Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 68

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 68
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Anddyrishitablásarar Til í öllum helstu lengdum (1m - 1.5m - 2m) 68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Við- urkenningarráð Hagþenkis stendur að valinu, en það skipa þau Auður Styrkársdóttir, Ásta Kristín Bene- diktsdóttir, Henry Alexander Henrysson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Borgarbókasafn og Hagþenkir standa fyrir bókakynn- ingu fyrir almenning 2. febrúar kl. 15-17 á Reykjavíkurtorgi, þar sem höfundarnir kynna bækurnar. Við- urkenningin verður síðan veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 6. mars. Verðlaunin nema 1.250.000 krónum. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina koma. Viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu. Eftirfarandi höfundar og bækur eru tilnefnd í stafrófsröð höfunda. Með fylgir umsögn viðurkenningar- ráðsins:  Alda Björk Valdimarsdóttir. Jane Austen og ferð lesandans. Skáldkonan í þremur kvennagrein- um samtímans. Háskólaútgáfan. „Ítarleg og áhugaverð rannsókn á ímynd Jane Austen í samtímanum og áhrifum hennar á kvennamenningu, einkum ástarsögur, skvísusögur og sjálfshjálparbækur.“  Axel Kristinsson. Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niður- lægingartímabilið í sögu Íslands. Sögufélag. „Ögrandi söguskoðun og eftirtektarverður frásagnarstíll höf- undar mynda öfluga heild.“  Árni Daníel Júlíusson. Af hverju strái. Saga af byggð, grasi og bændum 1300–1700. Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands og Háskóla- útgáfan. „Vönduð sagnfræðirann- sókn og frumleg framsetning býður lesandanum í spennandi tímaferðalag aftur til lítt þekktra alda Íslandssög- unnar.“  Bára Baldursdóttir og Þorgerð- ur H. Þorvaldsdóttir. Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi. Hið íslenska bókmenntafélag. „Fag- lega fléttað verk byggt á hárfínni heimildavinnu um sögu starfsgreinar þar sem sjónum er ekki síst beint að ólíkri kynjamenningu.“  Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhalls- dóttir. Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar. Vaka-Helgafell. „Ein- stakt bókverk þar sem framúrskar- andi fræðimennska, væntumþykja fyrir viðfangsefninu og listræn út- færsla mun sameina kynslóðir í lestri.“  Kristín Svava Tómasdóttir. Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. Sögu- félag. „Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.“  Magnús Þorkell Bernharðsson. Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. Mál og menning. „Sérlega aðgengileg og fræðandi bók um nú- tímasögu Mið-Austurlanda, sögu- og menningarlegt samhengi nýliðinna viðburða og togstreitu milli heims- hluta.“  Ólafur Kvaran. Einar Jónsson myndhöggvari. Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi. Hið ís- lenska bókmenntafélag. „Glæsileg og ríkulega myndskreytt bók um hug- myndafræði verka Einars og tengsl hans við alþjóðlegar listastefnur og íslenska menningu á fyrstu áratugum 20. aldar.“  Rósa Rut Þórisdóttir. Hvíta- birnir á Íslandi. Bókaútgáfan Hólar. „Yfirgripsmikið safn frásagna um átök manna og hvítabjarna, unnið upp úr óvenjulegu gagnasafni sem nær allt frá landnámi til okkar daga; efni sem höfðar til allra aldurshópa.“  Sverrir Jakobsson. Kristur. Saga hugmyndar. Hið íslenska bók- menntafélag. „Fróðleg og sannfær- andi framsetning á því hvernig hug- myndir manna um Krist þróuðust og breyttust gegnum aldirnar í með- förum þeirra sem á hann trúðu.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ánægjuefni Höfundar þeirra tíu framúrskarandi rita sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis þetta árið. Tilnefningar Hagþenkis 2018  Viðurkenning Hagþenkis 2018 veitt 3. mars  Verðlaun- in nema 1.250.000 krónum  Verkin kynnt 2. febrúar Z-brautir & gluggatjöld Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Allt að 70% afsláttur ÚTSALA Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Fasteignir Bandaríska leikkonan Melissa McCarthy náði þeim merkilega áfanga í vikunni að hljóta tilnefn- ingar sem bæði besta og versta leik- kona í kvikmynd. Á sunnudag voru tilnefningar til Razzie-verðlaunanna tilkynntar en verðlaunin eru veitt árlega vest- anhafs fyrir það versta á kvik- myndaárinu á undan. McCarthy er tilnefnd fyrir versta leik í tveimur kvikmyndum, The Happytime Murders og Life of the Party. Óskarsverðlaunatilnefninguna hlaut hún svo í fyrradag fyrir leik sinn í Can You Ever Forgive Me? McCarthy er ekki fyrsta leik- konan sem hlýtur bæði tilnefningu til Óskars og Razzie því Sandra Bullock náði þeim magnaða ár- angri árið 2009 og ekki nóg með það heldur hlaut hún bæði Ósk- arsverðlaun og Razzie fyrir The Blind Side og All About Steve. Spennandi verð- ur að sjá hvort McCarthy nær líka slíkri verðlaunatvennu og tak- ist henni það verður hún önnur í sögu kvikmyndanna til þess. Bullock tók við hvorum tveggja verðlaunum á sínum tíma og þar sem McCarthy er þekkt fyrir gamanleik og almennan hressleika hlýtur hún að gera það líka, hljóti hún verðlaunin. Tilnefnd fyrir besta og versta leik Melissa McCarthy

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.