Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 www.apotekarinn.is - lægra verð Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hyggjast heimila þúsundir aukaíbúða í sérbýli. Þá m.a. í bílskúrum. Þá verða veittar heimildir fyrir aukahæðum í fjölbýlis- húsum og auknu byggingarmagni að uppfylltum skilyrðum. Til dæmis á lóð- um við fjölbýlishús en þá gætu eftir at- vikum mögulega risið lágreistari hús. Fjallað var um tillögurnar í Morgun- blaðinu í gær. Fulltrúar minnihlutans í borginni taka misjafnlega í þær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, segir meira þurfa til að leysa húsnæðisvandann. „Þessar breytingar eru viðurkenn- ing á því að framkvæmd þéttingar- stefnunnar í borginni hefur beðið skip- brot. Húsnæðisvandinn sem við höfum haft áhyggjur af, og bentum á í kosn- ingabaráttunni, er að birtast okkur með jafnvel skýrari hætti en maður óttaðist. Þetta er viðleitni en það þarf miklu meira til. Þess vegna höfum við bent á Keldnalandið og fleiri borgar- hluta sem hentug svæði til uppbygg- ingar,“ segir Eyþór. Minnihlutinn hafi verið fylgjandi þessum breytingum. Hins vegar þurfi reynslan að segja til um hvort þær verði til frambúðar. „Ef borgin getur einfaldað reglu- verk sitt og sett almennar reglur í stað- inn fyrir að velta fyrir sér hverjum kvisti og sérhverjum svölum er það já- kvætt. Varðandi þessa útfærslu höfum við sagt að hún geti haft sína kosti og galla. Það þarf því að endurskoða hana eftir fjögur ár. Við lítum á þetta sem til- raunaverkefni og sjáum hvernig það gengur,“ segir Eyþór. Íbúðirnar færri en boðað er Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins í borgarstjórn, segir sér lítast ágætlega á þessar hugmyndir. Hún telur hins vegar einsýnt að miklu færri aukaíbúðir muni verða til með slíkum breytingum en borgaryfirvöld áætla. Til dæmis sé áætlað að rúmlega þús- und aukaíbúðir geti orðið til í Ártúns- holti, Árbæ og Selási. „Þessi tala gengur aldrei upp. Ég myndi í fljótu bragði ætla að 250-300 aukaíbúðir gætu bæst við í þessum hverfum. Því má ekki gleyma að margir húseigendur leigja nú þegar út bílskúra og kjallara. Það er mikil mett- un á markaðnum. Það má segja að þetta sé enn ein bólan hjá borgarmeiri- hlutanum,“ segir Vigdís. Þá fari því fjarri að allir húseigendur muni nýta sér slíka möguleika. Jafn- framt séu áætlanir um íbúðir á nýjum aukahæðum ofan á fjölbýlishúsum „byggðar á tálsýn“. Slíkar fram- kvæmdir séu enda kostnaðarsamar og flóknar og ekki hægt að ganga út frá því að þær verði allar að veruleika. „Borgin er í ljósi þrengingarstefn- unnar, svonefndrar þéttingarstefnu, að veita þessar heimildir. Þær fela hins vegar í sér mikið ofmat á fjölda nýrra íbúða,“ segir Vigdís. Breytingarnar muni því ekki hafa teljandi áhrif á við- varandi íbúðaskort í Reykjavík. Eykur framboð á litlu húsnæði Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, segir flokkinn almennt taka jákvæða afstöðu til breytinganna og telji þær geta aukið framboð á einföldu og litlu húsnæði. Það muni þá væntanlega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs og „auðvitað hafa áhrif á húsnæðisframboðið“. Breytingin komi því efnalitlu fólki til góða. „Það þarf hins vegar einnig að hafa annað í huga. Svona breytingar hafa áhrif á nágranna og huga þarf að því að þau verði ekki neikvæð. Þar má nefna að ekki má verða bílastæða- skortur og því verður að tengja þær að einhverju marki við almenningssam- göngur. Í hugmyndunum kemur fram að auðveldara verður en áður að stunda dálitla atvinnustarfsemi í nú- verandi búsetuhúsnæði. Slíkt getur hjálpað til við að fækka ferðum fram og aftur kvölds og morgna og dregið úr þörf fyrir bílastæði,“ segir Kolbrún um eina hlið þessara mála. Neikvæð viðhorf til einkabílsins „Eins og við vitum er ófremdar- ástand i umferðarmálum og mér finnst ég skynja hjá sumum í meirihlutanum neikvæð viðhorf til þeirra sem vilja og þurfa að nota einkabíl sinn, t.d. á ferð- um sínum niðri í bæ. Borgarlínan leys- ir ekki allan vanda hjá öllu fólki. Við teljum að með undirgöngum í stað gönguljósa og göngubrúm eftir því sem við á og hentar, sem og betri ljósa- stýringu, væri hægt að losa um stærstu teppurnar. Þetta vita þeir sem aka þessar erfiðustu leiðir á morgnana og heim seinnipartinn. Bílaumferðin er vandi út af fyrir sig sem fengið hefur að vaxa án þess að gripið hafi verið inn í málin að því marki sem hefði þurft. En Flokkur fólksins fagnar líka ávallt þegar látið er af