Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 4

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 595 1000 GRAN CANARIA Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st 5. febrúar í 7 nætur Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga Verð frá kr. 94.495 Flugsæti frá kr. 49.900 * Verð á mann m.v. 2 fullorðna saman í herbergi á Hotel San Valentin Veður víða um heim 23.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -9 léttskýjað Akureyri -6 skýjað Egilsstaðir -2 snjókoma Vatnsskarðshólar -3 léttskýjað Nuuk -10 léttskýjað Þórshöfn 2 súld Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur -2 þoka Helsinki -1 snjókoma Lúxemborg -2 snjókoma Brussel 0 þoka Dublin 4 skýjað Glasgow -4 léttskýjað London 1 alskýjað París 0 snjókoma Amsterdam 0 þoka Hamborg -4 léttskýjað Berlín -5 skýjað Vín -3 þoka Moskva -15 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 6 rigning Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -9 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago -1 snjókoma Orlando 22 alskýjað  24. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:32 16:48 ÍSAFJÖRÐUR 10:58 16:32 SIGLUFJÖRÐUR 10:42 16:14 DJÚPIVOGUR 10:07 16:12 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðaustan 10-15 m/s, en hægari SV-til á landinu. Víða dálítil él, frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á laugardag N 10-15 og él austanlands. Hægara ann- ars staðar og léttskýjað á S- og V-landi. Frost 3-12 stig. Gengur í A 8-18, hvassast við SV-ströndina, en þar lægir síðdegis. Snjór með köflum, en slydda eða regn við S-ströndina seinni partinn. Minnkandi frost N-til og hiti um frostmark síðdegis S-til. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mannlegt innsæi er mikilvægt í starf- inu og með tímanum lærist hvernig förðun hæfir hverjum. Svo er maður jafnvel í hlutverki sálfræðings, því fólk er misvant beinum útsendingum. Þá er um að gera að fá fólk til að draga andann djúpt í stólnum og yfirleitt léttir það á stressinu,“ segir Ragna Fossberg, sem vegna aldurs lætur af störfum nú um mánaðamótin sem förðunarmeistari hjá RÚV. Ragna, sem ung nam hágreiðslu, hóf störf hjá Sjónvarpinu, eins og stofnunin var áður kölluð, árið 1972. Byrjaði reyndar árið áður í ígripum að greiða þulunum Ásu Finnsdóttur, Sig- ríði Rögnu Sigurðardóttur og fleirum. Var svo fengin til að vinna með dönsk- um förðunarmeistara þegar leikgerð verksins Skálholt, eftir Guðmund Kamban, var tekin upp. Með því fór boltinn að rúlla. „Förðun hefur breyst mikið síðan ég byrjaði að vinna í sjónvarpinu. Fyrst var útsending í svarthvítu og þykkur farði settur á. Vinnan breyttist við litasjónvarpið og í raun enn meira með stafrænum upptökum og há- skerpu. Nú er þetta nákvæmnisvinna sem vanda þarf mjög til svo ekki sjáist blettir eða misfellur. Mála þarf yfir bauga og bólur á andliti fólks og svo þarf förðun að hæfa persónu hvers og eins; augnskuggar og glimmer passa ekki á áttræða konu í fréttaviðtali,“ segir Ragna og bætir við að sjónvarps- persónur hafi stundum sprottið fram í samstarfi sínu og leikstjóra. „Þegar þættir Hemma Gunn voru á dagskrá kom Laddi til mín og ég setti á hann hárkollu og byrjaði að mála. Með það fór Laddi á flug og Elsa Lund bókstaflega fæddist í stólnum hjá mér. Svipað gerðist oft með Spaugstofunni og í Áramóta- skaupum.