Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 33
MESSUR 33Á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Yngri barnakór kirkjunnar syngur. Umsjón sr. Svavar Alfreð Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Æðruleysismessa kl. 20. Ungmennakór Akureyrar syngur og leiðir söng undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteins- dóttur. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Organisti Krisztina K. Szklenár. Félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Skólahljómsveit Árbæjar og Breið- holts spilar. Stjórnandi Snorri Heimisson. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheim- ilinu í umsjón Önnu Sigríðar og Aðalheiðar. Messukaffi. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni ann- ast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi að messu lok- inni. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Báðir kórar kirkjunnar syngja, barnakór- inn og kirkjukórinn, undir stjórn Keiths Reed. Bjarki Geirdal Guðfinnsson annast fræðslu. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og sam- félag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón hafa sr. Hans Guðberg, Ást- valdur organisti, Sigrún Ósk og Lærisveinar hans. Batamessa kl. 17, haldin í samstarfi við samtökin Vinir í bata sem halda úti tólf spora starfi víðs vegar um landið. Prestur er Hans Guðberg. Organisti er Ástvaldur Traustason og Ellen Kristjánsdóttir syngur. Hópur fólks úr vin- um í bata tekur þátt í messunni. Kaffi að lokinni messu í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Tónlistardagskrá. Söngtextar verða á staðnum og er fólk hvatt til að taka undir. Félagar í kirkju- kórnum sjá um undirleik á píanó, gítar og harm- onikkur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar syngur. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir. Alþjóðlegi söfnuðurinn bæna- og lofgjörðarstund á ensku kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas Þórir við hljóð- færið. Messuþjónar aðstoða. Prestur Eva Björk Valdimarsdóttir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju syngur. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Ferm- ingarfræðsla kl 12.30-13.30. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn Val- geirsson, Kári Þormar og Dómkórinn. Sunnu- dagaskóli á kirkjuloftinu. Bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson ásamt fræðurum sunnudagaskólans Mörtu og Ásgeiri. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sér um tónlistina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöf- undur, leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Ferming- arbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Henning Emil Magnússon predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leið- ir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur org- anista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa með alt- arisgöngu klukkan 11. Sr. Grétar Halldór Gunn- arsson þjónar, dr. Gregory Aikins prédikar og kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj- unnar kl. 11. Dans, söngvar og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birki- sson leikur á píanó. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Messa klukkan 13. Sr. Grétar Halldór Gunn- arsson þjónar, dr. Gregory Aikins prédikar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnars- son. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Laufey Birg- isdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, segir frá starfinu sem á sér rætur í Grens- áskirkju. Fundur eftir messu með ferming- arbörnum vorsins og foreldrum þeirra, Sr. María Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi og tón- listina annast Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12, starf eldri borg- ara á miðvikudag kl. 14 og núvitundariðkun á fimmtudag kl. 18.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl 11. Prestur Karl V. Matthías- son. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur og Svanfríður Gunn- arsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Helgi Þór- arinsson messar. Organisti Þorvaldur Örn Dav- íðsson. Rakel Edda Guðmundsdóttir syngur. Bylgja Dís og fleiri leiðtogar annast fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Hádegistónleikar laug- ardag kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Hallgrímskirkju, leikur. Í upphafi tón- leikanna verður stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Messa og barnastarf sunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Stein- ar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Biskup Ís- lands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Há- teigssöfnuð. Biskup prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Eiríki Jóhannssyni, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sr. Þorvaldi Víðissyni, sr. Evu Björk Valdimarsdóttur og sr. Ásu Laufeyju Sæ- mundsdóttur. Fulltrúar úr sóknarnefnd lesa ritn- ingarlestra. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet og Jón Guðmundsson á þverflautu. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Ljóssins. