Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 ✝ Ingiberg JónasHannesson fæddist í Hnífsdal 9. mars 1935. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 7. apríl 2019. Foreldrar hans voru Hannes Guð- jónsson, sjómaður og verkamaður í Hnífsdal og síðar á Akranesi, f. 19.4. 1898, d. 1.2. 1977, og Þorsteina Guðjóns- dóttir, húsmóðir og verkakona í Hnífsdal og síðar á Akranesi, f. 30.10. 1907, d. 10.4. 1991. Systk- ini hans eru Pálína Guðrún, f. 10.8. 1936, d. 29.5. 1938, Páll Guðjón, f. 15.10. 1939, Hansína, f. 16.1. 1942, Anna, f. 16.11. 1945, og Aðalsteinn Björn, f. 1.9. 1948, d. 14.6. 1972. Ingiberg kvæntist 7.9.1957 Helgu Steinarsdóttur frá Ísa- firði, f. 20.5. 1934. Foreldrar hennar voru Steinar Steinsson, skipasmíðameistari og skipaeft- irlitsmaður á Ísafirði, f. 4.10. 1905, d. 22.8. 1967, og Elísabet Halldórsdóttir húsmóðir, f. 10.12. 1900, d. 11.10. 1986. Börn Ingibergs og Helgu eru: 1) Birk- ir, f. 5.11. 1954, eiginkona Sig- urveig Þóra Guðjónsdóttir, f. þeirra eru: a) Hjalti Hrafn. b) El- ísabet Freyja. c) Hilmir Ingi- berg. Ingiberg Jónas ólst upp í Hnífsdal til 1949 er fjölskyldan flutti til Akraness. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 14. júní 1955 og lauk embættis- prófi í guðfræði frá HÍ 30. jan- úar 1960. Hann var vígður sóknar- prestur 26. júní 1960 og veitt Staðarhólsþing í Dölum þar sem hann þjónaði í 45 ár; og einnig Hvammsprestakalli frá 1970. Hann var prófastur í Dalapró- fastsdæmi 12. janúar 1969 til 1. júlí 1971 og síðar prófastur í Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmi frá 1976-2005. Hann var varaþingmaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Vesturlandskjör- dæmi 1974-1978 og sat sem slík- ur um nokkurra mánaða skeið á Alþingi og síðan alþingismaður Vesturlands á árunum 1977- 1978. Ingiberg var fréttaritari Morgunblaðsins 1970-1994. Ingiberg gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, sat í nefndum og ráðum m.a. fyrir kirkju og sveit- arfélag; lengst gegndi hann for- mennsku í skólanefnd Lauga- skóla í Sælingsdal eða frá 1965-1998. Þá sat hann Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á árunum 1978 og 1984. Útför hans fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 15. apríl 2019, klukkan 13. 28.7. 1955. Börn þeirra eru: a) Arn- þór, sambýliskona Eva Karen Axels- dóttir. Börn hans eru Óliver Freyr og Annelí Freyja. b) Lilja Björk, maki Ingi Einar Péturs- son. Synir þeirra eru Mikael Andri, Jakob Bjarni og Davíð Smári. c) Helga Ingibjörg, maki Mads Ove Johnsen. Börn þeirra eru Saga Isabell og Birk Oden. 2) Þor- steinn Hannes, f. 23.8. 1960, fyrri eiginkona Guðríður Er- lingsdóttir, f. 4.5. 1961. Börn þeirra eru a) Ingiberg Þór, maki Elena Götting b) Helgi Steinar, eiginkona Hilde Björk Didrik- sen Smith. Dætur þeirra eru Margrét Lovísa og Hanna Guð- rún. c) Ragnhildur Lind. Seinni eiginkona Marelie Rubio og dóttir þeirra er d) Alexandra Katrín. 3) Bragi Jóhann, f. 21.11. 1961, eiginkona Stefanía Ólafsdóttir, f. 5.9. 1961. Dætur þeirra eru: a) Þórey, eiginkona Tinna Sigurðardóttir. Sonur þeirra er Bragi Rafn. b) Helga. 4) Sólrún Helga, f. 12.11. 1977, eiginmaður Pétur Fannar Hjaltason, f. 9.3. 