Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 18
Teikning/ASK arkitektar Í vinnslu Hér má sjá fyrri drög að hverfinu. Verkefnið er enn í mótun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Reitirnir þrír eru innst á lóðinni, suðaustast, og munu liggja við nýja götu, Hallgerðargötu, norð- austan Laugarnesvegar. Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum, hefur komið að gerð deiliskipulagsins. Það var sam- þykkt 2016 en þá var gert ráð fyrir 300 íbúðum á öllu skipulagssvæðinu. Gera ráð fyrir minni íbúðum Páll segir meðalstærð íbúða á breytingasvæðinu nú um 80 fer- metra en hafi áður verið um 100 fer- metrar. Það sé í takt við miklar breytingar í eftirspurn síðan vinna hófst við deiliskipulagið. Bjarg íbúðafélag hafi lóðir G og H til ráð- stöfunar. Húsin á þeim verði byggð úr timbureiningum frá Lettlandi. Það lækki byggingarkostnað. „Bjarg íbúðafélag vill minni íbúðir en við gerðum ráð fyrir. Það þýðir að við komum fyrir fleiri íbúðum án þess að auka byggingarmagn,“ segir Páll. Til upprifjunar er Bjarg íbúða- félag húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Reitur I er hins vegar ætlaður Brynju – hússjóði Öryrkjabanda- lagsins. Páll segir hönnun húsa á þeim reit skemmra á veg komna. Áformað sé að hefja framkvæmdir á reitum G og H í sumar og afhenda íbúðirnar á næsta ári. Markaðssetning á nýja hverfinu á Kirkjusandi er hafin. Þar verða íbúðir og atvinnuhúsnæði. Reisa timburhús við Kirkjusand  Íbúðum fyrir Bjarg fjölgað með nýju skipulagi Lóðir Bjargs íbúðafélags á Kirkjusandi Sundlaugavegur Kirkjusandur Sæ br au t K rin g lu m ýra rb ra u t Sæ br au t La ug ar ne sv eg ur H al lg er ða rg at a G H Lóðir G og H Fjölfarin gatnamót í Firðinum endurbætt Vegagerðin óskar eftir tilboðum í breytingar á vegamótum Reykja- nesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög hefur verið kallað eftir úr- bótum á þessum stað enda um- ferðarþunginn mikill. Vegagerðin auglýsti eftir tilboðum í verkið í fyrravor en þá barst ekkert tilboð. „Við stefnum að því að bjóða verk- ið út aftur í byrjun næsta árs. Þá verður hægt að bjóða upp á lengri verktíma og markaðurinn vonandi rólegri,“ sagði Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, í við- tali við Morgunblaðið í júní í fyrra. Verkið felst í tvöföldun vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Breytingum í vegamótum skal vera lokið 15. júlí 2019. Frágangi utan vega skal vera lokið 1. ágúst. Álag á einfalda Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur leitt til mikilla umferðartafa á þeim kafla og sífellt fleiri slysa, sagði m.a. í álykt- un bæjarstjórnar í fyrra. sisi@mbl.is Gatnamót Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns Fyrirhugaðar endurbætur Fjarðarhraun Rey kjan esb rau t Grunnkort/Loftmyndir ehf. Ný aðrein inn á Reykjanesbraut Tvöföldun vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut  Ekkert tilboð barst í verkið í fyrra 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Ykkar skál á nýju ári ! Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Hnakkaþon, hin árlega útflutn- ingskeppni sjávarútvegsins, hefst í dag, en þetta er í fimmta sinn sem það er haldið. Keppnin er samstarfsverk- efni Háskólans í Reykjavík og SFS, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Að þessu sinni eru sjö lið með 30 nemendum úr HR skráð til leiks og er Iceland Seafood International samstarfsfyr- irtækið í ár. Keppendur fá þrjá sól- arhringa til þess að setja saman áætlun um hvernig þeir myndu selja afmörkuðum markhópi í Bandaríkj- unum íslenskan fisk. Áskorunin krefst því lausna á sviði neytenda- hegðunar, markaðssetningar og áætlanagerðar. Það lið sem verður hlutskarpast í Hnakkaþoninu mun fá ferð til Bost- on í boði Icelandair Group og banda- ríska sendiráðsins á Íslandi. sgs@mbl.is Hnakkaþon í fimmta sinn Keppendur takast á við áskoranir. Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoð- unar um eftirlits- hlutverk Fiski- stofu vandaða og að hún bendi réttilega á marg- víslega erfiðleika í þessum efnum. Þetta kemur fram í færslu á vef Fiskistofu, þar sem bent er á að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar á eftirlitshlutverki Fiskistofu sem birt var eftir áramótin hafi verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það kemur réttilega fram í skýrslunni að starfsmönnum Fiski- stofu hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008 samhliða því að verkefnum hefur fjölgað. Þá hefur Fiskistofa enn fremur bent á að bæta þurfi regluverkið til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu,“ segir í færslunni. Endurskoða þurfi reglur um vigtun sjávarafla og hvernig meta skuli tengsl fyrirtækja með tilliti til þess hvort einstakir aðilar ráði yfir stærri hlut veiðiheimilda en leyfilegt er samkvæmt lögum. sh@mbl.is Stjórnendur Fiski- stofu segjast hafa bent oft á vandann Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.