Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Kínverski listamaðurinn Ai Wei- wei afhjúpaði nýverið listaverk í Háskólalistasafninu í samtímalist (MUAC) í Mexíkó. Listaverkið samanstendur af 43 portrett- myndum af mexíkóskum kennara- nemum við kennaraháskólann í Ayotzinapa sem hurfu sporlaust árið 2014, en talið er að lögreglan í Iguala hafi numið nemana á brott og myrt þá. Listamaðurinn notaði milljón legókubba til að vinna verkið. Samkvæmt frétt BBC um málið er listaverkinu ætlað að minna á örlög nemanna, en þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá hvarfi þeirra telst málið enn óupplýst. Mynd- unum fylgja upplýsingar þar sem fréttir af hvarfinu eru raktar í réttri tímaröð og birt opinber skýring stjórnvalda á því sem gerðist. Í samtali við Reuters seg- ist listamaðurinn við gerð verksins hafa verið drifinn áfram af glæp- um „sem eitra samfélag okkar“. Sýningin stendur til 6. október. Ai Weiwei er einn þekktasti samtímalistamaður heims og þekktur fyrir að vera óhræddur við að gagnrýna kínversk stjórn- völd fyrir mannréttindabrot sín. Hann segir legókubba vera „lýð- ræðislegan“ miðil fyrir verk sín. Stutt er síðan Ai Weiwei sakaði stjórnendur Legó um tilraun til þöggunar þegar fyrirtækið neitaði að selja honum legókubba milli- liðalaust. Talsmenn fyrirtækisins svöruðu því til að þeir vildu ekki selja neinum vörur sínar sem hygðist nota þá í pólitískum til- gangi, en sáu að sér þegar ákvörð- un þeirra var harðlega gagnrýnd af almenningi. Ai Weiwei afhjúpar nýtt verk í Mexíkó AFP Týndir Ai Weiwei fyrir framan listaverk sem samanstendur af myndum af týndum stúdentum. Hann notaði milljón legókubba til að búa til myndirnar. »Barnamenningarhátíð í Reykjavík þetta árið lauk með tónleikahaldi og dansi í Gerðubergi. Breiðhylting- urinn og tónlistarmaðurinn góðkunni Emmsjé Gauti söng fyrir gesti og í fram- haldinu sáu Dj Pythons og krakkar frá Dansi Brynju Péturs um að halda uppi stuðinu. Gestum bauðst að taka þátt í dansinum. Barnamenningarhátíð í Reykjavík kvödd með stæl Kraftur Emmsjé Gauti dró ekkert af sér þegar hann söng fyrir unga fólkið sem mændi upp til stjörnunnar. Upprennandi söngstjarna Þessi unga dama tók sig til og stal senunni um stund, hún laumaðist til að syngja aðeins. Gaman Þessar sungu fullum hálsi með og skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Eggert Raumgestalt bretti Verð frá 2.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.