Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 7
Loðna Þessi fannst í Englendinga- vík í Borgarnesi og reyndist vera 16 cm löng. Aðeins hafði verið kroppað í hana af fuglum. Borgarnes | Þúsundir fugla hafa undanfarna daga verið á sveimi í Borgarfirðinum í leit að loðnu sem kom inn fjörðinn fyrir nokkrum dögum. Mest er af sílamáfum og hettu- máfum en einnig eru aðrir fuglar þar á sveimi. Þetta er trúlega í fjórða sinn síðan 2010 sem loðna, og trúlega líka eitthvað af sand- síli, hefur vaðið inn fjörðinn, fuglum og fiskum til ætisauka. Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér um helgina niður í fjöru í Englendingavíkinni í Borgarnesi og fann þar eina dauða loðnu sem staðfesti, alla vega fyrir hon- um, hvað hefur verið á ferðinni inn fjörðinn að undanförnu og aukið fuglalífið þar til mikilla muna. Sem kunnugt er varð loðnu- brestur á þessari vertíð og út- gerðin varð af milljarða króna tekjum. Þó að einhver loðna hafi ratað inn í Borgarfjörðinn þá er það of seint til að nýta hana til vinnslu. Loðnan fundin í Borgarfirði Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Ætisleit Horft frá bryggjunni út til Borgareyja í særokinu sem gengið hef- ur yfir undanfarna daga. Þúsundir fugla sveima yfir sjónum í ætisleit.  Þúsundir fugla á sveimi í leit að loðnu í firðinum FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Endursöluaðilar á landsbyggðinni: Jötunn vélar Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum - Bike Tours Grindavík Lögreglumenn á höfuðborgarsvæð- inu sinntu alls um 100 verkefnum frá því klukkan 17 á laugardag fram til klukkan 5 á sunnudagsmorgun nú um helgina. Mörg málanna sem upp komu voru vegna fíkniefna eða ölv- unar, svo sem að bílstjórar voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Þá var tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í miðborginni. Reynt var að aðstoða hana við að komast heim en fór svo að lokum að hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu. Þá voru tveir hand- teknir, grunaðir um líkamsárás. Auk framangreinds bárust lög- reglu margar tilkynningar vegna óhappa sem hlutust af hvassviðrinu sem gekk yfir landið aðfaranótt sunnudagsins. Þannig losnuðu t.d. þakplötur sem fóru á flug, rúða fór úr glugga, fiskikör fuku og hurðir losnuðu. Í nauðum sem af því hlutust komu björgunarsveitarmenn gjarn- an fólki til aðstoðar, fljótt og örugg- lega. sbs@mbl.is Fíkniefna- mál, ölvun og foktjón  Hundrað verkefni á 12 klukkustundum Morgunblaðið/Eggert Lögregla Í hundrað horn að líta. Fangaverðir í fangelsinu á Akureyri hlupu fanga uppi sem reyndi að strjúka þegar verið var að opna fangelsið í gær. Fanginn komst út en var ekki nógu snöggur til að komast undan. Frá þessu var fyrst greint á vef RÚV. Mun þetta vera fyrsta strokið úr lokuðu fangelsi hér á landi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. „Þetta er eitthvað sem ég geri ráð fyrir að honum hafi dottið í hug og fundist góð hugmynd í nokkrar sek- úndur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið sérstaklega skipulagt enda gekk þetta ekki upp,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri. Hann bendir á að eftirförin hafi ekki verið löng. „Þeir tóku strikið á eftir honum og náðu honum þarna neðarlega í göt- unni.“ Aðspurður segir Páll að sér sé ekki kunnugt um brotaferil fangans en hann sé ekki hættulegur. ragnhildur@mbl.is Hlupu uppi strokufanga á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.