Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Eyrún Ingadóttir Suður-Kórea býður gestum sínum upp á framúrskarandi úrval upplifana! Blanda af ævagamalli menningu og nútímavæddu hátæknisamfélagi, stórbrotinni náttúru og einstakri gestrisni þjóðar sem á sér 5000 ára sögu. Við heimsækjum Seúl þar sem við skoðum Gyeongbokgung höllina og kóreska þorpið Bukchon Hanok sem á sér um 600 ára sögu. Þá verður farið til borgarinnar Gyeongju á suðausturströndinni sem oft er nefnd safnið án veggja. 6. - 19. október Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 24. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Suður-Kórea Íbúðir sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru að jafnaði 118 fermetrar að stærð. Meðalstærð íbúðanna er þó mismunandi á milli sveitarfélaga og hverfa en skv. fasteignaskrá eru íbúðir sem eru í byggingu um þessar mundir stærstar í Garðabæ og Mosfellsbæ eða á milli 150-160 fermetrar að jafnaði. Þessar upplýsingar koma fram í gögnum sem fylgdu tillögum átakshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru í fyrradag og byggjast m.a. á svörum sem fengust hjá sveitarfélögum og upplýsingum Samtaka iðnaðarins. Bent var á þegar tillögurnar voru kynntar að íbúða- framboðið hentaði síður tekju- og eignalitlu fólki og stór hluti lítilla íbúða sé í byggingu í hverfum þar sem fer- metraverð er hvað hæst og þar sem fermetraverðið er lægra virðist mest vera byggt af stærri íbúðum. Samkvæmt upplýsingum átakshópsins frá Reykja- víkurborg er meðalstærð íbúða í byggingu í borginni innan við 100 fermetrar í flestum borgarhlutum og um 87 fermetrar í borginni í heild. Flestir af þeim bygging- arreitum í borginni þar sem meðalstærð íbúða er minnst eru miðsvæðis í Reykjavík þar sem íbúðaverð er hæst. Í sérstökum viðauka með tillögum átakshópsins um íbúðir í byggingu og byggingarspám kemur fram að á öllum kjarna- og vaxtarsvæðum, þ.e. höfuðborgarsvæð- inu, Suðurnesjum, Akranesi, Árborg, Hveragerði, Ölfusi og Akureyri, eru um 6.600 íbúðir í byggingu og 76% þessara íbúða eru með 2-4 herbergjum. 55% íbúða í byggingu eru á bilinu 61-120 fermetrar að stærð. Talið er mögulegt að hefja uppbyggingu á 5.000-9.000 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á þessu og næsta ári sem gætu verið tilbúnar til búsetu 2021 og 2022. Til lengri tíma litið megi gera ráð fyrir að á öllum skipulags- og þróunarsvæðum, óháð skipulagsstigi, sé hægt að byggja um 34 þúsund íbúðir á komandi árum. Svör fengust líka frá 6 sveitarfélögum utan höfuð- borgarsvæðisins, Vogum, Reykjanesbæ, Ölfusi, Akur- eyri og Akranesi sem sýna að 2.000 íbúðir séu langt komnar í skipulagsferli. Gert sé ráð fyrir um 4.000 íbúð- um til viðbótar í aðalskipulagi Voga og Reykjanesbæjar og rammaskipulagi á Akureyri. Samandregið kemst átakshópurinn að þeirri niður- stöðu að margt bendi til að vandamálið lúti fremur að skorti á íbúðum fyrir þá sem höllum fæti standa en að ekki séu nógu margar íbúðir í byggingu eða undir- búningi. omfr@mbl.is Minni íbúðir reistar í dýrum hverfum og stærri í ódýrari  Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæði að jafnaði 118 fm Morgunblaðið/Hari Byggingar Talið er að á yfirstandandi ári og á næsta ári verði lokið við 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alþýðusamband Íslands leggur til að skattþrepum í tekjuskattskerfinu verði fjölgað í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Þetta kemur fram í til- lögum um breyt- ingar á skattkerf- inu sem efna- hags-, skatta- og atvinnumála- nefnd ASÍ hefur unnið og ræddar voru og sam- þykktar á fundi miðstjórnar ASÍ í gær. Er markmið breytinganna sagt vera að létta byrðum af fólki með lágar- og milli- tekjur, auka jafnrétti og koma á sanngjarnri skattheimtu. Skattleysismörk hækki Tillaga um skattleysismörk geng- ur ekki eins langt og lagt er til í kröfugerðum VR og Starfsgreina- sambandsins á hendur stjórnvöldum frá í haust, þar sem þess var krafist að lágmarkslaun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar, sem verði síðan stiglækkandi með hærri tekjum. Í nýbirtum skattatillög- um ASÍ segir að skattleysismörk eigi að hækka og fylgja launaþróun og þessar breytingar eigi að auka ráðstöfunartekjur mest hjá þeim sam hafa laun undir 500.000 kr. á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, segir að eftir mikla vinnu í efnahags- og skattanefndinni og vinnuhópum um skattamálin hafi niðurstaðan orðið sú að fara fram með hugmyndafræði sem snýr að því hvernig verkalýðshreyfingin í ASÍ vill sjá skattkerfið byggt upp og setja ákveðinn ramma. ,,Þetta var viss málamiðlun sem átti sér stað innan nefndarinnar en það var sam- eiginleg afstaða allra að miklu máli