Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 69

Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Oft hef ég haft á orði að mér finnist vanta markvisst starfsnám með framhaldsskólanámi hér á landi. Starfsnám þar sem nemendur geti farið inn í ólík fyrirtæki á sínu náms- sviði, í einn til tvo daga í viku, og kynnst starfinu með því að hjálpa svolítið til og læra. Og launin ættu að vera mikilvægar og verðskuldaðar námseiningar. Athyglisvert var síðan að heyra í vikunni fulltrúa stéttarfélags setja sig upp á móti því að einhverjir vænt- anlegir félagsmenn þeirra gætu öðl- ast enn betri menntun en háskólarnir einir og námið eitt innan veggja þeirra geta veitt þeim í dag. Sam- kvæmt fréttavef RÚV gerði Banda- lag háskólamanna alvarlegar athugasemdir við að félagsmála- ráðuneytið auglýsti eftir lögfræði- nema í ólaunað starfsnám. Ráðu- neytið hætti í kjölfarið við að ráða í stöðuna. Í kjölfarið kom yfirlýsing frá Landssamtökum íslenskra stúdenta sem segja það skýra kröfu „að starfs- nám sem fer fram í opinberum stofn- unum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað“. Jafnræðis skuli gætt, svo starfsnemar fái sömu laun fyrir sömu störf og aldrei megi líta á starfsnema sem frítt vinnuafl. Þetta er sérkennilegt. Líta ís- lenskir stúdentar svo á að háskóla- nám í Bandaríkjunum sé byggt á ójafnræði og misnotkun á ókeypis vinnuafli námsmanna? Nám sem margir sækja í héðan? Því vestanhafs er starfsnám, eða internship, víðast hvar afar mikilvægur þáttur í fram- haldsnámi. Nám á vinnustöðum sem nemendur hafa hug á að starfa á og öðlast við það mikilvæga innsýn í vinnuna og starfsumhverfið, þeir læra verklag, komast í sambönd, verða hæfari á allan hátt þegar kem- ur að því að þeir fari sjálfir út á vinnumarkaðinn. Svo gæða þeir vinnustaðina gjarnan lífi og ung- æðislegri orku. Og ótrúlega oft fá starfsnemar vinnu á þeim sömu vinnustöðum og þeir voru upp- haflega í starfsnámi á og náðu að sanna sig á. Mikilvæg reynsla Hvers vegna skyldi ég vera að blása um þetta, hér á vettvangi listanna? Vegna þess að ég hef sjálf- ur afar góða reynslu af starfsnámi vestanhafs, sem meistaranemi í listaháskóla. Ef við lítum til listnáms í New York-borg, þar sem ég lærði á sínum tíma, þá er gert ráð fyrir því í öllum listaháskólum þar að nemendur geti sótt sér hluta eininganna í starfs- námi. Það er ekki skylda en þykir, og það réttilega, afar góður hluti námsins og mikilvægur undir- búningur þegar kemur að því að nemendurnir standi á eigin fótum. Þeir eru í ólaunuðu starfsnáminu í einn til tvo daga í viku, og vinna á hverjum stað í einhverja mánuði – vinnuveitendur gefa þeim að borða, greiða ferðir ef þarf, en um önnur laun er yfirleitt ekki að ræða. Og eftir útskrift kjósa margir að vinna áfram hluta vikunnar sem „interns“ – einfaldlega vegna þess hvað það er góð og mikilvæg reynsla. Ómissandi hluti framleiðslu Vestanhafs er vandfundin vinnustofa listamanns sem hefur náð góðum árangri þar sem ekki eru ein- hverjir starfsnemar á hverjum tíma. Í vinnu sem listamennirnir hefðu lík- lega ekki efni á að greiða samkvæmt töxtum. Enda er talað um nemana sem ómissandi hluta verkanna og framleiðslunnar, og ekki að ástæðu- lausu. Og allir