Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
✝ ÞórarinnBrandur Þór-
arinsson fæddist í
Reykjavík 30. októ-
ber 1943. Hann lést
á Landspítalanum
8. janúar 2019.
Hann var sonur
hjónanna Þórarins
Brands Helgasonar
Pjeturss verkstjóra,
f. 10.8. 1908 í
Stykkishólmi, d.
8.12. 1999, og Auðar Svövu
Ólafsdóttur Pjeturss þernu, f.
24.9. 1914 í Reykjavík, d. 16.1.
1993. Eldri bróðir Brands var
Helgi Ólafur læknir, f. 9.2. 1939,
d. 18.12. 1914. Börn Helga og
fyrri konu hans Hrafnhildar
Hreiðarsdóttur eru Pétur Hauk-
ur, f. 23.8. 1957, giftur Magda-
lenu Láru Gestsdóttur og eiga
þau fimm dætur og ellefu barna-
þórsson. Þórarinn Brandur var
ókvæntur og barnlaus.
Brandur ólst upp í foreldra-
húsum í Reykjavík, fyrst á
Smiðjustíg og svo í Lönguhlíð.
Hann lauk námi í Loftskeytaskól-
anum 1963, City & Guilds prófi í
rafeindavirkjun frá University of
London 1967. Á unglingsárum
var hann kúskur á Hvanneyri á
sumrin, vann á þungavinnuvélum
hjá Rafmagnsveitu Reykjarvíkur,
ýtustjóri hjá Véltækni o.fl. Hann
var loftskeytamaður á togara og
starfaði hjá Landsíma Íslands við
radíóviðgerðir. Árið 1972 hóf
hann störf hjá flugfélaginu
Cargolux í Lúxemborg í viðhaldi
á rafeindabúnaði flugvéla og síð-
ar hjá Icelandair árið 1982 fyrst á
Reykjarvíkurflugvelli og síðar í
Keflavík. Um tíma rak hann eigið
fyrirtæki, GT Radíó, á Reykjavík-
urflugvelli ásamt félaga sínum
Gunnari Guðlaugssyni. Hann
vann einnig í lausamennsku hjá
Inga vini sínum í rafeindafyrir-
tækinu Rökrás.
Útför Þórarins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 24. janúar
2019, klukkan 15.
börn, og Helena, f.
24.10. 1969, gift
Þorláki Ingjaldssyni
og eiga þau þrjú
börn og þrjú barna-
börn. Börn Helga
og síðari konu hans
Sigríðar Rósu
Gunnarsdóttur eru
Helga Björk, f. 17.6.
1978 gift Marteini
Hammer og eiga
þau tvo syni, Gunn-
ar Þór f. 17.2. 1981, giftur Jenny
Ellingssæter. Yngri bróðir
Brands er Stefán Páll, f. 10.9.
1952, giftur Mariu Manuelu
Fernandes e Silva. Börn Stefáns
og fyrri konu hans Kristrúnar
Þórðardóttur eru Sæunn, f. 4.8.
1978, gift Kjartani Haraldssyni
og eiga þau tvö börn, og Svava
Lóa, f. 23.1. 1983, sambýlismaður
hennar er Gunnar Reynir Val-
Ein af fyrstu bernskuminning-
um mínum um Brand bróður er
kveðjustund á BSÍ-planinu við
Lækjartorg. Brandur stóð fyrir
framan rútuna brosandi út að
eyrum af tilhlökkun um að kom-
ast í sumarstarfið sem kúskur á
Hvanneyri, þá 14 ára gamall.
Snemma beygist krókurinn
segir máltækið því útþrá og
ferðalög vegna vinnu um heim
allan áttu eftir að einkenna líf
Brands árum saman. Um haustið
var ég fluttur inn í herbergið
hans á háaloftinu í Lönguhlíðinni.
Lítið herbergi undir súð uppi í
þaki. Þar var ævintýraheimur
tækni og tækja Brands.
