Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 45

Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að vera viðbúin/n því að þurfa að taka þátt í umræðum til þess að koma skoðunum þínum á framfæri. Þú fréttir af fjölgun í stórfjölskyldunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Leitaðu að andlegri rót vandamál- anna og notaðu orku þína til að lækna gömul sár. Sól og sandur freista þín, stökktu í frí ef þú mögulega getur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir máli. Leggðu fyrir og kauptu þegar þú átt fyrir hlut- unum. Því fylgir mikil vellíðan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað er ekki eins og það á að vera. Heilsan skiptir öllu máli, láttu skoða þig. Allir gera mistök, ekki dæma þig of hart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur stundum verið erfitt að fá sannleikann fram og ekki víst að öllum líki útkoman jafn vel. Vertu á verði gegn sölu- mönnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Efnisleg gæði skipta þig máli. Reyndu samt að sjá það sem skiptir máli í lífinu. Ekki rasa um ráð fram í fram- kvæmdum, skipuleggðu þig betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sumar aðstæður hefur þú ekki á valdi þínu svo þú þarft að reikna með þeim án þess að geta breytt þeim. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn brosa við þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þig fram um að verða við óskum, sem á þínu færi er að uppfylla. Eins og er situr þú uppi með of mörg verk- efni óleyst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nýtt verkefni er að hefjast. Losaðu þig við gamlar klisjur og vertu op- in/n fyrir nýjungum. Vinir hjálpa þér að öðlast trú á ástina á ný. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu opin/n fyrir nýjungum. Líttu í kringum þig og þakkaðu fyrir það sem gengur vel í lífi þínu. Það er gott að venja sig á að vera þakklátur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver mun hugsanlega láta þig hafa hluti eða peninga sem munu koma sér vel fyrir þig. Reyndu að sjá það jákvæða í öllum hlutum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki hika við að biðja um meiri hjálp þegar þú ert þreytt/ur. Góður vinur gengur í gegnum erfiða tíma, vertu til staðar. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þekkir margur þennan bæ. Þoku felur hann í sér. Hlaðinn vistum er hann æ. Efstur á blaði, hyggjum vér. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Þrír bræður frá Bakka flakka. Sjá bakka dökkan sem vegg. Til hangikjötsbakkans hlakka og hjakka með bakka og egg. „Þá er það síðasta lausn árs- ins,“ segir Helgi R. Einarsson: Við tertu- og þoku- tengdur er, hann tálguhnífur ber, þar skondnir bræður birtust mér. Því bakkans leitum hér. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bakki heitir bærinn sá. Bakki þokuskýið er. Bakka koma krásir á. Á kuta bakka sjáum vér. Þá er limra: Um Guðmund hinn góða á Bakka ein grínsaga látin var flakka, hann eftir það grófur var álitinn þjófur, að af honum stolið var frakka. Og að lokum er ný gáta eftir Guðmund: Ár leið burt í alda skaut, annað ber að garði. Gáta mér af munni hraut í morgun fyrr en varði: Í fimleikasölum finna má. Finnst hún líka í sænum. Í ritverkum hana rekst ég á. Á reiki hjá Vinstri grænum. Við lausn sína bætti Helgi R. Einarsson við „til umhugs- unar“: Er klausturreglan kippti af krafti’ í okkur hnippti. Þörf nú á er að fá aftur siðaskipti. Og síðan er „Sæla“: Mér leiddist ekki á leiðinni því Lísu mætti á heiðinni í vöngum rjóð, réttsýn, góð, sem rjóminn á tertusneiðinni. Hér er vísa eftir Pál Vídalín: Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna; ráði guð fyrir oddi og egg, ekkert rata ég núna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ósjálfrátt er krafsað í bakkann „þetta er löggan. HvaÐ ætli hún vilji í þetta sinn?” „mundirÐu eftir aÐ hengja upp Myndina mína?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hanga saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ÆTTU ALLIR AÐ VERA GÓÐIR VIÐ DÝRIN ORÐ AÐ SÖNNU NEMA ÞAU SÉU GÓÐ Á BRAGÐIÐ ENN SANNARA ÉG VIL LÁTA BRENNA MIG ÞEGAR ÉG DEY! ÞÚ ERT ALDEILIS HEPPINN Áramótaheit setja svip á þennanárstíma – og umræða um ára- mótaheit. Vitaskuld er hægt að setja sér markmið hvenær sem er, en ára- mót virðast gefa sérstakt tilefni til að taka sig á. Sennilega er það sú tilfinn- ing að um áramót hverfi það ár sem er að líða í haf tímans, en framundan er nýtt ár, saklaust og óspillt eins og reifabarn sem hefur þarna úrslita- áhrif. x x x En um leið vakna ýmsar spurn-ingar, sem eru fóður umræðu í heita pottinum og við kaffivélina á vinnustaðnum. Borgar sig að halda þeim út af fyrir sig? Láta nægja að pára þau á blað? Eða er betra að bás- úna þau um allar jarðir? Er vænlegra til ávinnings að fara hægt af stað en að byrja á fullu og springa á limminu? Er líklegra að maður haldi áramóta- heitið í ár en í fyrra? Áramótaheitin valda því að nú fyllast líkamsræktar- stöðvar. Nikótíntyggjó selst sem aldrei fyrr. Síðan fer að hægjast um í líkamsræktarstöðvunum um miðjan mars, ef ekki fyrr. Sumir halda sig jafnvel við nikótíntyggjóið svo árum skiptir – og reykja líka. x x x Víkverji er ekki mikið fyrir ára-mótaheit og er ekki sérlega dug- legur að halda þau. Hann skildi kon- una, sem setti neyðaróp á samfélagsmiðil rétt fyrir áramótin: „Ég er að reyna að klára áramóta- heitin fyrir 2018. Hef 25 klukkustund- ir til að missa 14 kíló. Aðeins alvöru- ráð, takk fyrir.“ Þessa dagana er vinsælt að tala við sérfræðinga um áramótaheit. Vík- verji veit ekki hvað sérfræðingar um áramótaheit gera það sem eftir er árs. Þeir eru kannski sérfræðingar í einhverju öðru líka. x x x Einhvers staðar stóð að 75% þeirra,sem strengdu áramótaheit stæðu ekki við þau. Það hljómar ekki væn- lega. Besta ráðið sá hann í frétt, sem birtist á Smartlandinu fyrir ári. Hug- ur þarf að fylgja máli. Víkverja finnst nokkuð líklegt að fylgi ekki sannfær- ing muni áramótaheitið fljótlega fara fyrir lítið á altari hins góða ásetnings. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyð- arinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1.7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.