Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgun-blaðiðsagði á föstudag frá nýrri talningu Samtaka iðnaðarins á íbúð- um í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, skipt eft- ir póstnúmerum. Tölurnar sýna að rétt tæpar fimm þús- und íbúðir eru nú í byggingu á þessu svæði, þar af rúmur helmingur í höfuðborginni sjálfri. Athygli vekur hve hátt hlutfall þessara íbúða er á dýr- ari svæðum en lágt hlutfall á svæðum þar sem ætla má að boðið verði upp á íbúðir á við- ráðanlegu verði fyrir þá tekju- eða eignaminni. Í Reykjavík er rúmlega þriðja hver íbúð, hátt í eitt þúsund, í byggingu í póstnúm- erinu 101. Megnið af því sem eftir stendur er einnig á svo- kölluðum þéttingarsvæðum, en innan við tíunda hver íbúð sem verið er að byggja í borginni er í Grafarholti eða Úlfarsárdal, þar sem verið er að brjóta nýtt land undir byggingar. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, bendir á að það séu „fyrst og fremst pólistíkar áherslur sem leiða fram þessa niðurstöðu“. Hann segir enn- fremur: „Það er fyrst fremst þörf fyrir hagkvæmar íbúðir. Það hefur verið bent á að það þarf íbúðir fyrir yngra fólk sem er að koma inn á markað- inn og fyrir tekjulága og eigna- litla einstaklinga. Og síðan minni íbúðir fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Ég fæ ekki séð að þessi þörf birtist í íbúðum í byggingu í Reykja- vík. Það var stofnaður átaks- hópur um húsnæðis- og byggingarmarkaðinn af aðilum vinnumarkaðarins, stjórnvöldum og sveitarfélögum. Ég sakna þess mjög að sjá ekki meira frá sveit- arfélögunum og heyra hvernig þau ætla að leysa þennan vanda. Þótt vissulega sé hluti nýrra íbúða hagkvæmar íbúðir get ég ekki séð að þessar tölur beini okkur í átt að lausn. Sveitarfélögin hafa mikið um það að segja hvað er byggt og hvar.“ Sigurður bendir einnig á að áherslan í umræðunni um að greiða ungu fólki og tekjulág- um leið inn á húsnæðismarkað- inn snúist aðallega um að ýta undir eftirspurnina með því að styðja við þessa hópa, svo sem með eiginfjárlánum frá ríkinu. Áherslan ætti að hans mati að vera á framboðshliðina: „Þetta er röng forgangsröðun. Þótt fólki sé hjálpað að kaupa íbúðir er grunnvandinn sá að það vantar íbúðir. Hvaða íbúðir á fólk að kaupa fyrir alla þessa styrki? Þeir breyta því ekki að það þarf að byggja miklu meira af hagkvæmum íbúðum.“ Vandinn á húsnæðismark- aðnum er vissulega pólitísk ákvörðun sem tekin var og fylgt fram af mikilli hörku þrátt fyrir ítrekuð varnaðar- orð. Húsnæðisvandinn er dæmi um afleiðingar rangrar forgangsröðunar og þess að leyfa stórskaðlegri blöndu af draumsýn, kreddum og for- dómum að stjórna uppbygg- ingu í höfuðborginni. Og þrátt fyrir góðan vilja hjá ríkisvald- inu og aðilum vinnumarkaðar- ins verður vandinn ekki leyst- ur á meðan stærsta sveitar- félagið situr við sinn keip í þessum efnum. Húsnæðisvandinn leysist ekki fyrr en Reykjavík víkur frá kreddum sínum} Framboðsvandi Tölur um þróuná fjölda starfs- manna við grunn- skóla landsins eru mjög umhugs- unarverðar. Starfsmönnum grunnskólanna hefur fjölgað um 39% á síðustu tveimur áratugum en nem- endum hefur á sama tímabili fjölgað um 8%. Þetta þýðir að nemendum á hvern kennara hefur fækkað mjög og nú er svo komið að 5,4 nemendur eru á hvern kennara í grunn- skólum landsins. Ísland virðist hafa mjög fáa nemendur á hvern kennara miðað við þau lönd sem við berum okkur almennt saman við og er það einnig umhugs- unarefni þegar haft er í huga að samanburður á námsárangri á milli landa hefur ekki verið eins og við hefðum óskað. Ragnar Þór Pét- ursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að mikil mönnun í ís- lenska skólakerf- inu skýrist að hluta til af fjölda stuðningsaðila