Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 ✝ Sædís Vigfús-dóttir fæddist í Baldurshaga á Mýrum, Hornafirði, 10. júní 1946. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut 7. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Halla Sæ- mundsdóttir hús- móðir, f. 6. mars 1917, d. 26. febrúar 1993, og Vigfús Vigfússon bóndi, f. 9. október 1911, d. 22. ágúst 1975. Systkini Sædísar eru Guðrún (Gógó), f. 26. mars 1937, Sigríður Arnborg, f. 13.3. 1940, d. 23. desember 1979, Vig- dís Halldóra, f. 2. október 1948, og Vigfús, f. 11. júlí 1960. Sædís kynntist eiginmanni sínum, Sveini Frímannssyni, rafmagnstæknifræðingi, árið 1972 og giftu þau sig 24. febrúar 1973. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Lárus, f. 24. janúar 1979, giftur Dagbjörtu Ósk Njarðardóttur, f. 18. desember 1983. Börn þeirra eru Breki Sæberg, f. 25. júní 2011, og Rökkvi Sævaldur, f. 16. júní 2017. 2) Vigdís Ósk, f. 2. október 1982, gift Gerald Häsler, f. 13. ágúst 1978. Börn þeirra eru Alice Emilía, f. 15. desember 2004, og Kamilla Marín, f. 6. september 2010. Sædís útskrifaðist frá Hús- stjórnarskólanum á Hallorms- stað 1961 og úr sjúkraliðanámi frá Árósum í Danmörku árið 1976. Sigríður starfaði á Amt- sygehuset Aarhus, öldrunar- heimili í Danmörku, frá 1976 til 1980. Þá starfaði hún einnig á Reykjalundi og við verslunar- störf í Húsasmiðjunni. Útför Sædísar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 15. apríl 2019, klukkan 15. Okkur langar að minnast elsku- legrar mágkonu, Sædísar Vigfús- dóttur, sem lést 7. apríl sl., á sjö- tugasta og fjórða aldursári. Við kynntumst Sædísi fyrir tæpum 50 árum þegar hún giftist bróður okkar, Sveini Frímanns- syni, gosárið 1973. Fljótlega myndaðist góð vinátta okkar á milli og voru samskiptin tíð í gegn- um árin. Þær eru ófáar gleði- og ánægjustundirnar sem við fjöl- skyldurnar áttum saman. Þau fluttu til Danmerkur á þessum tíma, þar sem þau stunduðu nám og vinnu. Við eigum ljúfar minn- ingar frá heimsóknum til þeirra út á Jótland. Í einni ferðinni voru foreldrar okkar, Bjarki frændi og Sigga að norðan og þótti ekki tiltökumál að taka á móti öllum í tveggja her- bergja íbúð. Gengið var úr rúmi fyrir gestina að norðan og búið um aðra í stofunni. Seinna byggðu þau einbýlishús í Galten fyrir utan Ár- ósa og rýmkaðist þá fyrir móttöku gesta frá Íslandi, sem nýttu sér það óspart og voru móttökurnar ávallt höfðinglegar. Alltaf voru þau í sambandi við okkur og minnumst við þess hvað okkur þótti notalegt þegar fréttir bárust frá þeim á Danmerkurár- unum sem voru með öðrum hætti en nú tíðkast. Þar kom að heimþráin varð yf- irsterkari og fluttu þau heim upp úr 1980 í Mosfellssveitina. Þar stækkaði fjölskyldan þegar þau ættleiddu börnin sín tvö, þau Svein Lárus og Vigdísi Ósk. Síðan flutti fjölskyldan í bæinn og bjó þar lengst af á meðan börnin voru að alast upp og fljúga úr hreiðrinu. Bjuggu nú síðast á Strikinu í Garðabæ. Sædís gekk ávallt hreint til verks í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og var ekkert að tví- nóna við hlutina. Var hjálpsöm, heiðarleg og hreinskiptin í fram- komu gagnvart öllum. Hún var snillingur í handavinnu og mat- seld. Prjónaði mikið síðustu árin, peysa á dag sögðum við einhvern tíma við hana, enda