1977. Börn Það eru ansi mörg orðin sem við gætum skrifað um elskulegan afa okkar. En hvað getur maður sagt um mann sem maður hefur litið upp til alla ævi, elskað og dáð? Hvað dregur maður saman? Afi var margbrotinn maður sem var alltaf að. Hann var sam- tímis prófastur og bóndi, eitt sinn alþingismaður og sat í hin- um ýmsu nefndum og ráðum. Þetta málaði mynd af afa sem hálfgerðu ofurmenni, umlukinn bókum, tækjum og tólum á skrif- stofu sinni sem okkur þóttu til- komumikil – þar fremst á meðal jafningja ljósritunarvélin sem við notuðum óspart í hinum ýmsu er- indagjörðum og tók eflaust á þol- inmæði afa, þó hann hafi aldrei látið í það skína. Afi var nefnilega alltaf með jafnaðargeð og í góðu skapi. Frá honum kom alltaf óþrjótandi hlýja. Hann var alltaf til í að hjálpa við allt og ekkert. Í það minnsta gagnvart okkur barnabörnunum. Í það minnsta í minningunni. En þannig fæðast jú goðsagnir í barnshuganum. Og þannig verður afi alltaf í minningunni. Góð ráð voru aldrei langt und- an og alltaf mátti spyrja bæði stórra og smárra spurninga. Og ekki stóð á svörum frá mannin- um sem helgaði líf sitt leitinni að hinu stóra samhengi. Þegar við urðum uppiskroppa með spurn- ingar fengum við oft að sitja hljóðlega með afa inni á skrif- stofu og stundum fengum við að taka í ritvélina stóru eða senda nokkur vel valin föx. Og þó afi hafi verið andans maður var aldrei langt í hið ver- aldlega; hvort sem það voru dytt- ingar og viðgerðir, göngutúrar um og í kringum Hvol, ferðir í kaupfélagið á gamla góða Vol- vonum, ýmiskonar brask í kjall- aranum, garðavinna og blóma- ræktun, steinafleytingar í skurðum og lækjum, spila- mennska eða ást á góðum kræs- ingum. Oftast fengum við að slást í för og oftast gátum við stólað á hann ef okkur langaði í harðfisksbita eða nammimola. Og á slaginu níu var svo kvöld- kaffi sem á okkar máli kallaðist afakex. Við systkinin, sér í lagi við bræðurnir, vorum svo heppin að geta upplifað jól og áramót í sveitinni um áraraðir. Einangr- unin og hátíðlegheitin munu allt- af lifa með okkur og reynslan markaði djúp spor í upplifun okkar af jólahátíðinni. Verandi samtímis í hlutverki prestsins og fjölskyldumannsins fann afi allt- af hárréttan milliveg. Hann lagði vissulega upp úr hátíðleika en stífleiki var aldrei til staðar. Í minningunni voru jólin fyrst og fremst mögnuð upplifun í faðmi fjölskyldunnar í vetrardýrðinni og skammdeginu. Hvenær ársins sem var tóku afi og amma hlýlega og brosandi á móti okkur og alltaf vildum við fá þau í heimsókn. Það er enda erfitt að tala um afa án þess að minnast á ömmu enda samrýnd og samstiga með eindæmum. Þau hafa verið mörgum í fjöl- skyldunni fyrirmyndir, ekki síst þegar kemur að því hvernig tveir einstaklingar geta eytt saman ævinni hönd í hönd, brosandi, hlæjandi, syngjandi og elskandi. Sú arfleifð lifir með okkur nú þegar við kveðjum hjartahlýja og góða manninn sem við vorum svo heppin að fá að kalla afa, eftir langt og strembið ferðalag á lokametrum lífsins. Hans verður sárt saknað þó við finnum hugg- un í því að hann hafi loks fengið sína langþráðu hvíld. Ingiberg Þór, Helgi Steinar og Ragnhildur Lind. Ég er á leiðinni til þín. Með mér í bílnum eru systir mín og mamma. Við staðnæmumst á umferðarljósum. Það er ekki langt á leiðarenda. Ég lít upp frá stýrinu og sé roðagyllta morgun- birtuna umvefja eins og slæðu þau fáu ský sem eru á himni. Þetta er birta sem gefur frá sér hlýju og ég finn ég hjartanu að þarna ert þú núna. Eitt leiðir af öðru og áður en ég veit af er hugur minn kominn að Hvoli. Þaðan á ég endalaust af minningum sem ég finn að eru mér nú enn kærari en sólarhring áður. Hunang. Skrifstofan þín. Blöð og penni. Mjúka röddin þín sem einkenndist af einskærri væntumþykju. Kvöldkaffið. Þú og hestarnir. Allt þetta þýtur á örskotsstundu í gegnum huga minn. Sekúndu síðar er ég komin á Digranesveg. Þar sé ég þig í