Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nokkrir fundir á dagskrá  Mjólkurfræðingar og flugfreyjur Icelandair funda hjá sáttasemjara í vikunni Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Búið er að skipuleggja nokkra fundi hjá rík- issáttasemjara í vikunni. Í dag verður viðræð- um Samflots iðnaðarmanna og Samtaka at- vinnulífsins haldið áfram, en aðilar funduðu tvisvar í síðustu viku. Að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofu- stjóra ríkissáttasemjara, munu forsvarsmenn Mjólkurfræðingafélags Íslands einnig mæta til fundar síðar í vikunni. Auk fyrrgreindra funda hefur viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair verið vísað til ríkissáttasemjara og ráðgert er að funda í dag. Spurð um hvort búast megi við fundum í Karphúsinu í páskafríinu kveður Elísabet nei við. „Við erum ekki búin að bóka neina fundi í fríinu og eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir því,“ segir Elísabet. Flugfreyjur í viðræðum frá áramótum Að sögn Berglindar Hafsteinsdóttur, for- manns Flugfreyjufélags Íslands, var ákveðið að leita liðsinnis ríkissáttasemjara þegar ljóst var að lausn væri ekki í sjónmáli. „Það var sameiginleg ákvörðun að vísa deilunni til sátta- semjara og fá aðstoð embættisins við úrlausn deilunnar. Við munum taka mið af lífskjara- samningnum í þessum viðræðum en svo eru sérákvæði sem eiga við um flugfreyjur,“ segir Berglind. Spurð um hvort langt sé á milli aðila í deil- unni segist hún ekki vilja gefa það upp að svo stöddu. Það gefi þó augaleið að ekki sé leitað til ríkissáttasemjara að ástæðulausu. „Við höfum verið að hittast frá áramótum eða allt frá því að samningar losnuðu og hefur vinnan verið mikil og góð. Það var reynt til þrautar en við sáum ekki fram á að geta leyst þetta okkur á milli,“ segir Berglind. Að sögn Elísabetar Helgadóttur, fram- kvæmdastjóra mannauðs hjá Icelandair, hafa viðræður milli aðila gengið ágætlega. „Viðræð- ur hafa staðið yfir frá því um áramótin og geng- ið ágætlega. Aðstæður í flugrekstri eru mjög krefjandi um þessar mundir og því mikilvægt að finna leiðir í samvinnu við Flugfreyjufélagið til að styrkja samkeppnishæfni félagsins. Við höfum áður notast við atbeina ríkissáttasemjara við gerð kjarasamninga,“ segir Elísabet. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristberg Snjólfsson og Ingimund- ur H. Hannesson voru sýknaðir af ákæru vegna brots á höfundalögum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir höfðu frá byrjun árs 2017 og fram til ársins 2018 gert höfundar- varið efni aðgengilegt almenningi með því að selja og afhenda að- gangskassa (IPTV) í gegnum Face- book-síðuna „Internet sjónvarp“. Ákæruvaldið hélt því fram að með þessu væru þeir að koma „kaupendum í áskrift hjá erlendum aðilum þannig að kaupendur slíkra aðgangskassa gátu gert ólögmæt eintök af höfundarvörðu efni, án heimildar, án þess að inna af hendi tilskilið endurgjald til rétthafa og án heimildar til endursölu á að- gangi tekið á móti útsendingum sjónvarpsstöðva“. Þar á meðal stöðva eins og Sky Sports, BBC og HBO. Litið til dóms dómstóls ESB Í dómnum kemur fram að ekki hafi reynt á þetta álitamál fyrir ís- lenskum dómstólum áður og var við úrlausn þess litið til máls í dómstóli Evrópusambandsins frá 26. apríl 2017. Héraðsdómur taldi rétt að leggja heildstætt mat á fjölmörg at- riði tengd sölu og markaðssetningu aðgangskassanna og tæknilegan búnað þeirra. Þótti ekki nægilega upplýst um þessi atriði til þess að sakfella, auk þess sem ákveðin at- riði er varða refsinæmi verknaðar- ins