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Bænamessa kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu á sama tíma undir stjórn Mark- úsar og Heiðbjartar. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Sunnu- dagaskóli og messa í kirkjurýminu kl. 11. Prest- ur leiðir stundina ásamt fermingarbörnum, leik- hóp-TTT og sunnudagaskólabörnunum. Arna Rún Arnarsdóttir, Ísak Andri Jónsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir úr Tónlistarskóla A-Hún. leika á hljóðfæri og syngja. Hugrún Sif Hall- grímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Að messu lokinni er boðið upp á veitingar. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur. HRAFNISTA REYKJAVÍK | Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð. Fé- lagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Ritningarlestur les Kristín Guð- jónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Sam- koma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Sunnudagaskóli í Húsi Jóns Sigurðssonar kl. 11.15. Guðsþjónusta í Skt Pauls kirke kl. 14. Kammerkórinn Staka syngur. Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Kaffi í Jónshúsi eftir guðsþjón- ustu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13 með lofgjörð, fyrirbænum og vitn- isburðum. Börnin byrja inni á sal með for- eldrum/forsjáraðilum en á meðan samkoman varir verður sérstök fræðsla fyrir þau. Ólafur H. Knútsson verður með hugleiðingu. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Óskalagamessa kl. 11, sr. Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergsson og kór Keflavíkurkirkju leiða söng. Samfélag í Kirkjulundi eftir guðsþjónustu og bjóða sóknarnefnd og foreldrar ferming- arbarna upp á súpu og brauð. Miðvikudagur 6. febrúar. Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar kl. 12. Súpa og brauð. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta. Félagar úr Skólakór Kársness syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur kórstjóra. Ásta Ágústsdóttir, djákni leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Barnakórinn Graduale Liberi syngur við messuna undir stjórn Sunnu Karenar Ein- arsdóttur, Magnús Ragnarsson er organisti. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, auk Söru Grímsdóttur og Hafdísi Davíðsdóttur sem taka á móti börnunum í barnastarfið. Léttur hádegisverður að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Arngerður María Árnadóttir organisti. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. þriðjudagur 5. 2. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Fimmtudagur 7. 2. Foreldrasamvera á Kaffi Laugalæk kl. 9.30-11.30 . Athugið breyttan tíma. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádeg- isverður á eftir. Opið hús kl. 13. Samvera í Ás- kirkju. Helgistund með Davíð Þór og Hjalta Jóni kl. 16 Hásalnum Hátúni 10. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Með- hjálpari er Hildur Backman. Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hafa Berglind og Þórður. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leið- ir söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar fyrir altari. NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barna- starfið er í umsjón Katrínar H. Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á torginu að stundunum loknum. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Yfirskrift: Út úr kassanum. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, söng- ur, sögur og brúðuleikhús, ávaxtahressing í lok- in. Guðsþjónusta kl. 20, ath. breyttan messu- tíma. Kristján Kristjánsson KK sér um tónlistina og sr. Bryndís Malla Elídóttir flytur hugleiðingu. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og sam- félag í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Kyrrðarstund á miðvikudag kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Bænastund á föstudag kl. 9.30. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Eg- ill Hallgrímsson sóknarprestur annast prests- þjónustuna. STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Óvenjuleg hugleiðslu- stund við kertaljós eingöngu. Egill Hallgrímsson sóknarprestur leiðir stundina. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngur undir stjórn Keith Reed. Sameiginleg messa fyrir báðar sóknir. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Henning Emil Magnússon leiða stundina. Barnakór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jó- hönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sig- urgeirssonar. Tónlistarmyndband með kórnum verður frumsýnt. Biblíufræðsla og brúðuleikhús. Kaffi og djús að lokinni stundinni i safn- aðarheimilinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Hressing eftir stundina. Orð dagsins: Varðmaður yfir Ísrael. (Esekíel 33) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Áskirkja í Fellum við Lagarfljót. Þessari spurningu velta margir fyrir sér því augljóst virðist sem álag sé að aukast og streitutengdir lífsstíls- sjúkdómar sömuleiðis. Að minnsta kosti er streita orðin meira um- töluð og afleiðingar hennar sýnilegri. Aukningin er