Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 HANDBOLTI Þýskaland Oldenburg – Neckarsulmer ............... 26:28  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1 mark fyrir Neckarsulmer. Danmörk Ajax – Randers .................................... 19:26  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Ajax. Frakkland Saint Amand – Dijon ........................... 21:24  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki fyrir Dijon. Svíþjóð Umspil um sæti í úrvalsdeild, 3. leikur: Boden – Eskilstuna.............................. 29:25  Hafdís Renötudóttir varði ekki skot í marki Boden.  Boden er komið áfram og mætir Skövde í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild. EHF-bikar kvenna Undanúrslit, seinni leikur: Esbjerg – Herning-Ikast .................... 53:36  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es- bjerg.  Esbjerg í úrslit, 53:36 samanlagt. Áskorendabikar kvenna Undanúrslit, seinni leikur: Kristianstad – Gran Canaria ............. 20:31  Andrea Jacobsen skoraði 1 mark fyrir Kristianstad.  Gran Canaria í úrslit, 53:37 samanlagt. EHF-Evrópubikar karla Svíþjóð – Noregur ............................... 27:33  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Undankeppni EM karla 2020 1. riðill: Þýskaland – Pólland............................. 29:24 Ísrael – Kósóvó ..................................... 30:24 2. riðill: Sviss – Belgía ........................................ 36:22 Króatía – Serbía ................................... 27:23 3. riðill: Norður-Makedónía – Ísland................ 24:24 Tyrkland – Grikkland .......................... 26:23 Staðan: N-Makedónía 3 2 0 1 115:112 5 Ísland 3 2 0 1 125:101 5 Tyrkland 3 1 0 2 101:109 4 Grikkland 3 1 0 2 94:113 2 4. riðill: Slóvenía – Holland .............................. 30:23  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Lettland – Eistland .............................. 30:24 5. riðill: Bosnía – Finnland ................................ 31:19 Hvíta-Rússland – Tékkland ................ 24:26 6. riðill: Litháen – Rúmenía............................... 24:23 Frakkland – Portúgal .......................... 33:24 7. riðill: Ungverjaland – Rússland.................... 23:23 Slóvakía – Ítalía .................................... 23:26 8. riðill: Færeyjar – Úkraína............................. 26:27 Danmörk – Svartfjallaland.................. 37:26 ENGLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Liverpool og Manchester City slá hvergi af í kapphlaupinu um Eng- landsmeistarartitil karla í knatt- spyrnu. Bæði unnu þau leiki sína í gær og Liverpool heldur því topp- sætinu en City á leik til góða. Liv- erpool er með 85 stig og á fjóra leiki eftir en City er með 83 stig og á fimm leiki eftir. Leikur Crystal Palace og Man- chester City á Selhurst Park var á undan í gær og þar sigruðu meist- ararnir 3:1. Raheem Sterling skor- aði tvívegis og Gabriel Jesus eitt en Luka Milivojevic skoraði mark Palace. Á Anfield hafði Liverpool betur gegn Chelsea 2:0 með mörk- um Sadio Mane og Mohamed Sa- lah í síðari hálfleik. „Þetta var afar vel gert og nú undirbúum við okkur fyrir Porto, Cardiff og það sem verður næst á dagskránni,“ sagði þýski knatt- spyrnustjórinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, þegar hann ræddi við BBC. Spurður út í kapp- hlaupið við City sagði hann ekki hægt að komast hjá því að velta fyrir sér gangi mála hjá keppi- nautunum. „Fyrsta spurningin þegar við hittumst á fundi fyrir leikinn í dag var hvernig staðan væri í leiknum hjá City. Maður kemst ekki hjá því að heyra af því. En það er ekki eitthvað sem við veltum of mikið fyrir okkur vegna þess að við reiknum með því að þeir vinni alla sína leiki. Við getum bara stefnt að því að safna saman eins mörgum stigum og mögulegt er. Ef við verðum meistarar þá yrði það stórkost- legt en ef það gerist ekki þá erum við engu að síður virkilega gott knattspyrnulið.“ Katalóninn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var afar ánægður með sigurinn í London. „Frammistaðan var mjög góð. Eft- ir að hafa átt svolítið erfitt upp- dráttar síðasta þriðjudag þá var þetta ótrúleg frammistaða. Fimm leikir eru eftir. Bikarinn er í okk- ar höndum en um leið og við töp- um stigum þá missum við af hon- um. Við þurfum því að vinna þá leiki sem við eigum eftir,“ sagði Guardiola við BBC. Eftir að hafa rétt nokkuð úr kútnum síðustu vikurnar tapaði Everton fyrir næstneðsta liðinu Fulham. Þegar Everton gengur illa þá getur liðið dottið niður á lágt plan og tapaði til að mynda fyrir Millwall í bikarnum fyrr í vetur. Gylfi var á sínum stað í liði Everton og lék í 74 mínútur. Aron Einar Gunnarsson lék með Cardiff sem tapaði fyrir Burnley 2:0 en hjá Burnley var Jóhann Berg Guðmundsson varamaður. Kapphlaupið heldur áfram  Liverpool og Man. City slá hvergi af í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar AFP Skoraði Gabriel Jesus virðist þurfa að hringja áríðandi símtal miðað við þetta látbragð andartaki eftir að hann skoraði þriðja mark City. AFP Skoraði Mohamed Salah fer með bænirnar að því er virðist eftir að hafa komið Liverpool í 2:0 á móti Chelsea með hnitmiðuðu skoti. HK er enn á lífi í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki eftir 3:1-sigur á KA á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíg- inu í gær. Staðan í einvíginu er nú 2:1, KA í vil, en KA hefði orðið Ís- landsmeistari með sigri. KA hefur átt draumatímabil til þessa og unnið bæði deildar- og bikarmeistaratitilinn, eftir harða keppni við HK. Kópavogsliðið var hins vegar sterkari aðilinn í gær. Elísabet Einarsdóttir var at- kvæðamikil fyrir HK, eins og oft áður, og skoraði 20 stig. Paula Go- mez skoraði 15 stig fyrir KA. Fjórði leikur liðanna fer fram í Fagralundi á miðvikudaginn kem- ur og fær KA þá annað tækifæri til að bæta þriðja bikar tímabilsins í safnið. HK vann eftir oddahrinu HK er í góðri stöðu í karlaflokki þar sem sömu lið eigast við í bar- áttunni um Íslandsmeistaratitilinn. HK er nú með 2:1-forskot í einvíg- inu eftir sigur á KA á Akureyri á laugardag og nægir sigur á heimavelli annað kvöld til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HK komst í 1:0 og 2:1 en í bæði skiptin náði KA að jafna. Að lok- um vann HK hins vegar í odda- hrinu, 15:12. Theódór Óskar Þor- valdsson skoraði 26 stig fyrir HK og Miguel Castrillo skoraði 27 stig fyrir KA. HK-helgi á Akureyri í úrslitunum í blaki Ljósmynd/Þórir Tryggvason Kvennalið HK getur enn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.