Morgunblaðið - 12.02.2019, Side 20

Morgunblaðið - 12.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Kæli- & frystiklefar og allt tilheyrandiHurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking Egyptaland hefur í mörg ár verið erfitt fyrir ferðamenn vegna hryðjuverkaógnar. Ég kom þangað fyrst fyrir tæpum 20 árum, þá með M12, áskriftarhópi Stöðvar 2 sem leigði eina af 747- þotum íslenska flug- félagsins Atlanta og milli 400 og 500 Íslend- ingar með Arngrím við stýrið skruppum þarna í nokkra daga. Við spókuðum okkur um í þessu dularfulla landi sem er allt fullt af leyndardómum og einstökum forn- minjum sem sumar eru taldar geta verið tugþúsunda ára gamlar – ef ekki eldri. Við lentum fyrst í Kaíró og vor- um þar í tvo daga og skoðuðum píramídana og egypska forn- minjasafnið en flugum svo á 747- græjunni til Luxor þar sem var stoppað í þrjá daga og á báðum þessum áfangastöðum var farið um allt að skoða fornminjar og góða veðursins notið. Þetta var algerlega einstök og ógleymanleg ferð. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að heimsækja Egyptaland enn á ný og dvaldi í þrjár vikur á Ea- tabe Luxor Hotel sem er fjögurra stjörnu lúxushótel við Nílarbakka í Luxor. Vel vopnaðir verðir voru í anddyrinu allan sólarhringinn þannig að fyllsta öryggis var gætt. Við fengum stóra einkasvítu með mörgum herbergjum þar sem allir gluggar sneru út að ánni Níl. Fyrir svítuna með hálfu fæði greiddum við um kr. 3.500 íslenskar kr./dag á mann þannig að lúxussvíta á Níl- arbakkanum í þrjár vikur með hálfu fæði var um ÍSK 150.000. Frá hótelinu var þægilegt göngu- færi í hin fornfrægu Karnak- og Luxor-hof sem eru í miðbænum. Einnig var Luxor-safnið þarna við hliðina á hótelinu og heimsóttum við staðina í fylgd með frábærum fornleifafræðingi. Vegna hryðju- verkaógnarinnar voru fáir hvítir menn á ferli í bænum en allt fullt af fólki af lituðum uppruna. Bærinn var reyndar allur í gæslu ferða- mannalögreglu þannig að það virk- aði allt mjög öruggt þarna og lítið mál að fara um bætinn og skoða. Einstakt var að setjast á veitingastaði eða kaffihús á bökkum Nílar þar sem maður gat horft á egypsku felucca-seglbátana í sólarlaginu. Góður kaffibolli kostaði rúm- ar 100 ÍSK. Flestir vestrænir ferðamenn sem koma þarna í dag fara beint af flugvell- inum um borð í fljótabátana sem sigla upp og niður Níl. Þetta fólk sést lítið í bænum nema í hópferð- um á hestakerrum og verslae lítið við heimamenn. Að ganga fram hjá mörgum galtómum risastórum fimm stjörnu hótelum á bökkum Nílar var mjög sérstakt og að vera nær einn með stóran fimm stjörnu hótelgarð við árbakka Nílar og panta sér huggulegar veitingar í blíðunni var eins og ævintýri. Ferðaskrifstofa sá um skoðunar- ferðir okkar um Egyptaland. Þeir lögðu okkur til stóran og góðan fólksbíl með bílstjóra og fararstjóra sem var jafnframt fornleifafræð- ingur sem útskýrði allar fornminj- arnar í smáatriðum. Farið var í Konungadalinn og öll nærliggjandi hof og minjar þar sem flestir faraóarnir eru jarðsettir í gröfum sem eru grafnar í klöppina langt ofan í jörðina. Allar grafirnar eru fagurlega myndskreyttar þar sem myndirnar og letrið skilja eftir skilaboð og fyrirmæli frá faraó. Margar grafirnar virðast hafa verið grafnar „aftan frá“ til að