Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 42

Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 WWW. fridaskart.is Fríða skartgripahönnuður fridajewels Glæsilegir skartgripir íslensk hönnun og handverk Keltar og kóngar skartgripalína sem byggir á keltneskri þríblöðungsnælu og norænni tungunælu úr íslenskum kumlum. Fæst í silfri og 14k gulli. Skólavörðustíg 18 Donald Trump hefur viðhaft 8.158 rangar eða villandi fullyrðingar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að hann varð forseti Bandaríkj- anna, samkvæmt samantekt dag- blaðsins The Washington Post. Röngu eða villandi fullyrðingarnar voru alls rúmlega 6.000 á öðru árinu í forsetatíð hans og nær þrefalt fleiri en á fyrsta árinu. Að meðaltali hallaði hann réttu máli nær 5,9 sinnum á dag á fyrsta árinu en nær 16,5 sinnum á dag á öðru árinu. Fyrstu hundrað dagana í forseta- embættinu var Trump með 492 til- hæfulausar eða villandi fullyrðingar, að sögn The Washington Post. Blaðið segir að forsetanum hafi tekist að ná þeim fjölda og rúmlega það á aðeins þremur fyrstu vikum þessa árs. Algengast er að Trump halli réttu máli í málefnum innflytjenda, að sögn The Washington Post. Blaðið taldi t.a.m. tólf rangar eða villandi fullyrð- ingar í ræðu forsetans á laugardaginn var þegar hann færði rök fyrir áform- um sínum um að reisa múr við landa- mærin að Mexíkó. „Í viku hverri deyja 300 Bandaríkjamenn af völdum heróíns og 90% þess koma yfir suður- landamæri okkar,“ sagði forsetinn meðal annars. Rétt er að 90% af heró- íninu sem selt er í Bandaríkjunum koma frá Mexíkó en nær öllu því efni er smyglað í farartækjum um landa- mærastöðvar þar sem tollgæsla fer fram, að sögn bandarísku fíkniefna- lögreglunnar DEA. Múr Trumps myndi því hafa lítil áhrif á heróín- smyglið. Forsetinn fullyrti einnig að ef múr- inn yrði reistur myndi glæpum fækka og fíkniefnasmygl minnka „hratt og mikið, sumir segja um allt að helm- ing“. The Washington Post segir þessa fullyrðingu forsetans „hlægi- lega“, m.a. vegna þess að glæpatíðnin sé ekki meiri meðal óskráðra innflytj- enda en meðal bandarískra ríkisborg- ara. Trump var ekki með ósannar yfir- lýsingar í 82 daga, eða um 11% dag- anna, og var þá oftast að stunda golf. bogi@mbl.is Meðalfylgi forseta Bandaríkjanna fyrstu tvö árin í valdatíð þeirra (í %) Fylgi Trumpsmiðað við forvera hans 200 400 600 1. dagur 1. dagur 200 400 600 728. dagur 17. jan. 3 dögum áður en kjörtímabilið er hálfnað 39,9 50,2 57,5 46,445,5 68,0 46,0 54,0 36,4 Trump: Sakaður um kynferðisbrot, deildi við FBI Obama: Fjárlaga- hallinn stórjókst, áform um að breyta heilbrigðiskerfinu mættu andstöðu Bush: Hernaður í Afganistan eftir hryðjuverkin 11. sept. 2001 Clinton: Áætlun um efna- hagslega viðreisn Clinton: Mikil óánægja með stefnu hans 44,7 60,9 88,4 36,8 Heimild: projects.fivethirtyeight.com Donald Trump Bill ClintonGeorgeW. BushBarack Obama 2017- 2001-20092009-2017 1993-2001 90% 80 50 20 30 Trump fer miklu oftar með ósannandi en á fyrsta árinu  Fjöldi rangra eða villandi fullyrðinga þrefaldaðist Parkes er dauflegur námubær í Ástralíu en lifnar við einu sinni á ári í janúar þegar haldin er fimm daga hátíð til heiðurs konungi rokksins, Elvis Presley. Eigendur veitingastaðar í bænum, hjónin Bob og