ekki ofsögum sagt. Ávallt voru Sædís og Sveinni miklir aufúsugestir á okkar heim- ilum, enda fylgdust þau alla tíð vel með og létu sér annt um hvernig fjölskyldum okkar reiðir af í lífs- baráttunni. Mikið var ánægjulegt að fylgj- ast með hversu samrýnd þau voru og samtaka um að njóta efri ár- anna sem best. Barnabörnin fjög- ur veittu þeim ómælda gleði og ánægju og nutu þau samvista við þau. Einnig ferðuðust þau mikið bæði innan- og utanlands. Eiga sumarhús í Grímsnesi þar sem þau undu sér vel og nutu náttúr- unnar. Veturna nýttu þau í ferðir suður á bóginn í hitann. Það var í aðdraganda einnar slíkrar ferðar í byrjun janúar sl. sem hún fékk að vita af vágest- inum sem hún laut í lægra haldi fyrir rúmum þremur mánuðum síðar. Sú ferð var ekki farin og tók Sædís tíðindunum um veikindin af miklu æðruleysi eins og hennar var háttur. Hún naut ómældrar umhyggju Svenna, sem annaðist hana af mikilli natni í veikindum hennar eins og fólkið hennar allt. Sædísar verður sárt saknað. Svenna bróður, börnum, barna- börnum og fjölskyldu hennar vott- um við innilega samúð. Hvíl í friði. Ásdís og Halldór. Í dag kveðjum við Sædísi, góða vinkonu mína, sem lést eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Ég kynntist Sædísi árið 1975 þegar við Kristján fluttum ásamt tveimur ungum dætrum til Árósa í Danmörku til náms. Sædís og Svenni bjuggu þar fyrir og voru fyrstu vinirnir sem ég eignaðist og hélst sú vinátta skýlaus alla tíð. Sædís og Svenni voru barnlaus en miklar barnagælur og hændust stelpurnar okkar strax að þeim og hefur sú vinátta og væntumþykja sem þá skapaðist haldist í gegnum áratugina. Segja má að Sædís og Svenni hafi verið okkar ungu fjöl- skyldu nokkurs konar þungamiðja í tilverunni í Danmörku, víðs fjarri fjölskyldu og vinum. Sædís var mikil hörkukona, bráðdugleg, ósérhlífin og skyn- söm. Hún var mikil húsmóðir og bakaði alltaf margar tegundir af smákökum fyrir jólin. Ég bakaði aldrei, þar sem desember var próf- mánuður og enginn tími fyrir slíkt. Sædís sá okkur fyrir smákökunum öll jól, stelpunum til mikillar gleði, og er oft minnst sérstaklega á rús- ínukökurnar hennar. Okkur til mikillar ánægju ílengdust Sædís og Svenni í Árósum eftir að námi þeirra lauk og fóru að vinna, Sædís sem sjúkraliði og Svenni sem raf- magnstæknifræðingur, sem varð til þess að við vorum þarna saman öll okkar námsár í Árósum. Sædís var alltaf bílhrædd, sjóhrædd, flughrædd, lofthrædd og átti erfitt með að hjóla. Á þessum tíma var engin skýring á þessu, hún lét sig bara hafa þetta, lifði með þessu. Seinna kom í ljós að hún var með MS-sjúkdóm sem síðustu árin tók mikinn toll af hreyfigetunni. Eftir heimkomuna til Íslands stækkaði fjölskyldan. Sædís og Svenni ættleiddu tvö yndisleg börn sem veittu þeim ótakmarkaða gleði og ánægju. Ættleiðing á þessum tíma var ekki auðvelt mál en Sædís sótti þetta fast með Svenna við hlið sér, en þau voru alltaf mjög sam- rýnd og varla annað þeirra nefnt á nafn án þess að hins væri líka getið, Sædís og Svenni! Sædís var mjög forsjál kona, hún sá í hvað stefndi með MS-sjúkdóminn og undirbjó komandi ár með kostgæfni en krabbameinið var ófyrirsjáanlegt og leiddi hana til dauða á mjög stuttum tíma. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég Sædísi með söknuði, þökk og virðingu og votta þér elsku Svenni, Sveini Lárusi, Vigdísi Ósk og fjölskyldum þeirra samúð okk- ar, megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Guðrún Þórarinsdóttir og fjölskylda. Sædís Vigfúsdóttir ✝ Heiðveig fæddist9. ágúst 1928 í Keldudal í Dýrafirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 4. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Hálfdán Bjarna- son skipasmiður, f. 17.8. 1885, d. 17.12. 1965, og seinni kona hans, Guðbjörg Þór- oddsdóttir, ættuð frá Alviðru við Dýrafjörð, f. 2.9. 1907, d. 24.2. 1941. Heiðveig var alin upp frá fæðingu hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur, fyrri konu Hálfdáns. Heið- veig flutti með fósturmóður sinni til Ísafjarðar um fjögurra ára ald- ur og ólst þar upp. Heiðveig átti tíu hálfsystkini og þrjú alsystkini en þau eru Didda, f. 1930, Óskar, f. 1931, d. 2013, og Nanna, f. 1933. Heiðveig giftist árið 1948 Sigur- birni Þórðarsyni, prentmynda- smið í Hafnarfirði. Sigurbjörn var einn af stofnendum Hauka og spilaði knattspyrnu með því félagi á fyrstu árum þess. Foreldrar Sigurbjörns voru Sigríður Gríms- dóttir, f. 24.6. 1878, og Þórður Þórðarson, f. 24.5. 1873. Heiðveig og Sigurbjörn eign- uðust þrjár dætur. 1) Sigríður Guðbjörg lífeindafræðingur, f. f. 1.2. 2008, Björg, f. 21.3. 2012, og Magnús, f. 20.12. 2016. c) Oddný Silja, f. 14.3. 1987 sambýlismaður Atli V. Gunnarsson, f. 7.8. 1981. Synir þeirra eru Benjamín Daði, f. 27.5. 2016, og Oliver Adel, f. 2.4. 2018. 3) Helga Steingerður, f. 2.11. 1960, maki Karl Ólafsson, f. 31.5. 1961. Synir þeirra eru: a) Guðmundur Karl, f. 9.10. 1982, maki Ragna Engilbertsdóttir, f. 11.7. 1981. Dóttir þeirra er Bryn- dís Helga, f. 19.12. 2007, en Ragna á einnig Aron Daða, f. 20.12. 2001. b) Ólafur Örn, f. 8.12. 1985, sam- býliskona Tinna R. Þrastardóttir, f. 23.3. 1994. Dóttir Ólafs er Esja Örk, f. 8.3. 2014, móðir er Nanna D. Arthursdóttir. c) Sigurbjörn Viðar, f. 25.6. 1988, maki Svandís Edda Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1991. Dóttir Svandísar er Ylfa Hrund Heiðdal, f. 18.10. 2010, en börn beggja eru Gunnar Snær, f. 14.8. 2014, og Ernir Karl, f. 1.8. 2018 d) Grímur Steinn, f. 6.3. 1990, maki Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 10.7. 1991. Börn þeirra eru: Emilía Dís, f. 26.10. 2012, og Karl Ingi, f. 19.6. 2016. e) Karl Emil, f. 15.9. 1993. Heiðveig flutti ung frá Ísafirði til Hafnarfjarðar og bjó þar ásamt manni sínum alla tíð síðan, fyrst á Selvogsgötu 1 og síðan á Ölduslóð 28. Á yngri árum vann Heiðveig í Bæjarbíói í Hafnar- firði og á Hótel Esju auk ýmissa verslunarstarfa. Síðustu starfs- árin voru hjá Landsbanka Íslands í Austurstræti. Útför Heiðveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. apríl 2019, klukkan 13. 5.10. 1948. Maki Gunnlaugur M Sig- mundsson við- skiptafr., f. 30.6. 1948. Börn þeirra eru a) Sigmundur Davíð, f. 12.3. 1975, maki Anna S. Páls- dóttir, f. 9.12. 1974, dóttir þeirra er Sig- ríður Elín. b) Sigur- björn Magnús, f. 6.4. 1977, sambýlis- kona Hrönn Kristjánsdóttir, f. 8.3. 1985. Sigurbjörn á dótturina Guð- rúnu Margréti, f. 22.10. 2011, móðir hennar er Sunna G. Mar- teinsdóttir. c) Nanna Margrét, f. 9.4. 1978, maki Sigurður Atli Jónsson, f. 4.2. 