Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 32
Stuttmyndin Kanarí í leikstjórn Erlends Sveinssonar vann til Vim- eo Staff pick-verðlaunanna á stuttmyndahátíðinni í Aspen í Colorado. Í fyrra hlaut Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur sömu verðlaun. Streymisveitan sem veit- ir verðlaunin er með 1,1 milljón fylgjenda og hafa 50 þúsund manns þegar séð Kanarí hjá veit- unni. Kanarí er útskriftarverkefni Erlends úr Columbia University þar sem hann lauk nýverið MFA- gráðu í leikstjórn. Kanarí verðlaunuð MÁNUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR hafði betur gegn Þór Þ. í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í körfu- bolta á laugardaginn var, 98:89. Staðan í einvíginu er nú 2:1, KR í vil. Fimmfaldir meistarar KR tryggja sér sæti í lokaúrslitum með sigri í Þorlákshöfn í fjórða leiknum kl. 18:30 í kvöld. Fjórði leikur ÍR og Stjörnunnar hefst kl. 20:15 í kvöld, en þar er staðan 2:1, ÍR í vil. » 27 KR í bílstjórasætinu gegn Þór Þorlákshöfn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Varnarleikur íslenska liðsins var frábær í leiknum þar sem Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason fóru á kostum,“ segir með- al annars í umfjöll- un Morgunblaðsins um landsleik Norð- ur-Makedóníu og Ís- lands í undankeppni EM sem fram fór í Skopje í gærkvöld. Guðmundur lands- liðsþjálfari kom mörgum á óvart þegar hann lét hinn 18 ára gamla Viktor Gísla Hallgrímsson byrja leikinn í mark- inu. »25 Frábær varnarleikur í Norður-Makedóníu Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sjö leikkonur munu flytja Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13:30 og mun ljúka upp úr kl. 18. Umsjónarmaður verkefnisins er- Steinunn Jóhannesdóttir en með henni lesa þær Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Mar- grét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Sannkallað einvala- lið leikkvenna, eða „grand old la- dies,“ eins og Steinunn orðar það í samtali við Morgunblaðið. „Við erum allar gamlar samstarfs- konur úr leikhúsinu og þykir vænt hverri um aðra og verkefnið fram- undan,“ segir Steinunn. Yfirskrift flutningsins að þessu sinni er „Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“. Er það tilvitnun í samnefnda ritgerð Steinunnar um þær konur sem fengu send handrit að sálmunum frá Hallgrími vorið 1660. Hafði hann þá fengið hvatningu frá skáldbróður sínum til þess að hefja útbreiðslu á verki sínu. Treysti hann konunum til að kynna sálmana fyrir öðrum, verja þá fyrir gagnrýni og sjá til þess að þeim yrði ekki „undir bekk varpað“ eins og hann orðaði það sjálfur. Gegndu lykilhlutverki Konurnar voru Ragnhildur Árna- dóttir í Kaldaðarnesi, Kristín Jóns- dóttir í Einarsnesi og Helga Árna- dóttir í Hítardal, allar innbyrðis tengdar og í áhrifastöðu á sínum tíma. Vorið 1661 fékk Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti fjórða handritið ritað eigin hendi skáldsins, sem er það eina sem varðveist hefur til okkar daga, segir Steinunn. „Handritin sem þessar samtíma- konur Hallgríms fengu frá höfund- inum gegndu lykilhlutverki fyrstu ár- in og aldirnar sem Passíusálmarnir voru að vinna sér sinn einstæða sess í sál þjóðarinnar. Það er til þess að heiðra minningu kvennanna í innsta hring skáldsins sem leikkonurnar sjö sameinast um flutning á verkinu nú,“ segir Steinunn ennfremur. Hún hefur tvisvar áður staðið fyrir verkefni af þessum toga en í bæði skiptin í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Fyrra skiptið var 2014, þegar 400 ár voru liðin frá fæðingu Hallgríms. Seinna skiptið var í fyrra. Þá tóku fimm leikkonur þátt í flutningnum. Aðsóknin var það mikil að kirkjan troðfylltist. Í ár var svo ákveðið að flytja sálmana í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu og safna saman hópi sjö leikkvenna. Steinunn segir undirbúninginn hafa gengið mjög vel. Tónlistin á föstudaginn langa verð- ur í höndum Björns Steinars Sól- bergssonar, organista Hallgríms- kirkju. Ljósmynd/Hilmar Þorsteinn Hallgrímskirkja Leikkonurnar sjö, frá vinstri Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Stein- unn Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Edda Þórarinsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Sjö leikkonur lesa upp Passíusálma Hallgríms  „Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“ flutt föstudaginn langa Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Flex skrifstofuhúsgögn Hönnuðir: Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson Dímon Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.