónir af þessum hópi á hverju ári
í mörg ár. Mér finnst það vera sið-
ferðileg skylda stjórnvalda að leið-
rétta það,“ sagði Þuríður.
Vinnan mun taka tíma
Hjá TR fengust þær upplýsingar
að ekki væri búið að taka endanlega
ákvörðun um útfærsluna vegna álits
umboðsmanns Alþingis (8955/2016).
Unnið væri að málinu með velferð-
arráðuneytinu. Tillaga að breyttu
verklagi yrði væntanlega tilbúin nú í
janúar og upplýsingar um breytta
framkvæmd yrðu birtar á heimasíðu
stofnunarinnar (tr.is). Í framhaldinu
yrði farið í að vinna hvert einstakt
mál en sú vinna myndi taka einhvern
tíma.
Öryrkjar fá milljarða til baka
Rúmlega 1.000 örorkulífeyrisþegar eiga von á leiðréttingu Bjuggu erlendis um lengri eða skemmri
tíma Leiðrétting vegna fjögurra ára um tveir milljarðar ÖBÍ telur rangt reiknað í aldarfjórðung
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tryggingastofnun Öryrkjabandalagið hefur lengi bent á að öryrkjar hafi verið hlunnfarnir í greiðslum frá TR.
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir