Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 12
Stærsta flugfarið hóf sig á loft og klifraði í 15.000 feta hæð í jómfrúrferðinni. Náði hún 170 mílna, eða 275 km/klst. hraða. Tilraunaflugmaðurinn Evan Thomas lét vel af henni. Flugvélin gengur undir nafn- inu Roc, smíðuð úr koltrefjaefn- um og knúin sex hreyflum. Hún er hönnuð til að skjóta flaugum og öðrum geimferðabúnaði, allt að 250 tonnum, áfram út í geim úr 35.000 feta hæð. Takmark Stratolaunch er að gera ferðir með hluti á braut um jörðu eins hversdagslegar og að kaupa miða með áætlunarflugi borga á milli í dag. „Stærsta flugvél heims“ hóf sig á loft í Mojave-eyðimörkinni í Kali- forníu síðdegis á laugardag. Vænghaf hennar er 117 metrar eða sem nemur rúmlega fótbolta- velli á lengdina. Flugvélinni er ætlað að vera fljúgandi skotpallur gervihnatta. Hugmyndin er að flugvélin klifri 10 kílómetra í loft upp áður en arðfarminum yrði sleppt lengra út í hvolfið. Reynist það gerlegt yrði þessi leið til að koma gervi- tunglum á braut um jörð mun ódýrari en með því að skjóta þeim á loft af jörðu niðri. Flugvélin, nefnd Roc, er tvíbola AFP Flugtak Hin óvenjulega Roc, stærsta flugvél heims að vænghafi, í jómfrúar- fluginu frá Mojave-eyðimörkinni um helgina. Vænghafið er 117 metrar. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 Umboðsaðili CASE vinnuvéla á Íslandi Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bandarísku flugvélasmiðjurnar Bo- eing hafa birt sölutölur fyrir fyrsta fjórðung ársins. Þær leiða í ljós, að ekki ein einasta pöntun barst í 737 MAX-þotulínuna í marsmánuði. Pantanir og afhending flugvéla til kaupenda á fjórðungnum drógust saman miðað við sama tímabil í fyrra. Í heild voru pantaðar 95 Boeing 737 MAX-þotur frá áramótum til marsloka, en 180 á sama tíma í fyrra. Þá voru 184 þotur afhentar kaupend- um í fyrra en 149 í ár og af þeim voru 89 allar útgáfur af 737-þotunni. Bo- eing hefur hætt afhendingu allra MAX-útgáfanna þar til lokið hefur verið við að endurbæta hugbúnað þeirra og fá hann samþykktan. Af þessum ástæðum dró Boeing úr framleiðslu MAX-véla úr 52 eintök- um á mánuði í 42. Hægja á afhendingu Í pantanabók Boeing er að finna rúmlega fimm þúsund þotur með einum gangi milli sætaraða. Nokkur flugfélög hafa þó látið í veðri vaka að þau muni afpanta eða hægja á af- hendingu MAX-véla. Þannig hefur indónesíska flugfélagið Garuda þeg- ar fallið formlega frá pöntun sinni á 50 MAX-þotum. Í síðustu viku féllu hlutabréf í Bo- eing vegna erfiðleika flugvélasmiðj- anna með 737 MAX-þotuna í fram- haldi af brotlendingu tveggja í Asíu og Afríku. Óttast greinendur að það taki Boeing mun lengri tíma að vinna sig út úr erfiðleikunum; jafnvel að 737-MAX þoturnar verði kyrrsettar í sex til níu mánuði til viðbótar við það sem þegar er. Viðbrögð kaup- halla jafngilda því að rúmlega 20 milljarða dollara markaðsverðmæti Boeing hafi þurrkast út frá því þot- urnar voru kyrrsettar vegna meints galla í stýribúnaði sem slysin voru rakin til, allavega að hluta. Flugmálayfirvöld í Kanada, Kína og Evrópu hafa látið í ljós að þau vilji sjálf gera sína eigin öryggisúttekt á MAX-þotunum áður en þær fá flug- hæfisskírteini útgefin í þessum lönd- um. Er talið að það gæti leitt til þess að þær færu enn seinna í loftið á þessum svæðum. Dennis Muilenburg, forstjóri Bo- eing, skýrði frá því í vikulokin að reynsluflugmenn Boeing hefðu hafið flugtilraunir með nýja útgáfu hug- búnaðar fyrir MAX-þoturnar. Þegar hefðu verið farnar 96 flugferðir er samtals hefðu varað í 159 klukku- stundir. Ferlið gæti tekið