og að þá þróun megi að einhverju leyti rekja til þess hvernig kosið hafi ver- ið að takast á við skólakerfi án aðgreiningar. „Sú leið er að einhverju leyti að ganga til baka, menn eru farnir að sjá að þetta hafi verið misráðin leið til að ná þessu markmiði,“ seg- ir Ragnar. Hann segir einnig að nú standi yfir eins konar naflaskoðun í kerfinu og að í haust megi vænta tillagna um úrbætur. Augljóst er að ástæða er til að leggja mat á þessa þróun og áhugavert verður að sjá þær tillögur sem út úr naflaskoðuninni koma. Mikilvægt er að meta kosti og galla skólakerfisins} Naflaskoðun stendur yfir Á dögunum mælti ég fyrir frum- varpi sem festa mun í sessi fag- lega umgjörð um starfsemi lýð- skóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla en markmiðið með nýja frumvarpinu er að renna stoðum undir starfsemi þeirra. Fjölbreytni er menntakerfinu mikilvæg, nemendur hafa ólíkar þarfir og þeir þurfa að hafa val um sitt nám. Meðal ástæðna brott- hvarfs úr framhaldsskólunum okkar er ákveð- in einsleitni í námsvali og það að nemendur finna sig ekki í námi. Það er vel að fjölbreytni námsframboðs hér á landi hefur aukist, ekki síst á framhaldsskólastiginu, og að fleiri nem- endur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina. Lýðskólar vinna með lykilhæfni skólastarfs, líkt og kveðið er á um í aðalnámskrá framhaldsskóla, svo sem námshæfni, skapandi hugsun, sjálfbærni og lýðræð- isleg vinnubrögð en meðal markmiða þeirra samkvæmt frumvarpinu verður að mæta áhuga og hæfileikum nem- enda sem vilja átta sig betur á möguleikum sínum og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skólinn og Lýðháskólinn á Flateyri eftir hugmyndafræði lýðskóla og á forsvarsfólk þeirra lof skilið fyrir frjótt og gott starf. Skólarnir hafa gætt nærsamfélög sín auknu lífi og gefið nemendum úr ýmsum áttum tækifæri til að dvelja þar. Í frumvarpinu er kveðið á um hvaða skilyrði fræðslu- aðilar þurfa að uppfylla til að fá viðurkenn- ingu til að starfa undir heitinu lýðskóli. Þar eru meðal annars sett fram skilyrði um stjórnskipan lýðskóla, lágmarksstarfstíma og lágmarksfjölda nemenda. Einnig eru ákvæði um forvarnir og réttindi nemenda, aðbúnað og öryggi, hæfni starfsfólks og fyrirkomulag náms. Þá er mælst til þess að nám í lýðskólum nýtist nemendum til frekari verkefna eða til áframhaldandi náms, m.a. með aðferðum raunfærnimats, sem er þekkt aðferðafræði á vettvangi framhaldsskóla og framhalds- fræðslu. Á þessum tímamótum verður mér hugsað hlýlega til Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrr- um menntamálaráðherra. Hann var tals- maður þess að hér á landi væri öflugt og fjöl- breytt menntakerfi, þar sem meðal annars væri lögð áhersla á ræktun mannsandans og að nem- endur gætu öðlast aukið sjálfstraust. Nýtt frumvarp um lýðskóla skapar svo sannarlega umgjörð utan um fjöl- breyttari valkosti í íslensku menntakerfi og eykur lík- urnar á að nemendur finni nám við hæfi. Ég er virkilega ánægð með þær jákvæðu viðtökur sem frumvarpið hefur fengið á Alþingi og þann meðbyr sem ég finn með menntamálum í okkar samfélagi nú um stundir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Lýðskólar á Íslandi Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson Helgi Bjarnason Unnið er að fjármögnunlagningar rafstrengsmeðfram Kjalvegi fráBláfellshálsi í Kerlingar- fjöll og Hveravelli og hálendisskála og endurvarpsstöðvar á þeirri leið. Veiturafmagnið kemur þá í stað dísilrafstöðva. Ef það tekst að ná endum saman mun RARIK láta plægja niður rafstrenginn í sumar. Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, vinnur að verkefninu fyrir hönd ferðaþjón- ustuaðila á Kili. „Verkefnið snýst um að leggja rafstreng upp á Kjöl og plægja hann niður í staðinn fyrir að ferðaþjónustan á svæðinu uppfæri og stækki þrjár dísilrafstöðvar,“ segir Kristján. Hann segir að málið sé á við- kvæmu stigi og enn sé eftir að hnýta lausa enda við fjármögnun þeirra sem að því koma. „Aðalatriðið er að áfram er unnið að verkefninu og ég er orðinn sæmilega bjartsýnn á að það takist.“ Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Jarðstrengur var lagður frá Gullfossi og upp á Bláfellsháls árið 2017. Ferðaþjónustufyrirtæki, send- ar Neyðarlínunnr og endurvarps- stöðvar farsíma njóta góðs af raf- magni úr honum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fjallaði nýlega um beiðni um 15 millj- óna króna fjárstyrk til áframhald- andi lagningar rafstrengs frá Blá- felli að Hveravöllum, í Kerlingarfjöll og að Gíslaskála. Það er um 70 km leið. Í fundargerð sveitarstjórnar- innar frá 21. mars sl. kemur fram að hún telji mjög jákvætt að haldið verði áfram með verkefnið. Blá- skógabyggð lagði 10 milljónir í verk- efnið 2017 og var sveitarstjóra falið að ræða fjárhæð framlags Blá- skógabyggðar vegna framhaldsins. Helgi Kjartansson, oddviti Blá- skógabyggðar, segir að ferðamanna- staðirnir Kerlingarfjöll, Gíslaskáli, Árbúðir, Fremstaver og Hveravellir muni njóta góðs af rafstrengnum og fleiri minni skálar. Hann segir að Rarik muni reka strenginn og leggja mest af mörkum til lagningar hans. Auk þess sé óskað eftir því að rekstraraðilar og sveitarfélög komi að málinu. Sveitarfélagið á Gíslaskála, Ár- búðir og Fremstaver og segir Helgi að rafmagn frá veitu bæti rekstrar- grundvöll starfseminnar, gefi mögu- leika á rekstri í lengri tíma á árinu og fari betur með húsin. „Þetta er mjög flott verkefni og skemmtilegt,“ segir Helgi og nefnir umhverfisþáttinn sérstaklega. „Það er verið að aka olíu þarna uppeftir í tonnavís til að knýja dísilrafstöðvar. Svo er þetta mikilvægt vegna orku- skipta svo hægt sé að setja hleðslu- stöðvar fyrir rafbíla þarna uppfrá þannig að hægt sé að aka á rafbílum yfir Kjöl. Svo fylgir þessu rekstr- aröryggi fyrir senda og þess háttar.“ Kostar 270 milljónir Kjölur er í framhaldi af veitu- svæði Rarik og mun fyrirtækið leggja strenginn, ef samningar nást. Pétur E. Þórðarson aðstoðarfor- stjóri segir að viðræður séu í gangi við umsækjendur um tengingar á þessum stöðum. Telur hann ágætis líkur á að af þessu verði en niður- staða fáist þó ekki fyrr en eftir páska. Stengurinn yrði að mestu lagð- ur meðfram Kjalvegi, 65-70 km leið. Áætlaður kostnaður er 270 milljónir kr. Um fjármögnun fer samkvæmt gjaldskrá Rarik. Umsækjendur greiða tengigjöld en hluti kemur í gegnum framtíðarnotkun. Undirbúa lagningu rafstrengs upp á Kjöl Hveravellir Bláfellsháls Brúarhvammur Kerlingarfjöll Kjölur Langjökull Rafstrengur upp á Kjöl Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fyrirhugaður jarð- strengur yfi r Kjöl að Hveravöllum Rafstrengur lagður 2017 frá Brúarhvammi að Geldingarfelli á Bláfellshálsi Neyðarlínan hafði for- göngu um það að rafstrengur var lagður frá Gullfossi og upp á Bláfells- háls fyrir tveimur árum. Rafmagn frá honum knýr sendistöð Neyðarlínunnar á Bláfelli og kom í stað smávirkj- unar sem flutt var annað. Rarik kom að verkefninu ásamt Bláskógabyggð og tveim- ur ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru með rekstur á Geld- ingafelli, það er að segja Arctic Adventures og Mountaineers of Iceland. Flutningsgeta strengsins var höfð rífleg svo hægt yrði að framlengja hann norður í Kerl- ingarfjöll, á Hveravelli og aðra ferðamannastaði á leiðinni og endurvarpsstöðvar. Strengur á Bláfellsháls FYRRA SKREFIÐ Náttúra Ferða- fólk í Hveradölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.