Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Í VESTURBÆNUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KR er komið í góða stöðu í einvígi sínu gegn Þór Þorlákshöfn í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í körfu- bolta eftir 98:89-sigur á heimavelli í þriðja leik á laugardagskvöldið. KR er nú með 2:1-forystu og tryggir sér sæti í lokaúrslitum gegn Stjörnunni eða ÍR með sigri í Þorlákshöfn í kvöld. Liðin skiptast á höggum Serían til þessa er búin að vera afar skemmtileg. Liðin skiptast á að ná höggum hvort á annað og var leikur- inn á laugardag mjög ólíkur öðrum leiknum í Þorlákshöfn. Þar réðu KR- ingar lítið sem ekki neitt við Kinu Rochford, en þeir gerðu mjög vel í að stöðva Bandaríkjamanninn stóra á heimavelli. Hvort sem það var Pavel Ermolinskij, Julian Boyd eða Krist- ófer Acox sem vörðust Rochford, þá gerðu þeir það mjög vel. Það var al- veg ljóst að KR ætlaði ekki að láta Rochford komast upp með sama leik og í Þorlákshöfn, þar sem héldu hon- um engin bönd. Þess í stað þurfti Þór að treysta á þriggja stiga skytturnar sínar. Það gekk vel framan af og var nýtingin mjög góð í fyrri hálfleik. Það er hins vegar erfitt að treysta á slíkt vopn yf- ir heilan leik og endar það sjaldan vel. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, átti ekki góðan leik á hliðarlínunni í Þorlákshöfn. Hann bætti fyrir það með leiknum í gær. Hann var búinn að kortleggja lið Þórs og var sigur KR-inga ekki í mikilli hættu í seinni hálfleik. Kristófer Acox átti glimrandi góðan leik fyrir KR. Ásamt því að verjast Rochford vel, skoraði hann 26 stig og tók 11 fráköst. Hann skoraði með nokkrum glæsilegum troðslum sem kveiktu í troðfullri DHL-höll. Julian Boyd spilaði vel sömuleiðis og Helgi Már Magnússon kom með virkilega góða innkomu af bekknum. Michele Di Nunno spilaði mun meira sem liðsmaður en í síðasta leik og þá virkar KR best. Hjá Þór var Nikolas Tomsick best- ur, enda fékk hann meira frelsi þar sem KR lagði mikla áherslu á að stoppa Rochford. Jaka Brodnik var líka sterkur, en Þórsarar verða að fá meira frá Kinu Rochford, ef þeir ætla sér eitthvað annað en sumarfrí í kvöld. KR þarf einn sigur í viðbót  KR-ingar fundu lausnir gegn Þór og Rochford  Fjórði leikurinn í kvöld Morgunblaðið/Eggert Mikilvægur Kristófer Acox spilaði vel í vörn og sókn gegn Þór Þorlákshöfn. Tiger Woods kom sér enn betur fyrir í sögu- bókum golfíþróttarinnar í gær þegar hann sigraði á Masters-mótinu á Augusta National. Sigurinn var hans fimmtándi á risamóti í golfi og er hann sá næstsigursælasti í sögunni á eftir Jack Nicklaus sem sigraði átján sinnum. Fyrir sigurinn fær Tiger Woods um 2 millj- ónir dollara og græna jakkann. Á Augusta ættu menn að þekkja hvaða stærð Tiger notar því hann sigraði nú á Masters í fimmta sinn. Er hann næstsigursælastur allra í sögu mótsins. En eins og í fleiri þáttum þá slær Nicklaus hon- um við með sex sigra. Tiger er 43 ára gamall og á þessari öld er líklega enginn íþróttamaður jafn frægur um víða veröld. Tiger Woods hefur sigrað á Masters á þremur mismunandi áratugum. Fyrsti sigur- inn kom 1997 en næstu þrír komu 2001, 2002, 2005 og nú 2019. „Segja má að hring- rás hafi orðið því þegar ég sigraði hér árið 1997 var faðir minn á staðnum en nú er ég sjálfur faðir með tvö börn á staðnum,“ sagði Tiger þegar sigurinn var í höfn. „Þessi sigur mun alltaf verða einn sá erfiðasti á mínum ferli vegna þess sem gerst hefur síðustu tvö árin,“ sagði Tiger einnig og vísar þar til þess að ferill hans var í fullkomnu uppnámi vegna bakmeiðsla. Þurfti hann að gangast undir fjórar aðgerðir til að fá bót meina sinna. kris@mbl.is Sigraði síðast á Masters 2005 AFP Áfangi Tiger Woods fagnar sigrinum ásamt