Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 56

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ✝ HjálmfríðurÞórðardóttir fæddist á Hjöllum í Þorskafirði 24. febrúar 1936. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 13. jan- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þórður Andrésson, f. 25.9. 1903, d. 28.9. 1977, og Þórey Stef- ánsdóttir, f. 2.11. 1916, d. 3.12. 1996. Systkini Hjálmfríðar voru: Jóna Rut Þórðardóttir, f. 23.5. 1939, d. 2.7. 1998, Sigríður Þórð- ardóttir, f. 7.2. 1943, d. 30.4. 2016, og Trausti Klemenzson, f. 13.7. 1954, d. 3.9. 2016. Hinn 9.10. 1959 giftist Hjálm- Þegar heilsa Hjálmfríðar fór að lagast vann hún ýmis störf, aðallega á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum i Fljótshlíð þar sem hún var að nokkru í skjóli móður sinnar er þangað hafði flust. Í Reykjavik vann hún í kaffi- húsi, þvottahúsi og á símanum á Landakoti. Síðar vann hún í Bókabúð Snæbjarnar í Hafnar- stræti. Þaðan lá leiðin til Eim- skips þar sem hún vann í um ára- tug sem „skrifari“. Hún var kjörin í trúnaðarráð Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og hóf störf á skrifstofu félagsins um miðjan níunda áratuginn og lauk þar starfsferli sínum hálf- áttræð. Útför Hjálmfríðar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 24. jan- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. fríður Halldóri Stefánssyni frá Kaldrananesi, f. 15.12.1934. Þau eignuðust ekki börn en hjónaband þeirra var fagurt og farsælt. Skólaganga Hjálmfríðar varð endaslepp þar eð um fermingaraldur þurfti hún að leggj- ast inn á Landakotsspítala vegna hjartagalla og dvaldi þar um eins árs skeið. Hún hafði verið í farskóla í heimasveit sinni en ýmsar ástæður urðu til þess að fjölskyldan fluttist suður og sett- ist að á Mæri í Ölfusi en Þórður faðir hennar fór á Vífilsstaði. Hún stundaði nám í barna- og unglingaskólanum í Hveragerði. Ég kynntist Hjálmfríði er við störfuðum saman að verkalýðs- málum fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún. Fyrst störfuðum við saman í trúnaðarráði félagsins en síðar í stjórn á árunum 1992-1996, en þar var hún ritari og ritaði fundar- gerðir stjórnar. Dagsbrún var lengst af karla- félag en árið 1967 urðu fyrstu konurnar fullgildir félagsmenn. Hjálmfríður var fyrsta konan sem kjörin var í stjórn Dagsbrún- ar. Full ástæða er til þess að líta á kjör hennar í stjórn sem merki- legan áfanga í jafnréttisbaráttu kynjanna. Það var ekki annað hægt en að dást að Hjálmfríði sökum þess hve mikla alúð hún lagði í að starfa fyrir félagið. Hún var ein- lægur verkalýðssinni sem vildi allt fyrir félagsmenn gera. Hjálmfríður starfaði m.a. á skrifstofu Dagsbrúnar á Lindar- götu 9 en þar var hún mikilvæg sökum þess hve vel hún hélt utan um hlutina. Hún var til staðar þegar eitt- hvað bjátaði á hjá félagsmönnum. Hjálmfríður var þægileg í við- móti en þess vegna leituðu fé- lagsmenn mikið til hennar með mikilvæg og viðkvæm mál, enda var hún manna snjöllust í að leysa úr slíkum málum. Í minningunni vann Hjálmfríð- ur störfin svo lítið bar á og án þess að sækjast eftir athygli eða við- urkenningu út á við en hún ávann sér virðingu samstarfsmanna. Eftir að ég hætti í stjórn Dagsbrúnar hitti ég Hjálmfríði því miður alltof sjaldan en það gerði mér gott að kynnast því ljúf- menni