græða á fyrir- komulaginu. Sjálfur vann ég til að mynda á vinnustofu virts ljósmynd- ara þar sem voru allt að átta starfs- nemar í viku hverri; eitt verkefni mitt snerist um uppbyggingu og þróun myndasafns og var mikilvæg reynsla þegar ég tókst á við það sama hér á Morgunblaðinu nokkrum árum seinna og byggði upp mitt eig- ið safn. Eiginkona mín var einnig í listnámi í borginni og starfaði hjá nokkrum myndlistarmönnum, bar grafít á hluta skúlptúrverka á einum stað og var svo hjá frábæru grafík- prentverkstæði – og fékk þar í kjöl- farið launaða vinnu þegar staða losnaði. Sem sagt, allir græða. Hér á landi, þar sem atvinnu- leysi er svo lítið, hefur venjulega verið rík þörf fyrir alla þá starfs- menn sem bjóðast. Það er mögulega ástæða þess að ekki hefur myndast hefð fyrir starfsnámi háskólanema. En það er annaðhvort þröngsýni eða misskilningur á því hvað tímabundið starfsnám getur gefið nemendum mikið, sem fær samtök til að standa í vegi fyrir slíkum tækifærum. Allir græða á starfsnámi »En það er annað-hvort þröngsýni eða misskilningur á því hvað tímabundið starfsnám getur gefið nemendum mikið, sem fær samtök til að standa í vegi fyrir slíkum tækifærum … Morgunblaðið/Einar Falur Námsleið Í Whitney-safninu í New York. Ólaunaðir starfsnemar hafa án efa unnið á vinnustofum listamannanna sem sköpuðu þessi verk. Í þriðja og síðasta hefti Ritsins 2018 sem út kom fyrir skemmstu er sjón- um beint að kynbundnu ofbeldi. Ritrýndu þema- greinarnar eru sex. „Greinar Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur og Guðna Elíssonar annars vegar og Björns Þórs Vil- hjálmssonar hins vegar fjalla um kynbundið of- beldi í bókmenntum, Ingibjörg Ey- þórsdóttir tekur fyrir sagnadansa og Guðrún Þórhallsdóttir rýnir í sögulega þróun orðanna gleðimað- ur og gleðikona. Þórhildur Sæ- mundsdóttir og Þorgerður Ein- arsdóttir orðaræðugreina niður- stöður Hæstaréttar en Rannveig Sigurvinsdóttir skrifar um birting- armyndir ofbeldis í frásögnum á samfélagsmiðlum. Tvær óritrýndar greinar eru einnig innan þemans, textar tveggja rithöfunda. Sá ís- lenski er eftir Hallgrím Helgason en skrif Margaret Atwood birtast hér í þýðingu Aðal- steins Eyþórssonar. Að þessu sinni eru í heft- inu tvær ritrýndar greinar sem falla utan þemans, auk frumsaminna texta. Báðar greinarnar fjalla um merka Íslendinga á sviði bók- mennta og lista. Hlynur Helgason listfræðingur skrifar um viðtökur á verk- um Þórarins B. Þorlákssonar. Rit- höfundurinn Jakobína Sigurðar- dóttir fæddist árið 1918 og hefði því átt aldarafmæli um þessar mundir. Af því tilefni ritar Ástráður Ey- steinsson prófessor í bókmennta- fræði grein þar sem hann fer yfir höfundarverk Jakobínu,“ segir í fréttatilkynningu. Þemaritstjórar heftisins eru Bergljót S. Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir en aðalritstjóri þess er Rannveig Sverrisdóttir. Kynbundið ofbeldi í nýjasta Ritinu Útivist & ferðalög NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 28. janúar. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög föstudaginn 1. febrúar Meira fyrir lesendur Ian McEwan er einn fremsti ogfærasti rithöfundur Breta umþessar mundir. Hann skrifaraf mikilli íþrótt, stíllinn er fágaður og snurðulaus og sögur hans flæða áfram áreynslulaust. Senni- lega er ekki hægt að finna betri sýnishorn fyrir ritlistarnámskeið um hvernig eigi að gera hlutina en bæk- ur McEwans og Hnotskurn er þar engin undantekn- ing. Sagan í Hnot- skurn er ef til vill ekki ýkja frum- leg, þótt krass- andi sé. Ástir, svik, framhjáhald og morð. Skemmtanagildið og frumleikinn liggur í sjónarhorn- inu. Sögumaður er ófætt barn, fóst- ur í móðurkviði. Hann er hins vegar ekkert barn, heldur fullorðinsleg- asta fóstur bókmenntasögunnar. Hann segir frá með yfirvegaðri kaldhæðni, veltir ekki aðeins heim- spekilega vöngum yfir eigin tilvist, heldur virðist hafa heimspólitíkina á hreinu og talar um vín af þekkingu sælkerans, finnst gott að deila glasi með móður sinni, gott búrgúndarvín eða gott Sancerre „umhellt gegnum heilbrigða legköku“. McEwan eyðir ekki tíma í að út- skýra hina sterku vitund fóstursins eða málskilning, en sér sig þó knú- inn til að gera grein fyrir þekkingu þess. „Hvernig stendur á því að ég, sem ekki er einu sinni ungur enn, ekki einu sinni fæddur í gær, veit svo mikið eða veit nóg til þess að geta skjátlast um svo margt?“ spyr sögumaður í upphafi bókar. Fóstrið veit ekki aðeins, heldur gerir sér grein fyrir skeikulleika sínum. Svar- ið er að fóstrið hlustar. Það hlustar þegar móðir þess hefur útvarpið í gangi eða hlustar á hljóðbækur, hlustar á samtöl hennar og elskhuga hennar, hlustar á samtöl hennar við föður sinn, ljóðskáldið, sem þau leggja á ráðin gegn. Það er ljóst strax í upphafi að það er skemmtilestur í vændum og Árna Óskarssyni tekst í þýðingu sinni að koma hinum fumlausa, vafnings- lausa stíl McEwans vel til skila. Það eina sem þarf til að njóta er að ýta til hliðar efasemdum um flugbeitt innsæi sögumannsins, kynngimagn- aðan orðaforða og lærðar tilvísanir – sem sagt að ófætt barn sé glúrnara og ritfærara en í það minnsta þessi rýnir verður nokkurn tímann – og lesandanum er ekkert að vanbúnaði. Morgunblaðið/Kristinn Líf í legi Ian McEwan setur sig í Hnotskurn í spor fósturs, sem býr sig undir komuna í heiminn undir óvissum kringumstæðum. Vitnisburður úr móðurkviði Skáldsaga Hnotskurn bbbmn Eftir Ian McEwan. Árni Óskarsson þýddi. Bjartur, 2017.Innb., 208 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Hinn virti kvik- myndagerðar- maður Jonas Mekas lést í gær, 96 ára að aldri. Mekas fæddist og ólst upp í Litháen en flúði nasismann og settist að í Bandaríkjunum þar sem hann varð lykilmaður í neðanjarðarhreyfingu kvikmynda- gerðarmanna í New York-borg. Hann var mikil fyrirmynd lista- manna á borg við Andy Warhol, John Lennon, Allen Ginsberg og Yoko Ono, sem öll störfuðu með honum. Mekas gerði um sextíu kvik- myndir, yfirleitt í ljóðrænum og innhverfum dagbókarstíl. Hann kom oft hingað til lands og var gestur Listahátíðar 2008 og RIFF í fyrra og kom þá í viðtali hér í blaðinu ráðum til ungra kvik- myndagerðarmanna: „Fáðu þér myndavél og byrjaðu að taka upp. Allt, hvað sem er. Forðastu kvik- myndaskóla. Fylgdu eigin hugsjón. Sökktu þér ofan í kvikmyndir, horfðu á þær allar. Líka þær slæmu. Sérstaklega þær slæmu og þær gömlu.“ Jonas Mekas látinn Jonas Mekas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.