Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 ✝ GuðmundurSigurðsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 25. apríl 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 6. apríl 2019. Foreldrar hans voru Sigurður Þor- varðarson, f. 1873, d. 1945, sjómaður og síðar verkamaður, og bú- stýra hans, Ólöf Ólafsdóttir, f. 1887, d. 1966. Varð þeim fimm barna auðið. Þau eru auk Guð- mundar: Kristinn, húsasmiður, f. 31. ágúst 1914, d. 18. janúar 1997, Sigurjón kaupmaður, f. 18. nóvember 1916, d. 20. febr- úar 1998, Guðfinna, f. 12. febr- úar 1918, d. 21. júní 1937, og Svavar, vélvirki, f. 8. október 1920, d. 23. desember 2006. Frá fyrra hjónabandi átti Ólöf tvö börn. Þessi hálfsystkini Guð- mundar voru: Ólafur Jónasson, húsgagnasmiður, f. 1. mars 1908, d. 18. nóvember 1974, og Svava Jónasdóttir, f. 26. sept- ember 1911, d. 25. febrúar 1922. Eiginkona Guðmundar var Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, borðstofuráðskona á Kópavogshæli og síðar matreiðslu- kennari, f. 28. júlí 1930, d. 18. desem- ber 2012. Þau giftu sig hinn 12. nóv- ember 1948. Börn þeirra eru: 1) Aldís Unnur, f. 20. febr- úar 1950, gift Jörg- en L. Pind. Þau eiga þrjú börn, Lóu, Önnu Guðrúnu og Finn Kára, sjö barnabörn og tvö lang- ömmubörn. 2) Jóhann Þórður, f. 13. apríl 1952, maki Pálína Geir- harðsdóttir, þau skildu. Þau eiga þrjú börn, Sigurð, Guð- mund og Ólöfu Dómhildi, og tíu barnabörn. Jóhann er í sambúð með Þórunni Ólafsdóttur. Hún á fjögur börn og tíu barnabörn. 3) Sigurður, f. 21. nóvember 1954, d. 18. janúar 1955. 4) Ólafur, f. 23. apríl 1959, kvæntur Sigríði Eyjólfsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Guðmund Dag, Unnar Óla og Bertu Guðrúnu, og eitt barnabarn. Útför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Søren Kierkegaard skrifaði eitt sinn að hugur sérhvers öld- ungs geymi eina óafmáanlega bernskuminningu. Bernsku- minning tengdaföður míns, sem hann sagði mér frá oftar en einu sinni, var á þennan veg: Guð- mundur fór með föður sínum nið- ur að Reykjavíkurhöfn. Þar blasti við þeim skari verkamanna en verkstjóri stóð yfir þeim og benti sumum að koma til sín. Þeir höfðu fengið vinnu þann daginn, aðrir sneru álútir heim til sín og sinna. Drengnum unga sveið undan bágum kjörum þessara manna. Frá þeirri stundu varð Guðmundur jafnaðarmaður. Hann var trúr þeirri hugsjón til hinsta dags. Guðmundur var húsasmíða- meistari, kappsamur og ham- hleypa til vinnu, en líka vandvirk- ur. Hann byggði þrjú heimili handa fjölskyldu sinni, fyrst á Hátröð í Kópavogi, síðan við Ból- staðarhlíð og svo aftur í Kópavogi að Hlíðarvegi 3 árið 1963. Eftir það vildi Guðmundur hvergi búa annars staðar en í Kópavogi, varð sannur Kópavogsbúi. Á Hlíðar- veginum kynntist ég Guðmundi fyrir hartnær hálfri öld. Urðu það gæfusöm kynni. Mér er enn í fersku minni ein fyrsta setningin sem hann sagði við mig: „Áttu erfitt með að vera í kyrrstöðu?