Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Samtvinnun Íslenski dansflokkurinn kom fram í Kringlunni á Barnamenningarhátíð um helgina og sýndi þar verk sem heitir The Great Gathering, og myndaði mannlegan töfrandi hring. Eggert Það hefur vart farið framhjá neinum að fyrirhuguð innleiðing þriðja orkupakkans svokallaða hefur valdið miklum deilum í samfélaginu. Nú hefur Alþingi lokið fyrstu umræðu um þingsályktunar- tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að reglur Evrópusam- bandsins um orkumál séu teknar upp í EES-samninginn. Innleið- ing EES-gerða í EES- samninginn fer fram með þingsályktun um af- léttingu stjórnskipulegs fyrirvara. Þingið spyr þjóðina Þar sem um þingsályktun er að ræða hefur forseti Íslands ekki synjunarvald eins og gildir um lagafrumvörp. Því hefur almenningur ekki færi á að hvetja forseta með undirskriftasöfn- un eða öðrum hætti til að synja málinu stað- festingar og leggja það þar með í þjóðar- atkvæði. Þetta þýðir þó ekki að þar með sé loku fyrir það skotið að vísa þessu máli til þjóð- arinnar. Fimmtudaginn 11. apríl var dreift í þinginu þingsályktun- artillögu minni um að hugsanleg innleiðing þriðja orkupakkans fari í ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu samvæmt lögum um slík- ar atkvæðagreiðslur. Í þeirri atkvæðagreiðslu fengi þjóðin tækifæri til að láta afstöðu sína í ljós við Alþingi sem síðan gæti haft vilja þjóðarinnar til hlið- sjónar við endanlega afgreiðslu þingmála sem snúa að þriðja orkupakkanum. Skýrt og skorinort Texti þingsályktunartillögu minnar er skýr og hljóðar svo: Alþingi ályktar að heimild ríkisstjórnar- innar til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn) verði borin undir almenning í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Þar til sú at- kvæðagreiðsla hefur farið fram skal fresta staðfestingu á ákvörðuninni. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæða- greiðslunni: „Vilt þú að Alþingi heimili ríkisstjórn Ís- lands að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakk- inn) og aflétta stjórnskipulegum fyrirvara?  Já.  Nei.“ Til viðbótar þessu yrði svo á kjörseðlinum texti þar sem skilgreint er hvað átt er við með hugtakinu þriðja orkupakkanum með tilvísun í þær reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir ESB sem heyra til þessa máls. Þingskjal þingsályktunartillögu minnar má sjá á vef Al- þingis (149. löggjafarþing 2018–2019. Þing- skjal 1356 — 855. mál. Vefslóð: https:// www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1356.pdf). Gætum kosið í sumar Samkvæmt 4. gr. laga um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslna skal þjóðaratkvæða- greiðsla fara fram í fyrsta lagi þremur mán- uðum og í síðasta lagi einu ári eftir að þings- ályktunartillaga hefur verið samþykkt á Alþingi. Þannig yrði hægt að kjósa um þetta mál í sumar og vilji meirihluta þjóðarinnar í þessu mikla og umdeilda máli lægi ljós fyrir þegar þing kæmi saman í sumarlok. Vonandi fæ ég að mæla fyrir þessari þings- ályktunartillögu minni um ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann sem fyrst eftir að Alþingi kemur saman eftir páskahlé á störfum þingsins. Ég trúi ekki öðru en allir þeir þingmenn sem unna lýðræði, og ekki síst hugmyndum um beint lýðræði, muni fagna þessari tillögu minni og leggja sitt af mörkum til að hún hljóti samþykki meirihluta á þingi. Eftir Ingu Sæland » Fimmtudaginn 11. apríl var dreift í þinginu þingsálykt- unartillögu minni um að hugs- anleg innleiðing þriðja orku- pakkans fari í ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu. Inga Sæland Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Ráðgefandi þjóðaratkvæði um þriðja orkupakkann Loftslagsbreytingar á heimsvísu eru alvarlegt vanda- mál og sameiginleg áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þrátt fyrir að Kína sé stærsta þróunarríki veraldar, tekur Kína fulla ábyrgð og tekur