Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 32
fyrra skiptið því nú er aðeins von á
11 kálfum í fyllingu tímans. Hlut-
fallið er 25%. „Við vorum að vonast
eftir betri árangri,“ segir Sigurður.
Hann segir að verið sé að fara yfir
hugsanlegar ástæður og segir að
margt geti komið til. Nefnir að stöð-
in hafi tekið inn nýjar kýr fyrir
báðar uppsetningarnar. Þær hafi
verið sóttar til bænda í nágrenninu,
eftir þeim reglum um sóttvarnir sem
þeim sé gert að fara eftir. Kýrnar
séu í misjöfnu ástandi.
Hann segir að vonir standi til þess
að árangurinn batni þegar búið
verður að byggja upp stofn arf-
hreinna holdakúa og sæðingar tekn-
ar upp. Það starf hefst í haust en
lengri tíma tekur að byggja upp
kynbótastofninn.
Fá aðgang að ræktunarstarfi
Með innflutningi fósturvísa úr úr-
valsnautum frá Noregi fá íslenskir
kúabændur aðgang að ræktunar-
starfi norskra bænda, eins og Sveinn
Sigurmundsson, framkvæmdastjóri
Nautís, bendir á. Þrátt fyrir heldur
slakan árangur í uppsetningu fóst-
urvísa í upphafi telur Sigurður rétt
að þeir sem stjórna ræktun íslenska
kúastofnsins skoði hvort ekki sé
hægt að taka upp fósturvísaflutn-
inga hér innanlands, til þess að
hraða ræktunarstarfi nautgripa-
ræktarinnar.
Kálfarnir af annarri kynslóð eiga
að fæðast í lok júní eða byrjun júlí í
sumar. Þeir verða síðan settir í ein-
angrun í stöðinni. Kvígurnar af
fyrstu kynslóð verða fluttar milli
deilda og sæddar og mynda þannig
vísi að framtíðar kynbótastofni.
Stefnt er að því að skola úr þeim
fósturvísa til notkunar í ræktunar-
starfinu. Eftir að búið verður að taka
sæði úr nautkálfunum verða þeir
seldir til bænda til ræktunar í hjörð-
um þeirra.
Nautin seld hæstbjóðanda
Sæðið fer í almenna dreifingu í
gegn um Nautastöð Bændasamtaka
Íslands á Hesti í Borgarfirði. Gert er
ráð fyrir að nautkálfarnir verði
boðnir upp og seldir hæstbjóðanda
með þeim takmörkunum þó að hver
ræktandi geti aðeins fengið að kaupa
eitt naut. Sigurður segir að fyrir-
komulagið hafi ekki verið ákveðið,
það er að segja hvort uppboðið verði
opinbert eða hvort mönnum verði
gefinn kostur á að senda skrifleg til-
boð.
Ræktunarstarfið byrjar því að
færast út í bænda í haust. Þeir fá að-
gang að sæði úr arfhreinum Aber-
deen Angus nautkálfum og jafnvel
fósturvísa og nokkra nautkálfa.
Fyrstu kálfarnir fæðast þá á kúa-
búunum sumarið 2020. Ef miðað er
við að þeim verði slátrað eftir 17-20
mánuði kemur kjötið á markað á
fyrrihluta árs 2022. Síðan mun kjöt-
framleiðsla af holdanautum og ís-
lenskum blendingum smám saman
aukast. Þó má búast við því að kjötið
verði ekki í það miklu magni að það
skipti sköpum á kjötmarkaðnum
fyrr en eftir fimm til tíu ár, héðan í
frá að telja.
Þurfum að spyrna við fótum
„Við vonumst til þess að fá hag-
kvæmari og betri gripi til nauta-
kjötsframleiðslu sem gerir okkur
kleift að uppfylla þarfir markaðar-
ins, eins og hann hefur verið að
þróast á síðstu árum. Innflutningur
hefur farið mjög vaxandi. Það er lífs-
spursmál fyrir okkur að geta spyrnt
við fótum, annars flyst þessi fram-
leiðsla úr landi,“ segir Sigurður um
mikilvægi innflutnings á nýju holda-
kyni.
Hann er viss um að íslenskir neyt-
endur velji frekar íslenskar afurðir
en innfluttar, ef þær eru sambæri-
legar að gæðum eða betri.
Ræktun flyst út til bænda
Önnur kynslóð Aberdeen Angus holdanauta fæðist í sumar Aðeins 11 kálfar koma undan
43 kúm sem fósturvísar voru settir í Sæði fer í dreifingu í haust og nautin verða boðin upp
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Aðgangur bannaður Nokkrir af forsprökkum rekstursins á Stóra-Ármóti;
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, Baldur Sveinsson
bústjóri og Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautís.
Nautkálfar Kálfurinn Vísir (að nýrri dögun í holdanautarækt), sá fyrsti sem fæddist eftir innflutning fósturvísa,
til vinstri á myndinni, vex vel, eins og flestir kálfarnir á Stóra-Ármóti. Þyngsti kálfurinn vegur 150 kíló.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bændur sem rækta holdanaut geta
fengið sæði eða jafnvel fósturvísa af
arfhreinum Aberdeen Angus holda-
gripum í haust. Þá verður aflétt ein-
angrun af kálfum sem fæddust á ein-
angrunarstöð Nautgriparæktar-
miðstöðvar Íslands (Nautís) á
Stóra-Ármóti í Flóahreppi á síðasta
ári og nautkálfarnir verða í kjölfarið
seldir bændum til ræktunar. Það
tekur þó mörg ár að koma ræktun-
inni vel af stað og kjötið verður ekki
ríkjandi á markaði hér fyrr en eftir
fimm til tíu ár.