1968. Dætur þeirra eru Sigríður Lilja, f. 16.2. 2006, og Ingibjörg Sóley, f. 6.8. 2010. Sig- urður Atli á soninn Jón Alfreð, f. 10.5. 2000. 2) Herdís Jóhanna, f. 3.7. 1952, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Fyrri maður hennar var Friðrik Sigurðsson, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Heið- veig Hanna, f. 30.6. 1979, maki Lárus Magnússon, f. 2.9. 1975, dætur þeirra eru: Tinna Lovísa, f. 4.7. 2007, Lára María, f. 23.7. 2010, og Stella Sóllilja, f. 22.10. 2015. b) Sigurður Daði, f. 21.5. 1981, maki Unnur Magnúsdóttir, f. 2.3. 83. Börn þeirra eru: Friðrik, Saga tengdamóður minnar, Heiðveigar Hálfdánardóttur, var lík sögu margra Íslendinga á fyrri hluta síðustu aldar. Hún var fædd og alin upp við lítil efni en með dugnaði og sterkum vilja vann hún sig til góðrar afkomu og eigna. Faðir Heiðveigar, Hálfdán Bjarna- son, var þekktur skipasmiður vest- ur í Dýrafirði og síðar á Ísafirði þar sem hann var bæjarfulltrúi um skeið. Hálfdán átti konu og tíu börn er hann tók saman við Guð- björgu móður Heiðveigar sem hann giftist síðar og eignaðist með fjögur börn. Vegna veikinda Guð- bjargar, sem lést aðeins 32 ára að aldri, voru alsystkini Heiðveigar alin upp sín á hvoru heimilinu. Við fæðingu fór Heiðveig í fóstur til Jó- hönnu fyrri konu föður síns, bjó Jó- hanna fyrst á Þingeyri en flutti er Heiðveig var fjögurra ára í hús sem Hálfdán faðir Heiðveigar byggði á Torfnesi á Ísafirði fyrir þau hjón, fyrri konu sína og börn. Heiðveig þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér og ung flutti hún til Hafnarfjarðar og bjó þar síðan. Skólaganga Heiðveigar var ekki löng en hún var sjálfmenntuð á ýmsum sviðum. Heiðveig giftist árið 1948 og er hún var tvítug eignuðust þau hjón sitt fyrsta barn, Sigríði Guðbjörgu. Heiðveig var glæsileg kona, bar sig vel og vakti athygli þar sem hún fór með sítt ljósa hár og brosandi and- lit. Heiðveig var ung heilluð af lífs- máta nýrra tíma, hún tók snemma bílpróf og ók bíl fram á níræðisald- ur. Eftir að Heiðveig gifti sig hélt hún áfram að vinna utan heimilis enda skynjaði hún vel það frelsi sem sjálfsaflafé veitti konum þess tíma. Heiða eins og hún var oftast kölluð var fagurkeri, alltaf vel til höfð og lagði mikið upp úr fallegu heimili, búið fallegum munum og myndlist. Samband Heiðveigar og Sigurbjörns eiginmanns hennar var samband sem byggðist á gagn- kvæmri aðdáun og virðingu, ást tengdaforeldra minna hvors til annars duldist engum. Ung að ár- um byggðu þau hjón stórt hús að Ölduslóð 28 í samvinnu við bróður Sigurbjörns og var þar heimili þeirra alla tíð síðan. Þau hjón voru samhent við að afla heimilinu tekna, Sigurbjörn rak Prent- myndagerð Hafnarfjarðar en auk þess stofnuðu þau hjón og ráku um tíma Þórsútgáfuna hf. sem gaf m.a. út Heiðubækurnar svonefndu sem alla tíð hafa notið mikilla vinsælda og einnig gáfu þau út bækur Agöthu Christie. Þau hjón gáfu einnig út mikið af efni í tengslum við skákeinvígi Fischer og Spassky árið 1972. Heiðveig hafði yndi af ferðalög- um, framan af ævi voru helstu ferðalög árlegar ferðir á æsku- slóðir vestur á Ísafjörð en síðar ferðir til borga í Evrópu og til New York sem veittu henni mikla lífsfyllingu. Heiðveig hélt alla tíð góðu sam- bandi við alsystkini sín Óskar sem fallinn er