Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 39

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 B-lið KR vann nýkrýnda Íslands- meistara KR í 5. umferð bikar- keppninnar í september 1968. Liðið gerði enn betur og vann Val í undanúrslitum eftir markalaust jafntefli Hlíðarendapilta við Ben- fica í Evrópukeppni meistaraliða, en tapaði síðan fyrir ÍBV í úrslitum. Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer var þjálfari Íslandsmeist- ara KR 1968. Eftir óvænt tap á móti B-liðinu í átta liða úrslitum bikar- keppninnar var hann ekki sáttur, að sögn Bjarna Felixsonar, sem stjórnaði B-liðinu. „„Þar fór bónusinn,“ sagði Pfeiffer við mig eftir leikinn og vildi ekkert með B- liðið hafa, þannig að ég stýrði því áfram á móti Val í undanúrslitum og ÍBV í úrslitum.“ Ellert B. Schram sleppti bikar- leiknum til þess að fylgjast með kosningum í Svíþjóð, en hitti svo leikmennina á leið í Evrópuleik í Grikklandi. „Gunni Fel. dró mig af- síðis og upplýsti mig um bikar- úrslitin.“ „Hann hundskammaði mig og spurði hvers konar aumingjaskapur þetta hefði verið,“ botnar Gunnar. Þar sem Ellert hafði ekki leikið bikarleik var hann löglegur með B- liðinu. „Ég bauð þeim krafta mína en þeir söguðust ekki þurfa á mér að halda.“ B-liðið hafði áður slegið út Völs- ung, Ísfirðinga B-lið Víkings og Skagamenn. „Við vorum auðvitað hundfúlir en þetta voru vinir okkar og auðvitað fyrirgáfum við þeim og studdum þá í framhaldinu,“ segir Guðmundur Pétursson. „Við vorum samt með besta liðið þetta sumar,“ áréttar markvörðurinn. Morgunblaðið/Eggert Íslandsmeistarar KR 1968 um 50 árum síðar Frá vinstri: Erlingur Tómasson, Sigurður Sævar Sigurðsson, Örn Steinsen, Magnús Guðmundsson, Kristinn Jónsson, Sigmundur Sigurðsson, Jón Ólason, Pétur Kristjánsson, Halldór Björnsson, Hilmar Björnsson, Theodór Guðmundsson, Ársæll Kjartansson, Gunnar Felixson, Guðmundur Pétursson, Björn Th. Árnason, Þorgeir Guðmunds- son, Ólafur Lárusson, Guðmundur Haraldsson, Ellert B. Schram, Bjarni Felixson liðsstjóri, Þórður Jónsson og Sigurgeir Guðmannsson stjórnarmaður 1968. Eyleifur Hafsteinsson, Jóhann Reynis- son og Gunnar Gunnarsson áttu ekki heimangengt. Þórólfur Beck, Baldvin Baldvinsson, Hörður Markan, Jón Sigurðsson og Einar Ísfeld eru fallnir frá. Þar fór bónusinn! KR Þorgeir Guðmundsson skoðar mynd af meisturunum 1968.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.