Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
Jólin verða kvödd á Selfossi með
glæsilegri þrettándagleði á morgun
sunnudag, 6. janúar. Gleðin verður
með hefðbundnu sniði og sér Ung-
mennafélag Selfoss um framkvæmd-
ina. Að vanda verður farin blysför frá
Tryggvaskála kl. 20 að brennustæði á
tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt
verður í þrettándabálkesti. Jólasvein-
arnir kveðja og álfar og tröll mæta á
svæðið. Þá verður glæsileg flugelda-
sýning í umsjón félagsins með stuðn-
ingi Björgunarsveitar Árborgar.
Ungmennafélag Selfoss og Sveit-
arfélagið Árborg standa að hátíðinni.
Þrettándinn á Selfossi
Jólasveinar, álfar og tröll
Í Listasal Mosfellsbæjar er nú uppi
sýning Bjargar Örvar sem ber yfir-
skriftina Barnasaga/Saga af rót
(endurlit). Þar má sjá níu nýleg verk
eftir listakonuna, sem einkennast af
björtum litum, kunnuglegum en þó
abstrakt formum og heillandi blæ-
brigðum. Um verk Bjargar Örvar hef-
ur listfræðingurinn Aðalsteinn Ing-
ólfsson skrifað að þegar „upp er
staðið líkjast sköpunarverk hennar
engu sem við þekkjum; eru marktæk-
ur viðauki við heimsmynd okkar
fremur en einhvers konar tilbrigði um
hana“.
Sýningunni lýkur laugardaginn 12.
janúar næstkomandi og aðgangur er
ókeypis. Opið er kl. 12-18 á virkum
dögum og kl. 12-16 á laugardögum.
Listasalur Mosfellsbæjar
Björg sýnir
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Markmið tyrkneskrastjórnvalda er að sáótta og reyna að leysaupp samfélag Kúrda og
fæla þá frá borgum sínum,“ segir
Leyla Imret, en hún var kjörin borg-
arstjóri í Cizre árið 2014 fyrir hönd
kúrdíska HDP-flokksins. Henni var
vikið úr embætti í september 2015,
þegar tyrkneskar öryggissveitir
hófu umsátur um borgina, sem end-
aði með því að þeir skutu með stór-
skotaliði á íbúðahverfi Cizre sem olli
miklu mannfalli meðal óbreyttra
borgara. Í kjölfarið flúði hún til
Þýskalands árið 2017, en hún hafði í
millitíðinni verið handtekin þrisvar
sinnum.
Leyla mun flytja erindi í dag kl.
12 í Safnahúsinu ásamt Faysal Sar-
iyildiz, en hann er fyrrverandi blaða-
maður og þingmaður fyrir kúrdíska
HDP-flokkinn. Þegar aðgerðir
Tyrkja gegn Kúrdum hófust undir
lok árs 2015 var Faysal sviptur þing-
helgi sinni og sá hann þann kost
vænstan að flýja Tyrkland, en varð í
millitíðinni vitni að aðgerðum tyrk-
neska herliðsins í Cizre. Fayik
Yagizay, fulltrúi HDP-flokksins við
Evrópuráðið og aðrar evrópskar
stofnanir í Strassborg, mun einnig
ræða ástandið í Kúrdahéruðum
Tyrklands.
Leyla bendir á að á árunum
2013-2015 hafi verið í gangi friðar-
ferli á milli Kúrda, sem höfðu þá
lengi barist fyrir aukinni sjálfs-
stjórn, og tyrkneskra stjórnvalda,
en að Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, hafi leyst það upp fyrir
pólitískan stundarávinning. Ástand-
ið nú hafi í raun færst til baka um 20
ár frá því sem áður var, og sakar hún
Erdogan og Tyrki um hræðilegar
aðfarir gegn Kúrdum. „Þetta eru
hræðilegar árásir gegn óbreyttum
borgurum, sem ekki hafa sést áður í
sögu tyrkneska lýðveldisins,“ segir
hún, en bætir við að hún telji að
þessi harða stefna Erdogans muni á
endanum leiða til falls hans. „Það er
ómögulegt að halda þessari stefnu
áfram til lengdar, hún er ekki sjálf-
bær. Óttinn við að tapa völdum ræð-
ur öllu hjá honum, en hann mun tapa
á endanum.“
Faysal Sariyildiz bendir á að
Erdogan sé ekki fyrsti leiðtogi Tyrk-
lands sem hafi treyst á harða þjóð-
ernishyggju til að njóta stuðnings í
Tyrklandi. „Á þessari stundu vill
ríkisstjórnin þagga í öllum andstæð-
ingum sínum, ráða fjölmiðlunum og
stýra dómstólunum.“ Hann bætir
við að meirihluti almennings í Tyrk-
landi sé því ekki með rétta mynd af
raunveruleikanum.
Skiptu út friði fyrir ofbeldi
Faysal tekur undir það sjónar-
mið Leylu að Erdogan hafi fórnað
friðarferlinu í pólitískum tilgangi.
