Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Gisting fyrir stórfjölskylduna! Frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna og 3 börn Suites at the Hollywood Mirage ar a. 2. júní 8 nætur aaaa Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Fyrir menn sem hafa verið að fylgj- ast með þessari vegferð þá held ég að það sé erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að ríkisstjórnin hafi síðastliðin ár verið í ákveðinni herferð gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum. Á því eru ýmsar birtingarmyndir en ein þeirra sem er kannski hvað skýr- ust er nákvæmlega þessi staða með biðlistana og þær aðferðir sem heil- brigðisyfirvöld beita þar. Það liggur svo skýrt fyrir að aðrar og betri leiðir eru færar.“ Þetta segir Hanna Katrín Frið- riksson, þingflokksformaður Við- reisnar og áheyrnarfulltrúi velferð- arnefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið um þann vanda sem uppi er innan heilbrigðiskerfisins vegna biðlista í hnjá- og mjaðmaliðs- skiptaaðgerðir. „Þetta er opinber þjónusta“ Eins og fjallað var um í Sunnu- dagsmogga um helgina bíða um þús- und manns eftir aðgerð, þrátt fyrir átak sem hófst vegna málaflokksins fyrir þremur árum. Samkvæmt lög- um mega sjúklingar fara til útlanda í aðgerð ef þeir þurfa að bíða lengur en í þrjá mánuði, og greiðir ríkið fyr- ir. Ríkið greiðir hins vegar ekki fyrir aðgerðir sem eru gerðar á einka- sjúkrahúsi hérlendis, Klíníkinni, þrátt fyrir að slíkt væri bæði hent- ugra fyrir sjúklinga og ódýrara fyrir ríkið. „Yfirlýst markmið heilbrigðisyfir- valda er að efla opinbera þjónustu, en staðreyndin er sú að þetta er greitt úr ríkissjóði og er því opinber þjónusta,“ segir Hanna Katrín og bætir við: „Það er bara verið að drepa einkaframtakið til þess að efla hið ríkisrekna.“ Þá nefnir hún að kerfið valdi keðjuverkun, en sem dæmi hafi þær stofnanir sem nú sinna umræddum aðgerðum síður tök á að sinna öðrum aðgerðum sökum anna. Óásættanlegt ástand „Það er allavega ljóst að við höfum ekki náð nægilega góðum árangri varðandi liðskipti, hvorki hné né mjaðmir, þrátt fyrir umtalsvert fjár- magn sem hefur sérstaklega verið sett í þetta. Það er áhyggjuefni.“ Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, spurð um málið. Spurð hver sé ástæðan fyrir því að ríkið hafi ekki samið við einkaaðila um að sinna einhverjum af aðgerð- unum segir Svandís: „Fyrst og fremst vegna þess að þetta eru að- skilin kerfi.“ Hún segir þurfa nýja ákvörðun og nýtt fjármagn til þess að semja við aðra en þá sem sinnt hafa aðgerðunum innan opinbera kerfis- ins. Bendir hún á að í ár hafi í fyrsta skipti verið sett inn í kerfið varanlegt fjármagn til að sinna biðlistavanda vegna liðskiptaaðgerða. Hún segir ástandið vissulega óásættanlegt og að unnið sé að lausnum í málinu. „Okkar heilbrigðiskerfi á að vera þannig að það sé tryggt að þeir sem eru í mestri þörf séu fremstir í röð- inni.“ „Verið að drepa einkaframtakið“  Ríkisstjórnin í herferð gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum, segir Hanna Katrín  Um þúsund bíða eftir liðskiptaaðgerð  „Höfum ekki náð nægilega góðum árangri,“ segir heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson Svandís Svavarsdóttir Hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir gengur hér svartklædd með hvítan hund í bandi eftir ónefndri götu í Reykjavík þó áletr- anir á vegg gefi til kynna að þau séu stödd erlendis. Hinar lit- ríku myndir sem prýða bakgrunninn minna lesendur á að heimurinn er ekki einungis svartur og hvítur. Hann er líka bleikur, appelsínugulur og meira en það. Hann er marglitur. Morgunblaðið/Eggert Svarthvítir vegfarendur í litaglöðum heimi Ragnhildur Þrastardóttir Jón Birgir Eiríksson Heimasíðan hluthafi.com biðlar nú til almennings og fyrirtækja að leggja til „lítilsháttar hlutafé“ í þeim tilgangi að tryggja rekstur Wow air til fram- búðar. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í Wow air eða nýju lággjaldaflugfélagi,“ segir á heimasíðunni, sem Skúli Mogensen hefur sjálfur sagt að hann tengist ekki. Fram kemur á síðu hluthafa.com að umsjónarmaður hennar sé Friðrik Atli Guðmundsson. Faðir hans, Guð- mundur Yngvason, verkefnistjóri hjá Sólhúsum ehf., kveðst vongóður um að nægur áhugi sé fyrir áskrift svo að stofnað verði félag um lággjaldaflug- félag sem fjallað er um á fyrrnefndri síðu. „Sólhús er verndari og kostar áhugahópinn, þ.e.a.s. þennan hóp sem kemur t.d. að gerð þessarar heima- síðu,“ segir Guðmundur og tekur fram að ekki sé sóst eftir stjórnarsetu í nýju félagi, heldur styðji þeir aðeins við framtakið. Hann segir Sólhús reiða sig á flug- samgöngur að miklu leyti, en félagið er stofnað árið 2003 og er byggingar- og leigufélag. Eins og áður hefur komið fram hyggst Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Wow air, endur- vekja rekstur flugfélagsins. Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW air leita um þessar mundir fjármögnunar upp á um 4,8 milljarða króna, til að standa straum af upphafi rekstursins. Einhverjir hafa sýnt áformum Skúla áhuga en þar má nefna KEA- hótel og Hreiðar Hermannsson, hót- elstjóra Stracta Hotel á Hellu. Óblandað lággjaldaflugfélag Hreiðar segir í samtali við mbl.is að nálgun Skúla sé heppileg. „Þau hugsa þetta þannig að það verði dreifður og fjölmennur hópur kringum félagið. Ég hef hugmyndir um að leggja þessu lið ef þetta verður rétt lagt upp. Ef þetta er ekki gert núna, þá verður það erfitt síðar.“ Hreiðar leggur áherslu á að skýrt ætti að vera að hið nýja flugfélag verði lággjaldaflugfélag. „Við viljum hafa eitt gott félag eins og Icelandair og síðan annað alveg hreinræktað lággjaldaflugfélag.“ Sólhús leitar að hluthöfum  Leita til almennings í þeim tilgangi að reisa WOW air við Ljósmynd/Skjáskot Skjáskot Forsíða hluthafi.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.