villa um fyrir grafarræningjum auk þess sem aðeins viðkomandi faraó mátti ganga um aðalinnganginn að gröf- inni frá Konungadalnum – sem var heilög leið og eingöngu ætluð Guði eins og faraó var. Meðal annars fórum við í dags- ferð til Kaíró og var flogið snemma um morgun og á flugvellinum í Kaíró beið okkar fornleifafræðingur með bíl og bílstjóra. Fyrst skoð- uðum við píramídana og allar nær- liggjandi minjar og staði með að- stoð fornleifafræðingsins þar sem maður fékk einnig að skoða hið fræga konungsherbergi inni í miðjum Keops-píramídanum, en hann er elsta af sjö undrum ver- aldar og eina mannvirkið sem enn stendur í þessum sérstaka úrvals- hópi veraldarundra. Allt er þetta engu líkt og engin örugg kenning um hvernig þetta var allt byggt en margar tilgátur hafa komið fram. Fornleifafræðingurinn fræddi okkur um allt það helsta og merki- lega við píramídana þar sem meðal annars kom fram að í dag bendir allt til að steinarnir í Keops- píramídanum hafi verið steyptir á staðnum með sérstakri aðferð en ekki höggnir úr grjótnámum og staflað upp á staðnum. Auk þess hafi sumir stórir byggingarsteinar, ca 100 til 200 tonn að þyngd, verið búnir til með því að búa til mót úr þunnum flísum, til dæmis úr gran- íti, og síðan hafi holrúmið verið fyllt með steypu. Sums staðar má sjá glitta í steypuna bak við flísarnar. Í framhaldinu var farið í egypska fornminjasafnið í Kaíró sem geymir um 120.000 einstaka egypska forn- gripi en safnið stendur við Tahrir- torg þar sem uppþotin urðu 2011 og talsverðar skemmdir voru þá unnar á safninu. Einna eftirminnilegast og merki- legast var að heimsækja hofið í Abydos og nágrenni þar sem eru 5.200 ára gömul manngerð stein- virki, þau elstu í heiminum, og er vagga trúarbragða Egypta. Saga landsins nær yfir 7.000 ár. Í kjallara Dendera-hofsins er mynd af rafhlöðuljósum sem Egyptar notuðu fyrir þúsundum ára. Egyptaland er algerlega einstak- ur viðkomustaður auk þess sem verðlag í landinu er með því lægsta sem þekkist og flug fram og til baka frá Íslandi í dag er varla nema um kr. 80.000. Egyptaland Eftir Sigurð Sigurðsson »Egyptaland með sínum heimsfrægu fornminjum er ein- stakur staður auk þess sem verðlag í landinu er núna með því lægsta sem þekkist. Sigurður Sigurðsson Höfundur er verkfræðingur. Við viljum flest vera siðleg í okkar um- svifum hér á jörðinni. Það er dapurlegt þeg- ar vænt fólk styður háa tollamúra og tæknilegar viðskipta- hindranir á matvæli því það kemur niður á svo mörgu. Ísland er norðlæg og harðbýl eyja. Vaxtar- tíminn er stuttur og veðurfar kalt. Við getum ekki framleitt öll mat- væli og það sem við framleiðum kostar mikið. Sunnar á hnettinum vex grænmeti utan húss með sólar- ljósi og vatni og skepnur ganga úti allt árið. Lífræn ræktun er auð- veldari, notkun tilbúins áburðar minni og fjárfesting tiltölulega lítil. Hér eru nokkuð góð lífskjör en samt búa margir við skort. Sunnar á hnettinum, sérstaklega í þróun- arlöndum, lifa milljónir við mikinn skort. Við getum hjálpað þeim og neytendum hér með því að opna á verslun og viðskipti með matvæli. Tollverndin er verst fyrir fátæka Skattgreiðendur hér verja um 15 milljörðum á ári í beinan stuðning við landbúnaðinn. Auk þess kostar það neytendur um 25 milljarða á ári, eða um 