Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
m.
Öflugur Milwaukee mótor skilar
14000 til 24000 strokum á mínútu.
REDLINK™ yfirálagsvörn
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu
Verð 29.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FCOT
Alvöru hjámiðja
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
Theodór Kristinn Þórðarson, fyrr-
verandi yfirlögregluþjónn í Borgar-
nesi, sem í almennu tali er kallaður
Teddi lögga, hefur nú samið leik-
verkið „Farðu á þinn stað“ sem
verður frumsýnt 26. janúar á Sögu-
loftinu í Landnámssetrinu.
Um fjölskylduverk er að ræða í
þeim skilningi að Teddi semur verk-
ið sjálfur og er eini leikarinn, leik-
stjórinn er Geir Konráð, sonur hans,
og sýningarstjóri er Eiríkur Þór,
yngsti sonurinn. Eins hefur konan
hans Tedda; María Erla Geirsdóttir,
aðstoðað hann og að sýnt honum þol-
inmæði og skilning í ferlinu.
Varði Davíð falli
Verkið fjallar um samskipti hans
við sérstakt og skemmtilegt fólk
sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni.
,,Það byrjar í Kínahverfinu í Borgar-
nesi þar sem ég er fæddur og endar
úti á Ystu Nöf þar sem ég á heima í
dag,“ segir Teddi og heldur áfram:
„Verkið er drifið áfram af ljós-
myndum en svo dett ég í karaktera
inni á milli. Auðvitað er þetta mín
saga og mitt sjónarhorn en það
koma inn alls konar hliðarsögur af
öðru fólki. Þarna koma landsþekktir
einstaklingar við sögu á einn eða
annan hátt og meðal þeirra má nefna
(í stafrófsröð) Árna Bergmann, Dag
Sigurðarson, Davíð Oddsson, Hall-
dór Laxness, Hrafn Gunnlaugsson,
Jónas E. Svafár, Stein Steinar, Vig-
dísi Finnbogadóttur og Þórberg
Þórðarson. Ein sagan er til dæmis
frásögn um það hvernig ég varði
Davíð Oddsson falli, ég beinlínis
greip hann. Hvernig hefði Íslands-
sagan til dæmis orðið hefði ég ekki
gripið Davíð Oddsson og varið hann
falli árið 1984, ég bara spyr?“
Teddi segir að verkið ætti að geta
höfðað til svo að segja allra, en
kannski sé það að mestu leyti um leit
hans að kjarnanum í sjálfum sér,
hvað það sé sem haldið hefur honum
gangandi á mörgum sviðum í einu í
öll þessi ár. Þar með má segja að það
fjalli vissulega um hver sé hans rétti
staður í tilverunni.
Mín þakkargjörð
„Að vissu leyti er þetta líka lof-
gjörð eða mín þakkargjörð til sam-
ferðafólks míns og sérstaklega
þeirra sem léð hafa mér hönd þegar
þörf hefur krafið og ekki síst til allra
þeirra sem stóðu ekki í vegi fyrir
mér, heldur opnuðu fyrir mér dyr að
nýjum möguleikum og tækifærum í
lífinu. En fyrst og fremst er ég að
reyna að vera skemmtilegur og
nokkuð léttur í þessu verki og
gamansögurnar mun ekki vanta, síð-
ur en svo,“ segir Teddi brosandi og
bætir við: „Annars mun ég líka
reyna að leysa mín eigin Geirfinns-
mál, ef svo má segja. Og ber þar
hæst spurninguna „Hver skaut ekki
Orm Ormsson og hvaða ár var það
ekki gert?“ en við erum þar líklegast
að tala um árabilið frá 1962 til 1965.