sem hún var. Að lokum votta ég aðstandend- um mína dýpstu samúð. Jóhannes T. Sigursveinsson. Með mikilli eftirsjá kveðjum við kæra vinkonu og samstarfs- félaga til fjölda ára. Hjálmfríður eða Helma eins og hún var alltaf kölluð var tenging milli gamla og nýja tímans fyrir okkur sam- starfsfólk hjá Eflingu stéttar- félagi. Hún var víðlesin og uppfull af fróðleik og visku sem hún var óspör á að miðla. Hún hafði lag á að láta fólki líða vel í kringum sig, hugsaði um velferð allra, bóngóð og greiðvikin. Helma hafði ákveðnar skoðanir um menn og málefni og var ekkert að skafa ut- an af því ef henni mislíkaði. Hún var með viðhlítandi skýringar á öllu og tengdi þær gjarnan við stjörnumerkin. Það hnussaði í henni og svo heyrðist: já það er ekki nema von að viðkomandi sé eins og hann er, enda fæddur í hinu eða þessu stjörnumerki. Helma átti það til að lauma sæl- gæti á skrifborðið hjá okkur vinnufélögunum og þegar þakkað var fyrir svaraði hún gjarnan: „jú, börnin góð, það er alveg nauðsyn- legt að fá sykur fyrir heilann svo maður geti hugsað“. Helma hafði þá náðargáfu að geta sagt ýmsa hluti fyrir og má þar nefna nátt- úruhamfarir sem rættust og á góðum stundum átti hún það til að kíkja í bolla og spá fyrir okkur stelpurnar og þá fyrst og fremst um samskipti við hitt kynið og gátum við alltaf hlegið og skemmt okkur yfir því. Hún vissi lengra en margur annar sem kemur kannski ekki á óvart enda átti Helma ættir að rekja á Strandir og var afar stolt af. Helma og Halldór höfðu komið sér upp sum- ardvalarstað í Bjarnarfirði sem þau lögðu mikla rækt við og dvöldu þar meira og minna á sumrin og hlúðu að umhverfi og gróðri af alúð og umhyggju. Við vottum Halldóri og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð og þökkum Helmu samfylgd- ina og dýrmæta vináttu liðinna ára. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Fyrir hönd fyrrverandi sam- starfsfélaga, Elín Hanna, Fjóla, Kristjana og Rósa. Hjálmfríður Þórðardóttir helg- aði líf sitt baráttu fyrir betra lífi í þágu almennings, í orðsins fyllstu merkingu, með störfum sínum að verkalýðsmálum. Áður en hún hóf störf hjá Dagsbrún 1986 hafði hún unnið sem ritari „farmskráning- ar“ við höfnina hjá Eimskipa- félagi Íslands og blandaði sér þar af sínum alkunna dugnaði í bar- áttu fyrir bættum kjörum hafn- arverkamanna. Fljótlega var hún kjörin í stjórn Dagsbrúnar sem fulltrúi hafnarverkamanna en á þeim árum var Dagsbrún nánast eingöngu karlafélag. Í stjórn Dagsbrúnar sat hún í rúman ára- tug og ennþá lengur í trúnaðar- ráði bæði Dagsbrúnar og Efling- ar. Þá var hún einnig kjörin til fjölmargra annarra trúnaðar- starfa fyrir verkalýðshreyfing- una. Hjálmfríður var ekki aðeins ötull starfsmaður Dagsbrúnar heldur var hún tilbúin að liðsinna félagsmönnum í allskyns vanda- málum daglegs lífs sem höfðu ekkert með kjarasamninga að gera. Öllum þessum einstakling- um tók Hjálmfríður á móti með sinni alkunnu alúð og ekkert var það vandamál svo lítilvægt að ekki væri sest yfir það til úrlausn- ar. Þessi brennandi áhugi hennar til þess að leysa vanda annarra skýrðist af hluta til af hennar upp- runa og hins vegar af afstöðu hennar til lífsins. Hennar svar var „ég lít á alla Dagsbrúnarmenn sem börnin mín“. Hjálmfríður var gáfuð kona, vel lesin, víðsýn og úrræðagóð. Hennar ævidagar