“ Jafnhliða vinnu fyrir RÚV hefur Ragna séð um förðun í um það bil 30 bíómyndum. Nýjustu myndirnar eru Tryggð, eftir Auði Jónsdóttur, sem frumsýnd verður 1. febrúar, og Arctic með Mads Mikkelsen, sem forsýnd verður 7. febrúar. „Í vor bíður mín skemmtilegt verkefni fyrir Saga Film sem er átta þátta sería sem heitir Ráð- herrann. Jú, auðvitað verða viðbrigði að yfirgefa frábært samstarfsfólk og sömuleiðis umhugsunarvert að fólk sem starfar hjá ríkinu eigi ekkert val um að þurfa að hætta sjötugt. En það er líf eftir RÚV,“ segir Ragna Foss- berg. Förðunarmeistari hættir eftir 47 ár  Ragna Fossberg að hætta hjá RÚV sjötug að aldri  Frá svarthvítu sjónvarpi í stafræna háskerpu  Elsa Lund fæddist í förðunarstólnum  Mála þarf yfir bauga og bólur  Segir líf vera eftir RÚV Morgunblaðið/Árni Sæberg Förðunarmeistari Ragna Fossberg er að hætta hjá RÚV eftir áratuga starf en hættir þó ekki förðunarstörfum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Best Ragna hlaut heiðursverðlaun Eddunnar árið 2016 fyrir störf sín. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Sá fyrsti af dverggoðunum þremur sást í Grindavík 12. desember 2018 samkvæmt vefn- um fuglar.is. Sá næsti sást á Hrauntúnstjörn, sem er á vatnsverndarsvæðinu nálægt Gvendarbrunnum ofan við Reykjavík, hinn 11. janúar. Sá þriðji fannst svo við Klapparós í Núpasveit, nálægt Kópaskeri, og var greint frá honum á fuglar.is þann 16. janúar. Verpir í Mið- og Suður-Evrópu Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði og einn aðstandenda vefj- arins fuglar.is, sagði dverggoðana vel hafa geta hafa verið á landinu einhvern tíma áður en þeir sáust. Dverggoði ber nafn með rentu og er lítill, miklu minni en t.d. flórgoði. Hann er 23-29 sentimetra langur þegar hann er lagður út. Til samanburðar er skógarþröstur 21 sentimetra langur og teista 32-38 cm löng. Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður verndarsvæða vatnsbóla Reykjavíkur, sagði að dverggoðinn virtist una sér vel á Hrauntúns- tjörn. Nóg er af sílum í tjörninni og hefur dverggoðinn sést með síli í goggnum svo það væsir ekki um hann. Dverggoði sást fyrst hér á landi á Baulu- tjörn á Mýrum í A-Skaftafellssýslu haustið 2004. Fuglategundin verpir í Mið- og Suður- Evrópu, í Afríku og í sunnanverðri Asíu. Næst okkur verpa dverggoðar á Bretlandseyjum og fáein pör í Noregi, að því er segir á vef Náttúrustofu Norðausturlands. Dverggoði er ein af 19 núlifandi goðategundum í heiminum. Aðeins ein þeirra, flórgoði, verpir á Íslandi. Súlan er komin á Mýrabugt Súlan, drottning Atlantshafsins, er að mestu farfugl og hverfur frá landinu í nóvember eða desember og kemur aftur í janúar. Svolítið er komið af henni á Mýrabugtina fyrir austan að sögn Brynjúlfs. Merkt súla festist í fiskineti og endurheimtist 13. janúar sl. Sú hafði verið merkt í Skrúði við Fáskrúðsfjörð þann 13. júlí 2011 en þar er ein súlubyggð af fimm hér við land. Stærstu vörpin eru í Vestmannaeyjum og í Eldey. Einnig verpa súlur í Rauðanúp og Skoruvíkurbjargi. Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu  Sex fuglar hafa sést hér á landi og af þeim eru þrír hér núna  Tegundin sást hér fyrst árið 2004  Er miklu minni en flórgoði sem er eini goðinn sem verpir hér  Súlan er komin á Mýrabugtina Ljósmynd/Hafsteinn Björgvinsson Dverggoði Fuglinn náði síli í gogginn í Hrauntúnstjörn á vatnsverndarsvæði Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.