Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 21
barnabörn og afkomendur ömmu og afa hafi svipaða sögu að segja. Hann var alltaf léttur í lund og ávallt sýndu hann og amma manni óskipta athygli og um- hyggju. Það voru ófá ævintýrin sem fóru fram á trésmíðaverk- stæðinu í bílskúrnum eða í stóra og fallega garðinum þeirra, sem hann sinnti svo vel. Sömuleiðis var aldrei langt í nammiskápinn og skotheldar VHS-spólur með einhverjum geggjuðum teikni- myndum, hann kunni sko alveg að „tríta“ barnabörnin. Afi var mikil fyrirmynd. Hann var traustur maður, harðdugleg- ur og ósérhlífinn. Hann lagði manni ýmis góð lífsráð í gegnum tíðina, þótt hann hafi sjálfur kannski grínast með að hann væri hálfgerður vitleysingur sem ætti ekki að taka of alvarlega. En hann var alls enginn vitleysingur, þvert á móti var hann skynsamur maður. En svo var það ekki endi- lega bara hvað hann sagði, það var ekki síður bara hvernig hann var og hvað hann gerði. Honum var mikið í mun að allir hefðu það gott og mátti ekkert aumt sjá. Hann var jafnaðarmaður inn að beini, mikill áhugamaður um pólitík fram á síðasta dag og þráði réttlátt samfélag þar sem allir hefðu tækifæri á því að blómstra. Hann passaði upp á heilsuna sína og var enda launað fyrir það með langri ævi þar sem hann var við nokkuð góða heilsu fram á síðasta dag. Hann fór vel með peninga – stundum var nú aðeins gert grín að honum fyrir að fara fullvel með peninga – en í dag myndi þetta líklegast bara kallast umhverfismeðvitaður og mínimalískur lífstíll. Amma féll frá fyrir rúmum sex árum. Í hvert einasta skipti sem ég hitti afa eftir að amma dó, tal- aði hann svo fallega um ömmu og hversu mikið hann saknaði henn- ar. Fyrir um tveimur árum eign- uðumst við Birgitta okkar fyrsta barn, Jörgen Vilja. Afi var svo gífurlega spenntur fyrir drengn- um, barnagleðin og hjartahlýjan var til staðar fram á seinasta dag. Bara núna um seinustu jól, þegar við litla fjölskyldan vorum síðast á Íslandi, áttum við frábærar stundir saman þar sem þessir tveir strákar, bara rétt rúm 90 ár á milli þeirra, voru algjörlega í essinu sínu og skellihlæjandi saman. Takk fyrir allt elsku afi og hvíl í friði. Blessuð sé minning þín. Finnur Pind. Elsku besti afi minn. Þeir lifa lengst sem hjúum eru leiðastir, sagðirðu alltaf, í hverri heimsókn, síðustu árin, eftir að amma dó. Enda varla auðvelt fyrir vinnudýr eins og þig, iðinn og áreiðanlega ofvirkan, að missa smám saman þrekið og hafa fátt annað fyrir stafni en að liggja upp í rúmi og rýna í mynstrið í loftinu. Og bíða eftir að komast aftur til ömmu. Áður kvikur á fæti, alltaf að bauka eitthvað, róta í garðinum, ná í Spur Cola, setja niður kart- öflur, smíða, sækja grænkál, klippa páskaliljur, reykja Baga- tello-vindil í sunnudagsbíltúrum út í Dairy Queen, taka einn manna, snyrta hekkið, skera út karlana. Þú varst 45 ára þegar ég kom í heiminn, varst ekki ýkja hrifinn af því að einkadóttirin kæmi með barn inn á heimilið, en það rjátlaðist af þér. Allavega var ég umvafin ást og kærleik á Hlíð- arveginum. Og á þér að þakka að hafa fengið að nota sæmdarheitið Lóa, eftir mömmu þinni. Afkomendunum fjölgaði og ég held að flest hafi þau fylgt sama mynstri. Hlupu í fangið á ömmu fyrstu árin en gutu augunum skelkuð á hrossabrestinn afa. Eins og þegar Anna systir horfði þriggja ára óttaslegin á þig og sagði ákveðin: „Afi, doggy go home“ þegar þið amma heimsótt- uð okkur í Englandi. En upp úr fjögurra ára aldri fóru barna- börnin að sjá í gegnum hrjúft yf- irborðið og uppgötvuðu gæða- blóðið sem elskaði og dáði alla sína afkomendur. Ég naut þess ríkulega, fyrsta barnabarnið. Fékk að dandalast með þér í garðinum, skottast með þér í vinnunni í Víghólaskóla, fara með flöskurnar, sem þú safnaðir saman í húsvarðarher- berginu, út í sjoppu að kaupa nammi. „Ég er ríkasti maður í heimi,“ sagðirðu oft og ljómaðir þegar þú hugsaðir um heilbrigðan afkomendaskarann, enda búinn að fatta að fátt betra getur einn maður skilið eftir sig en gott samband við sína. Því ekki sett- irðu sjálfan þig á stall. Karlarnir sem þú skarst út í viðardrumba – og afkomendur þínir bítast um – „eru bara svona fæðingarhálfvit- ar eins og ég. Lóa mín, það getur hvur og einn einasti hálfviti gert þetta.