Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Arvada flísjakki • 100% prjónað pólýester • Einstaklega þægilegir og flottir flísjakkar með hettu og vösum • Til í gulum og bláum lit • Stærðir: XS - 3XL Vnr: 1899 312 Verð: 8.900 kr. Bambus sokkar • 80% bambus/17% pólýamíð/3% teygju- efni, mjög þægilegir og mjúkir • Draga úr ólykt og þú svitnar mun minna • 5 pör í pakka • Stærðir: 39 - 42 og 43 - 46 Vnr: M451 044 Verð: 4.990 kr. (5 pör í pakka) Þrír biðu bana og aðrir þrír slösuð- ust þegar lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki og rakst á tvær þyrl- ur á flugvellinum í Lukla í Nepal í gær. Flugvélin var af gerðinni L410 Turbolet. Hún var að hefja ferð sína til höfuðborgarinnar Kat- mandú og rann út af flugbrautinni með ofannefndum afleiðingum. Að- stoðarmaður vélarinnar og lög- reglumaður létust samstundis, en annar lögreglumaður lést á leið á sjúkrahús skömmu síðar. Flugvöllurinn í Lukla er einkum notaður til að ferja fjallgöngugarpa að og frá Everest-fjalli, en flestir sem ganga á fjallið hefja förina í Lukla. Flugvöllurinn hefur afar stutta flugbraut og er umvafinn háum fjöllum. Hann er því af mörg- um talinn einn sá hættulegasti í heimi hvað varðar aðflug og flug- tak. NEPAL Þrír létust er flugvél rakst á tvær þyrlur Nepal Frá slys- stað í Lukla í gær. Lögregla þurfti að beita táragasi gegn mótmæl- endum á Norður- brú í Kaup- mannahöfn í gær eftir mótmæla- fund stjórnmála- mannsins Ras- mus Paludan. Paludan hefur undanfarnar vikur mótmælt í Kaupmannahöfn en hans helsta baráttumál er að fækka úlending- um í Danmörku og berjast gegn „íslamsvæðingu“. Í samtali við danska ríkis- útvarpið sagði Paludan að lögregla hefði ekki gert nóg til að verja tján- ingarfrelsi hans. Paludan hefur mótmælt þar sem múslimar hafa komið saman til að biðja. Upp úr sauð þegar Paludan hóf að henda kóraninum upp í loftið. DANMÖRK Beittu táragasi gegn mótmælendum Rasmus Paludan Kosningabarátta vegna þingkosning- anna á Indlandi fór aftur á fullt skrið í gær, þremur dögum eftir fyrsta dag kosninganna. Kosningar sem hófust á Indlandi í síðustu viku eru ekki aðeins þær fjöl- mennustu í sögunni heldur taka þær lengri tíma en venjan er því þeim lýk- ur ekki fyrr en endanleg úrslit verða birt 23. maí næstkomandi. Önnur umferð kosninganna fer fram næstkomandi fimmtudag. Helstu stjórnmálaforingjar töluðu á útifundum, þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra, leiðtogi stjórnarflokksins, Bharatiya Janata (BJP), í þeim tilgangi að efla stuðning samflokksmanna sinna. Alls verður kosið í 97 kjördæmum í 13 ríkjum Indlands á fimmtudag. Í héraðinu Tamil Nadu verður kosið í 39 kjördæmum, 14 í Karnataka, 10 í Maharashtra, átta í Uttar Pradesh, fimm í Assam, Bihar og Odisha, þremur í Chhattisgarh og Vestur- Bengal, tveimur í Jammu og Kashmir og einu í Manipur, Tripura og Puduc- herry. Rúmlega 900 milljónir manna eru á kjörskrá og með rétt til þátttöku í kosningunum sem fram fara í sjö þrepum á fimm vikum á tímabilinu 11. apríl til 23. maí. Litið er á kosningarnar fyrst og fremst sem könnun á stöðu Modi sem sakaður hefur verið um að kynda und- ir deilum milli meirihluta hindúa og hinna 200 milljóna múslima sem búa í Indlandi. Um stöðu forsætisráð- herrans og möguleika hans á að vinna aftur meirihluta á þingi greinir grein- endur á. Þar til fyrir skömmu voru Modi og BJP-flokkurinn taldir lang- sigurstranglegastir. Tap flokksins í sveitarstjórnarkosningum í lykilríkj- um í desember sl. varð til þess að þingkosningarnar fengu meira mikil- vægi í augum fólks. agas@mbl.is 900 milljónir að kjörborðinu  Þingkosningarnar á Indlandi eru umfangsmestu kosningar heims AFP Indland Fjölmenni á útifundi. