Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 38

Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Akureyringar öflugir Guðmundur Pétursson segir að leikurinn á Akureyri í seinni umferð- inni hafi í raun verið úrslitaleikur mótsins. „Akureyringar unnu á Laugardalsvelli, en við unnum 3:2 fyrir norðan eftir að hafa komist í 3:0 á fyrstu 20 mínútunum og komumst með tærnar fram fyrir þá,“ rifjar markvörðurinn upp. Akureyringum fataðist flugið eftir það og fyrir lokaumferðina var KR með tveggja stiga forskot á Fram. Hefði KR tapað og Fram unnið Val hefði verið úrslitaleikur um titilinn. „Leikurinn í Keflavík er líka mjög minnistæður,“ segir Guðmundur. „Billi jafnaði 2:2 með svakaskoti þegar nokkrar mínútur voru til leiks- loka. Skömmu áður hafði hann bjargað á línu.“ Ársæll Kjartansson, Billi, var í sviðsljósinu í Keflavík. „Mikil drulla var í markteignum og pollur við marklínuna,“ segir hann um björgunina. „Gummi rann í drullunni en mér tókst að ná taki á stönginni, draga mig að henni, setja hnéð í bolt- ann og bjarga í horn. Það var ekki möguleiki að standa upp úr svaðinu.“ Um jöfnunarmarkið segir varnar- maðurinn: „Ég fékk boltann inni í vítateig okkar, hljóp upp kantinn og á móts við vítateigshornið lét ég vaða og boltinn fór í vinkilinn fjær. Þetta var æðislega flott mark.“ Eftir leik segir hann að stuðnings- maður hafi komið inn í klefa og spurt hvar Ársæll væri. „Hann gaf mér bjórkassa og sagði að ég réði því hvort ég gæfi hinum með mér.“ Ólafur Lárusson var í hópi marka- kónga deildarinnar, skoraði átta mörk eins og þrír aðrir leikmenn. „Ég kom seint inn í liðið, en var í toppformi eftir að hafa hlaupið allan snjó niður austur á Laugarvatni,“ segir hann. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið tækifæri til að spila með Þórólfi Beck,“ heldur hann áfram. „Hann er því miður sjaldan nefndur þegar rætt er um bestu fótbolta- menn Íslands, en hann var ótrúlega góður og það var þvílíkt að fá boltann frá honum, maður bara stóð og beið. Hann var gjarnan með þrjá til fjóra í kringum sig og allt í einu kom hárná- kvæm sendingin og ekki hægt annað en að skora.“ Hann segir marga leiki eftirminnilega, m.a. leiki á móti ÍBV og ÍBA. „Ég skoraði með skalla fyrir utan teig fyrir norðan en Kjartan L. Pálsson ætlaði að skrifa markið á Ellert því ég átti ekki að geta skorað með skalla af þessu færi!“ Gunnar Felixson var fyrirliði. Hann bendir á að titillinn hafi lengi verið í minnum hafður vegna þess að síðan hafi liðið 31 ár þar til KR hafi næst orðið Íslandsmeistari. „Það var stöðugt verið að rifja þennan titil upp en ég varð fyrst Íslandsmeistari 1961 og það er eftirminnilegasti titill minn.“ Fyrirliðinn segir að hann muni ekki eftir einstökum leikjum eða at- vikum en hann muni eftir leiknum í Keflavík vegna snarbrjálaðs veðurs, drullunnar og boltans í pollinum. „Engu að síður hef ég áttað mig á því að þátttakan í fótboltanum hefur skipt mig mjög miklu máli hvað lífs- hlaupið varðar án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því meðan á sparkinu stóð.“ Gullöld KR fyrir 50 árum  Leikmannahópurinn 1968 kom saman rúmri hálfri öld eftir að 20. Íslandsmeistaratitlinn var í höfn Svað Ársæll Kjartansson bjargaði fyrir horn eftir að boltinn fór í pollinn á Keflavíkurvelli 1968. Björn Th. Árnason, Ellert B. Schram, Hörður Markan, Jón Ólafur Jónsson og Guðmundur Pétursson fylgdust með. Morgunblaðið/Eggert Meistarar Gunnar Felixson, Theodór Guðmundsson og Ellert B. Schram eru kátir með liðna tíð. Morgunblaðið/Eggert Spjall Ársæll Kjartansson, Björn Th. Árnason og Guðmundur Pétursson hlusta á Ólaf Lárusson. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KR varð Íslandsmeistari í 20. sinn sumarið 1968. Lauk þá miklu sigur- tímabili, sem hófst 1959, þegar KR- ingar urðu meistarar með fullu húsi stiga. KR vann síðan titil á hverju ári til 1968; var Íslandsmeistari 1961, 1963, 1965 og 1968 og bikar- meistari 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967. Leikmanna- hópurinn 1968 kom saman í liðinni viku í tilefni Íslandsmeistaratitils- ins það sumar og rifjaði upp liðna tíð. Tímabilið fyrir rúmlega hálfri öld hófst ekki vel hjá Vesturbæingum, en þegar Þórólfur Beck var kominn með keppnisleyfi eftir að hafa snúið til baka úr atvinnumennsku, Guð- mundur Pétursson og Ólafur Lár- usson voru lausir úr Íþrótta- kennaraskóla Íslands og Ellert B. Schram byrjaður að æfa á ný fóru hlutirnar að ganga. Ellert var formaður Knattspyrnu- deildar KR 1968 og segist hafa sett sig í liðið eftir mótlætið í byrjun móts. „Þetta var hörkulið og árang- urinn gleymist aldrei,“ segir hann. Ellert bendir á að miklar breytingar hafi orðið á liðinu eftir sumarið 1965 og tvö erfið ár hafi fylgt í kjölfarið. Þá hafi menn komið saman góðu liði úr sterkum hópi. „Ég var nærri því búinn að fá Garðar Árnason til þess að byrja aftur, hann mætti á eina æf- ingu og hætti svo,“ rifjar Ellert upp. .Síðasti leikur mótsins 1968 var í Keflavík og „fór fram í hávaða roki og úrhellis rigningu,“ eins og fram kom í Morgunblaðinu. KR nægði jafntefli á móti botnliðinu, lenti tvisvar undir en náði að jafna í bæði skiptin og fagnaði Íslandsmeistara- titlinum í leikslok. MSparkað »Baksíða Reykjavík-Akureyri-Selfossi-Bolungarvík-Vestmannaeyjum www.dyrarikid.is - s:537-5000 VERIÐ VELKOMIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.