voru langt frá því að vera einhver dans á rósum en það mátti segja um hana að það sem ekki brýtur mann, herðir mann og gefur oft dýpri sýn á vandamál annarra. Þeir voru ófáir Dagsbrúnarmennirnir og Efl- ingarfólkið sem leitaði sérstak- lega til Hjálmfríðar á skrifstofu félagsins með sín vandamál. Eftir að fjölgaði gríðarlega í hópi erlendra félagsmanna í Efl- ingu þá bættust þeir í þann stóra hóp sem hún hjálpaði með úr- lausnir. Nýir félagar í ókunnu landi. Eitthvert sinnið þegar við ræddum um þessa miklu fjölgun erlendra félagsmanna sagði hún sposk á svipinn „ svei mér þá, ég held að mig sé farið að dreyma á pólsku“. Síðustu starfsár sín hjá Eflingu vann hún við skjalasafn félagsins. Hjálmfríður var mikil áhuga- manneskja um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og að henni yrði haldið til haga og gerð skil í prent- uðu máli. Af fáum hef ég lært meira um dagana enda Hjálmfríður einstak- lega góður vinur og samstarfs- félagi. Stöðugt tilbúin að gefa góð ráð, gagnrýnin ef með þurfti, en alltaf á jákvæðan hátt. Hennar háttur var ekki að tala um hlutina. Hún framkvæmdi þá. Þig kveð ég með söknuð í hjarta. Sigurður Bessason. Mig langar til að minnast henn- ar Hjálmfríðar nokkrum orðum, en hún lést þann 13. janúar síðast- liðinn. Við er þekktum hana betur kölluðum hana þó yfirleitt Helmu en því nafni vildi hún gjarnan að við kölluðum hana. Á löngu ævibili er margs að minnast en minningarnar ná allt að 60 ár aftur í tímann eða frá því að þau Halldór tóku saman 1959 og ég þá aðeins 12 ára unglingur. Ég held að þá hafi ég ekki verið mikið að velta fyrir mér framtíð- inni eða hvernig við áttum eftir að kynnast betur síðar í gegnum hennar víðsýni á veröldina og mannfólkið. Eitt af stóru áhugamálum þeirra Halldórs var ræktun. Þau nutu þess svo vel að byggja upp og rækta umhverfið í kringum sumarbústaðinn í Öndverðarnesi, bústað sem foreldrar Halldórs áttu. Á nokkrum árum var þar kom- inn mikill og þéttur trjágróður sem bæði veitti skjól og yl. Þarna nutum við Guðrún og fleira af okkar fólki ávallt mikillar gest- risni þeirra en ekki síður var alltaf auðsótt mál að fá bústaðinn lán- aðan, ekkert síður ef við höfðum með okkur erlenda gesti sem kom fyrir og við gátum kynnt þau fyrir öllum gróðrinum og því lofi sem það fólk bar á Helmu fyrir dugn- aðinn og við síðan fært henni áfram þakklæti gestanna. Einu skilyrðin sem Helma setti áður en tekið var við lyklunum var nú að muna eftir að skrá allt í dagbókina í bústaðnum, allt um veðurfar, hitastig og ástandið á gróðrinum og allt um dvölina áður en farið var heim að lokinni dvölinni. Síðar fóru þau Halldór að byggja upp og rækta á landi sem þau áttu í Bjarnarfirði á Strönd- um og tókst með mikilli elju og áræðni að koma upp gróðri og mynda skjól um litla húsvagninn þeirra. Í mörg ár vann Helma hjá Verkalýðsfélaginu Dagsbrún og þar kynntist hún mörgu erlendu verkafólki sem hún leiðbendi nán- ast í öllu er sneri að kjaramálum og upplýsingum um þjóðfélags- gerðina hér og þar kom fram heimsmanneskjan í henni eins og ég vil kalla það og fordómaleysið. Lengi vel höfðu þau Halldór og hún þann háttinn á að bjóða okkur systkinum þ.e. „krökkunum hennar Stínu“, eins og Halldór kallaði okkur, til sviðaveislu á haustin, oftast í nóvember og var þetta fastur liður hjá þeim á með- an