Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR Til hvers ætlar rík- isstjórnin að troða upp á okkur þriðja orkupakkanum án þess að við höfum nokkuð við hann að gera? Og án þess að fyrir því sé almennur vilji meðal þjóðar- innar eða í grasrótum stjórnarflokkanna? Og það þó að EES- samningurinn heimili okkur að hafna þessum pakka án afleiðinga fyrir þann samning? Því er orkupakka þrjú ekki einfaldlega hafnað? Svarið liggur í því að þessi orku- markaðslagabálkur ESB, orku- pakki 3, plægir jarðveginn fyrir tvennt, einkavæðingu Landsvirkj- unar og lagningu sæstrengs sem tengir okkur við orkukerfi og -markað Evrópu. Þar í liggja gríð- arlegir fjárhagslegir hagsmunir. Og það liggur sannarlega fyrir áhuginn á þessu hvoru tveggja, innan Landsvirkjunar, hjá komm- issörum ESB og ekki síst hjá ís- lenskum ráðamönnum, eins og fréttir bera með sér. Það þarf vart að fara mörgum orðum um áhug- ann á Landsvirkjun, en bæði for- maður og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og fleiri ráðherrar hans, hafa beitt sér í orði og verki fyrir lagningu þessa sæstrengs, hvað sem líður svokölluðum fyr- irvörum sem þau þykjast ætla að setja varðandi innleiðingu orku- pakka 3. Þessir fyrirvarar, sem hafa að sögn hlotið samþykki orku- málastjóra ESB, munu ekki halda fyrir dómi ef og þegar á það reyn- ir. Þessi „sameiginlegi skilningur“ orkumálastjórans hefur nefnilega ekkert ígildi löggjafarvalds hjá ESB. Það hefur margoft komið skýrt fram, m.a. í máli kommissara ESB, að frávik frá regluverki ESB er því aðeins mögulegt að um sé að ræða tímabundna aðlögun umsókn- arríkis um aðild að ESB. Því verður að telja líklegt, vegna þeirra hagsmuna sem þarna togast á, að á þetta muni reyna fyrir dómi. Sá dómur (EFTA-dómstóllinn) dæmir eftir ESB- lögum en ekki hinum „sameiginlega skiln- ingi“ orkumálastjóra og óskhyggju ís- lenskra pólitíkusa. Þriðji orkupakkinn plægir þannig leiðina fyrir sæstrenginn sem sannarlega er á áætlun í Brussel og er á endanum einnig samkvæmt áður auðsýndum vilja þeirra ráð- herra sem nú veifa framan í okkur fyrirvörum og „sameiginlegum skilningi“ embættismanna í Bruss- el. Það er aðeins í blekkingaskyni sem því er haldið fram að höfnun þessa orkupakka ógni EES- samningnum, því hann heimilar okkur einmitt slíka afstöðu. Það er hins vegar ljóst að sæstrengurinn mun valda stórhækkuðu orkuverði til allra notenda hér á landi, stórra sem smárra, t.d. vegna jafnaðar- stefnu ESB og eins og kunnugt er, er húshitunarkostnaður annarra Evrópulanda mun hærri en hér. Það er líklega eini kostnaðarliður- inn í heimilisrekstrinum sem við njótum góðs af í samanburði við aðra Evrópubúa. Og stjórn þess- ara mála verður alls ekki í okkar eigin höndum, heldur í Brussel. Það er jú einmitt megintilgangur þessa pakka, að færa stjórn orku- mála í Evrópu undir einn hatt, s.s. til Brussel. Innleiðing þriðja orku- pakkans mun þess vegna valda því að þegar afleiðingar þess fara að bíta með stórauknum rekstrar- kostnaði íslenskra heimila, þá mun verða mun háværari, krafan um að rifta EES-samningnum. Það mun lítið stoða að halda fram þjóðhags- legri hagkvæmni þessa samnings, þegar almenningur finnur fyrir þveröfugum áhrifum á eigin skinni. Sama gildir um meinta þjóðhags- lega hagkvæmni þess að geta selt umframorku um þennan sæstreng. Þjóðhagsleg hagkvæmni mælist nefnilega ekki í óskhyggju pólitík- usa. Hún