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Flokkur jafnaðarmanna sigraði með naumindum í finnsku þingkosningun- um sem fóru fram í gær. Flokkur jafnaðarmanna hlaut 17,7% atkvæða en á eftir þeim fylgdi hinn þjóðernis- sinnaði Finnaflokkur, áður Sannir Finnar, sem var ekki nema 0,2 pró- sentustigum á eftir jafnaðarmönnum. Í þriðja sæti var Samstöðuflokkurinn með 0,5 prósentustigum minna, 17%. Sögufrægar kosningar „Í fyrsta skipti síðan 1999 er flokk- ur jafnaðarmanna flokkur forsætis- ráðherrans, “ sagði Antti Rinne, leið- togi flokksins, þegar niðurstöður lágu fyrir, en venjan er í Finnlandi að for- sætisráðherrann komi úr röðum þess flokks sem fær mesta kosningu. Kosningarnar voru merkilegar fyr- ir fleira en gott gengi jafnaðarmanna en í fyrsta skipti fékk enginn flokkur yfir 20 prósenta kosningu. Þá náðu Græningjar í fyrsta skipti yfir tíu prósenta kosningu, en þeir enduðu með 11,5 prósent atkvæða. Líkur á erfiðum viðræðum Talið er ólíklegt að stjórnarmynd- unarviðræður muni ganga hnökra- laust fyrir sig en fyrir kosningar lýstu flestir flokkar yfir litlum sem engum áhuga á að starfa í ríkisstjórn með Finnaflokknum. Í gær sagðist ofan- nefndur Rinne hins vegar „hafa spurningar“ fyrir Finnaflokksmenn, og útilokaði ekki stjórnarsamstarf með þeim. „Sumar spurninganna verða um gildi,“ sagði Rinne í samtali við finnska fjölmiðla. „Gildi jafnaðar- manna eru mjög mikilvæg, þau eru límið sem munu halda ríkisstjórninni saman,“ sagði hann. Úrslit kosninganna voru nokkuð í takt við það sem skoðanakannanir höfðu bent til þegar stutt var eftir af kosningabaráttunni. Eins og fyrir þingkosningarnar hjá nágrönnunum í Svíþjóð í fyrra voru innflytjendamálin ofarlega á baugi fyrir finnsku kosningarnar. Strangari innflytjendastefna Stefna Finnaflokksins í þeim mál- um var m.a. það sem varð til þess að stór hluti finnsku þjóðarinnar fylkti sér á bak við flokkinn. Færri innflytj- endur og strangari reglur um hælis- leitendur eru á meðal þess sem flokk- urinn lofaði. Þá hefur Finnaflokkurinn verið andsnúinn viðveru í Evrópusamband- inu, og gagnrýnt starfshætti þess. Loftslagsmál voru einnig mikið rædd, en margir stærri flokkanna hafa boðað miklar breytingar á því sviði, og hafa meðal annars boðað meiri álögur á flugferðir og kjötvörur. Eins og í öðrum málaflokkum skar Finnaflokkurinn sig nokkuð úr flokkafylkingunni og lagði minni áherslu á þessi mál. Virðist það greinilega hafa fallið í kramið hjá mörgum finnskum kjósendum. Jafnaðarmenn sigruðu  Fengu 17,7% atkvæða í Finnlandi  Fáir vilja starfa með þeim næststærstu  Enginn með yfir 20%  Finnaflokkurinn skeytir lítt um loftslagsmál AFP Kampakátur Rinne fagnar með samflokksmönnum í gærkvöldi. Víða um hinn kristna heim voru haldnar hátíðir í gær, pálmasunnu- dag. Í mörgum kaþólskum kirkjum fer fram pálmavígsla og helgiganga á þessum degi, og héldu sóknarbörn kaþólsku Grace Parish-kirkjunnar í Buzi í Mósambík þessa hefð í heiðri í gær. Rétt um mánuður er síðan fellibyl- urinn Idai reið yfir Mósambík, sem varð um 600 manns að bana og olli gríðarmikilli eyðileggingu. Því urðu á vegi safnaðarins fallin tré og hús án þaka, hurða eða glugga, á leið hans til kirkju. Pálmasunnudagurinn er haldinn til minningar um innreið Jesú í Jerú- salem, þegar fólk veifaði pálma- greinum til að fagna komu hans. Því var einnig haldin athöfn í Jerúsalem í gær, ekki alls ólík þeirri í Buzi. Fögnuðu komu frels- arans í gær AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.