heilsa og kraftur þeirra leyfðu. Nú þegar komið er að leiðar- lokum mun þó brosið hennar ávallt fylgja okkur um ókomna tíð. Við munum einnig hugsa til þeirrar heimsmanneskju sem hún var, sérstaklega nú á viðsjárverð- um tímum. Við Guðrún vottum þér, Halli minn, innilega samúð svo og öðrum ættingjum. Megi hún hvíla í friði. Einar Matthíasson. Hún Hjálmfríður Þórðardóttir, Helma, tók á móti mér fyrsta vinnudaginn minn í apríl 1996 á skrifstofu Dagsbrúnar. Þú ert vatnsberi, sagði hún um leið og hún afhenti mér stjörnuspána. Þú veist það væntanlega, Þráinn minn, að vatnsberar þola hvorki letingja né heimskra manna ráð. Það er rými fyrir hvorugt hér á Dagsbrún. Þetta voru ekki fyrstu kynni mín af Helmu. Ég hafði kynnst henni í fræðslustarfi verkalýðs- félaganna. Dagsbrúnarmönnum hafði ég oft leiðbeint á nám- skeiðum. Helma var sál félagsins, komin sem skrifari frá Eimskip, lengi hægri hönd Guðmundar J. og ómissandi hjálparhella. Hún var náttúrugreind eins og oft var sagt um Dagsbrúnarmenn. Helma reyndist okkur ómetanleg í vinnunni að sameiningu stéttar- félaganna, viskubrunnur og holl- ur ráðgjafi. En bestu hæfileikar hennar reyndust vera í hinu mannlega viðhorfi. Henni þótti vænt um fólk. Þess vegna varð hún gestgjafi og leiðsögumaður nýliðanna, annaðist námskeiða- hald, liðsinnti atvinnulausum og gaf sig í öll verk. Allt lék í höndum hennar. Spurðu Helmu, var oft sagt á þessum árum þegar okkur þraut þekkingu. Hún man þetta. Helma mundi sögu kjarasamninganna, vissi allt um kaup og kjör liðinna áratuga, var vel að sér um sögu verkalýðshreyfingarinnar og alla tíð bar hún í brjósti baráttuanda ungu konunnar sem hún einu sinni var. Helma var líka keppnismann- eskja. Það var henni kappsmál í kosningum og atkvæðagreiðslum að sitja við símann og sjá til þess að allur „hennar hópur“ hefði skil- að sér. Hún hafði róttækar skoð- anir en var um leið jarðbundin og lét aldrei glepjast af innantómu slagorðagaspri. Hún var „sannur jafnaðarmaður“. Sýndi það í orði og verki. En þá eru ósagðir þeir hæfi- leikar sem mestu skiptu. Hún var mikill unnandi bókmennta og lista, þekkti vel verk allra helstu rithöfunda og skálda þjóðarinnar og unun að eiga við hana samtöl um þau efni. Dagarnir í kringum jólin voru tilhlökkunarefni og konfektmolar þegar við ræddum um bestu jólabækurnar. En þá er ótalin sú hlið Helmu sem okkur mörgum þótti vænst um. Helma var sveitastelpa og hún leiddi okkur Köru inn í dýrð- arheima sumarlandsins. Þær eru ófáar plönturnar, trén og runn- arnir sem nú vaxa upp í malar- gryfjunni okkar við Laugarvatn sem eiga sér uppruna í moldinni frá Helmu og Halldóri. Ég hafði sterkt samband við Helmu alla tíð. Löngu eftir að hún var hætt að vinna á Eflingu, töl- uðum við saman í síma í hverjum mánuði. Oft minntist ég uppörv- andi orða hennar og hvatninga. Hún átti líka til að segja við mann svo endurnærandi orð sem vökv- uðu sálina daga og nætur. Nokkrum sinnum kvaddi hún mig með þessum orðum: Þráinn minn, ég eignaðist aldrei son en ef ég hefði eignast son hefði ég viljað að hann væri líkur þér. Með þessum fallegu orðum ætla ég að kveðja hana Helmu um leið og við send- um hugheilar kveðjur til Halldórs og náinna ættingja. Við munum sannarlega sakna hennar Helmu. Þráinn og Kara. Hjálmfríður Þórðardóttir Elsku frænka, systir og vinkona. Það