voru talin óljós og ósönnuð. Sævar Þór Jónsson, verjandi í málinu, segir að líkja megi IPTV- aðgangskassanum við myndlykil með línulegri og ólínulegri mynd- miðlun. Stöð 2 hefur m.a. haft sýn- ingarrétt á sumu af því efni sem var þarna aðgengilegt ásamt öðrum sjónvarpsstöðvum sem telja sig hafa keypt sýningarréttinn á efni. „Þetta er merkilegt hvað það varð- ar því hingað til hafa þessar stöðvar litið svo á að þær hafi einkaréttinn til miðlunar eða sýningar þessa efn- is,“ segir Sævar. Af þessum dómi má álykta að sala aðgangskassa eins og IPTV hér á landi geti ekki talist brot á höfundalögum ein og sér. Höfundalög ekki brotin  Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tvo menn af ákæru um að selja aðgangskassa með aðgang að erlendum sjónvarpsstöðvum Það er ekki útlit fyrir hvíta páska þetta árið, að sögn Birtu Lífar Kristinsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki mikið sem bendir til þess að það hvítni eitthvað. Þetta er svona meira slyddukennt ef það nær að kólna nógu vel,“ segir Birta. Spár segja til um að hlýjast verði á norðanverðu landinu. „Það verður úrkomulaust þar og eiginlega hlýj- ast þar mestallan tímann,“ segir Birta og jánkar því að það líti allt út fyrir að fínasta ferðaveður verði yfir páskana. „Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag erum við að tala um suð- lægar áttir, rigningu og súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Á laugardag er útlit fyrir að það kólni með suð- vestanátt, það verða slydduél sunn- an- og vestanlands en áfram þurrt og bjart norðaustan til. Á páskadag er útlit fyrir frekar hæga austlæga átt og svona einhverja rigningu, jafnvel slyddu frekar víða, en fyrir norðan verður þurrt, jafnvel bjart. Það eru einhverjar líkur á því og hitastigið er frá einni, tveimur gráð- um upp í sjö.“ ragnhildur@mbl.is Rauðir en ferðavænir páskar Úrkoma Snjórinn verður víðs fjarri.  Besta veðrið á norðanverðu landinu Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu, sem GAMMA styrkir, lýkur á morg- un þegar níunda og síðasta umferðin verður tefld. Sú áttunda fer fram í dag. Eftir sjö umferðir er Rúmeninn Constantin Lupulescu einn efstur með 6 ½ vinning. Á eftir honum koma tíu skákmeistarar með 5 ½ vinning. Síðan koma einir 20 kepp- endur með 5 vinninga hver. Þeirra á meðal eru Íslendingarnir Jóhann Hjartarson, Guðmundur Kjartans- son og Hjörvar Steinn Grétarsson. Ásamt nokkrum fleirum eru Sigur- björn Björnsson, Dagur Ragnars- son, Halldór Grétar Einarsson, Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson með 4 ½ vinning. Lupulescu efstur í Hörpu Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu ber nú nafn með rentu. Miklir vatnavextir hafa verið í Vatns- dalsánni síðustu sólarhringa og kemur þar til mik- il sólbráð í 14 stiga hita, stífur vindur og heiðskír himinn. Snjó í hvömmum, dölum og uppi á hálend- isbrúninni tók mjög hratt upp við þær aðstæður og af því helgast vatnavextir þessir. Í gær flæddi vatn á stuttum kafla yfir veginn á móts við bæinn Hvamm í dalnum austanverðum, en engar skemmdir hlutust þó af. „Það er ótrúlegt hvað snjór bráðnar hratt þegar viðrar eins og nú, og væntanlega verður þetta vatn ekki lengi að sjatna,“ sagði Höskuldur B. Erlingsson, lögreglu- varðstjóri á Blönduósi, sem var á eftirlitsferð í dalnum í gær. sbs@mbl.is Vatnsdalurinn eins og fjörður yfir að líta Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson Mikil snjóbráð í hlýindum nyrðra og Vatnsdalsáin flæðir langt yfir bakka sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.