Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 71

Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ICQC 2018-20 Þótt Óskarsverðlaunin amer-ísku séu þau kvikmynda-verðlaun sem fá mesta um-fjöllun á ári hverju er ljóst að Gullpálminn, aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í Cannes, er virtustu og eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaheimsins. Þau eru Nób- elsverðlaun kvikmyndanna. Árið 2018 fékk hinn rómaði japanski leik- stjóri Hirokazu Kore-eda þessa risa- stóru viðurkenningu fyrir mynd sína Búðarþjófar. Myndin hefst á því að Osamu og Shota, karlmaður og ungur drengur sem við fyrstu sýn virðast vera feðg- ar, halda inn í matvöruverslun. Áætlun þeirra er skýr, þeir ætla að hnupla úr búðinni. Kumpánarnir eru afar leiknir á því sviði og gefa hvor öðrum merki og augngotur sem eru til marks um að þeir eru þrautþjálf- aðir í slíkum aðgerðum. Af útliti þeirra og klæðaburði má sjá að þeir eru bláfátækir og eru ekki að stela upp á sportið, heldur af nauðsyn. Á leiðinni heim úr búðinni rekast þeir á Yuri, litla stúlku sem húkir úti á svölum í nístandi vetrarkuldanum. Þeir hafa séð hana þarna áður. Stúlkan er svöng, þannig að þeir af- ráða að bjóða henni með sér heim í mat. Heima fyrir bíður öll fjölskyldan: Nobuyo (eiginkona Osamu), amman og ung kona að nafni Aki. Nobuyo er ekki hrifin af því að Osamu hafi kom- ið heim með enn annan svangan vesaling á heimilið, nóg er af þeim fyrir. Hún finnur samt til með Yuri, þar sem það er dagljóst að hún kem- ur af kærleikssnauðu og ofbeldis- fullu heimili. Eftir matinn hyggjast Osamu og Nobuyo skila Yuri heim til sín. Þegar þangað er komið heyra þau mikla háreysti og formælingar innan úr íbúðinni. Það renna tvær grímur á Nobuyo og loks ákveða þau að taka Yuri aftur með sér heim. Smám saman kemur í ljós að fólk- ið á heimilinu er ekki „raunveruleg“ fjölskylda, þau eru ekki blóðskyld, leiðir þeirra hafa einfaldlega skarast fyrir tilviljun. Það vakna spurningar um hvað það merkir að vera fjöl- skylda og á einum tímapunkti segir Nobuyo: „Stundum er betra að velja sér fjölskyldu“. Fólkið á heimilinu sýnir öll einkenni fjölskyldu, stund- um kýta þau og eru ósammála en þau styðja líka hvert annað og hjálp- ast að við að draga fram lífið. Það er samt ekki þar með sagt að myndin fjalli bara um góðhjartaða og hamingjusama fátæklinga. Helsta ætlunarverk myndarinnar er að kanna siðferðislega grá svæði, að teygja á hefðbundum skilgrein- ingum á því hvað það merkir að vera góður eða vondur. Hættir það að teljast glæpur að ræna barni, ef það býr við skelfilegar aðstæður og þú getur veitt því ást og umhyggju? Er rangt að stela ef þú átt ekki krónu með gati og ekkert öryggisnet? Verðurðu móðir við það eitt að fæða barn? Er það til marks um eigingirni að vilja sífellt koma öllum til bjarg- ar? Það eru engin einföld svör við þessum spurningum en í Búðar- þjófum er þeim velt á alla kanta og tekist á við þær af einurð. Sagan í Búðarþjófum hrífur mann með sér og heldur manni full- komlega alla myndina, þrátt fyrir að oft sé fjallað um afar hversdagslegar uppákomur; fólk fer til vinnu, borðar kvöldmat og fer í gönguferðir. Per- sónusköpunin er óaðfinnanleg, allar persónurnar eru þrívíðar og áhuga- verðar. Amman er einstaklega skemmtileg, hún er gömul og skrítin en hún er líka einstaklega ráðagóð og útsmogin. Hún er auk þess frá- munalega góður mannþekkjari, mann grunar jafnvel að hún hafi ein- hverskonar skyggnigáfu. Noyobu er sömuleiðis áhugverð og djúp per- sóna og afskaplega vel leikin af Sak- ura Andô. Í tilfinningaþrungnu at- riði undir lok myndarinnar sýnir hún þvílíkan stjörnuleik að maður kemst við. Hugarheimur barna er rækilega kannaður í myndinni og til- finningalíf