er orðið öruggt að þeir sem almætt- ið elskar fara of fljótt, þeir sem hafa tilgang í lífinu, yndislegan maka og fallega heilbrigða fjöl- skyldu sem þeir elska. Hver er tilgangurinn að kippa svona und- an öllum fótunum og hrifsa burt frá okkur konuna sem aldrei hafði kennt sér meins í lífinu. Það byrjaði á, að allir héldu, saklausri spítalavist í sumar og þar tóku við endalausar rannsóknir í um fimm vikur, send heim og ekki leið á Sólrún Þórarinsdóttir ✝ Sólrún Þór-arinsdóttir fæddist 24. janúar 1950. Hún lést 6. nóvember 2018. Útför Sólrúnar fór fram í kyrrþey 12. nóvember 2018. löngu þar til þú lendir aftur á spítal- anum á haustdög- um, hrein svör fást sjaldan í heilbrigðis- kerfinu þrátt fyrir allar rannsóknirnar frekar en fyrri dag- inn. Loksins áttu einhver svör að koma í hádegi, en þá tók almættið í taum- ana og þann morgun varstu tekin frá okkur öllum að óvörum. Við sitjum bara eftir með spurningar um hvert heil- brigðiskerfið með öllum nýjung- unum stefnir. Sár og reið yfir óréttlætinu sem þú þurftir að ganga í gegnum síðustu þrjá mánuðina. Við ólumst upp saman þar sem aðeins voru fjögur ár á milli okkar. Og man ég flest skiptin sem ég elti þig og vinkonurnar þínar og taldi mig alveg gjald- genga í skvísuhópnum sem ég leit svo upp til. Aldrei var ég rekin burt, nei ég fékk að hanga með. Heimili okkar sameinuðust þegar amma Laufey lést langt um aldur fram og foreldrar mínir, Villa systir þín og Sigurður tóku Sigga, afa og þig á heimili okkar þótt ung væru sjálf. Fljótlega fæddust Hanna og Óskar, systkini mín, svo það var stórt heimili, allir lifðu í sátt og aldrei leiðinlegt á því heimili, hvorki sjónvarp, tölv- ur né gsm í þá daga. Síðan hittir þú Jónsa þinn, sveitastrákinn úr Kjósinni, og þá var framtíðin ráð- in. Þið áttuð þrjú yndisleg börn; Kristínu, Ingibjörgu og Þórarin. Þau eru öll vel gift og barnabörn- in orðin fimm og eitt barnabarna- barn bættist við í haust. Fljótlega byrjuðuð þið búskap á Hálsi og bjugguð þar á glæsi- legu heimili og síðan á Baulu- brekku þar sem byggt var nýtt glæsihús yndislegt fullt af þínum listaverkum. Þín hilla í lífinu var bútasaumurinn og þurfti ekkert listaháskólapróf til að gera þessi listaverk, þú hafðir þetta bara í þér. Leiðir okkar skildust í fjögur ár þegar við fluttum til Malmö en eftir heimkomuna og þegar ég var komin með fjölskyldu urðu Kjósarferðirnar óteljandi á sumr- in og dóttir mín naut góðs af, enda krakkarnir á bænum alltaf boðnir og búnir að sýna Villu litlu allt í sveitinni. Ekki veit ég hvernig Jónsi og börnin fara að núna þótt fullorðin séu – missir- inn er óbærilegur. Við hin viljum ekki trúa óréttlætinu yfir missi svona heilsteyptrar og góðrar vinkonu. En í allri okkar eigin- girni verðum við að vera þakklát fyrir minningarnar. Þú hefðir aldrei samþykkt að verða rúm- liggjandi sjúklingur. Þinn andi var ungur og heilbrigður. Megi almættið taka á móti þér, þar sem fólkið þitt tekur á móti þér opnum örmum. Nú aftur frísk og létt á fæti eins og unglingurinn sem ég dáði. Hélt við yrðum gamlar sam- an, svo missir okkar allra er mik- ill. Far í friði, elsku Solla okkar. Guð geymi þig og styrki fjöl- skylduna alla, sérstaklega Jónsa, börnin og Villu systur þína. Þar til við hittumst á ný. Þín Laufey. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.