ekki ein- göngu hérlendis því sama þróun er í öðrum löndum. Sums staðar er aukningin svo hröð og áber- andi að talað er um faraldur. Orsak- irnar liggja ekki fyrir en margar kenningar hafa komið fram og vís- indamenn leita skýringa og lausna og hér er fjallað um þær helstu: Augljóst er að miklar breytingar hafa orðið í samfélaginu og álag hefur aukist. Nútíma samskiptækni og samskiptamiðlun gerir auknar kröfur um að vera alltaf til staðar og þetta veldur stöðugu áreiti og skerðir möguleika á nauðsynlegri hvíld. Sam- skiptamáti hefur í kjölfarið breyst mjög mikið og stundum virðist sem einstaklingurinn vilji fremur vera í sambandi við sem flesta í einu í stað þess að slaka á í manneskjulegri tengingu við einn eða fáa á góðri stund. Fjölvirkni (multi-tasking) er orðin dyggð en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að slík hegðun er orkufrekari en þegar við einbeitum okkur að einu í einu og veldur einnig meira áreiti og streitu. Kröfurnar sem við gerum á okkur sjálf um að sinna flóknu starfi sam- hliða því að eiga fjölskyldu og reka heimili hafa einnig stóraukist og ekk- ert er gefið eftir í lífsgæðakapphlaup- inu. Sum fyrirtæki ala á þeim starfs- anda að bestu starfsmenn vinni lengstan vinnudag. Önnur fyrirtæki telja það eðlilegt að trufla megi starfsfólk utan vinnutíma, jafnvel á kvöldin eða um helgar. Nýir álagsþættir hafa orðið til. Miðaldra kynslóðin er með áhyggjur af unglingum sem verða ungt fólk en komast ekki að heiman og á sama tíma sér hún einnig um aldraða for- eldra sem eru í heimahúsum með tak- markaða þjónustu. Þetta eru álags- þættir sem myndast vegna ónógs stuðnings við að ungt fólk geti eignast sitt fyrsta húsnæði og vegna þess að þjóðin er að eldast og fjöldi þeirra sem nær háum aldri vex hratt og langt umfram það sem mætt er með viðeigandi stuðningi og þjónustu. Á yngri kynslóðunum hvílir aukin krafa um fegurð, frískleika og skjótan frama og þeim liggur á í lífskjarabar- áttunni. Sumir rannsakendur benda á meiri sjálfmiðun þúsaldarkynslóðar- innar. Til eru sálfélagslegar kenn- ingar um að of mikil sjálfmiðun um- fram heildstæða sýn og félagslegan þroska dragi ekki bara úr samkennd heldur geti aukið hættu á kulnun. Við fáum einnig fréttir af því að börn og unglingar hafi nú oftar en áður ein- kenni um streitu s.s. kvíða og depurð eða líkamleg óþægindi og hegð- unarbreytingar. Hratt vaxandi hópur aldraðra hefur einnig auknar áhyggj- ur af afkomu og aðgengi að nauðsyn- legri þjónustu. Minni tími er til hvíld- ar og endurhleðslu. Við alvarleg einkenni kuln- unar og sjúklegrar streitu er um truflaða starfssemi heilans að ræða og þá er góð hvíld besta móteitrið eða meðferðin. Margt bendir til að trúariðkun sé á und- anhaldi í vestrænum löndum en í trúnni eru fólgin mörg úrræði sem varna gegn álagi og kulnun. Áhersla á íhugun, sjálfsskoðun og kyrringu hugans eru í boðskap trúarinnar. Mildi í samskiptum, skilningur, fyr- irgefning og umhyggja fyrir náung- anum sömuleiðis, en mörgum finnst vera aukin harka í samskiptum nú til dags. Einnig er sterkur boðskapur í trúnni um nauðsyn hvíldar. Stundum teljum við mennskuna í hættu á kostnað vélrænna vitsmuna og ef til vill erum við þegar komin lengra í því ferli en við gerum okkur grein fyrir. Þó ekki þannig að vel- menni hafi tekið yfir, heldur að við sjálf hugsum og hegðum okkur í auknum mæli vélrænt. Bent hefur verið á að of mikil peningahyggja á kostnað mannlegra og menn- ingalegra eða listrænna gilda hafi of mikil áhrif og fullnægi ekki mann- legum þörfum nema á takmarkaðan hátt. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa félagslegt öryggi, trú á framtíð- ina og trú á þá sem leiða förina og stjórna í samfélaginu og stjórn- málum. Í opnu samfélagi, með stöð- ugu upplýsingaflæði og flutningi frétta, fáum við að fylgjast nákvæmar en áður með framgangi og hrasi stjórnmálaleiðtoga og það hefur áhrif á skoðun okkar á þeim og tiltrú til þeirra. En hvað getum við gert. Jú, það eru mörg áhrifarík úrræði í boði sem við getum nýtt okkur betur þrátt fyr- ir að við skiljum þessi ferli ekki nægi- lega vel ennþá. Skipta má úrræð- unum í þrennt: Í fyrsta lagi er mikilvægt að í fyrirtækjum og stofn- unum og á vinnustöðum þar sem við störfum og dveljum stóran hluta æv- innar sé skapað manneskjulegt starfsumhverfi með þarfir starfs- manna og stjórnenda að leiðarljósi. Ef vel er að gáð fara hagsmunir fyr- irtækis og einstaklinga nær alltaf saman. Í öðru lagi er mikilvægt að hver og einn fari ekki fram úr sjálfum sér, gæti vel að hvíld og greini úr og vinni í álagsþáttum og efli tengsl sín við vini og fjölskyldu. Í þriðja lagi er mikilvægt að leiðtogar séu góðar fyr- irmyndir og marki stefnu sem veki öryggi um sanngjarnt samfélag og von um hamingjuríka framtíð. Hvers vegna er kulnun að aukast? Eftir Ólaf Þór Ævarsson Ólafur Þór Ævarsson »Mikil umræða er um áhrif streitu á heilsu og aukinnar vanlíðunar og skerðingar í starfs- getu vegna kulnunar. Höfundur er geðlæknir hjá Forvörnum. olafur@stress.is, www.stress.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið.Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.