mikilli miðstýringu og forræðishyggju eins og gert er í þess- ari tillögu heilmikið,“ segir Kolbrún. Þjónar húseigendum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, segir auknar heimildir í húsnæðis- málum fyrst og fremst þjóna húseig- endum. Það komi húseigendum vel að kerfið sé einfaldað vilji þeir bæta við íbúðum. „En þetta er engin töfralausn á hús- næðiskreppunni. Það er jákvætt að heyra að mögulega geti fleiri íbúðir komið á leigumarkaðinn en það þjónar fyrst og fremst húseigendum sem geta þá gert breytingar á sínu húsnæði. Þótt það komi mögulega fleiri íbúðir á markaðinn eru þá væntanlega fyrst og fremst einkaaðilar leigusalar. Við styðjum hins vegar að óhagnað- ardrifin leigufélög séu ráðandi. Það er ekki staðan í dag. Maður veit heldur ekki hversu margir geta nýtt þetta og þannig komið fleiri íbúðum á leigu- markaðinn. Þetta er gott fyrir húseig- endur en ég sé ekki að þetta sé gott fyrir þá sem eru verst settir á húsnæð- ismarkaði. Þeir eru í hræðilegri stöðu út af húsnæðiskreppunni og greiða hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sín- um í leigu. Borgin skapaði þessa stöðu og maður sér ekki að húseigendur muni setja fjölda leiguíbúða á mark- aðinn,“ segir Sanna Magdalena. Efasemdir um aukaíbúðirnar  Oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni segir leyfi fyrir aukaíbúðum vitna um skipbrot þéttingarstefnu  Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir breytingarnar ekki munu gagnast þeim verst settu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraunbær Heimilaðar verða aukahæðir ofan á fjölbýlishús, m.a. í Hraunbæ. Rætt er um eina aukahæð að jafnaði. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir ýmis álitaefni geta komið upp með þessum breytingum. Varðandi möguleika á aukahæð í fjölbýlishúsum séu slíkar fram- kvæmdir háðar samþykki allra eig- enda. Af því leiði að einn eigandi í stóru fjölbýlishúsi geti hindrað framkvæmdir. Þegar byggingar- réttur er nýttur verði til verðmæti sem deilist milli eigenda eftir eign- arhlut í viðkomandi húsi. „Ef verktaki vill kaupa byggingar- réttinn í heild myndi söluandvirðið skiptast milli eigenda eftir hlutfalls- tölum. Þetta getur skapað verð- mæti. Um leið breytist eðli sameignarinnar. Húsið verð- ur stærra og flóknara. Á móti kemur að það verður kannski skipt um þak eða ráðist í aðrar meiriháttar viðgerðir, sem kannski var kominn tími á, og íbúar fá fé til framkvæmda, peninga og lyftu í staðinn.“ Sigurður Helgi bendir svo á að slíkar breytingar geti tekið langan tíma. Því megi ætla að smíði aukahæða í fjölbýlishúsum geti verið margra ára ferli. Þá kalli slík- ar framkvæmdir á breytingar á eignaskiptalýsingu. Með nýjum íbúðum í fjölbýli fylgi eignarhlutur í sam- eign, til dæmis þvottahúsum. Vegna skorts á bílastæð- um víða í borginni geti fjölgun íbúða aukið á skortinn. Stæðum verði ekki skipt á nýjan leik nema með sam- þykki allra íbúa. Ekki megi veita einum forréttindi um- fram aðra. „Bílastæðavandamál eru orðin mikil nú þegar. Fólk er með fleiri bíla en gert var ráð fyrir í upphafi. Bíla- stæði eru orðin gulls ígildi,“ segir Sigurður Helgi. Hann segir að í minni fjöleignarhúsum geti stærri eigendur nýtt heimildir til að stækka húsnæðið en að greiddum fébótum fyrir byggingarréttinn til annarra eigenda. „Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum er byggingar- rétturinn í sameign. Að öðru jöfnu hefur sá eigandi for- gangsrétt til byggingarinnar sem á stærri hlut í húsinu. Svo geta verið ákvæði í þinglýstum heimildum um að einhver annar eigi byggingarréttinn. Ef tveir eða fleiri eiga jafn stóran, og stærstan, hluta ræður hlutkesti. Ætli einhver að nota forgangsréttinn á hann að bjóða fébætur til annarra sem byggingarréttinn eiga með honum en geta ekki nýtt réttinn, áður en ráðist er í framkvæmdir. Leita þarf til dómkvaddra matsmanna ef samkomulag næst ekki,“ segir Sigurður Helgi. Hann bendir á að fjölgun íbúða geti breytt eðli hverfa. Kynna þurfi breytingar á deiliskipulagi sem geti kallað á athugasemdir íbúa vegna breyttra forsendna. Húseigendur geti haft mikla hagsmuni af slíkum breyt- ingum. Sumir hafi enda keypt eignir við rólegar götur sem verða fjölfarnari við slíkar breytingar. Allir íbúar þurfa að samþykkja aukahæð FORMAÐUR HÚSEIGENDAFÉLAGSINS VÍSAR TIL LAGANNA Sigurður Helgi Guðjónsson Eyþór Arnalds Vigdís Hauksdóttir Sanna M. Mörtudóttir Kolbrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.