Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra ræddi um mikilvægi hins svokallaða bláa hagkerfis (e. Blue Economy) í ávarpi sínu í þróunar- nefnd Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins nú um helgina. „Hugmyndin um bláa hagkerfið er nokkuð nýtilkomin en er nú mikið notað hugtak fyrir atvinnustarfsemi, vöxt og þróun sem tengist hafinu og ströndunum. Sjálfbært blátt hagkerfi getur séð minni ríkjum, sérstaklega þeim sem liggja að sjó, fyrir umhverf- isvænni og samkeppnishæfari efna- hag,“ sagði Guðlaugur í ávarpi sínu. Í þessu samhengi benti Guðlaugur á að Ísland hefði auðgast mikið vegna fiskveiða og að Ísland myndi reiða sig á fiskveiðar til framfærslu í framtíð- inni. „Við verðum að átta okkur á þeim tækifærum sem felast í heilbrigðum höfum og sjálfbærri notkun á þeim.“ Sjórinn á jaðri umræðunnar Guðlaugur sagði að höfin hefðu lengi vel ekki verið nægilega miðlæg í umræðunni um loftslagsmál. „Höfin eru mikilvægur hluti af þýðingarmik- illi umræðu um loftslagsbreytingar. Höfin hafa þó lengi vel verið á jaðri umræðunnar í stað þess að vera í miðju hennar.“ Guðlaugur hélt ávarpið fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en Ísland á sæti í þróunarnefndinni á árinu 2019, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þróunarnefnd- in er sameiginleg ráðherranefnd Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunar- samvinnu gagnvart stofnununum tveimur. Nefndin er skipuð 25 ráð- herrum frá aðildarríkjum stofnan- anna. Heilbrigð höf undir- staða hagsældar  Utanríkisráðherra flutti ávarp um hið bláa hagkerfi Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór á fundi þróunarnefndarinnar. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það hefur í raun ekkert gerst í málinu síðan það kom fyrst fram,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, um „Procar- svindlið“ svokallaða. Málið komst í hámæli fyrr á þessu ári þegar í ljós kom að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetramæla í bifreiðum fyrir- tækisins áður en þeir voru seldir. Aðili sem tengdist rekstri fyrir- tækisins ljóstraði upp um málið en í gögnum frá Procar mátti sjá að akstursmælum hafði verið breytt í tugum bíla. Runólfur segist furða sig á því að ekki hafi verið tekið á málinu af meiri festu. „Það er liðinn mjög langur tími og einu skilaboðin sem berast eru þau að þetta mál sé í skoðun. Fólk er að verða fyrir mikl- um skaða af þessum völdum og svo virðist sem hluti markaðarins vilji að þetta mál hverfi bara, enda er þetta óþægilegt mál,“ segir Run- ólfur og bætir við að málið hafi dregið verulega úr trausti neytenda í viðskiptum með notuð ökutæki. Þess utan hafi þetta skaðað neyt- endur og fyrirtæki fjárhagslega. „Fólk sem á bíl sem áður hefur verið í eigu bílaleigu er í vandræð- um með að selja hann. Það hefur ekki einungis áhrif á þessa 100 bíla sem þeir hafa viðurkennt að hafa átt við heldur alla bíla sem áður hafa verið í eigu bílaleigu. Þetta gerir bifreiðarnar talsvert verðminni“ segir Runólfur. Skerpa verður á reglum Að sögn Runólfs er mikilvægt að skerpa á reglum er varða breyt- ingar á akstursmælum bifreiða. Þá verði löggjöfin að vera talsvert skýrari. „Það þarf að vera skýrari löggjöf í þessum málum. Þetta ætti að vera brot á hegningarlögum og aðilar sem staðnir eru að slíku ættu að vera sektaðir,“ segir Runólfur sem kveðst vita til þess að nokkrir einstaklingar hafi kært málið til lög- reglu. Enn sem komið er hafi lítið borið á viðbrögðum þaðan og málið sagt í skoðun. Runólfur segist undr- andi á hægagangi lögreglu. „Ég veit að einstaklingar hafa kært málið til lögreglu. Maður furðar sig í raun á því að hún hafi ekki lagt hald á gögn úr fyrirtækinu til að vernda rann- sóknarhagsmuni,“ segir Runólfur. Einungis