frá, Diddu sem býr í Noregi og Nönnu sem búsett er í Hafnarfirði. Síðustu árin töluðust þær systur við nánast daglega og er heilsu Heiðveigar hrakaði sýndi Nanna systur sinni mikla um- hyggju. Heiðveig var almennt heilsu- hraust og hélt án aðstoðar heimili fram undir nírætt. Fjölskyldan kveður Heiðveigu með hlýhug og virðingu. Gunnlaugur M. Sigmundsson. Mig langar að minnast Heiðu ömmu minnar sem nú hefur kvatt þennan heim. Hlýjar minningar sitja eftir, minningar um þá ömmu sem hún var mér og sögurnar af henni fyrir þann tíma. Mín fyrsta minning um Heiðu ömmu var þegar ég var um fimm ára gömul og bjó ásamt fjölskyldu minni í Bandaríkjunum. Amma og afi voru komin í heimsókn og til- hlökkunin hjá okkur systkinum að sýna þeim líf okkar í Ameríku var mikil. Við skoðuðum margt og allt- af var amma ljúf, snyrtilega klædd og vel tilhöfð. Ég man hvað mér þótti hún falleg og flott amma sem vildi hafa röð og reglu á hlutunum í kringum sig og það einkenndi hana alltaf. Þegar við fluttum aftur til Ís- lands sótti ég iðulega í að fara í heimsókn til ömmu og afa á Öldu- slóðinni því þar var alltaf líf og fjör. Amma, afi og kettirnir áttu heima á miðhæðinni. Þrjú systkini afa á efstu hæðinni og systir mömmu og hennar fjölskylda á þeirri neðstu. Oftar en ekki var mjög gestkvæmt. Systkinum ömmu kynntist ég einnig á Öldu- slóðinni og bræður afa sátu löngum stundum í eldhúsinu. Þá var pólitík iðulega rædd. Það var hlegið, rifist, almennt talað hátt og mikið en það hafði ekki áhrif á það að fjölskyldan var samrýnd og stóð saman hvenær sem á reyndi. Alltaf þegar ég kom í nætur- gistingu var búið að setja ný- straujuð og hrein rúmföt á rúmið. Amma kenndi mér að brjóta sam- an með henni línið og hengja þvottinn á snúruna á þann hátt að ég hafði gaman af, en sennilega hefur það fyrst og fremst verið samveran sem var svo notaleg. Það er einnig sterk minning hjá mér hvað mér þótti gaman að heimsækja ömmu í vinnuna þar sem hún tók glaðbeitt á móti okk- ur og kynnti fyrir vinnufélögun- um. Fyrst á Hótel Esju og svo í símaverinu í Landsbankanum. Þegar hún vann í Landsbankan- um tók ég stundum strætó til að heimsækja hana og þá tók hún kaffihléið sitt og fór með mig inn í matsal til að fá hressingu og spjalla um daginn og veginn. Fyrir rétt rúmum fimm árum fór amma með fjölskyldu minni, bræðra minna og foreldrum okkar í tveggja vikna ferðalag þar sem hún naut sín vel í góðu veðri um- vafin langömmubörnum sem henni þótti augljóslega mjög gam- an að vera í kringum. Frá þessari ferð má segja að ég hafi kynnst ömmu nánar eða á nýjan hátt. Við ræddum saman síðustu ár um hluti úr æsku og lífi hennar sem ég hafði ekki þekkt vel. Samræðurn- ar gáfu mér meiri innsýn í það líf sem hún lifði. Líf sem ekki var allt- af auðvelt en líka líf sem innihélt mikla ást og gleði. Ég trúi því að móðir hennar sem hún missti allt of ung, fóst- urmóðir, afi og aðrir í lífi ömmu sem hún hefur saknað svo sárt taki nú á móti henni. Mér þykir leitt að vera ekki heima til að kveðja þig hinstu kveðju en ég trúi að þú myndir gleðjast yfir að við fjölskyldan munum minnast þín frá Ameríku þar sem við höfum átt svo góðar stundir saman. Þú kvaddir alltaf stelpurnar mínar með nebbakossi og í dag kveikjum við á kerti fyrir þig og sendum