Anne Steele, hófu hátíðina árið 1993 og þótt gestir hennar væru þá aðeins um 200 skemmtu þau sér svo vel að þau ákváðu að halda hana á hverju ári. Hún er nú orðin að stærstu árlegu Elvis-hátíð á suður- hveli jarðar þótt goðið hafi aldrei farið til Ástralíu, hvað þá Parkes. Um 27.000 manns sóttu hátíðina í ár og áætlað er að tekjurnar af henni nemi jafnvirði 1,1 milljarðs króna, að sögn fréttaveitunnar AFP. „Sumar konurnar komu hingað með tárin í augunum,“ sagði einn skipuleggjenda hátíðarinnar, Elvis Lennox, sem breytti nafni sínu úr Neville Steven. „Þegar ég spurði hvað amaði að þeim svöruðu þær: Hann er ekki dáinn, hann lifir, við getum séð hann hérna! Ég sagði: „Já, ég veit það, við reynum að halda honum eins lifandi og mögu- legt er. Hann deyr aldrei á meðan við lifum.“ AFP Vagg og velta Glöð og vel til höfð börn í anda Presleys dansa á götu í bæn- um Parkes í Ástralíu á stærstu árlegu Elvis-hátíðinni á suðurhveli jarðar. Elvis lífgar bæinn upp á hverju ári Liam Fox, ráðherra brexit-mála í stjórn breska Íhaldsflokksins, sagði í gær að það myndi hafa mjög alvar- legar afleiðingar fyrir traust kjósenda á þinginu ef það frestaði eða hætti við útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu. Fox sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að sú niðurstaða yrði verri en útganga án samnings við ESB. Philip Hammond, fjármálaráð- herra Bretlands, hefur sagt frammá- mönnum í viðskiptalífinu að útganga án samnings komi ekki til greina. Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, hefur þó ekki viljað útiloka út- göngu án samnings og sagði á þinginu gær að seinkun brexit leysti ekki deil- una. Útgangan var samþykkt í þjóðarat- kvæði í júní 2016 og samkvæmt gild- andi lögum á Bretland að ganga úr ESB 29. mars. Einn þingmanna Verkamannaflokksins hefur lagt til að þingið fresti útgöngunni ef nýr samn- ingur hefur ekki náðst um hana fyrir lok febrúar. Talsmaður Verkamanna- flokksins sagði að þingmenn hans myndu „mjög líklega“ samþykkja til- löguna og nokkrir þingmenn Íhalds- flokksins hafa lýst yfir stuðningi við hana. Þeir voru andvígir útgöngu úr ESB fyrir þjóðaratkvæðið. Fox sagði að þingmenn ættu ekki að einblína á „afleiðingarnar til skamms tíma fyrir efnahaginn“ ef Bretland gengi úr Evrópusamband- inu án samnings. „Ég tel alvarlegustu mögulegu niðurstöðuna vera þá að þingið, sem hefur lofað að virða niður- stöðu þjóðaratkvæðisins, snúi við blaðinu og segist ekki ætla að gera það.“ Ráðherrann bætti við að þing- menn, sem beittu sér fyrir því að brexit yrði frestað, vildu í reynd koma í veg fyrir að Bretland gengi úr ESB. Þeir þingmenn Íhaldsflokksins, sem styðja seinkunina, neita þessu og segjast aðeins vilja koma í veg fyrir útgöngu án samnings. bogi@mbl.is Deilt um hvort fresta eigi brexit  May segir seinkun ekki leysa deiluna Hvað gerist næst? Heimild: Neðri deild breska þingsins Vara- áætlun Útganga án samnings Þjóðar- atkvæði Þing- kosningar Hætt við brexit Bretland áfram í ESB Brexit frestað Byrjað upp á nýtt Samningnum breytt 29. jan.: Þingið greiðir atkvæði um næstu skref ESB segir nei ESB segir já Hugsanlegar niðurstöður 15. jan.: Breska þingið hafnaði brexit-samningi May við ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.