Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is TENGISTYKKIN Dvergarnir R Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is FÁST Í BYGGINGA-VÖRUVERSLUNUM Sérsmíðuð tengistykki á dvergana léttir vinnuna – margar tegundir Langvinn lungnateppa er einsog nafnið bendir til lang-vinnur sjúkdómur í lungum sem í mjög mörgum tilvikum orsak- ast af tóbaksreykingum. Í byrjun geta einkennin verið væg eða nánast engin, til dæmis eingöngu þrálátur hósti og stundum surg í kjölfar venju- legra kvefpesta. Stöðva má framgang Ef lungnateppan greinist á fyrstu stigum og viðkomandi tekst að hætta að reykja má oftast stöðva framgang sjúkdómsins. Fái lungnateppa að þróast óáreitt leiðir það smám saman til einkenna sem verða bagaleg og íþyngjandi eins og langvinnur hósti og mæði. Í lengra gengnum sjúkdómi verður mæðin meira áberandi og hef- ur veruleg áhrif á lífsgæði. Langvinn lungnateppa er mjög al- geng og rannsóknir benda til að tæp- lega 20% Íslendinga 40 ára og eldri séu með þennan sjúkdóm, en um það bil helmingur þeirra með mjög væg- an sjúkdóm. Einföld mæling Það er vel þekkt að allmargir þeirra, sem samkvæmt rannsóknum eru með langvinna lungnateppu, vita ekki af því, það er að segja hafa ekki verið greindir. Greiningin byggist á einfaldri öndunarmælingu sem mælir rúmmál lungna og hraða útöndunar. Hafir þú lesandi góður haft vandamál með þrálátan hósta í kjölfar kvef- pesta, langvinnan hósta vikum eða mánuðum saman, surg í brjósti eða mæði og reykir eða hefur reykt er fullt tilefni til að gera öndunarmæl- ingu og meta stöðuna á lungum þín- um. Öndunarmælar eru á öllum heilsu- gæslustöðvum landsins og læknirinn þinn og hjúkrunarfræðingur geta auðveldlega komist að því hvort hjá þér leynist langvinn lungnateppa og aðstoðað þig við að takast á við það. Langvinn lungnateppa Heilsuráð Jón Steinar Jónsson heimilislæknir Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu og Heilsugæslunni Efstaleiti Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir Heilsugæslunni Seltjarnarnesi Reuters Reykingar Þær eru oft upphaf veik- inda sem geta verið af ýmsum toga. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is S jóböðin eru frábær viðbót við nú þegar frábæra ferðaþjónustu hér á Húsavík. Hér á Húsavík eru hvalaskoðunarferðir út á flóann, áhugaverð söfn, fjöldi veitingastaða og fín hótel. Í þessa flóru eru sjóböðin góð afþreying og staðurinn þannig að baðferðin sjálf verður mikil upplifun,“ segir Sigur- jón Steinsson framkvæmdasjóri Geosea á Húsavík. Þrír pottar og vitinn Sjóböðin á Húsavík voru opnuð og tekin í notkun í september á síð- asta ári. Aðsóknin hefur verið góð og þar hefur sérstaklega munað um að Íslendingar sækja staðinn mikið, sem er að nokkru umfram það sem forsvarsmenn staðarins væntu. Bað- staðurinn er á svonefndum Húsa- víkurhöfða, við hlið ljósvitans sem slær geislum sínum út yfir Skjálf- andann og er hald og traust sjófar- enda. Þrír stórir pottar eru á bað- staðnum sem er fram við klettabrún og úr þeim er frábært útsýni yfir flóann og til Kinnarfjalla. Það voru arkitektarnir Sigríður Sigþórsdóttir og Ari Þorleifsson hjá Basalt arki- tektum sem hönnuðu mannvirkið, rétt eins og sundlaugina á Hofsósi og baðstað Bláa lónsins, enda er margt með sama svip á öllum þess- um stöðum. Ostakarið var góð hugmynd Í sjóböðin nyrðra er nýtt heitt steinefnaríkt vatn, 37-41 gráðu heitt, sem fengið er úr tveimur bor- holum á Húsavíkurhöfða. Er þar byggt á reynslu því lengi var á höfð- anum stórt ostakar, fengið úr mjólkursamlagi staðarins, þangað sem Húsavíkingar fóru gjarnan til baða ef þeir glímdu við húð- sjúkdóma. „Ostakarið var auðvitað mjög frumstætt en það nýttist þeim sem þurftu og hugmyndin var frábær. Þetta er grunnurinn sem við byggj- um á,“ sagði Sigurjón Steinsson þegar hann kynnti Morgunblaðinu aðstöðuna og staðinn nú á dögunum. Tilefni til að mæta á staðinn Það er hlutafélagið Sjóböð ehf. sem stendur að rekstri sjóbaðanna og lét byggja þau, en heildarkostn- aður við framkvæmdir var um hálf- ur milljarður króna. „Aðsókn landans hefur verið góð og eftir Vaðlaheiðargöngin er ekkert mál að renna hingað til Húsavíkur úr Eyjafirði. Talsvert hefur verið um að Akureyringar komi hingað og séu kannski eina eða tvær nætur hér á hóteli, fari í sjóböðin, út að borða og fleira skemmtilegt. Þetta hefur verið áberandi nú í vetur, á annars dauð- um tíma í ferðaþjónustunni. Húsa- vík er með sjóböðunum orðin raun- verulegur áfangastaður ferða- manna; fólk hefur með öðrum orðum sagt tilefni til að koma hing- að,“ segir Sigurjón. Sjóböðin góð viðbót á Húsavík Sáttur Aðsókn landans er góð, segir Sigurjón framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svaml Það er gott að láta þreytuna líða úr kroppinum þegar flatmagað er í pottinum sem er fram á sjávarkambi. Busl! Sjóböðin á Húsavík sem opnuð voru síðasta haust hafa slegið í gegn. Steinefnaríkt vatnið er heilsubót. Frábært útsýni úr einstakri heilsulind á Norðurlandi. Ljós Vitinn á Húsavíkurhöfða setur sterkan svip á umhverfi sjóbaðanna, þaðan sem sést vel yfir Skjálfandaflóann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.