Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 32
fyrra skiptið því nú er aðeins von á 11 kálfum í fyllingu tímans. Hlut- fallið er 25%. „Við vorum að vonast eftir betri árangri,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að fara yfir hugsanlegar ástæður og segir að margt geti komið til. Nefnir að stöð- in hafi tekið inn nýjar kýr fyrir báðar uppsetningarnar. Þær hafi verið sóttar til bænda í nágrenninu, eftir þeim reglum um sóttvarnir sem þeim sé gert að fara eftir. Kýrnar séu í misjöfnu ástandi. Hann segir að vonir standi til þess að árangurinn batni þegar búið verður að byggja upp stofn arf- hreinna holdakúa og sæðingar tekn- ar upp. Það starf hefst í haust en lengri tíma tekur að byggja upp kynbótastofninn. Fá aðgang að ræktunarstarfi Með innflutningi fósturvísa úr úr- valsnautum frá Noregi fá íslenskir kúabændur aðgang að ræktunar- starfi norskra bænda, eins og Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, bendir á. Þrátt fyrir heldur slakan árangur í uppsetningu fóst- urvísa í upphafi telur Sigurður rétt að þeir sem stjórna ræktun íslenska kúastofnsins skoði hvort ekki sé hægt að taka upp fósturvísaflutn- inga hér innanlands, til þess að hraða ræktunarstarfi nautgripa- ræktarinnar. Kálfarnir af annarri kynslóð eiga að fæðast í lok júní eða byrjun júlí í sumar. Þeir verða síðan settir í ein- angrun í stöðinni. Kvígurnar af fyrstu kynslóð verða fluttar milli deilda og sæddar og mynda þannig vísi að framtíðar kynbótastofni. Stefnt er að því að skola úr þeim fósturvísa til notkunar í ræktunar- starfinu. Eftir að búið verður að taka sæði úr nautkálfunum verða þeir seldir til bænda til ræktunar í hjörð- um þeirra. Nautin seld hæstbjóðanda Sæðið fer í almenna dreifingu í gegn um Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að nautkálfarnir verði boðnir upp og seldir hæstbjóðanda með þeim takmörkunum þó að hver ræktandi geti aðeins fengið að kaupa eitt naut. Sigurður segir að fyrir- komulagið hafi ekki verið ákveðið, það er að segja hvort uppboðið verði opinbert eða hvort mönnum verði gefinn kostur á að senda skrifleg til- boð. Ræktunarstarfið byrjar því að færast út í bænda í haust. Þeir fá að- gang að sæði úr arfhreinum Aber- deen Angus nautkálfum og jafnvel fósturvísa og nokkra nautkálfa. Fyrstu kálfarnir fæðast þá á kúa- búunum sumarið 2020. Ef miðað er við að þeim verði slátrað eftir 17-20 mánuði kemur kjötið á markað á fyrrihluta árs 2022. Síðan mun kjöt- framleiðsla af holdanautum og ís- lenskum blendingum smám saman aukast. Þó má búast við því að kjötið verði ekki í það miklu magni að það skipti sköpum á kjötmarkaðnum fyrr en eftir fimm til tíu ár, héðan í frá að telja. Þurfum að spyrna við fótum „Við vonumst til þess að fá hag- kvæmari og betri gripi til nauta- kjötsframleiðslu sem gerir okkur kleift að uppfylla þarfir markaðar- ins, eins og hann hefur verið að þróast á síðstu árum. Innflutningur hefur farið mjög vaxandi. Það er lífs- spursmál fyrir okkur að geta spyrnt við fótum, annars flyst þessi fram- leiðsla úr landi,“ segir Sigurður um mikilvægi innflutnings á nýju holda- kyni. Hann er viss um að íslenskir neyt- endur velji frekar íslenskar afurðir en innfluttar, ef þær eru sambæri- legar að gæðum eða betri. Ræktun flyst út til bænda  Önnur kynslóð Aberdeen Angus holdanauta fæðist í sumar  Aðeins 11 kálfar koma undan 43 kúm sem fósturvísar voru settir í  Sæði fer í dreifingu í haust og nautin verða boðin upp Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aðgangur bannaður Nokkrir af forsprökkum rekstursins á Stóra-Ármóti; Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, Baldur Sveinsson bústjóri og Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautís. Nautkálfar Kálfurinn Vísir (að nýrri dögun í holdanautarækt), sá fyrsti sem fæddist eftir innflutning fósturvísa, til vinstri á myndinni, vex vel, eins og flestir kálfarnir á Stóra-Ármóti. Þyngsti kálfurinn vegur 150 kíló. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur sem rækta holdanaut geta fengið sæði eða jafnvel fósturvísa af arfhreinum Aberdeen Angus holda- gripum í haust. Þá verður aflétt ein- angrun af kálfum sem fæddust á ein- angrunarstöð Nautgriparæktar- miðstöðvar Íslands (Nautís) á Stóra-Ármóti í Flóahreppi á síðasta ári og nautkálfarnir verða í kjölfarið seldir bændum til ræktunar. Það tekur þó mörg ár að koma ræktun- inni vel af stað og kjötið verður ekki ríkjandi á markaði hér fyrr en eftir fimm til tíu ár. „Við erum ánægðir með það hvernig til hefur tekist við fram- kvæmd verkefnisins. Allt hefur gengið sem lagt var upp með,“ segir Sigurður Loftsson, formaður stjórn- ar Nautís. Vandamál með fanghlutfall Byggð hefur verið einangrunar- stöð á Stóra-Ármóti og þar voru í upphafi settir fósturvísar frá Noregi upp í 33 íslenskar kýr. Aðeins 11 kýr festu fang. Það bætti stöðuna aðeins að ein kýrin reyndist tvíkelfd, þótt aðeins eitt egg hafi verið sett upp. Afar litlar líkur eru á því að egg skipti sér eftir uppsetningu fóstur- vísis. Hún bar tveimur kvígum sem báðar eru frjóar. Sjö kvígur og fimm naut úr þessum fyrsta árgangi eru nú í einangrun á Stóra-Ármóti. Þriðjungs fanghlutfall þykir full- lágt því miðað er við 50% í fóstur- vísauppsetningum í Noregi. Árang- urinn hér var skýrður með því að fósturvísarnir voru settir upp á óeðlilegum tíma, í desember 2017, og streita hafi verið í umhverfinu vegna þess að starfsemi stöðvarinnar var að hefjast. Síðastliðið haust var bætt í og inn- fluttir fósturvísar settir upp í 43 ís- lenskar kýr. Það var gert á betri tíma, á haustmánuðum, og komin nokkur reynsla á starfsemina. Ár- angurinn varð þó enn lakari en í 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Aberdeen Angus kálfarnir af fyrstu kynslóð dafna vel í einangrunar- vistinni á Stóra-Ármóti enda er dekrað við þá í mat og drykk. Þeir fá gott hey og fóðurbæti með og ganga undir kúm þótt tveir séu með hverri. Nautkálfarnir þyngjast um 1,5 kíló á dag, að meðaltali, að sögn Baldurs Sveinssonar bú- stjóra á Stóra-Ármóti. Það er tvö- falt meira en hjá nautkálfum af ís- lenska mjólkurkúakyninu sem aldir eru til nautakjötsframleiðslu. Þyngsti kálfurinn er orðinn 250 kíló, sex sinnum þyngri en hann var við fæðingu fyrir tæpum fimm mánuðum. Kálfarnir fæddust í byrjun september og voru þá 30 til 48 kíló. Þeir eru nú á bilinu 170 til 250 kíló. Baldur segir að kálfarnir séu af- ar rólegir, allt öðruvísi en íslenskir kálfar. Hann líkir hreyfingum þeirra þegar þeir standa á fætur við ræsingu gamallar dísilvélar á meðan íslensku kálfarnir spretta upp og stökkva eitthvað út í buskann. Baldur segir að lögð hafi verið áhersla á geðslag gripanna við ræktunina úti í Noregi og það skili sér hingað með þessum hætti. Þrátt fyrir gott geðslag er mikill lífsþróttur í Angus-kálfunum og þeir eru fljótir á spenann eftir að þeir fæðast. Flestir kálfarnir á Stóra-Ármóti hafa fengið nöfn sem tengjast stjórnarmönnum eða sérfræð- ingum sem unnið hafa að innflutn- ingi og ræktun nýs holdakyns. Fyrsti kálfurinn fékk raunar heitið Vísir með vísan til þess að hann er vísir að nýrri dögun í holdanauta- rækt. Steina heitir eftir Þorsteini Ólafssyni dýralækni og Sveina eft- ir Sveini Ólasyni dýralækni og Sveini Sigurmundssyni. Silla er nefnd eftir Sigurði Loftssyni for- manni Nautís og Birna eftir Svein- birni Eyjólfssyni stjórnarmanni, Munda eftir Guðmundi Jóhann- essyni nautgriparæktarráðunaut og Guðmundi Skúlasyni sæðinga- manni og Baldur eftir Baldri Sveinssyni og Baldri Helga Benja- mínssyni verkefnastjóra. Yngsti kálfurinn, Bætir, kom sem viðbót því óvissa var um hvort kýrin væri með fangi. Hægt var að velja úr mörgum holdanautakynjum. Sveinn Sigur- mundsson er ekki í vafa um að Aberdeen Angus hafi verið rétt val. Hann tekur fram að hægt hafi ver- ið að fá kyn sem vaxa hraðar. Aberdeen Angus gripir nýti hins vegar gróffóður sérlega vel, þeir séu ágætlega byggðir fyrir íslensk- ar aðstæður og kjötgæðin rómuð. Þá sé ræktunin með minna kol- efnisspor en ræktun gripa af stærri holdakynjum. Heita eftir stjórn og starfsfólki ÞUNGIR EN GEÐGÓÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.