skipti að við myndum komast að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir hún. Að sögn hennar hefur ASÍ ekki áður lagt fram hugmyndir af þessu tagi sem snúa að skattkerfinu. Spurð hvort upphafleg krafa SGS félaganna um skattalækkanir standi segist Sólveg Anna hafa haldið samninganefnd Eflingar upplýstri um þá vinnu sem hefur átt sé stað í ASÍ nefndinni. ,,Og ég hef farið yfir það með samninganefndinni að til þess að það mætti verða af því að við gætum sameinast á vettvangi ASÍ um þessar tillögur, þá ætti sér stað viss málamiðlun en sökum þess að við förum þarna fram með þennan ramma þá gefst okkur hér í Eflingu tækifæri til að halda áfram að móta hugmyndirnar og vinnuna. Það skiptir miklu máli að innan þessa ramma þá er gengið út frá því að breytingarnar muni auka ráðstöf- unartekjur mest hjá þeim sem hafa laun undir 500 þúsund og þar erum við að tala um verulega aukningu ráðstöfunartekna, sem komi til þeirra sem eru með lítið á milli handanna og þeirra sem hafa farið mjög illa út úr þeim breytingum á skattkerfinu sem hafa verið gerðar að undanförnu,“ segir hún. Barnabótakerfið eflt til muna Þess er einnig krafist í skattatil- lögum ASÍ að barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það nái til meginþorra barnafólks. Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk verði hækk- uð og þau fylgi launaþróun. Enn fremur er lagt til að húsnæðisstuðn- ingskerfin verði endurreist og koma verði í veg fyrir að sveiflur í eigna- verði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu launafólks. Í greinargerð með skattatillögum ASÍ kemur fram að tryggja þurfi að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess að þrengt verði að samneysl- unni og innviðum velferðar. ,,Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögu- legra tekjuöflunarleiða ss. hækkun- ar fjármagnstekjuskatts sem eykur samræmi í skattlagningu launa og fjármagns, upptöku auðlegðarskatts og aukins skattaeftirlits,“ segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Bendir ASÍ á að auknar ráðstöf- unartekjur hinna tekjulágu muni koma fram í auknum neyslusköttum. Þá sé eðlilegt að notendur sameig- inlegra auðlinda greiði fyrir það eðli- legt afgjald. Jafnframt vill ASÍ að skattaeftirlit verði aukið til muna og að brugðist verði gegn kennitölu- flakki. Í rökstuðningi með þessum tillög- um kemur fram að breytingar á tekjuskattskerfinu eigi að auka jöfn- uð og bæta lífskjör þorra almenn- ings og að þær ,,hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði.“ Minnt er á að rannsókn hag- deildar ASÍ frá 2017 hafi sýnt að skattbyrði hinna tekjulægstu hafi hækkað mest á undanförnum árum og dregið hefur úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins. „Munar þar mest um að skatt- leysismörk hafa ekki fylgt launa- þróun og vaxta- og barnabótakerfin hafa markvisst verið veikt og eru nú í skötulíki miðað við það sem áður var.“ ASÍ vill fjög- ur skattþrep Morgunblaðið/Eggert Við störf Skattabreytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur mest hjá fólki með laun undir 500.000 kr. á mánuði.  Málamiðlun átti sér stað í skatta- nefnd ASÍ, að sögn formanns Eflingar „Ég hef aldrei verið hrifinn af fjölþrepa tekjuskatts- kerfi,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þegar hann er inntur eftir við- brögðum við tillögum Alþýðusambandsins. „Tvö skatt- þrep til viðbótar, eins og ASÍ leggur til, auka flækjustig, gera skattkerfið ógegnsærra og auka jaðarskatta.“ Óli Björn segir að útfærsla á hugmyndum ASÍ liggi ekki fyrir. Það skipti máli hvort verið sé að leggja til að innleiða tvö ný skattþrep sem eru undir lægra skattþrep- inu (36,94% tekjuskattur og útsvar) eða hvort hug- myndin sé að hefja skattheimtu þar sem yfir helmingur launa skuli greiddur í skatta. „Hærra skattþrepið – 46,24% – er sannar- lega hátekjuskattur og verður ekki lengra gengið.“ „Ég tek undir með ASÍ að þær breytingar sem verði gerðar á tekju- skattskerfinu miði að því að styrkja stöðu þeirra sem lakast standa. En við getum ekki gengið þannig fram að gengið sé á ráðstöfunartekjur annars launafólks sem stendur bærilega. Með því er verið að innleiða vinnuletj- andi skattkerfi og á því munu allir tapa til lengri tíma.“ Óli Björn bendir á að nú sé verið að vinna á vegum ríkisstjórnarinnar að útfærslu á tillögum um breytingar á tekjuskattskerfinu. „Sú vinna miðar fyrst og fremst að því að létta undir með þeim sem lægri tekjur hafa. Að þessu leyti eru ASÍ og ríkisstjórnin samstiga.“ sgs@mbl.is Kerfið má ekki vera letjandi FORMAÐUR EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR Óli Björn Kárason Sólveig Anna Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.