Hann var öllum stundum að
smíða ótrúlega falleg og nákvæm
flugmódel úr balsavið, mála þau
og merkja eins og vera bar, setja
saman mekkanóvélar og radíó-
tæki milli þess sem hann stund-
aði Atlas-æfingar af kappi. Hann
svaf ætíð ber að ofan og svo
skyldi ég líka gera. Já, engan
aumingjaskap, heilbrigð sál í
hraustum líkama. Ég man eftir
því hve móðir okkar var brugðið
er hún sá örverpið mig hírast í
rúminu í köldu herberginu, beran
að ofan.
Allt lék í höndum Brands.
Hann grúskaði í tækniheimum og
skapaði dýrgripi og ævintýri á
loftinu. Hann gat líka gert við alla
hluti og var mjög liðtækur í bíla-
viðgerðum sem hann lærði af föð-
ur okkar. En allt þetta var aðeins
undirbúningur að lífinu framund-
an.
Brandur fór í Loftskeytaskól-
ann og útskrifaðist þaðan 1963.
Eftir eitt sumar á síðutogaranum
Gylfa BA sem loftskeytamaður
hélt hann til Englands í nám í raf-
eindavirkjun í London Univers-
ity. Eftir að hann útskrifaðist
1967 hóf hann störf hjá Lands-
síma Íslands sem tæknifulltrúi
við radíóviðgerðir.
Árið 1972 bauð Garðar Jóns-
son, tæknistjóri Cargolux-flug-
félagsins í Lúxemborg, honum
starf í radíódeild félagsins. Þar
starfaði hann í tíu ár. Á þeim ár-
um ferðaðist Brandur eða dvaldi
langdvölum víða í tengslum við
starf sitt. Cargolux setti upp
starfsstöðvar vegna eigin verk-
efna og viðhalds á flugvélum fyrir
önnur flugfélög, einkum í Asíu og
Afríku. Brandur starfaði við
mörg þessara verkefna. Hann
þótti góður í sínu starfi. Það sagði
Garðar mér en með honum og
Brandi var ævilöng vinátta. Eftir
dvölina í Lúxemborg kom Brand-
ur heim og starfaði hjá Flugleið-
um til starfsloka. Hann eignaðist
marga góða vini á þessum ferli
sem staðið hafa þétt með honum í
veikindum hans, Garðar, Ingi,
Palli og fleiri. Það er ekki ónýtt
að eiga vini eins og þá.
Lækkar lífsdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Brandur var dagfarsprúður
maður, ljúfur og brosmildur.
Hann var hörkutól til vinnu og
hikaði ekki við að takast á við
verkefnin. Hann var skírður í
höfuðið á langafa okkar Brandi
Bjarnasyni, útvegsbónda og odd-
vita á Hellissandi, en pabbi taldi
okkur bræður líkjast honum í
skaphöfn og vaxtarlagi. Á stund-
um sem þessari áttum við okkur á
því hve hratt tíminn líður. Lífið
hnígur fram sem óstöðvandi stór-
fljót. Við fljótum svo með á vit sí-
fellt nýrra áskorana.
Það kveða við klukkur í fjarska,
það kalla mig dulin völd.
Nú heyri ég hljómana líða,
ég hringist til Guðs í kvöld.
(Stefán frá Hvítadal)
Við minnumst Brands bróður
með þakklæti fyrir allar góðu
samverustundirnar og biðjum al-
góðan Guð að lýsa honum af sínu
eilífa ljósi. Far í friði, bróðir, Guð
varðveiti þig og blessi.
Stefán Þórarinsson,
Manuela Silva.
Elskulegur föðurbróðir okkar,
Þórarinn Brandur Þórarinsson,
er fallinn frá. Brandur var góður
maður sem gott var að hafa í lífi
sínu. Í raun var hann alltaf í lífi
okkar systra. Hann var mikið á
heimili ömmu okkar og afa þegar
við vorum litlar og bjó þar um
tíma eftir að hann sneri heim frá
Lúxemborg þar sem hann dvaldi
um árabil við störf hjá Cargolux.
Við fjölskyldan vörðum alltaf jól-
unum með ömmu og afa og þegar
við vorum litlar lagði Brandur sig
allan fram við að gleðja okkur
systur með vel völdum og
rausnarlegum gjöfum. Jólunum
hefur hann varið áfram með okk-
ur systrum og fjölskyldum og síð-
ustu árin hefur hann haldið í
þessa hefð að gefa litlu frænkum
sínum, Kristrúnu Eddu og Auði
Emblu, stærstu gjafirnar, okkur
öllum til ómældrar gleði.