En eitt er víst að vettvangurinn var
Kínahverfið í Borgarnesi.“
Lék í Óðali feðranna
Teddi tók á árum áður virkan þátt
í störfum Leikdeildar Ungmenna-
félagsins Skallagríms í Borgarnesi á
um 15 ára tímabili. Hann lék hlut-
verk í nokkrum leikritum, meðal
annars Gvendó í Dúfnaveislunni eft-
ir Halldór Laxness sem hann segir
hafa verið mjög eftirminnilegt hlut-
verk. Hann leikstýrði nokkrum
verkum, m.a. einþáttungnum „Flug-
urnar í glugganum“ eftir Hrafn
Gunnlaugsson og leikritinu „Svein-
björg Hallsdóttir“ eftir Trausta
Jónsson veðurfræðing. Þá hefur
hann leikið nokkur lítil hlutverk í
kvikmyndum, m.a. í Óðali feðranna
eftir Hrafn Gunnlaugsson, en að vísu
léku nokkuð margir Borgnesingar í
þeirri mynd.
„Ef fólk kemur á sýninguna þá
kemst það vonandi að því hvaða
mann ég hef að geyma,“ segir Teddi.
Sýningum verður stillt í hóf en ekki
hefur enn þá verið ákveðið hversu
margar þær verða. Þær fara fram
eins og áður segir á Sögulofti Land-
námssetursins og oftast er sýnt á
laugardagskvöldum kl. 20 og síðan á
sunnudögum kl. 16. Frumsýningin
verður 26. janúar.
Leikritið lofgjörð til sam-
ferðafólksins í Borgarnesi
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn samdi leikrit Fjölskyldan tekur stóran þátt
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Leikskáld Theodór Kr. Þórðarson bregður á leik fyrir utan Landnámssetrið í Borgarnesi.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þegar Samgöngustofa hefur lokið
námskeiði fyrir ökukennara á lands-
byggðinni er okkur ekkert að van-
búnaði að fara af stað með sérstakt
umferðarnámskeið fyrir eldri borg-
ara,“ segir Þórunn H. Sveinbjörns-
dóttir, formaður Landssambands
eldri borgara. Hún segir að flestir
félagsmenn hafi tekið bílpróf fyrir
meira en 50 árum og ýmislegt hafi
breyst á þeim tíma, svo sem ný um-
ferðarmerki og ný hugsun.
„Samgöngustofa lét okkur í té
námskeið þar sem boðið er upp á
bóklega kennslu og einn tíma með
ökukennara þar sem ökumaður fær
tækifæri til að meta styrkleika og
veikleika sína sem ökumaður,“ segir
Þórunn, sem telur marga eldri
borgara forðast að aka á háanna-
tíma.
Þórhildur Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir
mikilvægt að eldri borgarar geri sér
grein fyrir því hvenær sé tímabært
að hætta akstri. Með því að halda
sér í formi, aka reglulega, virða tak-
markanir sínar, sleppa akstri í
ljósaskiptum, velja sér leiðir sem
fólk þekkir, sleppa akstri í hálku og
slæmu veðri og velja bíla sem auð-
velt er að leggja þá geti eldri öku-
menn tryggt öryggi sitt og annarra.
Morgunblaðið/Eggert
Umferðarteppa Margir aldraðir ökumenn veigra sér við að aka í umferðinni
á háannatíma. Öryggisins vegna sinna þeir erindum sínum á öðrum tíma.
Umferðarnámskeið
fyrir eldri borgara
Áfrýjunarnefnd neytendamála hef-
ur fellt úr gildi ákvörðun Neyt-
endastofu sem hafði bannað Ís-
lenska gámafélaginu, ÍG, notkun á
auðkenninu „Örugg eyðing gagna“,
sem Gagnaeyðing hafði notað sem
slagorð frá árinu 2008.
Þetta kemur fram á vefsíðu Neyt-
endastofu. Þar segir að Gagnaeyð-
ing hafi talið að þessi notkun ÍG
væri til þess fallin að valda ruglingi
á milli fyrirtækjanna. Þessu hafn-
aði ÍG og benti á að auðkennið hefði
ekki fengist skráð hjá Einkaleyfa-
stofunni. Áfrýjunarnefnd neytenda-
mála taldi orðasambandið almennt
og felldi ákvörðunina úr gildi
„Örugg eyðing
gagna“ bönnuð