“ Nei afi. Þú gast þetta. Og get- ur verið stoltur af lífsverkinu. Við vorum bæði guðleysingjar, en á síðari árum kvaddirðu mig alltaf með orðunum: „Guð veri með þér.“ Og mér hlýnaði í hjartanu. Eins og kveðjan kæmi úr dýpinu. Því segi ég: Guð veri með þér, elsku afi minn besti. Takk fyrir mig. PS. mér þykir miður að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Þér fannst ég alltaf óttaleg flökk- urófa. Ég er það enn, er að kynna mér sósíalismann þinn á Kúbu. Held þú yrðir ekki hrifinn. En það breytir engu, þú ert með mér hér og guð er með okkur. Þín Lóa. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9 - 9.45. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Byrjendanámskeið í línu- dansi kl. 10. Ganga kl. 10.15. Hádegismatur kl. 11.30. Páska félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing kl. 19.30-21.45. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30. Annan hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir botsía. Annan hvern mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda/ Opin fjöliðja frá kl. 10-16. Garðabær Frí í vatnsleikfimi Sjálandi kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulíns hópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögu- stund kl. 12.30-14. Jóga fellur niður. Hraunsel Kl 9 myndmennt kl. 11, Gaflarakórinn kl. 13, félagsvist Hjallabraut kl. 10-16. Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16. blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga í Borgum kl. 9 , ganga frá Borgum kl. 10, frá Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll á sama tíma. Dans kl. 11. í Borgum. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13. í Borgum og tré- útskurður á Korpúlfsstöum kl. 13 í dag og kóræfing í umsjón Kristínar kl. 16 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45. Lesið upp úr blöðum 10.15. Upplestur kl. 11-11.30. Tréútskurður kl. 13-16. Gönguhópur kl. 14. Bíó kl. 15.30. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skóla- braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Munið páskaeggja- bingóið í safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld kl. 19.30. Stund fyrir alla aldurshópa. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 ZUMBA Gold framhald kl. 10.20, kennari Tanya. Dansleikur kl. 20. Hljómsveit húsins leikur fyrir dansi, allir velkomnir. Árneshreppur Lýsing á deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi Hreppsnefnd Árneshrepps hefur samþykkt lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags frístundabyggðar í landi Dranga skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Hreppsnefndin óskar eftir athugasemdum eða ábendingum við lýsinguna. Skipulagssvæðið er um 10 ha að stærð en meginmarkmið þess er að móta heildstætt deiliskipulag sem leggur línur framtíðar land- notkunar án þess að ganga á hlunnindi jarðar, náttúru eða upplifunargildi hennar. Í gildi er Aðalskipulag Árneshrepps 2005–2025. Lýsingin er sett fram í greinargerð og er hægt að nálgast hana, frá 15. apríl 2019 til og með 30. apríl 2019, á heimasíðu hreppsins: www.arneshreppur.is Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, Búðardal eða á netfang skipulag@dalir.is fyrir 1. maí. Tilkynningar 200 mílur Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar Vantar þig pípara? FINNA.is Smá- og raðauglýsingar  Fleiri minningargreinar um Guðmund Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. óskiptan. Mér er einnig minnis- stæður bíltúr sem við fórum á Óla Ket fyrir nokkrum árum en þá fórum við Benedikt með þér austur- og norðurfyrir Heklu og niður í Þjórsárdal í frábæru veðri. Síðustu ár höfum við átt það sameiginlegt að glíma við hjart- veikindi og þar vorum við sam- herjar. Ég fékk hjartaáfall á und- an þér og þú fylgdir í kjölfarið. Í gegnum þá glímu sat ég með þér og spjallaði eða þagði, hughreysti þig, taldi í þig kjarkinn eða hélt í höndina á þér eftir því sem við átti. Síðustu vikuna sem þú lifðir varstu í essinu þínu að skipu- leggja brottför þína úr þessum heimi. Þú áttir góðar stundir með fólkinu þínu og eina sem þú áttir eftir