Brandur var afar fjölfróður og
vel að sér um ótrúlegustu mál-
efni. Hann hafði áhuga á svo
mörgu, las mikið, horfði á heim-
ildarmyndir og notaði tæknina
sér til gagns síðustu árin. Ekki
síður hafði hann gaman af því að
spjalla við fólk og alltaf var gam-
an að ræða við hann um hin ýmsu
mál því maður kom aldrei að tóm-
um kofunum sama hvar drepið
var niður. Brandur bjó einn alla
tíð og er hann fór á eftirlaun eftir
áratugastarf hjá Flugleiðum og
svo hjá Icelandair, hafði hann all-
an þann tíma sem hann þurfti til
að sinna sínum áhugamálum.
Hvort sem það var Formúlan eða
seinni heimsstyrjöldin, flugið eða
amerísku bílarnir. Hann hafði
nóg fyrir stafni.
Það var Brandi mikið áfall að
greinast með krabbamein. Hann
stærði sig oft af því að hafa ekki
orðið veikur frá barnsaldri. Hann
var svo hraustur að þegar það
varð sem kaldast á Fróni hneppti
hann efstu tölunni á stutt-
ermaskyrtunni. Í raun forðaðist
Brandur lækna og heilbrigðis-
stofnanir. Þegar hann loksins
leitaði sér lækninga við þeim
meinum sem hrjáðu hann voru
þau langt gengin. Brandur tókst
á við veikindi sín af ótrúlegri ró
og raunsæi. Í raun fram í lokin
var hann sjálfum sér líkur, léttur,
skýr, raunsær og kvartaði aldrei.
Það er sárt að segja en með
veikindum Brands dýpkaði sam-
band okkar. Það var okkur mikil
ánægja að hitta og kynnast betur
traustum vinum hans og okkur
mikil huggun í gegnum veikindin
að finna hve góða vini hann átti
sem reyndust honum vel alla tíð
og ekki síst þegar á reyndi.
Brandur varð einnig enn per-
sónulegri í samtölum okkar og
lagði sig enn meira fram við að
fylgjast með lífi okkar og fjöl-
skyldna. Hann sýndi okkur ætíð
hlýju og áhuga en þegar leið að
lokum urðu samskiptin og sam-
tölin hreinskiptari og einlægari.
Brandur gaf betri innsýn inn í líf
sitt, æsku sína, sigra og ósigra.
Blessuð sé minning Brands
frænda okkar sem við munum
sakna og ætíð minnast með mikl-
um hlýhug.
Sæunn Stefánsdóttir,
Svava Lóa Stefánsdóttir.
Þórarinn Brandur Þórarins-
son, Tóti, er farinn. Mikill er
söknuðurinn þegar þessi góði og
hægláti maður hverfur.
Hann er kannski búinn að
hitta afa sinn þar sem þeir eru
núna, afi hefur sennilega vitað að
hann væri á leiðinni og tekið vel á
móti honum.
Það var alltaf jafn ljúft að taka
á móti Tóta þegar hann kom til
okkar á Byggðarendann í há-
deginu og svo sátum við saman
fram á miðjan dag. Alltaf var eitt-
hvað fróðlegt og skemmtilegt að
ræða um, svo sem stjörnurnar og
himingeiminn endalausa sem
enginn veit hvar byrjar eða endar
í óravíddum alheimsins. Okkur
fannst ólíklegt að ekki væri eitt-
hvert líf þarna úti, jörðin okkar
gæti ekki verið svona einstök.
Svo vorum við hugsi yfir allri
menguninni og hlýnun jarðar,
sem allir virðast vita hvernig á að
bjarga. Mikið er talað um að við
mennirnir séum að eyðileggja
jörðina. Hvar voru bílarnir, flug-
vélarnar og spúandi verksmiðjur
um aldamótin 1000 þegar okkar
landnámsmenn voru að byggja
hús og skip úr stóru trjánum sem
hér voru? Þá skruppu þeir til
Grænlands og Ameríku. Enginn
kvartaði þá um lofthita sem var á
okkar hnattsvæði. Þá var engin
mengun frá bílum, flugvélum eða
öðru. Hefur jörðin okkar ekki
alltaf verið að breytast og menn-
irnir með?