hægindastólnum þínum lesandi blaðið. Þú raular fyrir munni þér. Við ræðum málefni líðandi stundar og gamla tíma. Það var alltaf jafn gott að tala við þig. Alltaf söngstu jafn vel og hafðir ánægju af. Ekki skemmdi fyrir þegar við sungum nokkur saman úr fjölskyldunni. Bamm, bamm. Að lokum reikar hugur minn á fleygiferð í gegnum minningar frá síðustu árum þínum. Þau voru þér ekki alltaf auðveld. Rúmliggjandi að miklu leyti. Færður á milli staða. Óvissa. Þreyta. En alltaf sýndir þú æðru- leysi. Aldrei kvartaðir þú. Þú hélst áfram þrátt fyrir veikindi og flutninga. Þú hefur kennt mér svo margt á lífsleiðinni, alveg frá því ég var lítil stelpa en þetta var það síðasta. Að taka lífinu eins og það er. Sýna jákvæðni og sjá björtu hliðarnar. Það spaugilega. Því það þýðir ekkert annað. Umferðarljósið verður allt í einu grænt og ég keyri af stað síðasta spölinn til þín. Þangað sem þú lagðist til hinstu hvíldar. Ég veit vel að þú ert farinn en ég mun alltaf vera á leiðinni til þín. Að lokum muntu taka á móti mér aftur með brosi og hlýju. Ó afi minn, nú englar á þig kalla, og Drottinn Guð, hann bíður eftir þér. Nú sumar fer og blómin fara að visna. Ó afi minn, þú ferð og ég verð hér. Ég hugsa‘ um þig er sumarið snýr aftur og þegar sólin sest og kuldinn rís. Ég gleymi‘ þér ei í ljósi eða myrkri. Ó afi minn, ég sakna þín. (Þ. B.) Þín, Þórey. Kær frændi minn, Ingiberg J. Hannesson, hefur kvatt þetta jarðlíf eftir farsælan og mikil- virkan lífsferil. Ég kynntist hon- um fyrst af alvöru þegar ég flutti í Dalina haustið 1962. Ingiberg hafði tekið við Staðarhólspresta- kalli haustið 1960 og höfðu þau, hann og Helga kona hans ásamt ungum syni þeirra, Birki, flutt að Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu. Þau eignuðust svo annan son, Þor- stein, þá um haustið. Síðar eign- uðust þau þriðja soninn, Braga, og enn síðar dótturina Sólrúnu. Þó að við Ingiberg þekktumst ekki mikið hafði fjölskylda mín alltaf fylgst vel með honum og vissum að hann hafði áður starf- að sem blaðamaður við blaðið „Frjáls þjóð“ og ritstýrt því um tíma. Ingiberg ávann sér fljótt traust og virðingu Dalamanna. Hann sat í ýmsum ráðum og nefndum fyrir sveitarfélag og sýslu og m.a. var hann formaður skólanefndar Laugaskóla í ára- tugi. Sú mikla uppbygging sem átti sér stað við heimavistarskól- ann að Laugum í Sælingsdal er ekki síst að þakka áhuga hans og elju að vinna að málefnum skól- ans. Við Ingiberg störfuðum sam- an í nokkrum nefndum á vegum sveitarfélaga og sýslu og áttum ágætt samstarf. Hann var rök- fastur og hafði ákveðnar skoðan- ir en var líka tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra og ræða þau. Góð vinátta skapaðist milli okkar hjóna og Helgu og Ingi- bergs. Þau kíktu gjarnan í kaffi ef þau áttu leið í Búðardal og voru alltaf aufúsugestir. Ingiberg var ákaflega mynd- arlegur maður og var alltaf mjög virðulegur við prestverk sín, hvort sem þau voru í kirkju eða heimahúsi. Helga og Ingiberg voru mög gestrisin og áreiðan- lega hefur oft verið mikill gesta- gangur á heimili þeirra. Alltaf var Ingiberg sama ljúfmennið og aldrei sá ég hann skipta skapi. Hann var um tíma alþingis- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat á Alþingi. Þar vann hann heilshugar að framfaramálum í kjördæmi sínu og heimaslóð. Á seinni árum var Ingiberg skipaður prófastur í sínu prófastsdæmi og var það til starfsloka. Öll börn Helgu og Ingibergs eru myndarfólk, sem hefur staðið sig vel í lífinu og verið foreldrum sínum stoð og stytta eftir að heilsu Ingibergs fór að hraka á seinustu árum. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni og lést þar 7. apríl síðastliðinn. Ingiberg tók veik- indum sínum með einstöku æðruleysi og kvartaði aldrei. Ég vil þakka Ingiberg vináttu og samferð gegnum árin. Helgu og fjölskyldunni sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Við geymum í hjarta minningu um mikinn öð- ling og mætan mann. Guð blessi minningu Ingibergs J. Hannes- sonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Ingiberg kynntist ég fyrst um miðbik síðustu aldar þegar hann kom til okkar vestan af fjörðum í Gagnfræðaskólann á Akranesi. Með okkur tókst strax góð vin- átta. Árið 1951 var komið að því að við lykjum skyldunámi með gagnfræða- eða landsprófi. Landsprófið þreyttu að þessu sinni aðeins fjórir af um 60 nem- enda árgangi. Ingiberg var ekki þeirra á meðal. Ljóst var því að leiðir myndu skilja, þar sem ég hafði fengið inn í Menntaskólan- um að Laugarvatni, en landspróf var þá skilyrði fyrir aðgangi að menntaskóla. Menntaskólinn að Laugarvatni var þá ekki form- lega stofnaður, en starfaði í skjóli Menntaskólans í Reykjavík und- ir stjórn Bjarna Bjarnasonar. Sumarið eftir gagnfræða- skólanámið fengum við Ingiberg báðir vinnu á eyrinni hjá Haraldi Böðvarssyni. Utan vinnutímans vorum við einnig mikið saman. Þá barst það æ oftar í tal hjá okk- ur hvílíkt ólán það væri að við gætum ekki fylgst áfram að í námi. Faðir minn fékk nasasjón af þessum áhyggjum okkar og bauðst hann til að ræða málið við Bjarna skólastjóra um hvort ekki væri einhver leið að Ingiberg gæti komið í Menntaskólann þótt landsprófið vantaði. Þess má geta að Bjarni hafði skrifað bréf til nokkurra feðra landspróf- sbarna, þ.á m. föður míns, og hvatt þá til að senda góða nem- endur í fyrsta menntaskóla í sveit, sem hann var að koma á laggirnar. Þykist ég vita að faðir minn hafi ekki dregið úr því hve mikill fengur yrði að því fyrir skólann að fá jafn ágætan nem- anda sem Ingiberg. Niðurstaðan varð sú að Ingiberg mætti koma í skólann enda læsi hann jafn- framt undir landspróf og tæki það samtímis millibekkjaprófi. Þessum kosti var tekið svo að við Ingiberg fórum um haustið báðir að Laugarvatni og saman á her- bergi í heimavistinni þar. Ekki þarf að orðlengja að vorið eftir stóðst Ingiberg bæði prófin með prýði. Ingiberg var glaðvær og góður söngmaður, skemmtilegur og í alla staði hinn ágætasti fé- lagi. Hann féll því strax vel inn í samhentan bekkjarhópinn. Að loknu stúdentsprófi tvístraðist hópurinn og fóru sumir til út- landa, en eftir að menn tíndust heim og staðfestu ráð sitt tókum við aftur upp þráðinn um sam- skipti. Fljótlega komst sú regla á að við færum á hverju sumri í sameiginlegt ferðalag, innan lands eða utan. Í öllum þessum ferðum voru Ingiberg og hans góða kona Helga með. Ævistarf Ingibergs var prest- þjónusta. Þar nutu sín vel hans miklu hæfileikar til mannlegra samskipta, en hann hafði einnig góða hæfileika til skipulags og stjórnunar, sem sjá má af þeim fjölmörgu trúnaðarstörfum, sem sóknarbörn hans og samsveit- ungar fólu honum. Síðustu tvö árin voru Ingiberg mjög erfið vegna þungbærra veikinda og var hann þá meira og minna rúm- liggjandi, en andlega var hann fullheilbrigður, minnugur og fróður. Ég heimsótti hann á þessum tíma nokkuð reglulega og við spjölluðum gjarnan saman um liðna tíð, en einnig líðandi stund. Nú verða þessir fundir aldrei meir og mun ég sakna þeirra mjög. Helgu, börnunum og öllum ástvinum vottum við Kristín dýpstu samúð okkar. Ormar Þór Guðmundsson. Ingiberg J. Hannesson ✝ GunnhildurGunnarsdóttir fæddist á Akureyri 4. febrúar 1945. Hún lést á Kristnes- spítala 8. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Ágústsdóttir, f. 12.12. 1923, d. 5.4. 2009, og Gunnar Karlsson, f. 5.6. 1923, d. 22.1. 1973. Bróðir Gunnhildar er Ágúst Karl Gunn- arsson, f. 20.10. 1949. Gunn- hildur giftist 20.4. 1967 Bergi Erlingssyni. Dóttir þeirra er Hildur Bergsdóttir, f. 5.8. 1978, og eigin- maður hennar Freyr Ævarsson, saman eiga þau börnin; Mikael Mána, f. 27.9. 1998, Rafael Rökkva, f. 13.10. 2004, Gabríel Glóa, f. 12.8. 2009, og Teklu Tíbrá, f. 3.4. 2013. Útför Gunnhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. apríl 2019, klukkan 13:30. Í dag kveð ég konu sem kenndi mér svo óendanlega margt um lífið, allt frá því hvern- ig á að prjóna slétt og snúið og til þess hvernig takast má á við lífs- ins ólgusjó af æðruleysi, bjart- sýni og þrautseigju. Því sama hvað gekk á þá mætti hún því með þessa þætti að leiðarljósi og jafnan var stutt í húmorinn. Fyr- ir það og svo ótal margt annað er ég undur þakklát. Mér finnst notalegt til þess að hugsa að nú sé hún á betri stað laus við sjúkdóma og þrautir, umvafin fólkinu sínu og hafi jafn- vel fundið sér nokkra glaðbeitta gamla skátafélaga og saman röltu þau inn í Sumarlandið, raulandi skátalög. Hún með Melrosés-te á brúsa, flatbrauðs- sneið með Mývatnssilungi í box- inu og prjónadótið í bakpokan- um, og þá er allt eins og það á að vera. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, ég kveð þig með sömu orð- um og þú kvaddir mig þegar við hittumst síðast: „Góða ferð.“ Hildur Bergsdóttir. Hvíl í friði, elsku systir og frænka, minning þín lifir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ágúst Karl og fjölskylda. Þýtur í laufi, bálið brennur. Blærinn hvíslar: sofðu rótt. Hljóður í hafið röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið söngur, glaumur, gaman. Gleðin hún býr í fjallasal. (Tryggvi Þorsteinsson) Hversu oft höfum við ekki sungið þetta, horft á flöktandi logana og notið nærveru hvor annarrar. Minningarnar hrann- ast upp nú þegar Gunnsa æsku- vinkona mín kveður þetta líf. Við kynntumst um fermingu í skáta- starfinu á Akureyri og tókst strax með okkur sterk og góð vinátta. Við vorum söngelskar, hugmyndaríkar og skiplagðar, vorum foringjar hópa yngri skát- astúlkna og fórum með þær á skátamót. Við stóðum fyrir fjár- öflunum og skemmtunum, en líka ferðum í skálann okkar Val- höll í Vaðlaheiðinni og tjaldúti- legum víðar um Norðurland. Árin fram að tvítugu liðu hratt. Síðan flutti ég suður og samfundirnir urðu sjaldnar, báð- ar komum við upp fjölskyldum hvor á sínu landshorninu, en allt- af héldum við sambandi. Þegar leið á ævina höfðum við meiri tíma og gátum rifjað upp gamla daga með bros á vör og höfum verið í náinni tengingu síðasta áratuginn. Vinkona mín var sterk og heil- steypt persóna alla tíð. Hún lauk æðstu menntun skátahreyfingar- innar, Gilwell-gráðu, og boðskap- ur skátastarfsins stóð henni ávallt nærri. Hún var listfeng og föndur lék í höndum hennar, handgerðu jólakortin gleymast ekki. Mörg urðu áföllin en alltaf stóð hún þau af sér og síðustu ár voru ótrúlega erfið, en aldrei kvartaði hún. Sykursýkin sem greindist hjá henni um fermingu hefur smátt og smátt tekið sinn toll. Minningarnar lifa frá okkar góða tíma saman og ég er þakk- lát fyrir vináttu sem varað hefur meira en hálfa öld. Ég kveð þig í skátaanda: Far- in heim – hvíl í friði. Valdís Þorkelsdóttir. Gunnhildur Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.