“ Spurningin kom flatt upp á mig en ég svaraði „nei, ekki kannast ég við það“. Ég hygg að með þessari spurningu hafi hann líklega öðrum þræði verið að lýsa sjálfum sér, honum féll ógjarnan verk úr hendi. Garður þeirra Ólafar við Hlíðar- veginn var listafagur og hlaut viðurkenningu Kópavogsbæjar á sínum tíma. Þegar Guðmundur fór á eftirlaun tók hann að höggva mannslíkneski úr trjá- drumbum. Drumbarnir fylltu nokkra tugi áður en yfir lauk og voru eftirsóttir. Guðmundur var ekki bara kappsamur til vinnu, hann var á árum fyrr ástríðuspilari, ekki síst í brids. Spiluðu þeir oft saman bræðurnir Kristinn, Svavar, Sig- urjón og Guðmundur og ekki allt- af friðsamlega, kappið áttu þeir allir sameiginlegt. En sættir tók- ust nú oftast með þeim jafnskjótt og stigið var upp frá spilunum. Nú er Guðmundur fallinn í val- inn, síðastur þessara eftirminni- legu bræðra. Tengdamóðir mín varð heilsu- veil síðustu árin sem hún lifði. Féll það í hlut Guðmundar að annast um hana og gerði hann það af stakri umhyggjusemi uns yfir lauk, en Ólöfu hugnaðist ekki að fara á hjúkrunarheimili. Guð- mundur var hins vegar reiðubú- inn að fara á hjúkrunarheimili síðastliðið haust er hann flutti í Sunnuhlíð. Þar undi hann hag sínum vel síðustu mánuðina. Við Aldís heimsóttum Guðmund dag- inn fyrir andlátið. Sat hann með okkur drykklanga stund frammi í setustofu, leitaði fregna af af- komendum, hélt í hönd dóttur sinnar og strauk henni yfir hand- arbakið. Morguninn eftir hné hann niður örendur. Starfsfólki í Sunnuhlíð eru færðar þakkir fyr- ir einstaka umönnun. Þegar við Aldís fórum að draga okkur saman hafði pabbi verið ekkjumaður í nokkur ár. Ólöf og Guðmundur tóku honum strax sem aldarvini. Þeir Guð- mundur áttu skap og hugsjón saman. Þakkir eru færðar fyrir vinsemdina sem þau sýndu föður mínum ævinlega. Löngu og farsælu lífshlaupi tengdaföður míns er nú lokið. Blessuð sé minning Guðmundar Sigurðssonar. Jörgen L. Pind. Ég kallaði afa Gumma alltaf bara afa, hann var enda eini afi minn sem ég náði að kynnast í eigin persónu. Við vorum alltaf mjög nánir og því er sárt að hann sé nú fallinn frá. Það er þó víst gangur lífsins og á þessari stundu getur maður ekki gert annað en að þakka bara fyrir all- ar þær frábæru stundir sem við áttum saman, og samtímis að þakka fyrir að afi hafi átt langt, heilbrigt og gott líf. Við öll sem þekktum hann munum búa að góðum minningum um hann um ókomna tíð. Afi var orðabókarskilgreining- in á því að vera góðhjartaður maður. Ég er eiginlega alveg viss um að ef maður flettir upp orðinu „góðhjartaður“ í orðabókinni hljóti bara að vera mynd af hon- um þar. Hann var einstaklega barngóður og ég á margar af mínum bestu barnæskuminning- um af Hlíðarveginum í Kópavogi, þar sem amma og afi bjuggu lengst af. Ég er viss um að öll Guðmundur Sigurðsson ✝ Ófeigur Gests-son fæddist í Reykjavík 12. októ- ber 1943. Hann lést 2. apríl 2019 á Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi. Foreldrar hans voru Gestur Jónsson gjaldkeri, f. 1916, og Kristín Jónsdóttir hús- móðir, f. 1922. Þau eru bæði látin. Á uppvaxtar- árum sínum bjó Ófeigur fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Hann var elstur systkina sinna. Systir hans var Þóra, f. 1948, og bróðir hans er Sverrir, f. 1957. Ófeigur kvæntist Berghildi Jóhannesdóttur Waage, f. 1943. Þau eiga synina Björn, f. 1966, Jón Gest, f. 1974, og Gunnar Á unglingsárum stundaði Ófeigur nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist sem búfræðingur. Hann starfaði