„Þegar við í HDP unnum stóran sig-
ur í þingkosningunum í júní 2015
ákváðu Erdogan og embættismenn-
irnir í kringum hann að friðarferlið
væri ekki lengur að skila þeim ár-
angri, og skiptu því út fyrir ofbeldi.“
Hann bætir við að nú séu þrjú
ár liðin frá þeim hræðilegu atburð-
um sem hann og Leyla urðu vitni að í
Cizre, og að þau hafi síðan þá reynt
að vekja athygli heimsbyggðarinnar
á þeim. „Það hefur ekki verið auð-
velt, því sérstaklega í Evrópusam-
bandinu er stefna ríkjanna þar er að
þau vilja ekki sjá þessa glæpi gegn
mannkyni, sem hafa átt sér stað í
Tyrklandi.“ Þau fagni því hverju
tækifæri sem þau fái til þess að
vekja athygli á ástandinu.
„Erdogan er að kúga Evrópu og
með góðum árangri. Hann hótar
Evrópusambandinu að hann muni
senda flóttamenn þangað frá Sýr-
landi, þar sem meðal annars öfga-
menn geti leynst og valdið usla í
ríkjum Evrópu. Það er hótunin, og
hann notar landfræðilega sterka
stöðu Tyrklands til þess að fá sínu
framgengt að öðru leyti.“ Þar vegi
einnig þungt þátttaka Tyrkja í Atl-
antshafsbandalaginu, sem leiði til
þess að vestrænir bandamenn setji
kíkinn fremur fyrir blinda augað
þegar kemur að Tyrklandi.
Faysal segir að næsta markmið
Erdogans sé að ráðast á Kúrda í
Sýrlandi og koma í veg fyrir að þeir
fái aukna sjálfsstjórn í kjölfar átak-
anna þar. „Við höfum ekki séð nægi-
leg viðbrögð frá evrópskum stjórn-
málamönnum, en til lengri tíma
verður það mjög hættulegt fyrir
Evrópu ef Erdogan fær að halda
áfram á þessari vegferð kúgunar.“
Stefna ekki að sjálfstæði
-En hvers vegna vill Erdogan
hlutast til í málefnum Kúrda í Sýr-
landi? Fayik Yagizay bendir á að
Kúrdar þar séu oft náskyldir þeim í
Tyrklandi, enda hafi ákvörðun
landamæranna milli Sýrlands og
Tyrklands í kjölfar fyrri heimsstyrj-
aldar ekki alltaf ráðist af réttum for-
sendum. „Við höfum sama tungu-
mál, sömu menningu, sömu tónlist
og sömu stefnumál oft,“ segir Fayik.
„Ég vek athygli þína á því að
Kúrdar vilja nú meira lýðræði,
meira frelsi og meiri réttindi fyrir
trúarhópa í Mið-Austurlöndum og
svo framvegis, en við erum ekki að
reyna að búa til nýtt þjóðríki, því að
það mun bara búa til mun fleiri
vandamál.“ Kúrdar í Sýrlandi séu
því nú að stefna að því að landið
verði gert að sambandsríki, þar sem
Kúrdar hafi ríkt umboð til sjálfs-
stjórnar. „Erdogan óttast hins vegar
að ef Kúrdar fá slík ítök í Sýrlandi
muni Kúrdar í Tyrklandi krefjast
þess sama og jafnvel slíta sig síðar
frá Tyrkjum og mynda eitt þjóðríki
með Kúrdunum í Sýrlandi, en það er
bara rangt hjá honum,“ segir Fayik
og segir að á tímum aukinnar hnatt-
væðingar hafi vægi hins klassíska
þjóðríkis minnkað til muna.
Munu aldrei gefast upp
Aðspurð hvert framhaldið sé
segir Leyla að hún horfi vongóð til
framtíðar. „Ég vona að einn daginn
munum við geta snúið aftur til lands
okkar og búið með fólkinu í friði og
farsæld.“ Hún segist hafa þá von,
ekki síst vegna þess að baráttan
haldi áfram og taki á sig ýmsar
myndir. Til dæmis hafi Leyla Zana,
þingkona HDP sem nú situr í fang-
elsi Tyrkja, verið í hungurverkfalli í
nærri tvo mánuði. „Við munum aldr-
ei gefast upp og það gefur mér von.“
Hún nefnir að Parísardómstóll-
inn svonefndi, sem byggður er á
svipuðum dómstól sem Bertrand
Russell stofnaði um Víetnam-stríðið,
hafi fjallað um aðgerðir Tyrkja og
komist að þeirri niðurstöðu að brotið
hafi verið gegn alþjóðalögum með
þeim. „Það er mikilvægt fyrsta skref
og koma okkar hingað er einnig
mjög mikilvæg. Ég vona að við get-
um fengið þjóðir heims til að átta sig
á ástandinu, þannig að þær þrýsti á
um að það breytist til batnaðar.“
Fyrirlesturinn í Safnahúsinu er
öllum opinn og ókeypis.
Vilja að þjóðir heims vakni
Þau Leyla Imret og Fay-
sal Sariyildiz voru kjörn-
ir fulltrúar kúrdíska
stjórnmálaflokksins HDP
í Tyrklandi, en voru bæði
hrakin úr embættum sín-
um árið 2015. Þau ætla
að flytja erindi um
reynslu sína í Safnahús-
inu í dag, en þau urðu
bæði vitni að voðaverk-
um í borginni Cizre.
Morgunblaðið/RAX
Voðaverk Þau Fayik Yagizay, Leyla Imret og Faysal Sariyildiz flytja erindi um ástand Kúrda í Tyrklandi í dag.