Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ef ég væri heilbrigðisráðherra í
einn dag yrði það fyrsta verk mitt að
fjölga líknarrýmum um 15 sem gætu
líklega þjónað 100 til 150 manns á
ári. Annað verkið yrði að koma á
heildrænu rafrænu öldrunarmati á
landsvísu sem yrði grundvöllur að
frekari útfærslu á
öldrunarþjónust-
unni og fjarlækn-
ingum allt land,“
segir Pálmi V.
Jónsson, yfir-
læknir öldrunar-
mála á Landspít-
alanum, sem
hefur í viðtölum
og greinum bent
á ýmsar leiðir til
þess að bæta
þjónustu við eldra fólk.
Pálmi segir að fólk hafi tilhneig-
ingu til þess að hugsa um flókin
margbreytileg mál á einfaldan hátt
og fyrst og síðast með byggingu
nýrra hjúkrunarrýma.
„Þarfir aldraðra eru margbreyti-
legar. Fyrst þarf að kortleggja þarf-
irnar, greina sjúkdóma, meðhöndla
eins og kostur er og endurhæfa og
styðja þegar þess er kostur. Til
þessa þarf mjög fjölbreytt úrræði
sem ekki eru til í þjónustukeðjunni í
dag eða eru af skornum skammti,“
segir Pálmi og bendir á að allt sem
annaðhvort sé vanrækt eða misfarist
í þjónustunni sé til þess fallið að
koma málum á rangan stað á röngum
tíma, svo sem bráðamóttöku, sjúkra-
hús eða hjúkrunarheimili án þess að
þörf sé fyrir svo hátt þjónustustig.
„Þær hugmyndir um nýja nálgun í
heilbrigðisþjónustu við eldra fólk
sem ég hef nefnt eru ekki í farvegi,“
segir Pálmi og bendir á að heil-
brigðisráðherra gerði vel í því að
beita sér í þessum málum. Hann seg-
ir heilsugæsluna í víðasta skilningi
þurfi að ná vopnum sínum í að greina
og styðja fólk heima, í mjög svo
auknum mæli.
Pálmi telur jákvætt að leyfi hafi
fengist fyrir 10 varanlegum, sér-
hæfðum geðhjúkrunarrýmum í
Mörkinni fyrir ungt fólk með geð-
ræna sjúkdóma. En bendir á að öldr-
unargeðdeild á sjúkrahúsi sé fyrir
tímabundnar innlagnir fólks með
bráð geðræn vandamál svo sem
djúpt þunglyndi, alvarlega kvíða-
röskun eða oflæti. Með innlögn eigi
fólk von um að ná sér og komast
heim á ný.
Öldrunarbæklunardeild
„Aðgengi aldraðra að geðsviði
Landspítalans er takmarkað og öldr-
unargeðlækningar sérhæfðar. Und-
irbúningur slíkar deildar var kominn
vel á veg þegar hrunið varð 2008 svo
það þarf einungis að ganga í verkið á
ný og stofna slíka deild,“ segir Pálmi
og bendir á mikilvægi þess að Land-
spítalinn setji á stofn öldrunarbækl-
unardeild að erlendri fyrirmynd þar
sem öldrunar- og bæklunarlækning-
ar eru samþættar.
„Þegar fólk brotnar á mjöðm er
brotið yfirleitt toppurinn á ísjakan-
um og undirliggjandi allskonar veik-
indi, færnitap og annað sem er mis-
vel greint og skilgreint.
Bæklunarlæknar eru færir á sínu
sviði en öldrunarlæknar réttu aðil-
arnir til þess að líta á undirliggjandi
orsakir,“ segir Pálmi, sem telur að
togstreita ríkis og sveitarfélaga valdi
því að sveitarfélögin hlaupist undan
merkjum þegar kemur að því að
styðja þann hóp aldraðra sem líður
virkilega illa einum heima vegna ein-
manakenndar og eða viðvarandi
þunglyndis og kvíðaröskunar.
Hjúkrunarheimili sé ekki svar við
þörfum þess hóps heldur geti það
fundið til öryggiskenndar og
blómstrað í sambýlisformi með
stuðningsþjónustu þar sem aðrir í
álíka stöðu búa.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir hugmyndir Pálma V.