hjá Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar sem frjótæknir í rúm 20 ár. Hann var jafnframt virkur í ungmennafélagsstarfi og for- maður UMSB í áratug. Árið 1982 gerðist Ófeigur sveitar- stjóri Hofsóshrepps og eftir það bæjarstjóri á Blönduósi frá 1988 til 1994. Hann tók eftir það við starfi ferðamálafulltrúa í Húna- vatnssýslu og starfaði síðan hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Árið 2004 fluttu Ófeigur og fjölskylda til Akraness, þar sem hann starfaði sem umboðs- maður Morgunblaðsins. Hann hafði áður verið fréttaritari blaðsins á Hvanneyri og Hofsósi. Útför Ófeigs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 15. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Þór, f. 1977. Berg- hildur átti fyrir dótturina Sigrúnu, f. 1961. Ófeigur og Berghildur skildu. Ófeigur var í sam- búð með Dagmar Þorvaldsdóttur, f. 1962. Þau eiga dótturina Völu Kristínu, f. 1987. Dagmar átti fyrir dótturina Valdísi Brynju, f. 1981. Ófeigur og Dag- mar slitu samvistir. Ófeigur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanborgu Þórdísi Frosta- dóttur, f. 1964. Þau eiga dóttur- ina Kötlu Kristínu, f. 2001. Fyrir átti Svanborg synina Frosta, f. 1984, og Aron, f. 1986. Barna- börn Ófeigs eru 15 talsins og langafabörnin þrjú. „Mikið var ég heppinn að fara ekki frá Blönduósi,“ sagðir þú. „Mikið var ég heppin að flytja á Blönduós,“ sagði ég – og svo brostum við bæði. Þetta var eitt af fjölmörgu sem við ræddum síðustu vikuna þína sem við átt- um saman. Já, elsku Ófeigur minn, við vorum og erum heppin að hafa hitt hvort annað og gengið saman í gegnum lífið síðustu 22 ár. Þeg- ar ég sit hér og fer yfir farinn veg, þá er svo sannarlega margs að minnast og minningarnar ylja hjartanu. Áhugasvið okkar lágu víða saman og við nýttum tímann vel. Það var eitt af því sem við ákváðum strax í okkar sambúð, að hafa hugfast að reyna að fram- kvæma það sem okkur langaði til sem fyrst en ekki ætla að gera allt síðar. Tíminn er dýrmætur og alls óvíst hvort þetta „síðar“ væri í boði. Það er gaman að rifja upp hvað þú sem ferðamála- fulltrúi varst ábúðarfullur og ábyrgur að kynna nýju heim- kynnin – Blönduós og nágrenni – fyrir mér aðfluttri sem lítið þekkti til. Það var brunað um all- ar sveitir og ég upplýst um íbúana, jarðfræði, sögu svæðis- ins, örnefni og allt sem því tengd- ist. Þú kveiktir áhuga minn á að ganga á fjöll og keyra um fjöll. Fyrst var ekið um á Saabinum góða. Síðar kom jeppinn Óli Ket. til sögunnar og þá opnuðust nýj- ar víddir og við ferðuðumst nán- ast um allt land. Í sumum þess- ara ferð tókum við hjólin okkar með og fórum ýmsa fáfarna slóða og kynntumst landinu með nýj- um hætti. Í upphafi kynna okkar varst þú nokkuð góður með þig þegar þú bauðst mér og strákun- um mínum í mat öðru hvoru. Ég vissi ekki á þeim tíma að matseld var nokkuð sem þú hafðir nýlega fengið áhuga á. Sá áhugi óx og dafnaði alla okkar sambúð og þú varst meistarakokkur sem hafðir mikla ánægju af að elda ljúffeng- an mat fyrir góða vini. Þú lagðir mikinn metnað í þetta og varst höfðingi heim að sækja. Eftir nokkurra ára sambúð ákváðum við að dusta rykið af hesta- mennsku sem við höfðum bæði stundað áður fyrr og það passaði mátulega; þegar