langan tíma Uppfærðum hugbúnaði er ætlað að koma í veg fyrir að áfallshorns- nemar sendi frá sér rangar upplýs- ingar og virki svonefndan MCAS- búnað sem beini flugvél niður á við. Kastljósið hefur verið á þann búnað sem meginástæðu þess að 737 MAX- þota Ethiopian Airlines steyptist til jarðar 10. mars og þota Lion Air 29. október sl., en með þeim fórust allir sem um borð voru, samtals 346 manns. Þótt Boeing telji sig vera að klára uppfærslu hugbúnaðarins er eftir viðurkenningarferli sem tekið gæti langan tíma. Kyrrsetning Boeing 737 MAX- flugvéla hefur knúið félög til að skera upp flugáætlanir sínar og halda áfram notkun gamalla og ósparneytinna þotna. Um allan heim búa flugfélög sig undir lengri kyrr- setningu um 400 737-flugvéla en hingað til og þykir fyrirséð að það valdi verulegri röskun á sumarferða- lögum. Flugfélagið American Air- lines ákvað um helgina að 737 MAX- flugvélar þess færu ekki á loft að nýju fyrr en 19. ágúst í sumar í fyrsta lagi en þær hafa sinnt 115 ferðum á dag. Sömu sögu er að segja af Southwest Airlines sem kyrrsett hefur sínar MAX-þotur fram til 5. ágúst, en félagið er með stærsta flota heims af þessari tegund. Með því varð félagið að fella niður 160 ferðir á dag. Enginn pantar Boeing 737 AFP Kyrrsettar Boeing 737 MAX vélar á flugvelli í Victorville í S-Kaliforníu. Bandarísk flugfélög reikna ekki með þessum vélum fyrr en í ágúst nk.  Ekki barst ein pöntun á MAX-vélum Boeing í marsmánuði  Dregið úr fram- leiðslu á nýjum vélum  Sjá fram á mun lengri kyrrsetningu en áður var talið MAX-vélar í vanda » Þykir fyrirséð að kyrrsetn- ing 737-þotnanna valdi veru- legri röskun á sumarferðalög- um um heim allan. » Kyrrsetning Boeing 737 MAX-flugvéla hefur knúið félög til að skera upp flugáætlanir og halda áfram notkun gamalla og ósparneytinna þotna. 15. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.28 119.84 119.56 Sterlingspund 155.98 156.74 156.36 Kanadadalur 89.4 89.92 89.66 Dönsk króna 18.059 18.165 18.112 Norsk króna 14.025 14.107 14.066 Sænsk króna 12.861 12.937 12.899 Svissn. franki 119.12 119.78 119.45 Japanskt jen 1.0649 1.0711 1.068 SDR 165.72 166.7 166.21 Evra 134.82 135.58 135.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.8382 Hrávöruverð Gull 1301.85 ($/únsa) Ál 1846.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.95 ($/fatið) Brent Óvíst er að indverska flugfélagið Jet Airways fljúgi á ný en það aflýsti öllu flugi fyrir helgi með þeim afleið- ingum að farþegar þess urðu m.a. strandaglópar í Indlandi, Lond- on, París og Amsterdam. Jet Airways er stærsta einkarekna flugfélag Ind- lands en er þjakað af skuld- um upp á rúm- lega milljarð dollara. Hefur félagið ekki getað borgað laun. Ætlar það að freista þess að ná samningum við lánveit- endur sína til að komast hjá hruni fé- lagsins. Þeirra á meðal er Indigo Partners. Jet Airways kyrrsetti 10 þotur sem það gat ekki borgað leigugjöld af. Í flota Jet Airways eru rúmlega 124 þotur og hefur það haldið uppi ferð- um til 600 áfangastaða innanlands og 380 erlendis. Þær eru strandaðar eða kyrrsettar víða um heim. Indversk flugfélög verða að hafa að minnsta kosti 20 þotur í ferðum til að geta haldið áfram millilandaflugi. Því var flugi sjálfhætt þegar félagið hafði aðeins eftir yfirráð yfir 14 þot- um. Indverska olíufélagið Indian Oil lokaði í síðustu viku þrisvar fyrir eldsneytisflæði til Jet Airways vegna skulda. agas@mbl.is Jet Airways hættir flugi Starfsmenn vilja bjarga félaginu.  Aflýsti öllu flugi sínu um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.