mælist heldur ekki í buddum eigenda orkuvera, dreifi- kerfa eða sæstrengja. Hún finnst hins vegar vel í rekstri heimila. Ef það á með réttu að halda því fram að EES-samningurinn sé okkur svo hagkvæmur að mikil- vægt sé að halda honum í gildi, þá stafar einmitt mun meiri hætta af innleiðingu þriðja orkupakkans en því að hafna honum. Nú þegar er orðin mikil andstaða gegn þessum samningi vegna ásælni ESB- valdsins í fullveldi okkar, gegnum þennan samning. Innleiðing laga- bálks frá Brussel sem hirðir af okkur mjólkurkúna (Landsvirkjun) og íþyngir verulega búsetuskil- yrðum okkar hér mun verða bana- biti EES-samningsins. Önnur fyrirsjáanleg afleiðing þessarar innleiðingar er stórdýpk- uð gjá milli forystu og þingliðs stjórnarflokkanna annars vegar og grasrótahreyfinga þeirra hins veg- ar. T.a.m. mættu ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem nú fara fyrir þessari innleið- ingu orkupakka 3, rifja upp sam- þykktir síðasta landsfundar eigin flokks um einmitt þetta. Eftir Þorkel Á. Jóhannsson » Það mun lítið stoða að halda fram þjóð- hagslegri hagkvæmni EES-samningsins, þeg- ar almenningur finnur fyrir þveröfugum áhrif- um á eigin skinni. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður og rekstraraðili heimilis í landinu. Um þjóðhagslega hagkvæmni, EES og þriðja orkupakkann Auðlindir landsins eru Íslendinga og um það eru nær allir sammála. Það sást í skoðanakönnun að yfir 90 % kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja það en sumir flokkar voru ekki með nema 60% fylgj- andi því. Auðlind- irnar þurfum við að verja með lögum. Umræðan um þriðja orkupakkann og vegferðin sem utanríkisráðherra og atvinnu- vegaráðherra eru nú á geta stuðlað að því. Málalok ráðast á Alþingi. Við undirritaðir höfum lengi var- að við upptöku þriðja orkupakkans og afsali Íslendinga yfir stjórn auð- linda okkar. Málið er komið á það stig vegna andvaraleysis fyrrver- andi utanríkisráðherra, að það er komið allt of langt í samþykktar- ferlinu og lítill tími til stefnu, að setja skýr lög um auðlindastýringu vatns- og jarðvarmavirkjana þannig að yfirráð okkar yfir auðlindunum séu skýr og ótvíræð. Eftir heils árs þétta umræðu um málið hefur nú þætti sæstrengs og fullveldis verið frestað um sinn, en lítið skýrst um það hvernig málin standa að þeim fresti liðnum. Hvað er hægt að gera til að standa betur í næsta áfanga baráttunnar um fullveldi okkar varðandi okkar eigin auðlind- ir? Alþingi getur ekki án ítarlegrar skoðunar ákveðið að fella þriðja orkupakkann og vona svo það besta hvernig fer með milliríkjasamninga okkar. Utanríkisráðherra hefur tekið mikilvægt skref í málinu með sameiginlegri fréttatilkynningu sinni og orkumálastjóra ESB, en þar segir meðal annars: „Gildandi ákvæði þriðja orkupakkans hafa engin áhrif á fullveldi ríkisstjórnar Íslands yfir orkuauðlindum Íslands og ákvörðunarvald yfir nýtingu og stjórnun þeirra.