kylfuber- anum Joe LaCava. Í bakgrunni má sjá Condoleezzu Rice fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. DHL-höllin, undanúrslit karla, 3. leikur, laugardag 13. apríl 2019. Gangur leiksins:: 6:5, 8:9, 14:13, 23:19, 27:29, 34:35, 43:42, 55:46, 59:48, 63:56, 65:60, 74:66, 81:71, 86:77, 92:82, 98:89. KR: Kristófer Acox 26/11 fráköst, Julian Boyd 19/9 fráköst, Helgi Már Magnússon 15, Michele Chri- stopher Di Nunno 13, Jón Arnór Stefánsson 9, Pavel Ermolinskij 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 5, Björn Kristjánsson 4. Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn. Þór Þ.: Nikolas Tomsick 22/5 frá- KR - Þór Þ. 98:89 köst/7 stoðsendingar, Jaka Brod- nik 18/4 fráköst, Kinu Rochford 14/4 fráköst, Halldór Garðar Her- mannsson 13/6 fráköst/5 stoð- sendingar, Emil Karel Einarsson 10/6 fráköst, Ragnar Örn Braga- son 8, Davíð Arnar Ágústsson 4. Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Dav- íð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 1.150.  Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir KR. Liðin mætast í fjórða skipti í kvöld. Dominos-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: KR – Þór Þ ............................................ 98:89  Staðan er 2:1 fyrir KR og fjórði leikur í Þorlákshöfn í kvöld. Dominos-deild kvenna Undanúrslit, fjórði leikur: KR – Valur ............................................ 81:84  Valur vann 3:1. Stjarnan – Keflavík .............................. 73:83  Staðan er 2:2 Spánn Real Madrid – Obradoiro ................... 94:70  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig og tók 3 fráköst á 16 mínútum með Obradoiro. B-deild kvenna: Celta Zorka – Mataró.......................... 66:62  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 4 stig og tók 1 frákast á 14 mínútum hjá Celta. Frakkland Le Mans – Nanterre ........................... 75:84  Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 26 mínútum hjá Nanterre. Austurríki Traiskirchen Lions – Flyers Wels ..... 96:67  Dagur Kár Jónsson skoraði 9 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu á 27 mínútum hjá Flyers Wels. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8-liða úrslit, 1. leikur: Philadelphia – Brooklyn .................. 102:111 Toronto – Orlando ............................ 101:104 Boston – Indiana .................................. 84:74 Vesturdeild, 8-liða úrslit, 1. leikur: Portland – Oklahoma City................. 104:99 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: IG-höllin: Þór Þ. – KR (1:2) ................. 18.30 Hertz-hellir: ÍR – Stjarnan (2:1) ......... 20.15 Umspil karla, fjórði úrslitaleikur: Hveragerði: Hamar – Fjölnir (1:2) ..... 19.15 KNATTSPYRNA Lengjubikar kvenna, undanúrslit: Boginn: Þór/KA – Breiðablik .............. 18.15 Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarinn: Leiknisvöllur: KB – Snæfell ..................... 20 Í KVÖLD! Íþróttamaður ársins 2018, Sara Björk Gunnarsdóttir, skoraði fyrir Wolfsburg þegar liðið vann stór- sigur gegn Söndru Maríu Jessen og liðsfélögum hennar í Bayer Lever- kusen á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 5:0-sigri. Sara lék allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg og skoraði annað markið á 20. mínútu. Sandra lék fyrstu 74. mínúturnar. Wolfsburg er í efsta sæti þýsku með 47 stig og hefur þriggja stiga forskot á Bayern München sem er í 2. sæti en á leik til góða. Leverkus- en er í 11. sæti sem er fallsæti með 14 stig og er stigi frá öruggu sæti. Sara skoraði gegn Söndru Ljósmynd/Þórir Tryggvason Skoraði Sara og samherjar hennar eru á toppnum í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.