Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— England Fulham – Everton.................................... 2:0  Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 74 mínúturnar með Everton. Burnley – Cardiff .................................... 2:0  Jóhann Berg Guðmundsson var ónotað- ur varamaður hjá Burnley.  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff. Tottenham – Huddersfield ...................... 4:0 Brighton – Bournemouth ........................ 0:5 Southampton – Wolves ............................ 3:1 Manchester United – West Ham............ 2:1 Crystal Palace – Manch. City.................. 1:3 Liverpool – Chelsea ................................. 2:0 Staðan: Liverpool 34 26 7 1 77:20 85 Manch.City 33 27 2 4 86:22 83 Tottenham 33 22 1 10 64:34 67 Chelsea 34 20 6 8 57:36 66 Manch.Utd 33 19 7 7 63:44 64 Arsenal 32 19 6 7 65:40 63 Leicester 34 14 5 15 46:45 47 Wolves 33 13 8 12 41:42 47 Everton 34 13 7 14 46:44 46 Watford 32 13 7 12 47:47 46 West Ham 34 12 6 16 42:52 42 Bournemouth 34 12 5 17 49:61 41 Cr. Palace 34 11 6 17 40:46 39 Burnley 34 11 6 17 42:60 39 Newcastle 34 10 8 16 32:43 38 Southampton 33 9 9 15 39:54 36 Brighton 32 9 6 17 32:51 33 Cardiff 33 8 4 21 28:63 28 Fulham 34 5 5 24 32:76 20 Huddersfield 34 3 5 26 19:67 14 Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Reading – West Ham...................... (víti) 4:5  Rakel Hönnudóttir kom inná á 67. mín- útu og brenndi af í vítakeppninni. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Dinamo Brest.............. 0:1  Willum Þór Willumsson kom inná hjá BATE á 78. mínútu. Danmörk Bröndby – FC Köbenhavn ...................... 1:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Svíþjóð Malmö – Östersund.................................. 2:0  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 85 mínúturnar með Malmö. Kalmar – Norrköping ............................. 2:2  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping. Eskilstuna – Rosengård.......................... 0:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Limhamn Bunkeflo........ 5:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék í 83 mín- útur og skoraði fyrsta markið fyrir Kristi- anstad, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék seinni hálfleik og skoraði fjórða markið og Sif Atladóttir lék fyrstu 61 mínútuna. Piteå – Djurgården ................................. 1:0  Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku allan leikinn með Djur- gården en Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamarkvörður. KNATTSPYRNA EM 2020 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik vann sér inn gott stig í heimsókn sinni til Skopje í Norður-Makedóníu í gær. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin, 24:24, þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka og þar við sat. Viktor Gísli Hallgrímsson kór- ónaði vasklega framgöngu sína í fyrsta mótsleik sínum með íslenska landsliðinu þegar hann varði lang- skot frá Filip Kuzmanovski á næst- síðustu sekúndu. Markvarslan end- anlega innsiglaði stig íslenska liðsins fyrir framan 6.963 áhorfendur í Bor- is Trajkovski-íþróttahöllinni. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 11:10, Íslandi í vil. Athygli vakti þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálf- ari setti markverðina Aron Rafn Eð- varðsson og Björgvin Pál Gústavs- son út í kuldann áður en haldið var til Skopje. Guðmundur kom aftur á óvart í upphafi leiksins í gær þegar hann ákvað að láta hinn 18 ára gamla Viktor Gísla Hallgrímsson byrja í markinu. Hann stóð nær all- an leikinn í markinu og þakkaði traustið með góðum leik. Íslenska liðið var með yfirhöndina lengst af fyrri hálfleiks en tapaði að- eins þræðinum um skeið eftir að hafa orðið manni fátækara í tvígang með stuttu millibili. Framan af síðari hálfleik lék ís- lenska liðið afbragðsvel og var hvað eftir annað með þriggja marka for- skot, síðast 18:15 þegar hálfleikur- inn var nær hálfnaður. Breyttur varnarleikur Norður-Makedóníu- manna í kjölfarið riðlaði sóknarleik Íslands. Heimamenn skoruðu fimm mörk í röð á sjö mínútna kafla. Með baráttu náði íslenska liðið í dýrmætt stig þegar upp var staðið. Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenka landsliðsins í leiknum. Hann tætti vörn Norður- Makedóníumanna sundur hvað eftir annað og skoraði átta mörk. Ómar Ingi bætti svo sannarlega fyrir mis- tök sín undir lok leiksins á miðviku- dagskvöldið. Varnarleikur íslenska liðsins var frábær í leiknum þar sem Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason fóru á kostum. Í heildina góður leikur við erfiðar aðstæður. Athygli vakti að íslenska liðið fékk ekki vítakast. Dómarar leiksins, Lettarnir Zigmars Sondors og Renars Licis, drógu taum heima- manna sem fengu að leika langar sóknir, komast upp með ruðning hvað eftir annað, olnbogaskot og að verjast með fótum. Sannkallað baráttustig íslenska landsliðsins  Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í Skopje  Viktor Gísli þakkaði traustið Ljósmynd/Robert Spasovski Mark Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í Skopje í gær. Hér er eitt átta marka hans í uppsiglingu. Skopje, undankeppni EM, sunnudaginn 14. apríl 2019. Gangur leiksins: 2:3, 3:5, 5:7, 10:8, 10:10, 10:11, 12:13, 13:15, 17:18, 20:18, 22:21, 24:24. Mörk N-Makedóníu: Kiril Laz- arov 8/2, Filip Taleski 4, Dejan Manaskov 4/1, Zharko Pes- hevski 2, Filip Kuzmanovski 2, Goce Georgievski 2, Velko Mar- koski 1, Borko Ristovski 1. Varin skot: Borko Ristovski 15. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Íslands: Ómar Ingi Magn- Makedónía – Ísland 24:24 ússon 8, Elvar Örn Jónsson 5, Aron Pálmarsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Ýmir Örn Gísla- son 2, Ólafur Andrés Guð- mundsson 2, Arnar Freyr Arn- arsson 1. Varin skot: Viktor Gísli Hall- grímsson 12, Ágúst Elí Björg- vinsson 3/1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Zigmars Sondors og Renars Licis frá Lettlandi, slak- ir. Áhorfendur: 6.963. Handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson er hættur við að stýra karlaliði Selfoss á næsta keppnistímabili. Hannes hefur rift samningi sínum við handknattleiks- deildina og mun ekki taka við þjálfun liðsins eins og til stóð. Átti hann að taka við af Patreki Jóhannessyni sem mun taka við danska liðinu Skjern í sumar en Hannes er í dag þjálfari Bietigheim í þýsku 1. deildinni. Hannes var ráðinn til Bietigheim í byrjun mars og átti að stýra liðinu út tímabilið en Bietigheim er í næstneðsta sæti deildar- innar með 8 stig eftir 26 umferðir. „Ég þakka handknattleiksdeild Selfoss kærlega fyrir skilninginn og að gera mér kleift að takast á við annað verkefni erlendis. Ég vil taka fram að forsvarsmenn handknattleiksdeild- arinnar hafa verið fagmannlegir með eindæmum í öllum okkar sam- skiptum frá fyrsta degi. Árangur undanfarinna ára talar sínu máli og er engin tilviljun. Í mínum augum er Selfoss frábær kostur fyrir metnaðar- fulla leikmenn sem vilja ná langt,“ er haft eftir Hannesi í sameiginlegri til- kynningu beggja aðila. sport@mbl.is Hannes Jón hætti við Hannes Jón Jónsson Valur leikur til úrslita í Lengjubikar kvenna í knatt- spyrnu eftir öruggan 4:0-sigur gegn Stjörnunni í undan- úrslitum keppninnar á Hlíðarenda í gær. Landsliðs- konan Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 28. mínútu og staðan því 1:0 að loknum fyrri hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir bætti við öðru marki Vals á 47. mínútu áður en Fanndís skoraði annað mark sitt í leiknum á 51. mínútu. Hlín Eiríksdóttir bætti síðan við fjórða marki Vals á 58. mínútu og þar með voru úrslitin endanlega ráðin. Úrslitaleikurinn fer fram 18. apríl næstkomandi og mæta Valskonur annaðhvort Þór/KA eða Breiðabliki sem mætast í Bog- anum á Akureyri í hinum undanúrslitaleiknum. Leikmannahópur Vals tók umtalsverðum breytingum í vetur en liðið virðist vera búið að stilla strengina fyrir Íslandsmótið. Stórsigur Valskvenna Fanndís Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.