Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þessar breytingar stríða ekki gegn jafnrétti til náms sem hefur verið eitt af meginstefið í mennta- málum á Íslandi. Félagsvísinda- nám hér er aðeins lítill hluti af ís- lenskri háskólaflóru og þeir sem ekki komast að hjá okkur hafa úr nægu öðru að velja. Okkar meg- inmarkið er að tryggja fjölbreytni nemendahópsins og treysta þar með gæði náms,“ segir Þóroddur Bjarnason, brautarstjóri félags- vísinda við Háskólann á Akureyri. Kyn, reynsla og uppruni Vegna mikillar aðsóknar mun Háskólinn á Akureyri taka upp fjöldatakmarkanir í öllum deildum næsta haust. Við val á nemendum í félagsvísindum, fjöl- miðlafræði og nútímafræði verð- ur auk stúdentsprófs litið til kyns, starfsreynslu, búsetu og uppruna. Miðað við reynslu undangenginna ára má búast við því að þessar nýju reglur viðhaldi hlut íbúa dreifðari byggða og fólks með fjölþætta starfreynslu en auki hlut karla og innflytjenda í nem- endahópnum. „Þessi nálgun er nýmæli í há- skólastarfi á Íslandi en víða er- lendis, svo sem í Bandaríkjunum, er litið svo á að gæði náms verði meðal annars tryggð með fjöl- breyttum hópi nemenda. Þess vegna er litið til fleiri þátta en frammistöðu á prófum, svo sem uppruna, reynslu og fleiri þátta,“ segir Þóroddur og heldur áfram: „Þessar fjöldatakmarkanir tryggja einnig að hægt sé að halda úti öflugu verknámi í fé- lagsvísindum, svo sem í fjölmiðla- námi og hagnýtum rannsóknum. Við háskólann er unnið að ýmsum stórum rannsóknarverkefnum á sviði félagsvísinda, svo sem á or- sökum og afleiðingum búferla- flutninga innan lands og utan, stöðu innflytjenda og notkun barna og unglinga á samfélags- miðlum. Með fjöldatakmörkunum er hægt að tryggja að allir nem- endur sem vilja geti öðlast rann- sóknareynslu.“ Gæði umfram fjölda Við Háskólann á Akureyri eru nú vel á þriðja þúsund. Þór- oddur segir að nú sé komið að tímamótum í starfseminni; þeir fjármunir sem ríkið sé tilbúið að verja til háskólanáms séu tak- markaðir. Ekki sé pólitískur vilji til þess að HA vaxi umfram aðra háskóla og því sé ekki bæði sleppt og haldið. „Við stöndum andspænis þeirra spurningu hvort við viljum sem fjölmennastan skóla eða þá sem bestan? Þetta tvennt fer ekki saman þegar fjármagnið er tak- markað. Fjöldatakmarkanir þýða að við veljum gæði umfram fjölda, að sinna þeim nemendum sem við tökum inn eins vel og við getum. Það eru hins vegar ýmsar aðferð- ir við að velja nemendur inn á ein- stakar brautir. Í greinum eins og lögreglufræði er inntakan byggð á niðurstöðum valnefndar á veg- um Ríkislögreglustjóra að loknu fyrsta misseri. Í sálfræði og hjúkrunarfræði er byggt á út- komu svonefndra klásusprófa að loknu fyrsta misseri og þannig mætti áfram telja,“ segir Þór- oddur. Til bóta fyrir skólastarfið Í hug- og félagsvísindadeild er áhersla lögð á fjölbreytt náms- samfélag en samkvæmt nýjum fjöldatakmörkunum sem sam- þykktar voru af háskólaráði hef- ur deildin leyfi til að innrita sam- tals 100 nemendur í félags- vísindum, fjölmiðlafræði og nútímafræði. „Svo viðhalda megi fjöl- breytni fá umsækjendur forgang ef þeir hafa starfsreynslu sem nýtist í námi eða er búsett á svæð- um þar sem sambærilegt há- skólanám er ekki í boði. Þá viljum við fá karla í ríkari mæli inn í nemendahóp deildarinnar svo og fólk af erlendum uppruna. Þetta er gert fyrir hópinn allan en ekki aðeins þá nemendur sem í hlut eiga. Allt þetta tel ég verða til bóta fyrir skólastarfið og gæði þeirrar menntunar og rannsókna sem hér er sinnt.“ Fjölbreytni ráði við inntöku nema í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háskólamaður Spurning hvort við viljum sem fjölmennastan skóla eða sem bestan, segir Þóroddur. Takmarkanir treysti nám  Þóroddur Bjarnason er fæddur 1965 og hefur frá 2004 verið prófessor við hug- og fé- lagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Nam félagsvísindi hér heima en fór svo í fram- haldsnám í Bandaríkjunum og tók þar doktorspróf.  