Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 2 6 RENAULT KANGOO 1,5 DCI, BEINSKIPTUR, DÍSIL, 90 HESTÖFL, Verð:2.411.290 kr. án vsk. 2.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT KANGOO RAFBÍLL NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH UPPGEFIN DRÆGNI 180–200 KM** Verð:4.090.000 kr. *M ið að vi ð up pg ef na r tö lu r fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri / ** S am kv æ m tu pp ge fn um tö lu m fra m le ið an da um dr æ gn iv ið be st u m ög ul eg u að st æ ðu r (W LT P ). RENAULTKANGOO Renault Kangoo er mest keypti sendibíll landsins. Komdu í atvinnubíladeild BL og fáðu tilboð í nýjan Kangoo www.renault.is 100% RAFMAGN BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Vegirnir hér á Vesturlandi koma æði misjafnlega und- an vetri. Víða eru frostskemmdir og holur sem við fyllum í. Sérstaklega hefur okkur fundist ástandið slæmt á Kaldármelum og í Hnappadal. Fyrirbyggjandi viðhald þarf að vera meira,“ segir Ásgeir Salberg Jónsson, starfsmaður Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Þeir Ásgeir, sem er til hægri hér á myndinni að ofan, og Jón Sig- mundsson, starfsfélagi hans, hafa farið víða um að und- anförnu til að sinna viðgerðum á vegunum, en oft þarf að bregast skjótt við, því bílar geta skemmst mikið ef þeim er ekið ofan í holur sérstaklega ef ekið er á miklum hraða. Svæðið sem vegagerðarmenn í Borgarnesi sinna nær frá Akranesi og úr Hvalfjarðarbotni, spannar allan Borgarfjörðinn, vestur á Snæfellsnes og svo Bröttu- brekkuna og Holtavörðuheiði. Var það einmitt á heiðinni – Hrútafjarðarmegin – sem Morgunblaðið hitti kappana tvo nú fyrir helgina. „Ökumenn mættu vera tillitssamari og það gildir sérstaklega um bílstjóra á þeim tugum trukka sem eru ferðinni,“ segir Ásgeir. sbs@mbl.is Víða á ferðinni og fylla í holurnar Aron Þórður Albertsson Snorri Másson Ráðning nýs bankastjóra Arion banka er í höndum stjórnar bankans. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, lætur af störfum nú um mánaðamótin en hann sagði starfi sínu lausu fyrir helgi. Hann hefur starfað í bankanum frá sumr- inu 2010, eða í um níu ár. Að sögn Haraldar verða ákvarðanir varðandi leit að eftirmanni Höskuldar teknar af stjórn Arion banka. „Næstu skref varðandi ráðningu á nýjum bankastjóra verða tekin af stjórn Arion banka,“ segir Haraldur. Var ekki beittur þrýstingi Að sögn Höskuldar var engum þrýstingi beitt til að fá hann til að láta af störfum. Þá hafi ákvörðunin alfarið verið hans en hún hafi verið tekin eftir talsverða umhugsun. „Ég hef hugleitt þetta í nokkurn tíma. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu þá hugsar maður hvort þetta sé ekki orðinn ágætur tími,“ segir Höskuldur og bætir við að tímapunkturinn sé heppilegur. „Þetta er góður tími fyrir bankann auk þess að vera góður tími fyrir mig,“ segir Höskuldur. Uppsögn Höskuldar kemur í kjöl- far rekstrarárs sem olli miklum von- brigðum. Fall WOW air, gjaldþrot Primera Air auk fleiri atriða urðu til þess að hagnaður síðasta árs var talsvert undir væntingum. Höskuld- ur segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Það eru margir hlutir sem safnast saman og verða til þess að þú tekur ákveðna ákvörðun á ákveðnum tímapunkti,“ segir Hösk- uldur sem kveðst stoltur af starfi sínu hjá bankanum. Þá skilji hann sáttur við Arion banka. „Ég er mjög stoltur af því verki sem ég og sam- starfsfólk mitt í bankanum höfum unnið. Í dag er bankinn öflugt fyrir- tæki, sem hefur tvöfaldað efnahag- inn, vaxið og er með forystu á mörg- um sviðum. Þar að auki með eðlilegt eignarhald og ekki í eigu ríkisins eins og hinir bankarnir,“ segir Hösk- uldur. Næstu skref í höndum stjórnar  Óvíst hvernig leit að bankastjóra verður háttað Morgunblaðið/Eggert Bankastjóri Höskuldur lætur af störfum nú um mánaðamótin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.