480.000 kr. fyrir fjög- urra manna fjölskyldu, að hafa ekki aðgang að tollfrjálsum mat- vælum. Samtals eru þetta 40 millj- arðar á ári. Fátækt fólk hér telst vera 40- 50.000, þar af um 7.000 börn. Fá- tækt fólk þarf að spara við sig holl og góð matvæli og neyta óhollrar og ónógrar fæðu. Í suðlægum þró- unarlöndum vantar marga vinnu og næga næringu. Umhverfisvænt að flytja inn matvæli Við hér nýtum matarkistu hafs- ins með umhverfisvænum og hag- kvæmum hætti. Það sama verður ekki sagt um landbúnaðinn. Sauðfé er víða beitt á gróðursnauð víðerni og heldur niðri gróðri sem vinnur súrefni úr gróðurhúsaloftteg- undum. Þurrkun votlendis er mesta uppspretta gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi. Til að fram- leiða 1 kg af kjúklinga- og svína- kjöti þarf að flytja inn um 2 kg af korni o.s.frv. Samkvæmt þessu er umhverfisvænt að framleiða minna af matvælum hér og flytja meira inn. Það hagnast nánast allir á frjálsum viðskiptum Fólk hér þráir holl, fjölbreytt, ódýr matvæli. Fólk í þróunar- löndum þráir að geta framleitt eitt- hvað sem selst og bætir líf þess. Hér kunna margir vel til verka varðandi mat- vælaframleiðslu. Við ættum að hjálpa fólki í þróunarlöndum að þróa matvælafram- leiðslu og kaupa hluta af framleiðsl- unni af þeim. Mörg Evrópulönd gera þetta og kaupa sam- tals yfir 10.000 millj- arða kr. virði af land- búnaðarvörum frá þróunarlöndum á ári. Verum víðsýn og siðleg Hvort er mikilvægara að verð kjöts, mjólkurafurða og eggja lækki um 35%, sem gerir um 120.000 kr. á ári á hvern neytanda og um 480.000 kr. á 4 manna fjöl- skyldu og um 25 milljarða króna samtals á alla Íslendinga, en að um 500 manns, eða svo, sem nú vinna hér við matvælaframleiðslu þurfi að velja sér annan starfsvettvang? Breytist svarið ef gert er ráð fyrir því að við 35% lækkun mat- arverðs hér fjölgi störfum í ferða- þjónustu, ef til vill um 5.000? En ef tekið er tillit til þess að kolefn- isspor af matvælum minnkar við aukinn innflutning? En ef gert er ráð fyrir því að 500 færri Íslend- ingar flytji á ári til útlanda? En ef tekið er tillit til þess að aldraðir og öryrkjar sem lifa á strípuðum líf- eyri myndu hafa það betra? En ef tekið er tillit til þess að fækkun starfa við matvælaframleiðslu um 500 hér fjölgar störfum í mat- vælaframleiðslu annars staðar? En ef störfum í þróunarlöndum, til dæmis Afríku, fjölgar ef til vill um 5.000 ef við kaupum matvæli af þeim? En ef tekið er tillit til þess að hliðarverkun af fjölgun starfa í til dæmis Afríku um 5.000 gæti verið sú að um 50.000 fleiri fengju næga næringu? Kjarni málsins er að tollar og viðskiptahindranir á matvæli eru ósiðlegir. Þeir rýra lífskjör veru- lega og niðurfelling þeirra er lífs- spursmál fyrir tugi þúsunda. Evrópuþjóðir hafa fyrir löngu lagt niður matartollmúrana sín á milli og við eigum að gera slíkt hið sama fyrir okkur sjálf og fjöl- marga aðra hér á móður Jörð. Matvæli fyrir alla á móður jörð Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson » Tollamúrar okkar á matvæli eru ósið- legir. Þeir rýra lífskjör verulega og niðurfelling þeirra er lífsspursmál fyrir tugi þúsunda. Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. yfirmaður fjármála- og rekstr- ardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.