Um þetta og margt fleira
áhugavert vorum við Tóti oft að
ræða þegar hann leit inn til
okkar, alltaf jafn hress og kátur.
Þess vegna var hann svolítið
hissa þegar hann veiktist fyrir
ekki svo löngu og þurfti að fara á
spítala. Hann hafði aldrei lagst
inn á sjúkrahús, var hraustur allt
sitt líf þótt hann hefði ekki alltaf
farið vel með sig.
Þessi ljúfi og trausti drengur
tók því með jafnaðargeði að
veikjast og láta heilbrigðisstarfs-
fólk dekra við sig. Ekki var annað
að gera en taka því með æðru-
leysi og sjá hvað yrði.
Endalokin komu svo skyndi-
lega að ég held að hann hafi verið
jafn hissa og við hin, sem komum
til hans áður en hann fór.
Ég hugsa nú hvað var gott og
ánægjulegt að fá að kynnast og
vera samferða þessum trausta og
heiðarlega manni.
Ég þakka Tóta fyrir allar
ánægjustundir bæði þegar við
unnum saman hjá Cargolux í
Lúxemborg og eftir að við flutt-
um heim. Við Guðrún munum
sakna heimsókna hans, en hann
kom oft óvænt við hjá okkur.
Við sendum fjölskyldu Tóta og
öðrum ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Garðar Ingi Jónsson.
Það var erfitt er þú kvaddir,
við hjónin sátum hjá þér 8. jan-
úar. En ég verð ætíð þakklátur að
hafa verið hjá þér þessa síðustu
stund.
Það verðu tómlegt eftir rúm-
lega 50 ára vináttu að geta ekki
hitt þig og spjallað. Tóti og ég
unnum saman er við vorum ungir
menn á Radíóverkstæði Lands-
símans. Tóti var einstaklega
hjálpfús, alltaf boðinn og búinn ef
eitthvað var að og urðum við
fljótt góðir vinir. Þegar honum
bauðst að vinna í CargoLux flutt-
ist hann til Lúxemborgar ásamt
fleirum. Þar var hann í tíu ár er
hann fluttist aftur heim. Þá var
sambandið tekið upp á ný. Þá fór
hann að koma og sitja hjá mér í
vinnunni flestalla laugardags-
morgna, og síðar meir heima hjá
mér, þá var mikið spjallað, aðal-
lega um flugvélar og eins voru
bílarnir hans honum kærir. Ekki
var nú plássið mikið til að gera
við bílana, aðeins var hægt að
opna aðrar dyrnar í hálfa gátt.
Tóti átti líka gott bókasafn sem
var honum kært, hann las mikið
og var mjög fróður um allt mögu-
legt. Ekki ferðaðist hann mikið
innanlands, hann vildi helst vera
heima. Eitt skipti gat ég komið
honum með mér upp í Borgar-
fjörð, við þurftum að koma við í
veiðiskála að gera við loftnet.
Hitti hann þá Sigurð Helgason
eldri hjá Icelandair og forstjóra
Boeing og spjölluðu þeir við hann
í dágóða stund. Um þetta talaði
Tóti oft, hvað hann hefði haft
gaman af að spjalla við þá, því
hann vann þá sjálfur hjá Ice-
landair.
Við fórum tvisvar sinnum sam-
an til útlanda, fyrri ferðina til
Balingen í Þýskalandi og svo í
þeirri seinni var farið akandi í
gegnum París til að fara á flug-
sýninguna á De Gaulle-flugvelli.
Það var þegar geimskutlan var
sýnd, þá naustu þín vel. Það var
alveg ótrúlegt hvað okkur gekk
vel að rata í París og við fengum
ágætishótel. En nokkrum árum
síðar átti Concorde-flugvélin eft-
ir að hrapa á þetta hótel.
