Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Menntamálaráðherra hefurgreint frá því að ætlunin sé
að leggja í næstu viku fram frum-
varp um stuðning við einkarekna
fjölmiðla. Eitt af því sem þar verður
að finna er að sögn ráðherrans
ákvæði um að einkareknir fjöl-
miðlar geti fengið hluta ritstjórnar-
kostnaðar, allt að 25%, endur-
greiddan.
En Ríkisútvarpið þarf ekki aðbíða eftir slíku frumvarpi, það
er þegar byrjað að sækja sér endur-
greiðslur.
Sagt var frá því í Morgunblaðinuí gær að jafnvel Áramóta-
skaupið nyti sérstakrar endur-
greiðslu upp á 25% þar sem það
væri unnið utanhúss. Með þessu er
kostnaður ríkisins af skaupinu um-
talsvert hærri en Ríkisútvarpið hef-
ur hingað til gefið upp.
Og það hlýtur að koma til skoð-unar hvort Ríkisútvarpið er
með þessu að laumast bakdyra-
megin í fjárhirslur ríkisins, enda
eru því ætlaðir um fimm milljarðar
króna á fjárlögum og tæpast ætlast
til að það sæki sér fé til viðbótar
með því að fá aðra til að framleiða
fasta dagskrárliði.
Eða hvar verða mörkin dregin íþessu, mætti Ríkisútvarpið út-
vista framleiðslu fréttanna og
sækja sér með því 25% endur-
greiðslu?
Svo má ekki gleyma þeim hátt íþremur milljörðum króna sem
Ríkisútvarpið sogar til sín af aug-
lýsingamarkaði. Er engin leið að
seðja þessa forynju?
Eru engin mörk?
STAKSTEINAR
„Það er búið að vitja allra netanna og það hefur
enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“
segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður
Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð
voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr
sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði.
Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær.
Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar og upp-
götvaðist við skoðun kafara. Gert var við gatið
á þriðjudag. Gatið var 15 cm á breidd og 50 cm
á hæð og því þótti ekki óhugsandi að fiskur
hefði komist úr kvínni. Í henni voru um 157
þúsund laxar að meðalþyngd 1,3 kg.
Kjartan sagði í samtali við Morgunblaðið síð-
degis í gær að fyrirtækið hefði fylgt verk-
reglum þegar tilvik sem þetta kæmu upp. Í dag
yrði áfram unnið að málinu með Matvæla-
stofnun.
„Við sjáum ekki frávik í fóðri á lífmassa og
höfum hvorki séð breytt atferli né líf utan kví-
anna,“ segir Kjartan. „Við fyrstu sýn hafa
þetta verið góðar fréttir.“ hdm@mbl.is
Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax
Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Netja var vitjað í Arnarfirði í gær
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Arnarlax Enginn fiskur slapp úr kví fyrirtækisins.
Páskatöfrar í Toskana
sp
ör
eh
f.
Vor 6
Heillandi andrúmsloft ítölsku rivíerunnar með pálmatrjám
og fögrum ströndum bíður okkar í glæsilegri ferð þar sem
við kynnumst menningu og listum Ítalíu. Versilíaströndin er
undurfögur sem og bærinn Lido di Camaiore. Við förum í
ævintýralegar skoðunarferðir, t.d. í siglingu úti fyrir Cinque
Terre ströndinni og heimsækjum bæði Flórens og Pisa með
sinn skakka turn.
18. - 28. apríl
Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Vatnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Innbyggðir
broddar
í sóla
Verð 16.995
Stærðir 37 - 41
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/