Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  89. tölublað  107. árgangur  VALSKONUR KOMNAR Í ÚRSLIT VEITURAFMAGN Í STAÐ DÍSILRAFSTÖÐVA SEX ÍSLENSK NÚTÍMALEIKRIT LEIKLESIN Í PARÍS RAFSTRENGUR UPP Á KJÖL 14 HÖFUNDAR VIÐSTADDIR 28ÍÞRÓTTIR 24 Aron Þórður Albertsson Teitur Gissurarson „Við höfum ekki náð nægilega góðum árangri þrátt fyrir að umtalsvert fjármagn hafi verið sett í þetta. Það er áhyggjuefni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þann vanda sem upp er kominn í heilbrigðiskerfinu vegna biðlista eftir lið- skiptaaðgerðum á hné og mjöðm. Hún segir ástand- ið vissulega ekki við- unandi, það verði að batna og unnið sé að lausnum í málum. Mun Svandís eiga fundi um þetta með stjórnendum Landspítal- ans. Greint var frá því í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins að um þúsund manns bíði nú eftir að- gerð. „Það er erfitt að komast að annarri niður- stöðu en að ríkið sé í ákveðinni herferð gegn sjálfstætt starfandi sér- fræðingum í heilbrigðisgeiranum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd Alþingis. Lögum samkvæmt greiðir ríkið fyrir aðgerð er- lendis ef sjúklingar bíða lengur en í þrjá mánuði eftir aðgerð. Ríkið greiðir hins vegar ekki fyrir að- gerðir sem framkvæmdar eru á einkasjúkrahúsi hérlendis, Klíníkinni, þrátt fyrir að slíkt sé talsvert ódýrara. „Mér finnst algjörlega útilokað að standa svona að málum. Heilbrigðisráðherra verður auð- vitað að skýra af hverju hún vill eyða tvöfaldri upp- hæð erlendis fremur en að framkvæma aðgerð- irnar hér heima. Þetta er í hennar höndum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og 2. varaformaður velferðarnefndar. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd, tekur í svipaðan streng. „Þetta er virkilega vond staða sem kallar á að auknir fjármunir séu settir í málaflokkinn. Það þarf að styrkja opinbera heilbrigðisþjónustu,“ seg- ir Guðjón. Ástandið verði að batna  Svandís sögð í herferð gegn einkaframtakinu MVerið að drepa einkaframtakið »4 Biðlistar » Um þúsund manns bíða nú eftir aðgerð. » Vitað til þess að fólk taki lán til að eiga fyrir liðskiptaaðgerð- um hér heima.  Kyn, aldur, uppruni, starfs- reynsla og menntun eru þættir sem hafðir verða til hlið- sjónar við inn- töku nemenda í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri á næsta skólaári. Vegna mikillar aðsóknar að HA verða fjöldatakmarkanir í öllum deildum skólans næsta haust – og í félags- fræðunum undir fyrrgreindum for- merkjum. „Okkar meginmarkmið er að tryggja fjölbreytni nemenda- hópsins og treysta þar með gæði námsins,“ segir Þóroddur Bjarna- son, brautarstjóri við HA. »6 Grípa til fjöldatak- markana hjá HA Þóroddur Bjarnason  Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik er á góðri leið með að tryggja sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Ís- land gerði jafntefli gegn Norður- Makedóníu á erfiðum útivelli í Skopje í gær, 24:24, þar sem Elvar Örn Jónsson jafnaði fyrir Ísland þeg- ar nokkrar sekúndur voru til leiks- loka. Þrátt fyrir að N-Makedónía hafi unnið í Laugardalshöllinni í síðustu viku þá eru þjóðirnar engu að síður jafnar að stigum í undanriðlinum. Ís- land á eftir að mæta Grikklandi ytra og Tyrklandi heima í undankeppn- inni. Vinni Ísland báða þá leiki er sætið á EM 2020 gulltryggt en hvor- ugt þessara liða er eins hátt skrifað og það íslenska. » Íþróttir 25 Ljósmynd/Robert Spasovski Mark Elvar Örn Jónsson í dauðafæri í leiknum í gær en hann skoraði 5 mörk. Elvar Örn tryggði jafntefli í Skopje Tíu fingra tjáning í heitu pottunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjóböðin á Húsavík, sem voru opnuð síðasta haust, hafa gert góða lukku og eru vinsæll við- komustaður ferðamanna, ekki síst meðal Íslendinga. Vatnið í böðunum er steinefnaríkt og heil- næmt og þess utan er ekki ama- legt að flatmaga í vorsólinni í pottunum, þaðan sem er ein- staklega gott útsýni yfir hafið og til hinna tilkomumiklu Kinnar- fjalla. Að hætti landans eru svo í pottunum stundaðar miklar rök- ræður um málefni líðandi stundar þar sem tilþrifamikil líkamstján- ing með tíu fingrum er notuð til að leggja áherslu á málflutning og sjónarmið. » 11  Sjóböðin á Húsavík mjög eftirsótt Fjölmiðlar um allan heim kepptust í gær við að segja frá sigri næstsigursælasta kylfings allra tíma, Tigers Woods, á Masters-mótinu á Augusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða hið fyrsta af hinum fjórum árlegu risamótum hjá körlunum í golfinu. Lauk þar með langri bið Tigers eftir sigri á risamóti en hann sigraði síðast á Opna bandaríska í júní 2008. Tiger Woods er 43 ára og hefur á síðustu árum gengist undir fjórar aðgerðir á baki. » Íþróttir 27 AFP Ellefu ára bið lauk á Augusta Tiger Woods náði vopnum sínum um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.