var að skrifa minningarræð- una en ég efast ekki um að hún hafi verið í mótun. Síðasta daginn þinn sátum við bræður með þér og við spiluðum tónlist og þá helst klassíska. Við spiluðum líka sálmana sem þú vildir nota við útförina þína í ýmsum útgáfum og fórum yfir ljóð. Þetta var dýrmæt stund sem verður komið fyrir í höll minninganna. Góða ferð pabbi minn og ég bið að heilsa ömmu og Þóru. Björn (Bjössi). Kynni mín af Ófeigi hófust fyr- ir rúmlega 30 árum er ég kynnt- ist fósturdóttur hans, Sigrúnu, sem nú er eiginkona mín. Það var einkar gaman að ræða við Ófeig og þá skipti engu máli um hvað við byrjuðum að tala saman, alltaf leitaði umræðan í pólitíkina og oftar en ekki í sveit- arómaninn. Þegar Ófeigi fannst ég vera að leita til vinstri í um- ræðunni, þá hallaði hann undir flatt til vinstri, en augun leituðu til hægri, eins og hann væri að gefa mér ráð. Þegar ég jafnaði vogaskálarnar, þá rétti Ófeigur hægt og rólega úr höfðinu og brosti. Brosið hans Ófeigs var einkar vænt og það var eins og hann væri að segja að nú væri hann sáttur við mann. Það kom fyrir að Ófeigi fannst of mikil vinstri slagsíða í um- ræðum okkar og það mikil, að það lá nærri að hann dytti af stólnum, en það var sjaldan og alltaf var stutt í brosið. Ég á eftir að sakna Ófeigs. Við náðum vel saman og mér þótti mjög vænt um hann. Ég vil votta Svanborgu konu Ófeigs samúð mína. Það er sjald- an að maður hittir betri og vand- aðri manneskju á lífsleiðinni. Jafnframt vil ég senda börnum og fósturbörnum Ófeigs mínar hugheilar samúðarkveðjur. Hvíslað var um hulduland Hinzt í vestanblænum: Hvítan jökul, svartan sand Söng í hlíðum grænum (Jóhannes úr Kötlum) Dauðinn er afstæður. Allt tek- ur við af öðru. Við lifum að eilífu. Snorri Snorrason. Það er bjart yfir minningunni um Ófeig frænda minn. Það er ekki síst vegna þess að okkar fyrstu kynni voru á okkar æsku- árum, og eru bundin æskustöðv- um mínum í Skagafirði. Ár eftir ár kom þessi glaðbeitti frændi frá höfuðborginni með farfuglunum á vorin og dvaldi sumarlangt á Óslandi í Óslandshlíð þar sem foreldrar mínir bjuggu um miðja síðustu öld. Gestur faðir hans var bróðir föður míns og var náið á milli þeirra. Við Ófeigur vorum á líkum aldri. Ég hafði þó árið yfir hann. Við vorum mjög ungir að árum þegar við hittumst fyrst fyrir norðan, og ég hef grun um að við höfum stundum verið erf- iðir fyrir þá sem áttu að líta eftir okkur. Það kom fyrir að slettist upp á vinskapinn og hendur voru látnar skipta, en þess á milli var oft stundaður prakkaraskapur í bróðerni. Þessar sumardvalir Ófeigs fyrir norðan stóðu fram undir þann tíma sem við vorum fermdir. Hins vegar þróaðist það þannig að eftir þetta varð hann ósvikinn landsbyggðarmaður, bjó úti á landi sem kallað er alla sína ævi. Lagði leið sína að Stað í Hrútafirði unglingur og vann í Staðarskála, síðan lá leiðin í Borgarfjörðinn til Hvanneyrar, þaðan á Hofsós og Blönduós, þar til hann flutti á Akranes, þar sem hann bjó til æviloka. Þegar við frændurnir kom- umst á unglingsár skildi leiðir enda bjuggum við hvor á sínu landshorni, en ætíð vissum við hvor af öðrum. Ófeigur var félagslyndur og fór stundum hratt yfir og á ýmsu gekk í hans lífi. Þrjár konur voru lífsförunautar hans, um lengri eða skemmri tíma, og hann eign- aðist efnilega og myndarlega fjöl- skyldu. Það mátti meðal annars sjá í myndarlegri afmælisveislu sem haldin var á Akranesi á síð- astliðnu hausti. Ófeigur átti við vanheilsu að stríða undir það síðasta, en kona hans, Svanborg Traustadóttir, stóð þétt við bakið á honum í þeim erfiðleikum þar til yfir lauk. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi og við hjónin heimsóttum hann daginn áður en það bar að. Hann var skýr í hugsun og óbug- aður þótt af honum væri dregið, og talið barst að Skagafirðinum áður en við kvöddum hann. Nú þegar frændi minn er farinn yfir móðuna miklu sækja minning- arnar að, og fyrir þær vil ég þakka og öll hin góðu kynni. Blessuð sé minning Ófeigs frænda míns. Við Margrét vottum Svan- borgu og fjölskyldunni hans allri innilega samúð. Jón Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Ófeig Gestsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.