á vandanum af festu. Svo snemma sem árið 2007 lagði Kína fram sína fyrstu áætlun til að takast á við loftslagsbreytingar og var fyrst þróunarríkja til að taka upp og koma í framkvæmd aðgerðaáætlun til að takast á við loftslagsvandann. Kína hefur verið virkur þáttakandi í sam- vinnu ríkja heims við að takast á við lofts- lagsbreytingar. Á loftslagsráðstefnunni 2015 lék Kína lykilhlutverk við að tryggja Par- ísarsamkomulagið. Forseti Kína, Xi Jinping, hét því fyrir hönd kínversku ríkisstjórnar- innar, að heildarlosun CO2 í Kína myndi fara að dragast saman, ekki seinna en árið 2030, og einnig að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að losunin færi að dragast saman mun fyrr. Einnig var sett það markmið að draga úr hlutfallsegri losun CO2 á einingu af vergri landsframleiðslu um 60-65%, miðað við losun árið 2005, auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa, á kostnað jarðefnaeldsneytis, sem orkugjafa landsins upp í 20%, og auka skógrækt um 4,5 milljarða rúmmetra miðað við árið 2005. Þetta er gríðarlegt átak, en við höfum fulla trú á að okkur takist að uppfylla þessi markmið. Í menningu Kína ríkir mikil virðing fyrir náttúrunni og mik- ilvægt er að sátt ríki í sambúð manns og náttúru. Kína leggur mikla áherslu á að skapa vistvæn, endurnýjanleg vistkerfi sem stuðla að lítilli losun koltvísýr- ings. Við höfum samofið umhverfismál inn í áætlanagerðir, bæði til langs og skamms tíma, og við leggjum mikla áherslu á gott regluverk til að sem bestur árangur náist á öllum sviðum tækni og viðskipta. Með stöðugu átaki hefur Kína náð merki- legum árangri sem vakið hefur athygli um- heimsins. Losun CO2 í Kína hafði árið 2017 dregist saman um 46% miðað við hverja einingu af vergri landsframleiðslu, miðað við losun árið 2005. Notkun endurnýjanlegra orkuauðlinda Kína, sem er 28% af heimsnotkun endurnýj- anlegrar orku, hefur nú þegar náð því að vera um 13,8% af orkunotkun Kína. Skóg- rækt hefur aukist um 2,1 milljarða rúm- metra og í lok ársins 2017 tókst síðan að koma á fót kerfi sem heldur utan um los- unarheimildir og viðskipti með þær á lands- vísu. Baráttan við loftslagsbreytingar virðir engin landamæri. Kína tekur virkan þátt í alþjóðlegri baráttu við loftslagsvandann og í gegnum tíðina hefur Kína staðið við sínar skuldbindingar samkvæmt Suður-Suður loftslagssamkomulaginu (South-South Cooperation). Suður-Suður loftslagssjóður- inn var settur á stofn af Kína árið 2015 með stofnfé upp á 20 milljarða RMB í þeim til- gangi að hvetja til samvinnu milli þróunar- landa á þessu sviði. Kína hefur nú þegar undirritað samninga við 34 ríki, og boðið fram vörur og ýmsa að- stoð í baráttunni við loftslagsbreytingar. Kína hefur einnig tekið þátt í þjálfun næst- um þúsund embættismanna og vísinda- manna frá meira en 100 þróunarlöndum sem hefur síðan stuðlað að því að þeir eru orðnir hæfari við að afla fjár til rannsókna og berjast gegn loftslagsvandanum. Þó að Kína og Ísland liggi landfræðilega langt frá hvort öðru og umhverfi og að- stæður þjóðanna tveggja séu mismunandi, deila þessar tvær þjóðir áhuga á að takast á við þær áskoranir sem fylgja loftslagsbreyt- ingum, Við getum unnið saman að því að deila upplýsingum og reynslu ásamt vist- vænum tæknilausnum og framleiðsluvörum í gegnum bæði tvíhliða og fjölþjóðlega sam- vinnu, og saman getum við stuðlað að fram- kvæmd Parísarsamkomulagsins. Á þessari löngu og krefjandi vegferð við verndun móður jarðar, er Kína reiðubúið að vinna að því í samvinnu við bæði Ísland og aðrar þjóðir að skapa betri veröld fyrir kyn- slóðir framtíðarinnar. Eftir JIn Zhijian » Við höfum samofið um- hverfismál inn í áætlana- gerðir og leggjum mikla áherslu á gott regluverk til að sem bestur árangur náist á öll- um sviðum tækni og viðskipta. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Ábyrg afstaða Kína gagnvart loftslagsvandanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.