ótamin ung- hrossin voru komin í hús áttuðum við okkur á að breytingar væru fram undan, því elsku stelpan okkar hún Katla Kristín var í mótun. Þvílík gleði og hamingja. Stúlkan okkar fæddist inn í mikið og fjölbreytt ríkidæmi eldri systkina. Við göntuðumst oft með það hvað fjölskyldan okkar var flókin og fjölbreytt. Þú varst stoltur og þakklátur fyrir öll börnin sem við áttum. Í sumarbústaðnum okkar, Svanahlíð, upplifðum við óendan- lega margar ánægjustundir. Plöntuðum dágóðum fjölda trjáa og það er óraunverulegt að horfa á það í dag hvað þau eru orðin há- vaxin. Tíminn flýgur hratt en þetta staðfestir hvað við áttum mörg góð ár saman. Þú stóðst svo sannarlega undir nafni elsku Ófeigur minn að lifa af fimm hjartaáföll mismunandi alvarleg. Það var ómetanlegt fyrir þig og okkur fjölskylduna alla að fá að kveðja þig. Mikill samhugur og hlýja ríkir innan hópsins. Þú sagðir áður en þú kvaddir að það væri ekkert sem þú þyrftir að hafa áhyggjur af. Allir frískir, engin flókin vandamál í gangi og nýtt barnabarn á leiðinni til að gleðja alla. Hvíl í friði elsku hjartans vin- ur. Þín Svanborg. Þú valdir þér fallegan dag og góða stund til að kveðja pabbi minn. Þetta var dagurinn þar sem vorið lét á sér kræla og veðr- ið eins og best lætur, gott til ferðalaga. Það passaði að þú dróst síðasta andardrátt í þann mund sem Lions-fundi lauk enda siðameistari á þeim bænum. Heyr himnasmiður hljómaði um sjúkrastofuna. Þú varst sáttur við að kveðja og þú fórst með friði umvafinn ástvinum. Við sem eftir stöndum erum heldur hníp- in þar sem við syrgjum þig, minnumst þín og horfumst í augu við okkar eigin dauðleika. Það er margt sem leitar á hug- ann og ég minnist ótal margra stunda í Saab ’96 á flakki um Borgarfjörðinn í sæðingatúrum. Það fannst mér vera bestu stund- irnar því þá átti ég þig einan og Ófeigur Gestsson Þegar fyrrverandi stærðfræði- kennari við Menntaskólann í Reykjavík og síðar rektor Menntaskólans við Hamrahlíð lét af störfum fyrir tæplega fjörutíu árum, var hann spurður af frétta- manni hvað hefði nú orðið um alla dúxana sem hann hafði kennt í gegnum árin. Rektorinn svaraði eitthvað á þá leið að einhver allra fremsti nemandi sem hann hefði kennt hefði að loknu stúdents- prófi frá MR gerst bóndi austur í Skaftafellssýslu. Nemandinn var Jón í Seglbúðum. Þrátt fyrir af- burða námshæfileika átti ekki fyrir Jóni að liggja að finna and- legum kröftum sínum viðnám inn- an veggja háskóla eða gerast raunvísindamaður sem hann sannarlega hafði mikla burði til. Örlögin gripu í taumana og Jón ákvað tæplega tvítugur að gerast bóndi á föðurarfleifð sinni austur í Landbroti. Ég man fyrst eftir Jóni um mið- bik sjöunda áratugar síðustu ald- ar, þegar ég var stráklingur í sveitinni og hann ungur bóndi í Seglbúðum með sinni glæsilegu konu, henni Guðrúnu. Síðar átti ég eftir að kynnast Jóni bæði sem yf- irveguðum kennara við Kirkju- bæjarskóla og sem kappsfullum smala í leitum á Landbrotsafrétti. Best kynntist ég þó Jóni eftir að hann varð alþingismaður og ráð- herra en ég menntaskólanemi og síðar háskólanemi í Reykjavík. Þau voru óteljandi skiptin sem ég varð þess aðnjótandi í helgarfríum að fá bílfar með Jóni heim í sveit- ✝ Jón Helgasonfæddist 4. október 1931. Hann lést 2. apríl 2019. Útför Jóns var gerð 13. apríl 2019. Vegna mistaka við uppsetningu á þessari grein í Morgunblaðinu sl. laugardag er hún birt aftur. Morgunblaðið biður hlut- aðeigandi velvirðingar á mis- tökunum. ina og til baka til Reykjavíkur í helg- arlok. Á þessum tíma voru vinnudagar Jóns gjarnan mjög langir. Það var því ósjaldan sem Jón bað mig að taka að mér hlutverk bílstjórans. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt leiðin- legt að keyra bílana hans Jóns sem jafnan voru nýlegir jeppar af bestu gerð. Það sem er mér þó eftirminnilegast úr þess- um mörgu ferðalögum voru sam- ræðurnar við Jón. Í orðræðu Jóns kristallaðist gjarnan sá mikli metnaður sem hann hafði fyrir nærsamfélagi sínu austur í Skaftafellssýslu og þjóðinni í heild. Hann var „analytískur“ og lausnadrifinn í hugsun. Hann reyndi að greina málin gaumgæfi- lega og leita farsælla lausna á sér- hverju verkefni sem mætti hon- um. En þó Jón væri einstaklega kappsfullur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, þá held ég að fátt hafi pirrað hann meira en fljót- færni og hroðvirkni. Sýndar- mennska og framhleypni var hon- um heldur ekki að skapi. Síðar á lífsleiðinni átti ég ein- stakt samstarf með Jóni í málefn- um Hótels Klausturs á Kirkju- bæjarklaustri. Þar eins og annarsstaðar varð maður vitni að þeim mikla metnaði sem hann hafði fyrir hönd heimasveitar sinnar og fyrir landinu í heild. Hann sá tækifærin í ferðaþjón- ustu svæðisins felast í sögu móðu- harðindanna og fegurð náttúrunn- ar en helstu ógnirnar að við mannfólkið umgengjumst landið ekki af nægilegri gætni og virð- ingu. Síðast en ekki síst skynjaði ég að honum þótti þekking okkar á þeim náttúruöflum sem móta landið almennt ekki vera nægileg. Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti til Jóns fyrir fórnfúst starf hans í þágu minnar gömlu og fallegu heimasveitar. Og ef ég ein- hverntímann gleymdi að þakka fyrir mig, þá segi ég núna: Takk fyrir farið og samferðina! Arnar Bjarnason. Jón Helgason Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR INGIMAR SIGURÐSSON frá Vesturhlíð í Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 17. apríl klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á deild 5 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Margrét S. Pétursdóttir Hrafnhildur Baldursdóttir Sigurður Baldursson Sigurður U. Baldursson Þórunn Eyjólfsdóttir Gunnar M. Baldursson Margrét Hilmarsdóttir Pétur Heiðar Baldursson Halla Björk Marteinsdóttir Baldur Ingi Baldursson María Ósk Haraldsdóttir Sigrún J. Baldursdóttir Óli Olsen Guðrún B. Baldursdóttir Borgþór Bragi Borgarsson Hilmar A. Baldursson Aðalbjörg Hallmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, SÆDÍS VIGFÚSDÓTTIR, sjúkraliði, Strikinu 2, Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. apríl. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 15. apríl klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Sveinn Frímannsson Sveinn Lárus Sveinsson Dagbjört Ó. Njarðardóttir Breki Sæberg Rökkvi Sævaldur Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir Gerald Häsler Alice Emilía Kamilla Marín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.