Jónssonar öldrunarlæknis gagnleg-
ar og til standi að boða hann og fleiri
sérfræðinga til fundar fljótlega.
Svandís segir það miklu skipta að
aldraðir fái þjónustu í samræmi við
þörf, greiningu og faglegt mat og
eigi ekki á hættu að missa af þjón-
ustu vegna aldurs.
Fleiri úrræði
Myndi fjölga líknarrýmum um 150 og
koma á heildrænu rafrænu öldrunarmati
Pálmi V.
Jónsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum
í dag. Alls eru 13 tegundir í boði
þetta árið og sumar hverjar ansi for-
vitnilegar. Venju samkvæmt sendir
Borg brugghús frá sér spennandi
Surta en þeir eru af Imperial Stout-
gerð og innihalda annaðhvort áhuga-
verð hráefni eða hafa fengið að
þroskast á tunnum sem gefa þeim
sérstakt bragð. Nú eða hvort
tveggja. Surtar hafa notið mikilla
vinsælda meðal sístækkandi hóps
bjóráhugafólks hér á landi.
Þrír Surtar eru fáanlegir þetta ár-
ið, númer 8.9 sem er þroskaður á
mezcal-tunnum, númer 8.2 sem er
þroskaður í Bourbon-tunnum frá
Four Roses og Heaven Hill í Ken-
tucky í Bandaríkjunum og númer 61
sem er sér kapítuli út af fyrir sig. Sá
inniheldur hlynsíróp og sautján kíló
af Gunnars kleinuhringjum og hefur
fengið að þroskast á bourbon- og
rúgviskítunnum. Vert er að geta
þess að allir þrír eru Surtarnir afar
bragðmiklir og alkóhólinnihald
þeirra er frá 12,1% upp í 14,5%.
Núorðið þykir orðið sjálfsagt að
notast við alls konar hráefni við
bjórgerð. Amerískir kleinuhringir
hafa einmitt verið vinsælir í bragð-
mikla Stout-bjóra en þetta er senni-
legast í fyrsta skipti sem íslenski
kleinuhringurinn er notaður í þess-
um tilgangi. Sturlaugur Jón Björns-
son, bruggmeistari hjá Borg brugg-
húsi, segir að þetta samstarf hafi
verið skrifað í skýin.
„Við erum miklir aðdáendur hins
eiginlega íslenska kleinuhrings.
Kleinuhringsins sem er í grunninn
einhvers konar steikt kökudeig, al-
hjúpað hörðu súkkulaði, helst með
aðeins of miklu súkkulaði sem situr
fast við botninn. Sá íslenski er tals-
vert ólíkur hinum ameríska donut,
án þess að maður hafi neitt á móti
honum,“ segir Sturlaugur.
Hann segir að Surtur nr. 61 sé í
grunninn í Imperial Stout-stílnum
sem gjarnan passi vel með eftir-
réttum, ostum, súkkulaði og fleiru.
„Gunnars kleinuhringir eru í sér-
stöku uppáhaldi og þess vegna sett-
um við okkur í samband við Árna
kleinuhringjafræðing. Þeir eiga ein-
mitt uppruna sinn að rekja til
Borgarness, sem dregur nafn sitt af
Borg á Mýrum, sem brugghúsið
okkar er nefnt eftir.“
Áratuga saga kleinuhringja
En hvaða fyrirbæri er íslenski
kleinuhringurinn? Hann virðist vera
einhvers konar bræðingur ameríska
kleinuhringsins og íslensku klein-
unnar. Fyrirmyndin er í það
minnsta amerísk, en sá siður að
hjúpa hringinn stökku súkkulaði
þekkist óvíða annars staðar.
Nanna Rögnvaldardóttir matar-
gúru kveðst telja að amerískir
kleinuhringir hafi verið framleiddir
hér á landi á sjötta áratug síðustu
aldar. Það hafi þó sennilega verið
meira fyrir veitingastaði en bakarí.