íbúðakaup stærri Að hans sögn er afar mikilvægt að einstaklingar sem urðu fyrir tjóni vegna bifreiðanna fái það bætt. Mik- ilvægt sé að tryggja að neytendur séu verndaðir í málum sem þessum. „Mér finnst skortur á því að neyt- endur séu verndaðir. Það verður einnig að líta til þess að einungis íbúðakaup eru stærri kaup en bif- reiðakaup venjulegrar fjölskyldu. Það er því mjög mikilvægt að þessir einstaklingar fái tjón sitt bætt,“ segir Runólfur að endingu. Undrast seinagang og lítil viðbrögð  Óbreytt staða í „Procar-svindlinu“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Procar Að sögn Runólfs hefur lítið bólað á viðbrögðum í málinu. Procar-svindlið » Undrast það að ekki hafi verið lagt hald á gögn úr fyrir- tækinu til að vernda rannsókn- arhagsmuni. » Mikilvægt að einstaklingar fái tjón sitt bætt sem fyrst. » Akstursmælum í um 100 bifreiðum bílaleigunnar var breytt fyrir sölu bifreiðanna. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þingvallavegi, nr. 36, verður lokað frá og með 24. apríl nk. og fram á haust. Um er að ræða kaflann frá Þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum og að vegamótunum við Vallaveg. Aðgengi að miðstöðinni verður óbreytt. Umferð verður beint um Vallaveg meðan á framkvæmdum stendur. Sjá nánar meðf. kort. Samfara fjölgun ferðamanna hef- ur umferð um þjóðgarðinn aukist gríðarlega. Gerir Vegagerðin ráð fyrir stöðugri aukningu næstu árin, skv. spá til ársins 2042. Á sumrin er umferðin um 2.500 bílar á sólarhring og um 1.100 bílar að vetri til. Buðu 484 milljónir í verkið Um er að ræða síðari áfanga verksins. Sá fyrri hófst síðasta sum- ar þegar 3 km af Þingvallavegi voru lagfærðir. Verktaki fyrir Vegagerð- ina í þessu er fyrirtækið Þjótandi, sem bauð 484 milljónir króna í verk- ið. Það felst einkum í að fjarlægja gróður í vegfláum, breikka veginn um tvo metra, búa til nýja vegfláa og koma gróðrinum aftur fyrir í nýjum vegfláum. Fram til 24. apríl mun Vegagerðin lagfæra Vallaveginn eins og kostur er. Að sögn Einars M. Magnússonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, var Vallavegur einnig lagfærður í fyrra, með því að setja upp víraveg- rið og bæta við mætingarstæðum. Núna verður bætt í og mætingar- stæðum fjölgað um fjögur, auk þess sem vegkantar verða styrktir á nokkrum stöðum. Á vef þjóðgarðsins er bent á að vegurinn sé mjór og henti illa fyrir stærstu bíla. Óskar Vegagerðin eftir því að ferðaþjónstufyrirtæki noti minni bíla meðan á framkvæmdum stendur í sumar. Einar segir að í fyrra hafi ekki mikið tillit verið tekið til þessarar ábendingar en nú sé þetta ítrekað, sem og að reikna sér lengri tíma til að aka í gegnum þjóð- garðinn. Að sögn Einars var haft samráð við þjóðgarðinn um að sameina bíla- stæði við veginn. Þrjú stæði verða búin til með pláss fyrir 10 bíla hvert. Síðan verður búið til stórt stæði við Gjábakka þar sem þjóðgarðurinn mun gera nýjan útsýnispall í sumar. Ljósmynd/Vegagerðin Þingvellir Vegurinn um þjóðgarðinn, frá Þjónustumiðstöðinni og að Gjábakka, verður breikkaður í sumar. Klára Þingvallaveg  Vegagerðin lýkur endurbótum á Þingvallavegi í sumar  Vegurinn lokaður 24. apríl til hausts  Ekið um Vallaveg Þingvallavatn Re ykj aví k Selfoss Lokun Þingvalla- vegar í sumar Vallavegur Hjáleið Þingvallavegur um þjóðgarðinn verður lokaður frá 24. apríl og fram til næsta hausts Kortagrunnur: OpenStreetMap Eftir er að framkvæma endurbætur á um 6 km kafla vegarins en 3 km voru kláraðir 2018 Þingvallavegur Lokað vinnusvæði Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Hálsmen 10.900,- Hálsmen 8.900,- Hálsmen 8.900,- Hálsmen 9.900,- Hringur 8.900,- Hringur 8.900,- Hringur 8.900,- Eyrnalokkar 5.500,- Eyrnalokkar 5.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.