En þriðja ferðin var aldrei far-
in, en hún átti að vera til Norm-
andí. Við vorum oft búnir að ræða
um það að fara.
Mikið söknuðum við þín á síð-
asta jóladagskvöld, en þá varst
þú veikur, en þú hafðir í mörg ár
komið og borðað með okkur.
Kæri vinur, þakka þér fyrir
alla þín tryggð og vináttu í gegn-
um árin. Við vottum fjölskyldu
þinni samúð okkar.
Jóhannes Ingi Friðþjófsson.
Sumir samferðamanna okkar
skjóta upp kollinum af og til, frá
æsku og fram á efri ár. Þess á
milli veit maður ekkert af þeim.
Þannig var því farið með Þórarin,
Tóta vin minn og vinnufélaga,
síðustu 30 árin. Við kynntumst
mjög ungir, fyrir u.þ.b. 70 árum.
Á 5. áratugnum reisti fjölskylda
mín lítið sumarhús í landi Lög-
bergs og þá vildi svo til að for-
eldrar Tóta byggðu sér bústað á
sama bletti og eins og sjá má af
ljósmyndum lékum við Tóti okk-
ur saman sem litlir strákar með
öðrum krökkum á sama reki. Svo
skildi leiðir – við vorum aldrei
saman í skóla og áttum engin
samskipti um árabil.
Það er ekki fyrr en 1981, þegar
við erum báðir komnir undir fer-
tugt, að við erum ráðnir í tækni-
deild Flugleiða og þar unnum við
saman næstu 30 árin eða allt til
starfsloka.
Tóti tróð fólki ekki um tær og
heimsótti ekki marga nema nauð-
syn bæri til. Það var því ánægju-
legt að hann skyldi taka það upp
hjá sjálfum sér eftir starfslok að
kíkja í heimsókn af og til, alltaf
þegar hann fór í klippingu og
stundum þess á milli. Þau Þórunn
og Tóti deildu líka sameiginlegri
reynslu úr æsku - þau höfðu verið
saman í Barnamúsíkskólanum og
lært þar á blokkflautu og gígju.
Svona gengur þetta stundum til.
Nú mun dyrabjallan glymja
sjaldnar fyrir hádegi á virkum
dögum á Brekkugötunni, löng
símtöl þar sem allt milli himins
og jarðar er rætt, en þó allra
helst eitthvað tengt flugi og flug-
vélum, heyra líka sögunni til.
Ekki fleiri heimsóknir í Garða-
bæinn þar sem boðið var upp á
kók og prins.
Það var nokkuð ljóst í síðustu
heimsókn Tóta að mjög var af
honum dregið. Og nú er hann all-
ur, blessaður. Ég þakka honum
vinskapinn á liðnum áratugum;
við Þórunn þökkum honum sam-
fylgdina síðustu árin og sendum
fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Pálmar Ögmundsson.
Þórarinn Brandur
Þórarinsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORVALDUR ÓLAFSSON
vélstjóri,
Strikinu 2, Garðabæ,
sem lést 12. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju föstudaginn 25. janúar
klukkan 15.
Ólöf Árnadóttir
Ólafur Þorvaldsson Erla Kjartansdóttir
Steinunn Þorvaldsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HÖRÐUR SÆVAR ÓSKARSSON
íþróttakennari frá Siglufirði,
sem lést á Landspítalanum 17. janúar,
verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík
föstudaginn 25. janúar klukkan 13.
Ómar Sævar Harðarson Ingibjörg Kolbeins
Harpa Sjöfn Harðardóttir
Anna Sigurborg Harðardóttir
Óskar Sigurður Harðarson Arndís K. Kristleifsdóttir
Jón Hugi Svavar Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR,
sambýlinu Roðasölum 1,
Kópavogi,
lést föstudaginn 18. janúar.
Sálumessa verður í Dómkirkju Krists
konungs í Landakoti föstudaginn 1. febrúar klukkan 13.
Baldur Hermannsson Jóna I. Guðmundsdóttir
Helgi Torfason Ella B. Bjarnarson
Anna G. Torfadóttir Gunnar J. Straumland
Flosi Þorgeirsson
ömmu- og langömmubörn