Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 24
AFP Snjall Albert Guðmundsson kom inn á og lífgaði upp á leik AZ. Albert Guðmundsson skoraði tví- vegis fyrir AZ í skrautlegum leik í hollensku knattspyrnunni á laugar- dagskvöldið. Albert byrjaði á vara- mannabekknum þegar AZ Alkmaar fékk Den Haag í heimsókn. Erik Falkenburg kom gestunum í 2:0 Den Haag í vil en Albert kom inn á á 66. mínútu. Minnkaði hann muninn fyrir AZ á 85. mínútu og var aftur á ferðinni á 90. mínútu og jafnaði 2:2 fyrir framan sína nánustu sem voru mættir til Hollands og sóttu leikinn. Sheraldo Becker skoraði sigur- mark Den Haag í leiknum í uppbót- artíma og Den Haag fagnaði 3:2 sigri. AZ Alkmaar er í fjórða sæti deildarinnar með 52 stig. Skoraði tvö fyrir AZ 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Lengjubikar kvenna Undanúrslit: Valur – Stjarnan ...................................... 4:0 Fanndís Friðriksdóttir 28., 51, Margrét Lára Viðarsdóttir 47., Hlín Eiríksdóttir 58.  Valur mætir Þór/KA eða Breiðabliki í úr- slitaleik á fimmtudaginn. Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Höttur/Huginn – Einherji ....................... 3:1 Kórdrengir – KM ..................................... 7:0 Vestri – Víðir............................................. 1:0 Nökkvi – KF ............................................. 2:4 Dalvík/Reynir – Samherjar..................... 6:0 Tindastóll – Æskan .................................. 5:0 Haukar – KFS .......................................... 5:2 Augnablik – Árborg ................................. 8:1 Hvíti riddarinn – Kormákur/Hvöt.......... 5:1 Hörður Í. – Berserkir .............................. 1:5 KFR – KH................................................. 1:0 Skallagrímur – KV ................................... 1:4 Selfoss – Þróttur V. .................................. 3:0 Úlfarnir – Vatnaliljur............................... 6:1 2. umferð: Sindri – Leiknir F .................................... 5:1 Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg .......... 1:3  Alfreð Finnbogason spilaði fyrstu 83 mínúturnar fyrir Augsburg. Leverkusen – Wolfsburg ........................ 0:5  Sandra María Jessen spilaði fyrstu 73 mínúturnar með Leverkusen.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik með Wolfsburg og skoraði annað markið. Rússland Rostov – Spartak Moskva ....................... 2:1  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson síðustu 12 mínúturnar. CSKA Moskva – Orenburg ..................... 2:3  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með CSKA og Hörður Björgvin Magnússon síð- ustu 6 mínúturnar. Holland AZ Alkmaar – Den Haag ........................ 2:3  Albert Guðmundsson kom inn á á 66. mínútu og skoraði tvö mörk fyrir AZ. Ajax – Excelsior....................................... 6:2  Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður á 63. mínútu en Elías Már Ómarsson var allan tímann á bekknum hjá Excelsior. Pólland Lech Poznan – Jagiellonia ..................... 0:2  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. Úkraína Chornomorets – Olimpik Donetsk ........ 1:1  Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Chornomorets. Grikkland Larissa – PAOK ....................................... 1:1  Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn með Larissa.  Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara- maður hjá PAOK. KNATTSPYRNA Í GARÐABÆ/VESTURBÆ Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson Brittanny Dinkins átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið tryggði sér odda- leik gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær í fjórða leik liðanna í undan- úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfu- knattleik. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Keflavíkur, 83:73, en Dinkins skoraði 39 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar en staðan í ein- víginu er nú jöfn, 2:2. Stjarnan byrjaði leikinn betur en Keflavík leiddi með átta stigum í hálf- leik, 42:34. Keflavík átti frábæran þriðja leikhluta og var munurinn á liðunum átján stig að honum loknum og þann mun tókst Garðbæingum ekki að brúa. Brittanny Dinkins fór fyrir liði Keflavíkur í gær og setti niður körfur í öllum regnbogans litum. Emilía Ósk Gunnarsdóttir spilaði frábæra vörn á Danielle Rodriguez framan af og tókst að halda henni í skefjum. Þá fékk Keflavík framlag frá mörgum leikmönnum af bekknum sem settu niður stórar körfur á ögurstundu í leiknum. Stjörnustúlkur hittu ekki vel úr skotunum sínum í gær og erlendu leikmenn liðsins, þær Danielle Rod- riguez og Veronika Dzhikova, sáu al- farið um stigaskor liðsins framan af leik. Stjarnan fékk lítið af stigum frá bekknum í gær og þar skildi á milli. Þá munaði mikið um fjarveru Bríetar Sifjar Hinriksdóttir sem hefur verið dugleg að setja niður þrista í vetur fyrir Stjörnuna. Það er allt undir í oddaleik liðanna sem fram fer í Keflavík á miðvikudag- inn. Breiddin er meiri hjá Keflavík eins og staðan er í dag og of margir leikmenn Stjörnunnar virkuðu ein- faldlega þreyttir í gær. Hvort Garðbæingar finni orku hjá sér til að koma sér í úrslit Íslandsmótsins skal látið ósagt en meðbyrinn er með Keflavík í einvíginu. Valskonur aftur í úrslit Valur leikur til úrslita annað árið í röð eftir 84:81-sigur á KR á útivelli. Valur vann einvígið 3:1. Leikir lið- anna í úrslitakeppninni voru jafnari en margir áttu von á. Það gekk lítið sem ekki neitt hjá KR síðasta hluta deildarkeppninnar, á meðan Valur vann alla deildarleiki sína árið 2019 og síðustu þrjá árið 2018. Að lokum reyndust gæði Vals of mikil fyrir KR- lið sem gaf allt sem það átti í úrslita- keppnina. Heather Butler og Helena Sverrisdóttir fóru á kostum og þá er erfitt að stoppa Val. KR sem félag getur verið stolt af framgöngu liðsins í ár. Að komast í úrslitakeppni sem nýliði og gefa besta liði landsins alvöru seríu í undan- úrslitum verður að teljast góður ár- angur. Valsliðið ætlar sér að bæta þriðja bikarnum í safnið á tímabilinu eftir sigra í deildarkeppninni og bikarnum. Valskonur hafa alla burði til að gera nákvæmlega það. Stemningin er öðruvísi en í fyrra, þegar fáir áttu von á því að Valur gæti unnið Hauka í úr- slitum. Núna búast flestir við Vals- sigri, hvort sem liðið mætir Keflavík eða Stjörnunni. Valur ætlar sér að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvað tekur við hjá KR. Benedikt Guð- mundsson tók nýverið við kvenna- landsliðinu og er ólíklegt að hann haldi áfram þjálfun meistaraflokks KR. Þrír sterkustu leikmenn KR eru svo erlendir. Liðið þarf álíka sterka leikmenn fyrir næsta tímabil, takist liðinu ekki að halda þeim sem eru þar fyrir. KR hefur vaxið mikið í íslensk- um kvennakörfubolta síðustu ár og næsta skref verður spennandi. Keflavík knúði fram oddaleik í Garðabæ  Gæði Valskvenna of mikil fyrir KR  Stjörnustúlkur virkuðu þreyttar Morgunblaðið/Eggert Jafnt Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Stjörnunnar í gær. Mathús Garðabæjar-höllin, undan- úrslit kvenna, 4. leikur, sunnudag 14. apríl 2019. Gangur leiksins:: 4:3, 6:8, 11:14, 21:17, 21:23, 23:32, 27:34, 34:42, 39:46, 44:50, 46:58, 46:64, 54:67, 63:74, 63:76, 73:83. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/8 fráköst/6 stoðsendingar, Vero- nika Dzhikova 16/10 fráköst, Ragn- heiður Benónísdóttir 10/8 fráköst, Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst. Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn. Stjarnan - Keflavík 73:83 Keflavík: Brittanny Dinkins 39/11 frá- köst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hin- riksdóttir 14/7 fráköst, Bryndís Guð- mundsdóttir 10/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 5, Salbjörg Ragna Sæv- arsdóttir 4/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Birna Valgerður Ben- ónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3. Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 348. DHL-höllin, undanúrslit kvenna, 4. leikur, sunnudag 14. apríl 2019. Gangur leiksins:: 5:8, 7:17, 16:22, 21:24, 27:31, 29:37, 34:41, 36:43, 42:51, 48:53, 52:59, 55:67, 66:68, 68:72, 76:77, 81:84. KR: Vilma Kesanen 24/5 fráköst, Orla O’Reilly 22/9 fráköst, Kiana Johnson 21/13 fráköst/11 stoðsend- ingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 3, Unnur Tara Jónsdóttir 2. Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn. KR - Valur 81:84 Valur: Heather Butler 28/6 stoð- sendingar, Helena Sverrisdóttir 22/ 11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/4 fráköst, Simona Po- desvova 5/6 fráköst. Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem. Áhorfendur: 125.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.