Hefur gert fjölmargar rann- sóknir í félagsvísindum, svo sem um málefni barna og ung- linga, og í seinni tíð um byggðaþróun á Íslandi. Var for- maður stjórnar Byggðastofn- unar 2011-2015. Hver er hann? Aron Þórður Albertsson Snorri Másson Lausn á hvarfi Geirfinns Einars- sonar í Keflavík er ekki að finna hjá fyrrverandi elskhuga eiginkonu Geirfinns. Þetta segir Haukur Guð- mundsson, fyrrverandi rannsóknar- lögreglumaður, sem rannsakaði málið á sínum tíma. Boris Quatram, sem unnið hefur að gerð heimildarmyndar um Geir- finnsmálið, segir að aldrei hafi verið tekin formleg skýrsla af fyrrnefnd- um elskhuga. Þetta kom fram í við- tali við Boris sem birt var í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Maður- inn, sem hingað til hefur ekki verið nafngreindur, heitir Vilhjálmur. Þá lýsti Boris jafnframt yfir undrun sinni vegna þess að Vilhjálmur hefði „aldrei verið skoðaður sér- staklega“. Einhver situr á sannleikanum Að sögn Hauks lá Vilhjálmur aldrei undir grun í málinu frekar en aðrir. „Það var tekin af honum skýrsla og hann var ekki talinn tengjast málinu neitt,“ segir Hauk- ur og bætir við að lítið mál hafi ver- ið fyrir lögregluna að nálgast Vil- hjálm, sem nú býr í Þýskalandi. „Það var enginn vandi að sækja drenginn ef við vildum tala við hann,“ segir Haukur sem telur lykil að lausn málsins ekki liggja hjá um- ræddum Vilhjálmi. Hann sé þó sannfærður um að til séu aðilar sem búi yfir upplýsingum sem varpað gætu ljósi á málið. „Einhver veit hvað gerðist og ég hef alltaf staðið í þeirri trú að tveir eða fleiri viti það. Auðvitað væri gaman ef menn gætu upplýst þetta mál,“ segir Haukur og bætir við að mögulegt sé að einhver kunni að upplýsa málið þegar fram líða stundir. „Það er alveg mögulegt að þeir vilji ekki hitta Lykla-Pétur án þess að hafa sagt frá því sem þeir búa yfir,“ segir Haukur. Elskhuginn lá ekki undir grun  Rannsóknarlögreglan taldi elskhuga eiginkonu Geirfinns ekki tengjast hvarfinu Haukur Guðmundsson Boris Quatram Matvælastofnun varar við neyslu á vínarbrauðs- lengjum frá Bak- arameistaranum vegna málm- flísar sem fannst í einni lengjunni. Hefur Bakara- meistarinn inn- kallað allar vínarbrauðslengjur af markaði, í samráði við Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur. Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í bak- aríið þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar fást í síma 533-3000. Málmflís í vínar- brauðslengjum og allt innkallað Vindofsi helgarinnar hafði áhrif á þúsundir farþega sem hugðust fljúga um Keflavíkurflugvöll. Öllum flugferðum Icelandair á föstudags- og laugardagskvöld var aflýst. Jafn- framt festust farþegar í vélum á Keflavíkurflugvelli í nokkra klukku- tíma vegna vindhraðans. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að ástæðan fyrir kyrrsetningu farþeganna í vélunum hafi verið sú að landgangar hafi ver- ið teknir úr notkun vegna mikils vindhraða. „Ef vindhraðinn fer yfir fimmtíu hnúta þá er öryggisatriði að land- gangar séu ekki notaðir. Þetta er viðmið sem er að sjálfsögðu sett með öryggi farþega í huga og ef vindur- inn er orðinn of mikill þá gæti öryggi þeirra verið stefnt í hættu.“ Gamalt viðmið Spurður hvort viðmiðin séu of ströng segir Guðjón: „Þetta viðmið hefur verið óbreytt eins lengi og elstu menn muna. Vindhraðatalan miðast meðal annars við viðmið sem sett eru af framleiðendum á land- göngubrúm.“ Mikil örtröð var í Leifsstöð um helgina vegna þessa. Farþegi Ice- landair sagði til að mynda í samtali við mbl.is að upplýsingaflæði Ice- landair hefði verið ábótavant og að- stæðurnar á vellinum óreiðu- kenndar. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita til þess að kvartanir hefðu borist samtök- unum vegna þessa. Hann benti á að greinargóðar upplýsingar um rétt neytenda í þessum aðstæðum væri að finna á vef Samgöngustofu. „Það eru aðeins aðrar reglur þeg- ar það eru óviðráðanlegar aðstæður heldur en þegar flugfélag fellir sjálft niður ferðir vegna einhvers annars og ég myndi telja að veðrið sé óvið- ráðanlegt,“ segir Breki. ragnhildur@mbl.is Tafir hjá þús- undum farþega  Veðrið „óviðráðanlegar aðstæður“ Leifsstöð Eins og sést hér var mannþröng í Leifsstöð um helgina. Óþægindi vegna veðurs » Öllum flugferðum Icelandair á föstudags- og laugardags- kvöld var aflýst. » Fjöldi fólks sat fastur í flug- vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem landgöngubrýr voru tekn- ar úr notkun. » Landgöngubrýr eru teknar úr notkun þegar vindhraði fer yfir rétt rúma 25 metra á sek- úndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.