Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI GERRY WEBER - BETTY BARCLAY TAIFUN OG FL. GÆÐAFATNAÐUR 50-70% afsláttur Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook ÚTSALA Str. 36-56 aukaafsláttur af allri útsöluvöru ÚTSALAN í fullum gangi Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Útsala Kr. 3.990 Útsala Kr. 3.990 Útsala Kr. 3.990 Útsala Kr. 3.990 Til hamingju, RósaRut! „Yfirgripsmikið safn frásagna um átök manna og hvítabjarna, unnið upp úr óvenjulegu gagna- safni sem nær allt frá landnámi til okkar daga; efni sem höfðar til allra aldurshópa.“ H a g þ e n k i r f é l a g h ö f u n d a f r æ ð i r i t a o g k e n n s l u g a g n a www.holabok.is Tiln efnd til Viðu rken ning ar Hag þen kis 201 8 Ennmeiri verðlækkun! Nú 50-70% afsláttur! Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is SMARTLAND Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matt- hildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Um nýja þýðingu Gísla Rún- ars Jónssonar er að ræða en í fyrri þýðingum var persónan, sem er ill- menni í verkinu, nefnd ungfrú Frenja og Krýsa. Á frummálinu er persónan nefnd Miss Trunchbull. Borgarleikhúsinu barst athuga- semd við þessa þýðingu, m.a. frá konu að nafni Karítas, sem benti á þá óskrifuðu reglu í þýðingum barnabóka að illmenni beri ekki hversdagsleg nöfn. DV greindi frá gagnrýninni í nóvember sl. Morgun- blaðið aflaði upplýsinga um málið og fékk eftirfarandi svar frá Borgar- leikhúsinu í gær: „Málið hefur nú verið skoð- að vel hjá okk- ur hér innan- húss frá ýmsum hliðum, bæði af stjórnendum sýningarinnar og leik- hússins. Ljóst er að í gegnum tíðina hafa vafasamir karakterar og/eða illmenni í skáldsögum, leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum borið ýmis ólík og viðtekin nöfn. Ef við höldum okkur bara við söng- leikinn Matthildi þá heita foreldrar Matthildar (sem lýst er í sögunni sem hálfgerðum skúrkum) Norma og Ormur. Þetta eru hvort tveggja góð og gegn íslensk nöfn. Nöfn ill- menna í öðrum sögum eru t.d. Kjartan galdrakarl í Strumpunum, Skari í Konungi ljónanna, Katrín og Kristín í Öskubusku, Katla úr Bróð- ir minn Ljónshjarta og í sýningunni Í hjarta Hróa Hattar hét illmennið Jóhann. Það er ekki ætlun okkar að móðga eða fella dóm yfir þeim sem bera nöfn persóna í sýningunni, ekki frekar en þeirra sem hafa nefnt persónur sagna undanfarin ár og aldir. Í því ljósi hefur sú ákvörð- un verið tekin að halda nöfnum per- sóna í sýningunni óbreyttum.“ Halda sig við Karítas Mínherfu  Borgarleikhúsið svarar fyrir þýðingu á nafni illmennis Matthildur Söngleik- urinn verður frum- sýndur 15. mars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.