þér nebbakoss. Blómin frjáls og fögur, fannstu fyrir mig. Eftir sitja margar sögur, sem minna mig á þig. Takk fyrir allt og allt. Nanna M. Gunnlaugsdóttir. Ömmur og afar tala oft um hversu mikla ánægju barnabörn veiti þeim. Það virkar þó ekki síð- ur á hinn veginn. Í uppvexti veitir það þeim sem bera gæfu til í senn einstaka ánægju og mikilvægan lærdóm að fá að njóta samvista við ömmu og afa. Amma Heiða var hin fullkomna amma og veitti okkur barnabörn- unum ómælda hlýju, óteljandi gleðistundir og mikilvæga leið- sögn. Heiða amma, eða amma á Öldu- slóð eins og við systkinin kölluðum hana jafnan, fæddist í Keldudal í Dýrafirði á heimili þar sem fátækt var mikil. Guðbjörg, móðir Heiðu ömmu, lést úr berklum aðeins 32 ára en Jóhanna, fyrri kona Hálf- dáns föður hennar, gekk henni í móðurstað þrátt fyrir að eiga níu börn fyrir. Barnung þurfti amma að byrja að vinna fyrir sér og heimilinu. 17 ára fluttist hún suður til Reykja- víkur og svo fljótlega til Hafnar- fjarðar þar sem hún bjó upp frá því en hélt ætíð sterkum tengslum við Vestfirði. Vegna krappra kjara naut amma ekki langskólagöngu þrátt fyrir mikinn áhuga á því að fræð- ast um allt milli himins og jarðar. Hún var þó fljót að læra og las mikið til að öðlast þekkingu á ólík- um sviðum. Hún lærði m.a. sjálf að bjarga sér á ensku og dönsku og tók bílpróf ung að árum sem þá var ekki algengt meðal kvenna. Hún gekk í ýmis störf og vann þau öll af einstakri samviskusemi og dugnaði en heillaði um leið samstarfsfólk og aðra sem henni kynntust með einstaklega hlýlegu viðmóti. Um leið hélt hún utan um fjölskylduna og heimilið. Það var alltaf gestkvæmt á Ölduslóðinni þar sem afi og þrjú systkini hans bjuggu í sama húsi og aðrir úr hinum stóra systkina- hópi og fjölskyldur þeirra hittust reglulega hjá ömmu og afa. Það er líklega ekki ofsögum sagt að heim- ilið við Ölduslóð hafi verið einn af miðpunktum bæjarlífsins í Hafn- arfirði. Afi var virkur í félagsmál- um og einn af upphafsmönnum íþróttafélagsins Hauka. Auk þess rak hann Prentmyndagerð Hafn- arfjarðar í kjallara hússins ásamt bróður sínum. Ættingjar og aðrir Hafnfirðingar lögðu því oft leið sína á heimilið við Ölduslóð þar sem allir voru aufúsugestir. Amma aðstoðaði við rekstur prentmyndagerðarinnar og rak, ásamt afa bókaútgáfuna Þórsút- gáfuna sem kynnti Íslendingum meðal annars bækur Agöthu Christie og Heiðubækurnar sem ég ímyndaði mér að fjölluðu á viss- an hátt um ömmu þótt þær gerð- ust í öðru umhverfi. Það var alltaf ánægjuefni þegar foreldrar mínir sögðu að við ætl- uðum að skreppa suður eftir. Það þýddi að fara í Hafnarfjörð til ömmu og afa. Við amma höfðum mörg sameiginleg áhugamál og sömu sýn á hlutina. Og það sem meira var, amma skildi mig. Það er ein- staklega góð tilfinning að finna að einhver skilji hvernig þú hugsar jafnvel þegar þú getur ekki komið orðum að því. Þegar amma var farin að missa heyrn sátum við stundum saman án þess að segja margt. Það kom ekki að sök því það sem við sögð- um bar vott um að við hefðum heyrt það sem ekki var sagt. Ég sakna ömmu minnar en gleðst yfir tilhugsuninni um endur- fundi hennar og Sigurbjörns afa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Heiðveig Hálfdánardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.