Fyrsta uppskriftin sem hún hefur
fundið undir nafninu kleinuhringir
er frá árinu 1951.
„Það eru þó lyftidufts-kleinu-
hringir, líklega svipaðir og kleinur,
eins og algengast var. Það er hægt
að finna fullt af slíkum uppskriftum
frá sjöunda og áttunda áratugnum
og þessir kleinuhringir voru líka
seldir í búðum. Royal lyftiduft var til
dæmis oft auglýst með kleinu-
hringjauppskrift. Þannig að þetta
var vel þekkt bakkelsi en þeir amer-
ísku miklu síður,“ segir Nanna.
Kleinurhringjagerð Gunnars var
stofnsett í Borgarnesi árið 1983 af
Gunnari Kristjánssyni og Auðbjörgu
Pétursdóttur, eiginkonu hans. Sam-
kvæmt leit á Tímarit.is virðast
kleinuhringir þá einnig hafa verið
framleiddir af Kexverksmiðjunni
Vilberg í Vestmannaeyjum og
Ömmubakstri. Á sama tíma var
Ragnar Eðvaldsson í Ragnarsbak-
aríi í Keflavík farinn að selja kleinu-
hringi að amerískri fyrirmynd suður
með sjó, meðal annars á Vellinum. Í
umfjöllun Þjóðviljans frá 1983 má
sjá að hringirnir kölluðust Jójó-
hringir.
Sama uppskrift frá upphafi
Samkvæmt upplýsingum Vil-
hjálms Þorlákssonar, fram-
kvæmdastjóra Gæðabaksturs,
keypti Ömmubakstur Kleinu-
hringjagerð Gunnars árið 2003.
Gæðabakstur sameinaðist svo
Ömmubakstri árið 2008 og í dag
framleiðir Gæðabakstur bæði Gunn-
ars kleinuhringi og kleinuhringi
undir merkjum Ömmubaksturs.
„Gunnars kleinuhringir eru fram-
leiddir eftir sömu uppskriftinni og
frá upphafi. Þeir hafa alltaf verið
vinsælir,“ segir hann.
Vilhjálmur þekkir vel til í kleinu-
hringjafræðunum enda var hann sá
fyrsti sem hóf að framleiða ameríska
kleinuhringi á höfuðborgarsvæðinu
og náði einhverri útbreiðslu. Þetta
var árið 1993 og hófst framleiðsla
Gæðabaksturs í 60 fermetra hús-
næði á Álfhólsvegi í Kópavogi. Græj-
urnar keypti Vilhjálmur einmitt af
áðurnefndum Ragnari í Keflavík.
„Húsdýragarðurinn var fyrsti
stóri kúnninn okkar. Svo seldum við
líka gríðarlega mikið á kaffihús
þarna um sumarið 1993,“ segir Vil-
hjálmur.
Óvæntur bræðingur
bjórs og kleinuhringja
Þorrabjór bragðbættur með Gunnars kleinuhringjum
Morgunblaðið/Hari
Samstarf Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg, bakararnir
Árni Þorvarðarson og Pétur Pétursson og Hlynur Árnason bruggmeistari.
Áratuga saga Eins og sjá má af
þessari auglýsingu frá 1957 hafa
kleinuhringir lengi fengist hér.
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest,
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Bóndadagur
er á morgun
og markar
upphaf
þorra en
sala á þorra-
bjór hefst þó
í dag. Hægt
er að næla
sér í fjölda
skemmtilegra bjórtegunda
þetta árið, auk Surtanna sem
fjallað er um til hliðar. Af þeim
helstu má nefna Þorrakalda,
þorrabjór Ölvisholts, Hval 2
þorraöl frá Steðja og einiberja
Bock-bjór frá Víking. Einn sá
áhugaverðasti er svo Red Hot
Chili Porter frá Víking brugg-
húsi sem hljómar nokkuð til-
raunakenndur. Þá má ekki
gleyma Bónda, þorraöli Seguls
67 og 23.1.1973 frá The Broth-
ers Brewery í Vestmanneyjum.
Chili og hval-
ur í bjórnum
FORVITNILEG HRÁEFNI
Surtur nr. 61.