„Við erum ánægðir með það
hvernig til hefur tekist við fram-
kvæmd verkefnisins. Allt hefur
gengið sem lagt var upp með,“ segir
Sigurður Loftsson, formaður stjórn-
ar Nautís.
Vandamál með fanghlutfall
Byggð hefur verið einangrunar-
stöð á Stóra-Ármóti og þar voru í
upphafi settir fósturvísar frá Noregi
upp í 33 íslenskar kýr. Aðeins 11 kýr
festu fang. Það bætti stöðuna aðeins
að ein kýrin reyndist tvíkelfd, þótt
aðeins eitt egg hafi verið sett upp.
Afar litlar líkur eru á því að egg
skipti sér eftir uppsetningu fóstur-
vísis. Hún bar tveimur kvígum sem
báðar eru frjóar. Sjö kvígur og fimm
naut úr þessum fyrsta árgangi eru
nú í einangrun á Stóra-Ármóti.
Þriðjungs fanghlutfall þykir full-
lágt því miðað er við 50% í fóstur-
vísauppsetningum í Noregi. Árang-
urinn hér var skýrður með því að
fósturvísarnir voru settir upp á
óeðlilegum tíma, í desember 2017, og
streita hafi verið í umhverfinu vegna
þess að starfsemi stöðvarinnar var
að hefjast.
Síðastliðið haust var bætt í og inn-
fluttir fósturvísar settir upp í 43 ís-
lenskar kýr. Það var gert á betri
tíma, á haustmánuðum, og komin
nokkur reynsla á starfsemina. Ár-
angurinn varð þó enn lakari en í
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Aberdeen Angus kálfarnir af fyrstu
kynslóð dafna vel í einangrunar-
vistinni á Stóra-Ármóti enda er
dekrað við þá í mat og drykk. Þeir
fá gott hey og fóðurbæti með og
ganga undir kúm þótt tveir séu
með hverri. Nautkálfarnir þyngjast
um 1,5 kíló á dag, að meðaltali, að
sögn Baldurs Sveinssonar bú-
stjóra á Stóra-Ármóti. Það er tvö-
falt meira en hjá nautkálfum af ís-
lenska mjólkurkúakyninu sem
aldir eru til nautakjötsframleiðslu.
Þyngsti kálfurinn er orðinn 250
kíló, sex sinnum þyngri en hann
var við fæðingu fyrir tæpum fimm
mánuðum. Kálfarnir fæddust í
byrjun september og voru þá 30 til
48 kíló. Þeir eru nú á bilinu 170 til
250 kíló.
Baldur segir að kálfarnir séu af-
ar rólegir, allt öðruvísi en íslenskir
kálfar. Hann líkir hreyfingum
þeirra þegar þeir standa á fætur
við ræsingu gamallar dísilvélar á
meðan íslensku kálfarnir spretta
upp og stökkva eitthvað út í
buskann.
Baldur segir að lögð hafi verið
áhersla á geðslag gripanna við
ræktunina úti í Noregi og það skili
sér hingað með þessum hætti.
Þrátt fyrir gott geðslag er mikill
lífsþróttur í Angus-kálfunum og
þeir eru fljótir á spenann eftir að
þeir fæðast.
Flestir kálfarnir á Stóra-Ármóti
hafa fengið nöfn sem tengjast
stjórnarmönnum eða sérfræð-
ingum sem unnið hafa að innflutn-
ingi og ræktun nýs holdakyns.
Fyrsti kálfurinn fékk raunar heitið
Vísir með vísan til þess að hann er
vísir að nýrri dögun í holdanauta-
rækt.
Steina heitir eftir Þorsteini
Ólafssyni dýralækni og Sveina eft-
ir Sveini Ólasyni dýralækni og
Sveini Sigurmundssyni. Silla er
nefnd eftir Sigurði Loftssyni for-
manni Nautís og Birna eftir Svein-
birni Eyjólfssyni stjórnarmanni,
Munda eftir Guðmundi Jóhann-
essyni nautgriparæktarráðunaut
og Guðmundi Skúlasyni sæðinga-
manni og Baldur eftir Baldri
Sveinssyni og Baldri Helga Benja-
mínssyni verkefnastjóra.
Yngsti kálfurinn, Bætir, kom
sem viðbót því óvissa var um hvort
kýrin væri með fangi.
Hægt var að velja úr mörgum
holdanautakynjum. Sveinn Sigur-
mundsson er ekki í vafa um að
Aberdeen Angus hafi verið rétt val.
Hann tekur fram að hægt hafi ver-
ið að fá kyn sem vaxa hraðar.
Aberdeen Angus gripir nýti hins
vegar gróffóður sérlega vel, þeir
séu ágætlega byggðir fyrir íslensk-
ar aðstæður og kjötgæðin rómuð.
Þá sé ræktunin með minna kol-
efnisspor en ræktun gripa af
stærri holdakynjum.
Heita eftir stjórn og starfsfólki
ÞUNGIR EN GEÐGÓÐIR