þeirra er hér túlkað af gríðarmiklum sannleika og einlægni. Börnin segja ekki margt en þrátt fyrir það kemst ógrynni upplýsinga til skila í gegnum látbragð og mynd- mál. Búðarþjófar er fyrst og fremst mannleg saga en það verður ekki hjá því komist að lesa hana líka sem pólitískt verk. Hún fjallar um fátækt og vanrækslu og þá miklu efiðleika sem blasa við blásnauðu fólki. Þegar Osamu slasast í vinnunni fær hann engar sjúkrabætur sem kemur sér afar illa fyrir heimilisfólkið. Pólitísk- um skilaboðum er laumað inn hér og hvar, einu sinni klæðist Noyobu t.a.m. bol sem stendur á „Frelsi er aldrei sjálfgefið, hinir undirokuðu verða að krefjast þess“. „Umbúðalaust“ er hugtakið sem kemur helst upp í hugann þegar kemur að sviðsmynd og búning- ingum, ekkert er fegrað, borgar- umhverfið er kaótískt og á heimilinu er allt á rúi og stúi. Kvikmyndatakan er líka á einhvern hátt umbúðalaus, hér er ekki verið að iðka neina list- ræna loftfimleika, myndatakan er bara blátt áfram sem hentar þessari raunsæju sögu afar vel. Í Búðarþjófum eru engar stereó- týpur, ekkert er klippt og skorið. Stundum valda persónurnar miklum vonbrigðum en stundum koma þær skemmtilega á óvart. Á veturna er svo kalt að allir þurfa að klæða sig í mörg lög af fötum en á sumrin er svo heitt að fötin blotna í gegn af svita. Stundum koma undursamlegir dag- ar, eins og þegar fjölskyldan fer í strandferð, en svo koma dagar þar sem það er líkt og allur heimurinn hafni þeim. Búðarþjófar er ein af þessum myndum sem eru einhvern veginn eins og lífið. Stundum betra að velja sér fjölskyldu Mannleg „[F]yrst og fremst mannleg saga en það verður ekki hjá því komist að lesa hana líka sem pólitískt verk,“ segir gagnrýnandi um Búðarþjófa. Bíó Paradís Búðarþjófar / Manbiki Kazoku / Shoplifters bbbbb Leikstjórn og handrit: Hirokazu Kore- Eda. Kvikmyndataka: Ryûto Kondô. Klipping: Hirokazu Kore-Eda. Aðal- hlutverk: Lily Franky, Sakura Andô, Ma- yu Matuoka, Jyo Kairi, Miyu Sasaki. 121 mín. Japan, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Listamennirnir Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason leiða gesti um sýn- ingar sínar í Nýlistasafninu í dag kl. 18 og er aðgangur ókeypis. Sýn- ing Kolbeins Huga nefnist Crypt- opia One: A Beginning Is a Very Delicate Time og sýning Bjarka Þrjúþúsund og níu ár. „Báðar sýningarnar beina sjón- um okkar að náttúrunni og nær- umhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamenn- irnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá ólík- um sjónarhornum og aðferðum. Þannig hvíslast verk beggja lista- manna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okk- ur,“ segir í fréttatilkynningu. Leiðsögn listamanna um tvær sýningar Umhverfi Frá sýningu Bjarka í Nýló. Michael Gandolf- ini mun taka við einu frægasta hlutverki föður síns, James Gan- dolfini, í kvik- myndinni The Many Saints of Newark sem á að gerast áður en sjónvarpsþætt- irnir The Sopranos hófu göngu sína. Frá þessu er greint á vef BBC. Michael Gandolfini, sem er að- eins 19 ára, segist „himinlifandi“ með að vera skipaður í hlutverk Tony Soprano á yngri árum persón- unnar. „Það er sannkallaður heiður að halda áfram að halda arfleifð föður míns á lofti,“ segir Michael Gandolfini í yfirlýsingu. James Gandolfini, sem lést 2013 aðeins 51 árs að aldri, fór með hlut- verk mafíuforingjans Tony Sopr- ano í sex þáttaröðum The Sopranos á árunum 1999 til 2007. Meðal ann- arra leikara væntanlegrar myndar eru Vera Farmiga, Alessandro Nivola og Jon Bernthal. Myndin á að gerast á sjöunda áratug síðustu aldar og fjallar um kynþáttaóeirðir sem kenndar eru við Newark. Sonurinn fetar í fótspor föður síns James Gandolfini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.