“ Í þessari setningu er fjallað um mun meira vald en það eitt að gefa út virkjanaleyfi. Þarna er líka verið að tala um stjórnun lóna og vatnsbúskapar. Þá hefur ríkisstjórnin ekki síður full- veldi til að tryggja, að jarðvarma- svæði séu ekki ofnýtt eða blóð- mjólkuð þannig að til skaða sé fyrir framtíðina og vægi rammaáætlunar í skipulagi á nýtingu auðlindanna er ekki veigaminnsti þáttur þessa fullveldis. Í þessari fréttatilkynn- ingu er skýrt það fullveldi sem hefði þurft að tryggja með lögum áður en þriðja orkupakkanum var hleypt inn í sameiginlegu EES nefndina, en nú er málið komið þaðan út og enn liggur ekki fyrir hvort eða hvernig Alþingi getur bætt úr þeim mistökum sem gerð voru. Fyrsti og annar orkupakki ESB gekk út á að löndin skyldu tengja raforkukerfi sín eins og best hent- aði hverju og einu og mynda þann- ig sameiginlegan markað. Í ljós kom að mörg ríki ESB voru ekkert áfram um þessa stefnu og viðbrögð ESB voru þá þau að yfirtaka vald ríkjanna yfir orkukerfum þeirra. Fyrsti áfangi þeirrar yfirtöku er þriðji orkupakkinn sem nú er til meðferðar á Alþingi og mælir fyrir um, að stofna til sjálfstæðs lands- reglara í hverju ríki. Næsti áfangi er að leggja valdið til að ákveða millilandatengingar (sæstreng) undir framkvæmdastjórn ESB. Þriðji áfanginn næst svo með fjórða orkupakkanum, en þá skal stjórna raforkukerfum ríkjanna frá svæð- isbundnum stjórnstöðvum innan ESB. Þar með er lokið tæknilegri yfirtöku ESB á raforkukerfum ríkja ESB, líka EFTA-landanna. Hér fylgja auðlindirnar með í kaupunum vegna þess að hér vant- ar sérstök lög um stjórnun auðlinda og því falla þær á eðlilegan hátt undir stjórn landsreglarans sem hluti raforkumála og þar með ACER þrátt fyrir viðurkennt full- veldi okkar í þeim málum. Að láta þetta ganga fram er að glutra niður fullveldinu og segja sumir lögfræð- ingar að stjórnarskráin banni það ekki. Í Evrópu eru raforkukerfi að stærstum hluta byggð upp á elds- neytiskerfum í eigu einstaklinga og fyrirtækja en hér er það landið og auðlindir þess sem gefa okkur orkuna og eeru nn að stærstum hluta í eigu opinberra aðila. Með markaðsstýringu á raforkunni verð- ur auðlindinni stýrt án tillits til heildarhagsmuna þjóðarinnar. Þá má benda á að fjárfestar ESB/ EES-svæðisins og þar með íslensk orkufyrirtæki geta átt kost á fjár- hagslegum stuðningi frá ESB vegna orkuframkvæmda sem eru í samræmi við stefnu ESB og hverj- um sem er innan ESB er heimilt að kaupa og ráðstafa sínu landi í sína þágu. Það að hér séu ekki neinar teljandi takmarkanir á ráðstöfun lands og landsréttinda er áhyggju- efni sem þörf er á að skoða. Það ár sem liðið er af umræðunni um þriðja orkupakkann hefur verið notað til að skýra möguleg stjórn- skipuleg vandkvæði vegna sam- þykktar hans. En það fullveldi sem um er rætt hér að framan hefur enn ekki verið skilgreint stjórn- skipulega og lögfræðingum því ókleift að meta áhrif þriðja orku- pakkans á þann hluta fullveldis okkar út frá stjórnskipulegum sjón- armiðum. Það er nú verkefni Al- þingis, að koma á þeirri stjórn- skipan sem þarf til að tryggja fullt og óskorað fullveldi yfir orkuauð- lindum okkar. Við höfum enn tíma. Skorum við á að ríkisstjórn og Alþingi að nýta sér þær upplýsingar sem komið hafa fram í þeirri umræðu sem áunnist hefur. Tryggjum forræði Íslands yfir auðlindum okkar og vinnum að skynsamlegri orkustefnu fyrir land og þjóð til framtíðar. Tryggjum þjóðinni íslenskar auðlindir Eftir Elías Elíasson og Svan Guðmundsson » Allt of langt er komið í samþykktarferlinu og lítill tími til stefnu að setja skýr lög um auð- lindastýringu vatns- og jarðvarmavirkjana þannig að yfirráð okkar yfir auðlindunum séu skýr og ótvíræð. Elías er sérfræðingur í orkumálum. Svanur er sjávarútvegsfræðingur. Svanur Guðmundsson Elías Elíasson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.